Morgunblaðið - 19.11.2002, Page 36

Morgunblaðið - 19.11.2002, Page 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana stendur yfir fræðsluátak til þess að vekja fólk til umhugsunar um ristilkrabba- mein. Flest þekkjum við einhvern sem hefur fengið þetta krabba- mein og því er mikilvægt að fræða almenning um sjúkdóminn og hvernig við sjálf getum haft áhrif á hann. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort lífsstíll hafi áhrif á líkurnar á að fá ristil- krabbamein. Niðurstöður þessara rannsókna sýna ótvírætt að svo er. Þau atriði sem við getum haft áhrif á eru eftirfarandi: Líkams- þyngd, fæða, hreyfing og reyking- ar. Það eru ótvíræðar sannanir fyrir tengslum offitu og krabbameins í ristli og því mikilvægt að vera sem næst kjörþyngd sinni. Rannsóknir hafa sýnt að neysla trefja, sér- staklega grænmetis og ávaxta, er verndandi þáttur fyrir þessari teg- und af krabbameini, en neysla á dýrafitu í rauðu kjöti og mikil áfengisneysla getur aukið líkurnar á að fá þetta krabbamein. Komið hefur í ljós að þeir sem stunda reglubundna hreyfingu eða líkams- rækt eiga mun síður á hættu að fá krabbamein í ristil. Við höfum í mörg ár vitað um tengsl reykinga við margar tegundir af krabba- meini. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem reykja eru í meiri hættu á að fá ristilkrabbamein en þeir sem ekki reykja. Þó að fólk fari að öllum þessum ráðum hér að ofan getur það samt fengið ristilkrabbamein. Sumir eru þó í meiri áhættu en aðrir. Þar ber helst að nefna aldur. Um 90% af fólki sem greinist með krabbamein í ristli er eldra en 50 ára. Aðrir áhættuhópar eru þeir sem hafa fjölskyldusögu um krabbamein í ristli og endaþarmi eða langa sögu um bólgusjúkdóma í ristli og enda- þarmi. Einnig fylgir því aukin áhætta að hafa fyrri sögu um kirt- ilæxli (góðkynja forstig) í ristli. Þeir sem hafa einu sinni veikst af ristilkrabbameini geta fengið sjúk- dóminn aftur. Ristilkrabbamein getur í fyrstu verið einkennalaust og því hefur Landlæknisembættið á Íslandi gefið út leiðbeiningar um hvernig eigi að skima fyrir þessum sjúk- dómi. Mælt er með hægðasýni og er athugað hvort það leynist blóð í sýninu. Miðað er við einkennalausa einstaklinga 50 ára og eldri. Þeir sem fá einkenni ristil- krabbameins kvarta oftast yfir einu eða fleiri eftirtöldum atriðum: Breytingum á hægðavenjum, kvið- verkjum, uppþembu, blóði í hægð- um, þreytu, þrekleysi og þyngd- artapi. Ef þessi einkenni koma fram þarf að ræða þau við lækni og í samráði við hann ákveða næstu skref. Hér er þá ekki um skimun að ræða þar sem sjúkling- ur kemur með einkenni til læknis. Heilsugæslan í landinu þarf að vera tilbúin til þess að sinna þess- um þætti sem hluta af almennri heilsuvernd. Það er því mikilvægt að fjármunir séu veittir í þetta verkefni. Við í heilsugæslunni vilj- um taka heildrænt á vanda sjúk- linga okkar og forðumst því í lengstu lög hina svokölluðu sjúk- dómavæðingu. Vil ég því leggja ríka áherslu á forvarnir, sem á ekki síst við í umræðu um þennan sjúkdóm. Eftir Ölmu Eiri Svavarsdóttur „Það eru ótvíræðar sannanir fyr- ir tengslum offitu og krabbameins í ristli og er því mikilvægt að vera sem næst kjörþyngd sinni.“ Höfundur er heimilislæknir á Heilsu- gæslustöðinni Efstaleiti. Að minnka lík- urnar á að þú fáir ristilkrabbamein VART líður sú vika að ekki séu fréttir í fjölmiðlum um niðurskurð og sparnað í heilbrigðismálum og jafnframt hversu dýrt heilbrigðis- kerfið sé. Það eru fréttir um að birgjar eigi í erfiðleikum með að fá greiðslur frá Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi (LSH); fyrir skömmu var ætlunin að senda heim aldraða með alzheimer á mjög háu stigi vegna lokunar öldrunardeildar Landakots; heilsugæslulæknar fengu sendan tóninn frá aðstoðarmanni ráðherra; talsmaður Lyfjastofnunar kennir læknum um hversu lyfjakostnaður hefur aukist; formaður fjárlaga- nefndar Alþingis segir fram- kvæmdavaldshafa eiga að fara eftir fjárlögum við