Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 12

Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR prófkjörs Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi, sem haldið var á kjördæmisþingi um helgina, sæta nokkr- um tíðindum þótt vart sé hægt að segja að nið- urstaðan hafi verið með öllu óvænt. Ljóst var að harður slagur yrði um efsta sætið á þinginu enda búið að steypa þremur kjördæmum sam- an í eitt á sama tíma og þingmönnum er fækkað um þriðjung eða úr fimmtán í tíu. Reglur próf- kjörsins voru hins vegar mjög skýrar og var kosið í tveimur umferðum um hvert sæti. Mestu tíðindin eru óneitanlega þau að með prófkjörinu er endi bundinn á þingferil Páls Péturssonar félagsmálaráðherra en einnig má nefna að Elín R. Líndal, sem verið hefur vara- þingmaður í rúman áratug, verður ekki lengur í framboði. Stóð höllum fæti Páll hefur verið í forystusveit Framsóknar- flokksins um árabil, setið á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn frá 1974 og verið ráðherra frá 1995. Hann hlaut hins vegar einungis 14,09% atkvæða í fyrstu umferðinni um efsta sæti listans og ákvað þá að gefa ekki kost á sér í ann- að sætið. Vitað var fyrir prófkjörið að Páll stæði höllum fæti og sjálfur sagði hann eftir kosninguna að hann hefði „átt von“ á þessari niðurstöðu. Þeir sem rætt voru flestir á sama máli og sögðu að tími hefði verið kominn á Pál. Mikið var rætt um það fyrr á þessu ári hvort Páll myndi draga sig í hlé en í júlí lýsti hann því yfir að allar sögusagnir um slíkt væru úr lausu lofti gripnar. „Það eru nógir til sem vilja mig dauðan, en ég mun ekki verða sjálfviljugur við þeirri ósk,“ sagði Páll við Morgunblaðið í júlí. Eftir að niðurstöður prófkjörsins lágu fyrir á laugardag nefndi Páll það sérstaklega í viðtali við Morgunblaðið að Árni Gunnarsson, fyrrum aðstoðarmaður hans, hefði einnig falast eftir fyrsta sætinu og taldi það eina helstu ástæðu þess að árangur hans var ekki betri. Ekki eru allir sammála þessu og sumir segja Pál hafa komið í veg fyrir að Árni næði öruggu sæti. Árni er frá Sauðárkróki og virðist ljóst að Skagfirðingar hafi upp til hópa stutt framboð hans en hann fékk 17,55% atkvæða í fyrsta sæt- ið eða 15 atkvæðum meira en Páll. Þótt Árni sé fyrrum aðstoðarmaður Páls í ráðuneytinu og faðir hans, Gunnar á Flatatungu á Kjálka, lengi einn af dyggustu stuðningsmönnum Páls, hefur verið stirt á milli þeirra Páls og Árna um nokk- urt skeið. Árni, sem er fyrrum formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna, tók einnig þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins á Norð- urlandi vestra fyrir fjórum árum. Töldu Árni og stuðningsmenn hans ljóst að Páll hafi ekki stutt við bakið á honum í þeim slag heldur Her- dísi Sæmundsdóttur. Þá hafi hann ekki „hleypt Árna að“ sem varaþingmanni á kjörtímabilinu. Legið hefur ljóst fyrir um nokkurt skeið að Árni stefndi á þátttöku í prófkjörinu en hann skipaði annað sætið á lista Framsóknarflokks- ins í Norðurlandi vestra í síðustu kosningum. Niðurstaða helgarinnar er hins vegar sú að hvorki Páll né Árni verða á listanum. Pólitísk- um ferli Páls er lokið en ferill Árna nær ekki að hefjast. Magnús með breiðara fylgi Það var Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sem náði flestum atkvæðum eða 33,95% í fyrstu umferð- inni. Kom það mörgum nokkuð á óvart hversu sterkur Kristinn var í þessum kosningum en einnig ber að hafa í huga að hann var eini Vest- firðingurinn sem bauð sig fram í fyrsta sætið á meðan tveir fulltrúar voru frá gamla Vestur- landskjördæmi og Norðurlandi vestra. Krist- inn hefur setið á þingi frá árinu 1991, fyrst fyrir Alþýðubandalagið, síðan utan flokka og loks gekk hann í þingflokk Framsóknarflokksins í desember 1998. Þá þegar var ljóst að Gunn- laugur Sigmundsson hafði ekki hug á frekari þingmennsku og í mars 1999 þremur mánuðum eftir að Kristinn gekk í Framsóknarflokkinn var ákveðið á kjördæmisþingi að hann myndi leiða lista flokksins á Vestfjörðum. Eftir kosn- ingar var hann síðan skipaður formaður þing- flokksins. Vestfirðingar stóðu þétt að baki Kristni á kjördæmisþinginu nú um helgina og voru stað- ráðnir í að koma sínum manni að. Það dugði hins vegar ekki til því að í síðari umferðinni skaust Magnús Stefánsson upp í fyrsta sætið. Hann jók fylgi sitt úr 112 atkvæðum í 231 milli umferða á meðan Kristinn jók fylgið úr 147 í 197 atkvæði. Í fyrri umferðinni voru það gömlu kjördæm- in sem réðu ferðinni þegar menn greiddu at- kvæði en í þeirri síðari virðist það hafa ráðið úr- slitum að Magnúsi gekk mun betur að ná breiðu fylgi í nýja kjördæminu. Magnús sat á þingi 1995–1999 og kom svo aftur inn á þing í fyrra er Ingibjörg Pálmadóttir hætti afskipt- um af stjórnmálum. Hann er rekstrarfræðing- ur frá Samvinnuháskólanum og hefur meðal annars verið sveitarstjóri á Grundarfirði og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Það hefur ekki farið mikið fyrir Magnúsi, enda stutt síðan hann kom aftur á þing, en það sýnir greinilegan styrk að ná fyrsta sætinu í samkeppni við ráðherra og for- mann þingflokksins. Kristinn H. Gunnarsson náði strax í fyrstu umferð um annað sætið rúmlega 50 prósent at- kvæða og því þurfti ekki að halda aðra umferð. Þegar hér var komið við sögu var ljóst að miklar líkur væru á því að þriðja sætið færi til Norðurlands vestra og einnig voru uppi sterk- ar raddir um að nauðsynlegt væri að hafa konu í öðru sæti. Það voru líka fulltrúar frá Norður- landi vestra, þau Herdís Á. Sæmundsdóttir, Árni Gunnarsson og Elín R. Líndal sem kom- ust áfram í aðra umferð og að lokum var það Herdís sem reyndist hlutskörpust. Hún er frá Sauðárkróki, hefur verið oddviti framsóknar- manna í sveitarstjórn Skagafjarðar, formaður byggðaráðs og kenndi einnig í mörg ár við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Framsóknarmenn ánægðir Almennt virðast framsóknarmenn í Norður- landi vestra ánægðir með prófkjörið og það fyr- irkomulag sem var valið. Eflaust á staðan hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu að afloknu prófkjöri drjúgan þátt í þeirri ánægju. Þar sem kosið var um hvert sæti fyrir sig reyndist erfitt að mynda kosningablokkir og einnig þykir mönnum sem vel hafi tekist til með að halda jafnvægi milli gömlu kjördæmanna, kynja og aldurshópa. Í fjórum efstu sætunum eru tveir karlar og tvær konur en í fjórða sætinu er Ey- dís Líndal Finnbogadóttir frá Akranesi. Átök en ekki óvænt úrslit Hart var barist um sætin á flokksþingi Framsóknar- flokksins á Norðvesturlandi um helgina. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um niðurstöðu prófkjörsins. sts@mbl.is FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfé- laganna í Skagafirði og Húnavatns- sýslum samþykkti á fundi sínum á sunnudag að beina því til miðstjórn- ar Sjálfstæðisflokksins að hún tæki nú þegar fyrir framkvæmd próf- kjörsins sem haldið var í kjördæm- inu og úrskurð kjörnefndar um nið- urstöðu vegna prófkjörsins og kveði upp úr um hvaða áhrif annmarkar á því hafi á gildi þess. Var tillagan samþykkt með 61 samhljóða at- kvæði. Miðstjórn flokksins hefur verið kölluð saman til fundar. Eins og greint hefur verið frá er Vilhjálmur Egilsson, sem hafnaði í 5. sæti í prófkjörinu, ósáttur við nið- urstöðuna og hefur fullyrt að sigur í prófkjörinu hafi verið hafður af sér með brögðum. Davíð segir annað prófkjör ekki koma til greina Haft var eftir Davíð Oddssyni for- sætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 að ekki kæmi til greina að endurtaka prófkjörið. Það hafi hins vegar orðið heilmikil mistök við framkvæmd prófkjörsins en hann telji ekki að þau mistök geti orðið til þess að eyði- leggja allt prófkjörið og ekki sé vinn- andi vegur að fara í nýjan prófkjörs- slag. Davíð sagðist heldur ekki fylgj- andi því að Vilhjálmur færi í sér- framboð undir merkjum Sjálfstæð- isflokksins. „Ég tel að það sé ekki heppilegt og ekki vænlegt til árangurs í framtíð að bjóða upp á slíkan möguleika. Við höfum aldrei leyft það, sjálfstæðis- menn. Annaðhvort bjóða menn sig fram undir merki flokksins eða ekki. Ég hygg að hreinar línur í þeim efn- um séu bestar, “ sagði Davíð. Ekki flóknar reglur Spurður um heimildir miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins til þess að grípa inn í málið segir Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri flokksins, að miðstjórnin sé æðsta vald hans á milli landsfunda og út af fyrir sig geti allir flokksmenn leitað til hennar með umkvörtunar- eða áhyggjuefni vegna mála sem snerta flokkinn. Í prófkjörsreglunum sé að finna sér- stakt ákvæði um það að ágreiningi sem kemur fram innan stjórnar kjör- dæmisráðs varðandi prófkjör megi skjóta til miðstjórnarinnar sem sé þá hið endanlega úrskurðarvald. „Það eru engar flóknar réttarfarsreglur í skipulagsreglum flokksins. Um mið- stjórnina segir í skipulagsreglum að framkvæmdastjórn flokksins sé í höndum miðstjórnar og hún hafi úr- skurðarvald um allar framkvæmdir á vegum flokksins, umráð eigna hans og gætir þess að skipulagsreglum flokksins sé fylgt.“ Vilja skoða meinta annmarka prófkjörs Miðstjórn fer með úrskurðarvaldið Morgunblaðið/Jón Sig. Frá fundi fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Blönduósi. MAGNÚS Stefánsson alþingis- maður skipar fyrsta sætið á lista framsóknarmanna í Norðvest- urkjördæmi en hann hlaut 231 at- kvæði eða tæp 54% í annarri um- ferð en Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks framsókn- armanna, fékk 46% atkvæða en hafði hlotið flest atkvæði um fyrsta sætið í fyrstu umferðinni. Í þriðju umferð tryggði Kristinn sér annað sætið með 54% atkvæða en Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hafði áður dregið sig í hlé og mun því láta af þingmennsku nú í vor. Páll er 65 ára gamall og hefur verið þingmaður Norður- landskjördæmis vestra í 26 ár og er núverandi aldursforseti Alþing- is. Herdís Á. Sæmundardóttir hlaut 52% atkvæða í 2. umferð um þriðja sætið. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri og fyrrum að- stoðarmaður félagsmálaráðherra, náði ekki kjöri í fyrsta, annað eða þriðja sætið og sóttist ekki eftir að skipa fjórða sætið. Eydís Lín- dal Finnbogadóttir var kjörin í fjórða sætið með 78% atkvæða og Ingi Björn Árnason í fimmta með 65,5% atkvæða. Páll hættir þing- mennsku í vor                                   !    "   #  #  $  %& '  ( ) # *  +  ,  -. "    /  * )   % # 0 „SAMKEPPNI á matvörumark- aði“ er yfirskrift hádegisverðar- fundar sem Frjálshyggjufélagið stendur fyrir í Iðnó á morgun, miðvikudaginn 20. nóvember. Segir í fréttatilkynningu að fund- urinn sé haldinn í kjölfar mikillar umræðu um hugsanlega fákeppni á matvörumarkaðinum og of hátt vöruverð til neytenda. „Eins og kunnugt er hafa verið uppi efasemdir í þjóðfélaginu um hvort samkeppnin færi okkur lágt matvöruverð og hafa fyrirtæki verið sökuð um óeðlilega háa álagningu,“ segir í tilkynningunni. Stjórnmálamenn hafi margir hverjir beitt sér á Alþingi og í fjöl- miðlum fyrir því að gripið verði til aðgerða til að sporna við þeirri þróun sem þeir telji óæskilega á matvörumarkaði. Á fundinum verði leitast við að svara þeirri spurningu hvort tilefni sé til slíkra aðgerða. Haukur Örn Birgisson, formað- ur Frjálshyggjufélagsins, Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, munu flytja erindi á fundinum. Að loknum framsöguerindum verða almenn- ar umræður og spurningar frá fundargestum. Fundarstjóri verð- ur Jón Gnarr og hefst fundurinn stundvíslega klukkan 12. Samkeppni á mat- vörumarkaði rædd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.