Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 13
DEILDARFORSETI læknadeildar
Háskóla Íslands segir fráleitt að
fjöldatakmarkanir í heilbrigðisdeild-
um skólans séu tilkomnar vegna þess
að heilbrigðisstéttir vilji takmarka
nýliðun í viðkomandi greinum. Þessu
var haldið fram á Alþingi á miðviku-
dag og mátti lesa frásögn af því í
Morgunblaðinu í fyrradag.
Hjálmar Árnason gagnrýndi þá
harðlega fjöldatakmarkanir sem
hann sagði að væru við lýði í fimm
greinum í HÍ, þ.e. í læknisfræði,
hjúkrunarfræði, tannlækningum,
sjúkraþjálfun og lögfræði. Hjálmar
spurði hvers vegna þessar fimm
deildir beittu fjöldatakmörkunum
sem þekktust ekki í öðrum greinum.
„Getur verið að með fjöldatakmörk-
unum séu viðkomandi stéttir að
skammta sjálfum sér aðeins brýn-
ustu nýliðun,“ sagði Hjálmar. Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, kvaðst honum algjörlega
sammála og sagði fjöldatakmarkanir
ekki í takt við tímann.
Takmarkaðir möguleikar
Þessu hafnar Reynir Tómas Geirs-
son, deildarforseti læknadeildar HÍ,
algjörlega. „Það er verið að ýja að því
að ekki séu menntaðir fleiri læknar
vegna þess að starfandi læknar vilji
sitja einir að kjötkötlunum og deila
með sér þeim tekjum sem hægt er að
hafa af lækningum. Væntanlega á
þetta einnig við um aðrar stéttir sem
þarna eru nefndar. Þetta er einfald-
lega ekki rétt,“ segir hann. Hann
segist engin dæmi þekkja um að
læknar hafi beitt þrýstingi til að tak-
marka aðgang að læknadeildinni.
„Það sem fyrst og fremst takmarkar
aðgang að læknadeildinni er að deild-
in hefur takmarkaða möguleika á
verklegri kennslu,“ segir hann. Í
öðru lagi hafi verið reiknað út hversu
marga lækna þurfi að útskrifa á
hverju ári. Lengi vel var áætlað að 36
læknar væri nægjanlegt. Talan hafi
síðan hækkað upp í 40 og á næsta ári
hefja 48 læknanemar nám á öðru ári.
Miðað við höfðatölu útskrifist fleiri
læknar árlega á Íslandi en í nokkru
öðru vestrænu landi. Og þó að lækna
vanti í heilsugæsluna og ýmsar sér-
greinar séu fleiri læknar á Íslandi,
miðað við mannfjölda, en víðast hvar
annars staðar. „Ef við menntuðum
fleiri lækna færi fjármagnið í að
mennta fólk sem yrði að finna sér
störf erlendis,“ segir Reynir. Slíkt sé
ásættanlegt í einhverjum mæli en
hann minnir á að læknanám sé dýrt
og væntanlega vilji landsmenn að
fjármagnið sem renni til menntunar
lækna nýtist hér á landi. Aðgangur
að svo dýru námi hljóti ávallt að vera
takmarkaður. „Ég veit ekki um nein
dæmi þess að læknaskólar, nokkurs
staðar í heiminum, beiti ekki fjölda-
takmörkunum,“ segir Reynir.
Leituðu ekki eftir upplýsingum
Þá verði menn að gera sér grein
fyrir því að til þess að hægt sé að út-
skrifa fleiri verði ríkið að leggja fram
meira fjármagn. Þetta eigi ekki síst
við um hjúkrunarfræðina. Reynir
segir að sér sé kunnugt um að stjórn-
endur hjúkrunarfræðideildar vilji
gjarnan útskrifa fleiri en til þess
skorti fé. „Mér er ekki kunnugt um
að þessir tveir þingmenn hafi leitað
sér upplýsinga um ástæður fyrir
fjöldatakmörkunum áður en þeir
sögðu þetta hjá mér eða öðrum deild-
arforsetum í heilbrigðisvísindadeild-
unum. Við hefðum nú getað sagt
þeim eitthvað um það, hvers vegna
fjöldatakmörkunum er beitt,“ segir
hann.
Forseti læknadeildar HÍ um gagnrýni
á fjöldatakmarkanir
Þingmennirnir
hefðu mátt leita
sér upplýsinga
MEÐALFJÖLDI atvinnulausra var
um 10,9% meiri í október en í sept-
ember og tvöfaldaðist frá október í
fyrra. Síðustu 10 ár hefur atvinnu-
leysi aukist um 5,6% frá september til
október og er árstíðarsveiflan nú mun
meiri en meðaltalssveifan síðustu 10
ár.
Atvinnuleysið er nú alls staðar
meira en í október í fyrra og er aukn-
ingin hlutfallslega mest á Suðurnesj-
um. Atvinnuleysi kvenna eykst um
8,7% frá því í september sl. og at-
vinnuleysi karla eykst um 13,3%.
Alls var 81.101 skráður atvinnu-
leysisdagur á landinu öllu í október
sem jafngildir því að um 3.525 manns
hafi að meðaltali verið atvinnulausir í
mánuðinum, að því er fram kemur á
vef Vinnumálastofnunar um atvinnu-
ástand á landinu í október. Tölurnar
samsvara 2,5% af áætlun Þjóðhags-
stofnunar um mannafla á vinnumark-
aði í október 2002. Segir þar að líklegt
sé að atvinnuleysi í nóvember aukist
og verði á bilinu 2,7% til 3,0%.
Atvinnuástandið versnar iðulega í
nóvember miðað við október sam-
kvæmt upplýsingum frá Vinnumála-
stofnun. Undanfarin 10 ár hefur at-
vinnuleysið aukist að meðaltali um
9,5% frá október til nóvember. At-
vinnuleysið var 1,5% í nóvember í
fyrra.
Atvinnuleysið á landsbyggðinni
eykst um 19% milli mánaða. Atvinnu-
leysið er nú 1,9% af mannafla á lands-
byggðinni en var 1,6% í september sl.
Þar af jókst atvinnuleysi karla hlut-
fallslega úr 1,2% í 1,4% og atvinnu-
leysi kvenna úr 2,2% í 2,6%. Atvinnu-
leysið á landsbyggðinni var 1,1% í
október í fyrra.
Í lok mánaðarins voru samtals
4.080 manns á atvinnuleysisskrá á
landinu, þar af 1.973 karlar og 2.107
konur. Atvinnulausum í lok október
fjölgaði um 497 miðað við mánuðinn á
undan, þar af konum um 211 og körl-
um um 286. Á höfuðborgarsvæðinu
var meðalfjöldi atvinnulausra í októ-
ber 2.506 eða 2,8% af áætluðum
mannafla en var 2,6% í september.
Atvinnuleysi jókst um 7,9% milli mán-
aða og að meðaltali eru nú 71% at-
vinnulausra á landinu öllu á svæðinu.
Yfirlit Vinnumálastofnunar
um atvinnuástand í október
Atvinnuleysi
eykst alls staðar
!"
# $"
%"