Morgunblaðið - 19.11.2002, Page 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 15
SAMKEPPNI um gerð viðskiptaáætlana, Ný-
sköpun 2003, sem ber yfirskriftina þjóðarátak
um nýsköpun, var formlega hleypt af stokk-
unum í gær. Markmið átaksins er að örva ný-
sköpun og frumkvöðlastarfsemi í íslensku at-
vinnulífi til að stuðla að auknum hagvexti og
bættum lífskjörum.
Að samkeppninni standa Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins, KPMG, Háskólinn í Reykjavík,
Morgunblaðið, Íslandsbanki og Byggðastofn-
un, en tveir þeir síðastnefndu hafa ekki komið
að keppninni áður. Auk þess eru Síminn, Eim-
skip, Samherji og Nýherji stuðningsaðilar
keppninnar. Samkeppni um gerð viðskipta-
áætlana er nú haldin í fjórða skipti og er skila-
frestur til 31. maí 2003, en úrslit verða kynnt í
september það ár.
Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu
Í fréttatilkynningu frá aðstandendum sam-
keppninnar segir að þjóðarátak um nýsköpun
sé m.a. ætlað að stuðla að markvissum vinnu-
brögðum við virkjun nýrra hugmynda í at-
vinnulífinu og laða fram áhugaverð verkefni.
Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í atvinnulífi
hafi mikil áhrif á hagvöxt og þar með lífskjör
almennings.
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rann-
sóknar sé starfsemi frumkvöðla umtalsvert
meiri á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Án
efa sé góð útkoma Íslands meðal annars að
þakka markvissri viðleitni fyrirtækja og stofn-
ana hér til að örva nýsköpun með verkefnum á
borð við þjóðarátakið sem nú sé efnt til.
Aðstandendur átaksins telja mikilvægt að
haldið verði áfram á sömu braut til að stuðla að
aukinni fjölbreytni í atvinnulífi landsins og
bæta stöðu þess í ört vaxandi alþjóðlegri sam-
keppni.
Viðskiptaáætlun eða hugmyndalýsing
Samkeppnin að þessu sinni er viðameiri en
áður. Allir sem skrá sig til keppni fá leiðbein-
ingahefti og Excel-líkan sem KPMG hefur
smíðað. Einnig fylgir með gögnum sérstakur
CD-diskur með fyrirlestrum og öðrum gögn-
um.
Keppnin er nú með tvennum hætti. Annars
vegar er hægt að senda inn fullbúna viðskipta-
áætlun upp á u.þ.b. 20–25 síður, en hins vegar
er nýjung, því hægt er að leggja fram hug-
myndalýsingu. Hún þarf þó að uppfylla ákveð-
in skilyrði hvað varðar innihald og lengd, en
hún skal vera 5–7 síður.
Allir sem senda inn fullnægjandi viðskipta-
áætlun keppa um peningaverðlaun þar sem
fyrsti vinningur er 1 milljón krónur, að við-
bættri ráðgjöf hjá KPMG, en önnur verðlaun
eru 500 þúsund. Þar að auki eru veitt fimm eitt
hundrað þúsund króna hvatningarverðlaun.
Auk þess taka allir sem senda viðskiptaáætlun
sjálfkrafa þátt í Evrópukeppni um viðskipta-
hugmyndir. Sérstök aðaldómnefnd velur sig-
urvegara í keppninni og fulltrúa Íslands í Evr-
ópukeppni.
Fullgildar viðskiptaáætlanir verða lesnar og
metnar af sérfræðingum og fær hver áætlun ít-
arlega umsögn.
Hugmyndalýsing getur ekki unnið til verð-
launa í aðalkeppninni en hún fer hins vegar í
hóp þeirra sem koma til álita við val á fulltrú-
um Íslands í Evrópukeppni. Einnig fá hug-
myndalýsingar stutta umsögn.
Fram kom á kynningarfundi aðstandenda
Nýsköpunar 2003 í gær að stefnt er að mikilli
og útbreiddri þátttöku og að starfsmenn átaks-
ins muni halda námskeið víða um land til að
kynna það.
Gísli Benediktsson, sérfræðingur þróunar-
sviðs Nýsköpunarsjóðs, sagði að reynt verði að
höfða sérstaklega til starfandi fyrirtækja, sem
t.d. hyggjast hasla sér völl á nýju sviði með
þróun nýrrar vöru eða þjónustu, eða með því
að hefja sókn inn á nýja markaði. Hann sagði
að árangurinn af þeim keppnum sem haldnar
hafi verið til þessa sé ótvíræður. Mörg störf
hafi skapast hjá fyrirtækjum víða um land.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans
í Reykjavík, sagði á kynningarfundinum að
tengsl séu á milli nýsköpunar og hagvaxtar.
Sérfræðingar víða um heim telji að fjórir þætt-
ir skipti höfuðmáli fyrir frumkvöðlastarfsmi,
þ.e. reglugerðarumhverfið í viðkomandi landi,
menningin, menntunarstigið og aðgengi að
áhættufjármagni. Í því sambandi sé athyglis-
vert að rannsóknir sýni að einungis rúm 9%
áhættufjármagns til frumkvöðlastarfsemi hér
á landi komi frá fjárfestingafyrirtækjum. Af-
gangurinn komi frá einstaklingunum sjálfum
og aðstandendum þeirra. Þetta hlutfall sé tölu-
vert lægra hér en víða annars staðar. Engu að
síður hafi nýleg alþjóðleg rannsókn á frum-
kvöðlastarfsemi á vegum Global Entre-
preneurship Monitor, GEM, sem náði til 37
landa, leitt í ljós að Ísland sé ofarlega á blaði
þegar kemur að nýsköpun.
Samkeppni um gerð viðskiptaáætlana var
fyrst haldin hér á landi árið 1999 og aftur á
næstu tveimur árum þar á eftir. Í fyrstu sam-
keppninni skráðu 700 manns sig til keppni, 650
í keppninni árið eftir og 580 í keppninni árið
2001. Fjöldi viðskiptaáætlana sem bárust inn í
fyrstu keppninni var 85, árið eftir bárust 35
áætlanir en 109 áætlunum var skilað inn í síð-
ustu keppni.
Dómnefnd Nýsköpunar 2003 skipa: Hörður
Sigurgestsson formaður, Brynjólfur Bjarna-
son, forstjóri Símans, Guðfinna S. Bjarnadótt-
ir, rektor Háskólans í Reykjavík, Hildur Pet-
ersen, Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og
Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri hjá
Marel.
Þjóðarátak um Nýsköpun 2003 – samkeppni um gerð viðskiptaáætlana hleypt af stokkunum
Markmiðið að
auka hagvöxt
Morgunblaðið/Kristinn
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Halldór S. Magnússon, forstöðu-
maður fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, og
Gísli Benediktsson hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins kynntu samkeppnina í gær.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
19
39
3
1
1/
20
02
LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS
SÁLIN OG SINFÓ
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS ME‹ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
S á l i n h a n s J ó n s m í n s m e › S i n f ó n í u h l j ó m s v e i t Í s l a n d s 2 1 . o g 2 2 . n ó v . k l . 1 9 . 3 0 o g 2 3 . n ó v . k l . 1 7 . 0 0 í H á s k ó l a b í ó i .
IS200
LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS.