Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 27
AÐ ÞREMUR undangengnum Don Basílíóum ólöstuðum í fruntavel heppnuðum uppfærslum á einni vin- sælustu gamanóperu allra tíma var engin spurning hver hafði vinninginn um leið og turnvaxinn svartklæddur líkami Kristins Sigmundssonar birt- ist á sviði Íslenzku óperunnar á laug- ardagskvöldið var. Þvílík var útgeisl- unin – þegar áður en meistarasöngv- arinn lét upp fyrstu tónana úr rógmálmsbassabarka sínum. Það vafðist fyrir engum í þétt setnum óp- erusalnum að hér fór sá maður sem kunni allra innlendra sem erlendra túlkenda bezt skil á bæði tækifær- issinnaðri klækjamanngerð tónlist- arkennarans og söngnótum þeim er Rossini lagði honum í munn. Þótt einungis ein stór aría falli Basílíó í skaut í óperunni er „La calunnia“ í réttum höndum einn af hápunktum þessa kómíska snilldarverks, og í þessu tilviki var augljóst að ekki að- eins kunni söngvarinn rulluna fram í fingurgóma, heldur bætti hann svo í frá eigin brjósti með kostulegum blæbrigðum í bæði leik og söng – án þess að ofgera eða stela ódrengilega senunni frá öðrum – að vart varð á betra kosið. Og viðbrögð óperugesta létu ekki á sér standa, því eftir fíl- eflda meðferð Kristins á hrollfynd- inni rógsaríu Don Basilios glumdi gólfið af þvílíku stappi ofan í brim- sogsklappið að annað eins hefur ekki heyrzt síðan á vinsælustu þrjúsýn- ingum á fyrri velmektarbíóárum hins núverandi óperuhúss. Önnur innslög Kristins voru af sama kalíberi. Hér var sannarlega réttur maður á réttum stað. En kannski var smitandi öruggt framlag hans ekki sízt eftirtektarvert í því hversu vel hann spilaði um leið upp hlutverk félaganna. Auðsætt var að öllum leið eins og heima hjá sér í ná- vist risasöngvarans, enda skilaði hver sínu af óvenjumikilli innlifun. Slíkur eiginleiki kallar á dýpstu og varanlegustu gerð vinsælda. Að sama skapi var þetta kvöld – af öllum fimm sýningum ÍÓ sem undirritaður hefur séð til þessa – e.t.v. hið bezta. Fílefld meðferð TÓNLIST Íslenzka óperan Rossini: Rakarinn í Sevilla. Þorbjörn Rún- arsson (Almaviva), Sesselja Kristjáns- dóttir (Rosina), Ólafur Kjartan Sigurð- arson (Figaro), Davíð Ólafsson (Bartolo), Kristinn Sigmundsson (Basilio). Kór og hljómsveit Íslenzku óperunnar u. stj. Helges Dorsch. Laugardaginn 16. nóv- ember kl. 19. RAKARINN Í SEVILLA Ríkarður Ö. Pálsson „Auðsætt var að öllum leið eins og heima hjá sér í návist risasöngvarans.“ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 27 Í dag og á morgun 19.-20. nóv. verður lagersala á ýmsum vörum s.s. undirfatnaði, sokkabuxum, töskum, dömu- og barnainniskóm, náttfatnaði, barnahúfum og fleiri fallegum gjafavörum. Tilvaldar jólagjafir á frábæru verði! Opið frá kl. 12.00-18.00 báða dagana LAGERSALA Í 2 DAGA! ROLF JOHANSEN & COMPANY, SKÚTUVOGI 10A, (á milli IKEA og Húsasmiðjunnar), símar 595 6700/595 6767. fyrir sér hvort við eyðum of miklum tíma í bók- menntir“. Tómas Ingi sagði nauðsynlegt að þjálfa einn- ig nemendur í því að tala um hvað þeir hafi lært og „segja frá skoðunum sínum og hugð- arefnum“. Erindi Guðrúnar Helgadóttur kallaðist „Er íslensk tunga hindrum í hörðum heimi“ og var því vel tekið af gestum. „Sú var tíðin fyrir ekki svo löngu að lítil börn lærðu tungumálið sam- kvæmt hinni gömlu og góðu kenningu að af því læri börnin málið að það er fyrir þeim haft,“ sagði Guðrún og benti á að heimurinn hefði breyst mikið á síðastliðinni hálfri öld. „Sú veröld breyttist hraðar en menn höfðu þá grun um. Amman og afinn hurfu af heimilunum, pabbinn var í vinnunni eins og venjulega ef hann var ekki alveg horfinn og nýir pabbar teknir við og nú var mamman var líka farin út að vinna,“ sagði hún. Guðrún sagði að fátt væri börnum hollara en að lesnar væru fyrir þau góðar bókmenntir. Hún sagði málþekkingu þeirra að miklu leyti háða lestrinum með „þverrandi hlustun þeirra á samræður fullorðins fólks“. Betra en ekkert að blogga Guðrún gerði Netið að umræðuefni, sér- staklega vefdagbækur, eða svokölluð „blogg“. Hún sagði hina nýju tækni „ekki alvonda“ og að enginn vafi væri á því að börn og unglingar skrifuðu meira en nokkru sinni fyrr. „Bloggið hefur haldið innreið sína og ungling- ar landsins og raunar hinir eldri líka sitja nú sleitulaust við tölvur sínar og úthella innstu til- finningum sínum yfir vini og vandamenn og alla þá sem sjá vilja. Vísast er þetta ekki allt áhuga- verð lesning, en ekkert er útilokað að þessi skrif verði kveikjan að betri skrifum þegar fram líða stundir. Þegar börnin mín voru ung var mér nokkuð sama hvað þau voru að lesa, bara ef þau lásu eitthvað. Á sama hátt held ég að það sé betra að blogga en að skrifa aldrei neitt.“ 70 mínútna skammtur Andri Snær Magnason gerði einnig að um- talsefni í erindi sínu „Baulaðu nú, Búkolla mín“ hversu mjög það hefur breyst hvernig og af MÁLRÆKTARÞING Íslenskrar málnefndar var haldið í sjöunda sinn á laugardaginn, degi ís- lenskrar tungu, undir yfirskriftinni „Hver tekur við keflinu? Samhengið í íslenskri tungu“. Þingið var tvískipt. Rithöfundarnir Guðrún Helgadóttir og Andri Snær Magnason fluttu er- indi um móðurmálið og börn og unglinga. Ís- lenska og viðskipti var hins vegar umræðuefni Þorvalds Gylfasonar prófessors og Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings og fram- kvæmdastjóra Talnakönnnunar. Börn, viðskipti og innflytjendur Engin tilviljun er að þessi efni urðu fyrir val- inu því þau eru á meðal þeirra málefna er Ís- lensk málnefnd telur brýnast að leggja rækt við. Guðrún Kvaran, formaður nefndarinnar, kynnti stefnuskrá hennar fyrir næstu þrjú árin á þinginu. Auk barna og unglinga annarsvegar og fyr- irtækja og þjónustu hinsvegar leggur nefndin áherslu á málefni innflytjenda. Ekki var fjallað um íslensku og innflytjendur á þinginu í ár því málræktarþingið hefur áður verið tileinkað efn- inu. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, var á meðal fjölda manns er sótti þingið, sem haldið var í hátíðarsal Háskólans. Guðrún afhenti menntamálaráðherra, Tóm- asi Inga Olrich, stefnuskrána en hann ávarpaði þingið. Ráðherra sagði gildi baráttu Jónasar Hallgrímssonar og Fjölnismanna vera mikið bæði fyrir íslenskt mál og lýðræði. Ráðherra ræddi nýja íslenska orðabók og sagði orðabækur „standa vörð um tungumálið“. Hann sagði sagnalist mikilvægan hluta af mál- rækt. „Það skiptir máli að lesa með börnum og fyrir börn og segja þeim sögur,“ sagði hann. Of mikill tími í bókmenntir? Ráðherra ræddi lesraskanir og benti á að piltar stæðu verr að vígi í lestri en stúlkur. Hann sagði að í upplýsingasamfélagi nútímans væri nauðsynlegt að vera læs á bæði bók og Net og ítrekaði að lélegt læsi væri mikil hindrun. Hann velti fyrir sér mismunandi áherslum í kennslu móðurmáls milli landa. Athygli vekur að ráðherra sagði „fulla ástæðu til að velta því hverjum börn og unglingar læri móðurmálið. „Íslensk tunga varðveittist í einangraðri hringrás þar sem málið skilaði sér frá elsta ein- staklingi til hins yngsta. Aldursbilið var upp undir 90 ár og í minni manna geymdist mörg hundruð ára gamall skáldskapur sem var ríg- bundinn og hugsaður,“ sagði hann Andri Snær útskýrði að áhrif þátta á borð við 70 mínútur á Popptíví væru mikil. „70 mínútna- skammturinn sem drengurinn fær á hverjum degi kemur frá strákum á þrítugsaldri. Þeir voru aldir upp af fjölmiðlamönnum sem eru núna á fertugsaldri, hringrásin er 10–15 ár og minnið eftir því, Bítlarnir eru forsögulegur tími og hugsunin er aldrei negld eða slípuð, menn spjalla og blaðra og slúðra um stjörnur en orða- forðinn er takmarkaður við örlítið svið, örlítið svæði heimsins og örmjótt svæði tilfinn- ingalega,“ sagði hann. Andri Snær sagði vandamálið við dag- skrárgerð að dýrt væri að framleiða innihald. „Auglýsendur fara þangað sem áhorfið er og velta því ekki fyrir sér hvort efnið sé gott eða slæmt. Áhorfið er endanlegur mælikvarði á gott og illt,“ sagði hann. „Það er of dýrt að skapa og búa til innihald. Það er dýrt að hugsa í sólarhring og skila af sér fimm mínútum af innihaldi. Betra er að hugsa í fimm mínútur og tala í sólarhring,“ bætti Andri Snær við. Frjáls viðskipti og íslenska Benedikt Jóhannesson vék næst að íslensku í viðskiptum í erindinu „Vefst okkur tunga um tönn í viðskiptum?“ Hann sagði frjáls viðskipti forsendu þess að íslensk tunga lifði og ræddi hvort íslensk tunga hefði gildi fyrir viðskiptin. „Við vitum að viðskipti eiga menn um heim allan og af því sést að íslenskan er ekkert skilyrði fyrir því að menn geti stundað kaup- skap. Spurningin sem nærtækari er og skiptir okkur máli: Er íslenska skilyrði fyrir því að viðskipti séu stunduð hér á landi?“ Hann sagði að íslenska yrði ekki samskipta- mál landa á milli í viðskiptum í fyrirsjáanlegri framtíð og þeir sem ætluðu sér að eiga viðskipti við útlönd yrðu að kunna góð skil á erlendum málum. „En það verður aldrei svo að þjóðin ákveði einn góðan veðurdag að hætta að tala íslensku og taka upp ensku hennar í stað. Ég hef heldur enga trú á því að íslensk fyrirtæki fari almennt að taka upp ensku í samskiptum sín á milli. Ís- lendingar geta eflt virðingu fyrir viðskiptum með því að efla kennslu í íslensku í háskóladeild- um. Þeim peningum væri vel varið, því að færni í móðurmálinu fer saman við skýra hugsun.“ Viðskipti og menning Þorvaldur Gylfason kallaði erindi sitt „Hvers virði er tunga, sem týnist?“. Hann sagði við- skipti og menningu ekki vera andstæður. „Við- skipti eru menning,“ sagði hann. Þorvaldur lagði áherslu á að rækt við móð- urmálið og árangur í viðskiptum þyrftu ekki að stangast á. Menn þurfa „ekki endilega að stunda viðskipti við umheiminn á eigin þjóð- tungu, því að í viðskiptum eru eðlilega gerðar aðrar málfarskröfur en í bókmenntum. Íslend- ingum og öðrum smáþjóðum er það í lófa lagið að læra ensku nógu vel til þess að geta stundað öll heimsins viðskipti með góðum árangri án þess að vanrækja móðurmálið,“ sagði hann. „Styrkur smáþjóða felst þvert á móti meðal annars í því, að þær þurfa að ná góðum tökum á ensku og öðrum málum, og þessi þörf opnar þeim nauðsynlega útsýn til umheimsins. Ensku- mælandi stórþjóðir geta á hinn bóginn freistazt til að láta það hjá líða að læra önnur tungumál og geta því orðið af viðskiptum og verðmætum menningartengslum við aðrar þjóðir,“ sagði Þorvaldur. Hringrás móðurmálsins Morgunblaðið/Jim Smart Rithöfundurinn Andri Snær Magnason benti á margt sem mætti betur fara í unglingamenn- ingu landans í erindi sínu á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar á laugardag. Vefdagbækur, menningarverðmæti viðskipta og af hverjum börn og unglingar læra móðurmálið var á meðal þess sem rætt var á málræktarþingi er Inga Rún Sigurðardóttir sat. ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.