Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var fátt sem benti til þess, þeg- ar árrisulir ferðalangar streymdu um borð í Herjólf í Friðarhöfn að morgni síðastliðins sunnudags, að fyrir þeim lægi að veltast um borð í skipinu í um ellefu klukkustundir. Það hafði verið spáð talsverðum vindstrekkingi en það var lens alla leiðina til Þorlákshafnar. Farþegar voru flestir í kojum en nokkrir héldu til í sjónvarpsherberginu og veit- ingasalnum og ekki væsti um nokk- urn mann. Þegar menn fóru að búa sig undir ferðalok tilkynnti Lárus Gunnólfs- son skipstjóri að mikið brimrót væri við hafnargarðinn í Þorlákshöfn og auk þess háfjara og ekki á það hætt- andi að fara inn. Þetta var upp úr klukkan ellefu og ákvað skipstjóri að sæta færis ef aðstæður myndu batna. En þær fóru stöðugt versn- andi og nú voru allir um borð orðnir áþreifanlega varir við það að sjólag var með versta móti. Skipið valt og tók af og til djúpar dýfur þegar það endastakkst af him- inháum öldunum ofan í öldudalina. Allt innvolsið í ferðalöngunum tók sömu dýfur, altént þeirra sem höfðu verið svo óforsjálir að koma sér ekki fyrir í koju. Ferðafélagi minn, sem er reyndur sjósundmaður, orðaði lík- lega hugsanir margra þegar hann sagði upp úr eins manns hljóði að fyrr myndi hann synda í land en fara aftur til Eyja í þessum sjógangi. Í sama mund tilkynnti Lárus skip- stjóri í hátalarakerfinu, eftir þriggja tíma volk fyrir utan hafnargarðinn í Þorlákshöfn, að snúið yrði við til Vestmannaeyja, „það er alltaf svo gaman í Eyjum“ lét hann fylgja með. Ferðafélaginn lét ekki verða af áformum sínum, þótt freistandi væru, enda hefði hverjum verið bráður bani búinn að reyna slíka fífl- dirfsku. Sumir gældu við þá hugsun að Lárusi snerist hugur og sigldi bara beinustu leið til Reykjavíkur en þar er vitaskuld engin aðstaða fyrir bílferju eins og Herjólf. Það er reyndar umhugsunarvert að ekki skuli vera til varahöfn fyrir stórt flutningaskip eins og Herjólf rétt eins og allt millilandaflug og jafnvel innanlandsflug hefur úr vara- flugvöllum að velja. Það var því ekki annað hægt að gera en bíta í skjald- arrendur og þreyja þorrann og góuna í bullandi sjóveiki og vanlíðan. Meðal ferðafélaga voru nokkrir nem- endur úr Sjómannaskólanum og tvo þeirra sá ég gæða sér á hamborgara með frönskum og mikilli kokteilsósu. Sú sýn varð síst til að bæta heilsuna en líklega hafa nemendurnir valið sér rétta lífsstarfið. Á leiðinni til Eyja lék allt á reiði- skjálfi og það var því líkast á stund- um að risastór járnkúla lemdi skips- skrokkinn þegar öflug brotin riðu yf- ir. Verst var þó þegar skipið missti snertingu við úfinn hafflötinn og hreinlega pompaði ofan í öldudal- ina. Fimm myndbandsspólum seinna og eftir ellefu klukkustundir í hafi, tilkynnti Lárus skipstjóri að skipið myndi leggjast að bryggju í Vest- mannaeyjum eftir tíu mínútur. Síðan bætti hann við: „Kæru farþegar. Við vonum samt að þið hafið notið ferð- arinnar með okkur.“ Tíu kílómetrar til lands Nokkrar góðar lexíur má draga af þessari löngu sjóferð. Fyrsta að telja er þessi sígilda og algilda að enginn ræður sínum næturstað. En í annan stað sýndi ferðin að Herjólfur er traust skip þótt það velti óheyrilega mikið þegar þannig stendur á. Ein afleiðing í einkavæðingu samgöngu- æðar Vestmannaeyinga blasir þó við. Þar er heill salur með besta útsýninu sem aldrei er opnaður jafnvel þótt þröngt sé setinn bekkurinn í öðrum salarkynnum skipsins. Og hver skyldi ástæðan vera? Jú, það þyrfti að bæta við tvo í áhöfn skipsins til þess að þrífa salinn eftir ferðir. Og síðast en ekki síst blasir við eft- ir svona volk við hvaða aðstæður Vestmannaeyingar, og reyndar allir landsmenn sem erindi eiga til Eyja, búa við í samgöngumálum. Flug er varla valkostur á veturna því það leggst niður þá hreyfir vind. Þótt Herjólfur sé traust skip storkar það ekki náttúruöflunum frekar en aðrar fleytur. Fyrir nokkrum árum var lagt fram á Alþingi þingmál sem margir hentu gaman að. Tillagan snerist um að gerð yrðu jarðgöng til Vest- mannaeyja. Það yrði ekkert verk- fræðiafrek. Það eru um tíu kílómetr- ar frá landi til Eyja þar sem styst er. Hvalfjarðargöngin eru um fimm kílómetrar. Það hafa því breiðari höf verið brúuð í sögunni. Framkvæmd- ina mætti svo fjármagna með hagn- aðinum af sölu ríkisbankanna. Mikið myndi ég gefa fyrir að geta ekið um jarðgöng til og frá Vestmannaeyjum í stað þess að eyða heilum sunnudegi firrtur jafnvægisskyninu um borð í Herjólfi. Firrtur jafnvæg- isskyninu um borð í Herjólfi Um 70 manns voru í um ellefu klukku- stundir um borð í Herjólfi í úfnum sjó síðastliðinn sunnudag. Guðjón Guðmundsson var einn þeirra. Ljósmynd/Stöð 2 Herjólfur úti fyrir hafnargarðinum í Þorlákshöfn á sunnudag. gugu@mbl.is „EINHVERJIR voru sjóveikir og fólk var svekkt yfir því að komast ekki á leiðarenda. En þetta er bara svona. Þetta gerist í loftinu, á þjóðvegum og á sjónum. Fólk verður fyrir töfum og verður jafn- vel að snúa við,“ segir Lárus Gunnólfsson, skipstjóri á Herjólfi, en skipið gat ekki lagst að bryggju í Þorlákshöfn vegna brimróts fyr- ir utan höfnina á sunnudag. Því var snúið við til Vestmannaeyja en alls tók sjóferðin hátt í 11 klukku- stundir. Lárus segir að vissulega hafi verið rokhvasst og mikill sjór þeg- ar skipið lagði upp frá Vest- mannaeyjum klukkan 8.15 með 69 farþega innanborðs. Engu að síð- ur var talið fært til Þorlákshafnar en eftir því sem leið á ferðina versnaði sjólag fyrir utan strönd- ina. Því var ákveðið að halda sjó fyrir utan Þorlákshöfn og bíða átekta. „Við komum á fjöru og það er nú leiðinlegast. Við höfðum von um að þetta myndi batna um leið og flæddi að,“ segir Lárus. Ekki varð honum að ósk sinni því held- ur bætti í brimið þegar leið á dag- inn. Um klukkan 15 var ákveðið að snúa við til Eyja og lagði skipið þar að um klukkan 18.45. Þegar Morgunblaðið ræddi við Lárus í gær var Herjólfur á leið til Þorlákshafnar með um 270 far- þega sem er heldur meira en venja er til á mánudagsmorgnum. Þrátt fyrir talsverða undiröldu fór vel um farþegana, þ.á m. Lög- reglukórinn sem hélt tónleika í Eyjum um helgina. Nokkrir sjóveikir en allir svekktir RÚMLEGA tvítugur karlmaður, sem slasaðist alvarlega í umferð- arslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags, var í gær að komast til meðvitundar en honum var um tíma haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi. Líðan ungs manns sem einnig slasaðist alvarlega er betri og hefur hann verið færður af gjörgæslu- deild. Ungur maður og ung stúlka sem voru í bílnum slösuðust minna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík virðist sem ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun, hafi misst stjórn á bifreið sinni vestan við Laugarnesveg. Bif- reiðin fór út af vegarkantinum hægra megin og rann eftir honum drjúgan spöl þar til hún valt yfir moldarhaug, ofan í skurð og upp úr honum aftur og staðnæmdist loks á skurðarbakkanum. Samtals rann bifreiðin um 180 metra frá því öku- maðurinn missti stjórn á henni. Mennirnir þrír voru allir fyrir utan bílinn en stúlkan var föst undir flakinu þegar lögregla og slökkvi- ðlið komu á vettvang. Öll voru flutt á slysadeild, talsvert slösuð. Lög- reglan í Reykjavík rannsakar mál- ið. Bíllinn kastaðist yfir moldarhaug, ofan í skurð og staðnæmdist loks á skurðbakkanum á mótum Sæbrautar og Laugarnestanga. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglu- og slökkviliðsmenn vinna hér að því að ná stúlkunni úr bílnum. Í loftköstum eftir vegarkantinum Þjóðverj- ar áfram í haldi GÆSLUVARÐHALD yfir tæplega sextugum Þjóðverja sem handtekinn var á Keflavík- urflugvelli í lok október með 1½ kíló af kókaíni innanklæða hef- ur verið framlengt til 7. janúar nk. Enginn annar hefur verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við málið og er gert ráð fyrir að rannsókn þess ljúki í þessari viku. Málsgögn verða þá send ríkissaksóknara. Annar Þjóðverji situr í gæsluvarðhaldi vegna fíkni- efnasmygls. Sá var stöðvaður af tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli hinn 7. nóvember sl. og á honum fundust um 900 g af amfetamíni og um eitt kíló af kókaíni. Í kjölfarið handtók lög- regla rúmlega þrítugan íslensk- an karlmann og var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, verst allra fregna af rannsókn málsins og segir að hún sé á viðkvæmu stigi. Verð á er- lendum diskum 20– 30% lægra SONET ehf. hefur keypt helmings- hlut í Japis – verslun ehf. sem tók yf- ir rekstur tónlistarverslunarinnar Japis á Laugavegi í febrúar á þessu ári. Ákveðið hefur verið að hefja aft- ur verslunarrekstur í húsnæði Japis í Brautarholti 2 og verða báðar versl- anir reknar undir merkjum Japis en gagngerar breytingar verða gerðar á rekstrarformi þeirra. Þá hefur Japis ákveðið að lækka verð á inn- fluttum geisladiskum um 20–30% miðað við almennt smásöluverð. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, eiganda Sonet ehf., er unnt að ná verðinu niður með því að kaupa inn geisladiska milliliðalaust. Þannig munu innkaup á öllum erlendum geisla- og mynddiskum (DVD) eiga sér stað erlendis frá nema íslenskir aðilar bjóði samsvarandi verð. Einn- ig verður smásöluálagning á íslensk- um geisladiskum lækkuð og samn- inga leitað við útgefendur um aukna hagkvæmni og markaðslegt sam- starf. Aðrir eigendur Japis eru Úlfar Þórðarson og Hafsteinn Häsler. Búið er að lækka verð geisladiska í verslun Japis á Laugavegi en stefnt er að því að opna verslunina í Braut- arholti á næstu dögum. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Japis segir að undanfarið hafi verið samþjöppun á íslenskum tónlistarmarkaði og að verðhækkun hafi einnig orðið á geisladiskum. AUÐGUNARBROTADEILD lög- reglunnar í Reykjavík hefur upplýst þjófnað á landbúnaðartækjum frá sölufyrirtæki í Reykjavík en rúllu- bindivél, flaghefli og sláttuþyrlu var stolið þaðan fyrir rúmlega viku. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, tókst að rekja ferð rúllubindivélar- innar á bæ vestur á fjörðum og sótti lögregla tækið. Við rannsókn kom í ljós að hin tækin voru flutt austur fyrir fjall og voru þau einnig sótt. Þeir sem hlut eiga að máli viður- kenndu aðild og telst málið upplýst. Illa fengin landbún- aðartæki ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.