stjórnun heilbrigðis- mála; Ríkisendurskoðandi telur heil- brigðisyfirvöld ekki standa sig nægilega vel við stjórnun mála- flokksins; stjórnendur heilbrigðis- mála telja sig ekki fá nægilegt fjár- magn til að halda uppi lögbundinni þjónustu og svona mætti lengi áfram telja. Eru þetta þær fréttir sem al- menningur vill fá af heilbrigðismál- efnum þjóðarinnar? Er það ætlan þjóðarinnar að lýðræðislega kjörnir fulltrúar hennar skipi fjárheimildum á þann veg að Ísland geti ekki borið sig saman við þau ríki sem fremst standa í heilbrigðismálum? Af við- brögðum almennings og stjórnmála- manna mætti ætla að svo væri ekki. Hvers vegna er þetta þá myndin sem sést í fjölmiðlum? Ein skýringin er sú að þeir sem útdeila fjármagni úr sameiginlegum sjóðum til samneyslu þjóðfélagsins virðast ekki kunna aðra aðferð en skera niður – án tengsla við þann raunveruleika sem við blasir. Stjórnendum eru oft og tíðum sett óraunhæf viðmið – sem vart er hægt að ná nema með óraunhæfum að- gerðum. Þeir eru ekki öfundsverðir. Þetta er sú aðferð sem löngum hef- ur tíðkast þegar herða þarf ólar og ná niður kostnaði. Skera niður – eða með öðrum orðum skjóta fyrst og spyrja síðan. Þetta er aðferðafræði sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. Á 10. tug síðustu aldar tóku fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir upp stjórnunarhætti hins stefnumiðaða árangursmats (Balanced Score- card). Í stuttu máli gengur það út á að líta á rekstur skipulagsheildar út frá fjórum sjónarhornum sem öll tengjast innbyrðis í stað hins hefð- bundna sjónarhorns þar sem öll áhersla var lögð á fjármálin án þess samhliða að líta til annarra þátta. Þau sjónarhorn sem um ræðir eru sjónarhorn fjármála, viðskiptavina, innri ferla og starfsmanna (eða þekkingar og þróunar). Með því að horfa á skipulagsheildina út frá þessum fjórum sjónarhornum má fá mun betri skilning á orsökum og af- leiðingum þeirra aðgerða sem gripið er til hverju sinni. Þegar um op- inberar stofnanir er að ræða hefur mesta áherslan verið lögð á sjón- arhorn viðskiptavina enda er til- gangur opinberra stofnana sá að þjóna þeim. Þegar stjórnendur op- inberra stofnana eru að reyna að finna svarið við því hvernig stofn- anir þeirra rækja best hlutverk sitt þurfa þeir að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hverjir eru viðskiptavin- ir okkar og hvernig sköpum við virð- isauka fyrir þá (sjónarhorn við- skiptavina)? Hvernig aukum við virði viðskiptavina samtímis því að halda kostnaði í lágmarki (sjónar- horn fjármála)? Til að fullnægja kröfum viðskiptavina, samtímis því að vera innan fjárheimilda, hvaða innri ferlar eru þá mikilvægastir? Hvernig stuðlum við að vexti og breytingum samtímis því að full- nægja kröfum löggjafans og borg- aranna (sjónarhorn starfsmanna, vaxtar og þróunar). Samkvæmt þessu á drifkraftur opinberra stofn- ana að vera sá að fullnægja því hlut- verki sem þeim er markað í lögum á árangursríkan hátt og bæta þannig samfélagið. Í árangursmati hjá hinu opinbera á því að leggja meiri áherslu á viðskiptavini og minni áherslu á hina hefðbundnu fjárhags- mælikvarða. Sjónarhornið verður annað. Ef farið er eftir þessari að- ferðafræði verður strax ljóst að flat- ur niðurskurður, án skoðunar á or- sökum og afleiðingum, er ekki rétta leiðin. Ef takast á að auka og bæta heil- brigðisþjónustu á Íslandi og gera það á þann hátt sem hagkvæmastur er og innan fjárheimilda hverju sinni verður að mynda breiðfylkingu allra þeirra sem að málum koma. Hversu góðir sem almennir stjórn- endur eru í hinum ýmsu stjórnunar- fræðum geta þeir aldrei öðlast jafn- djúpan skilning á þeim störfum sem unnin eru í heilbrigðiskerfinu eins og þeir sem sérmenntaðir eru til þeirra. Þess vegna verður að hafa heilbrigðisstéttirnar með í ráðum ef takast á að snúa af þeirri óheilla- braut sem heilbrigðismál eru nú á. Í einni af undirstofnunum fjár- málaráðuneytisins er hafin vinna við innleiðingu hins stefnumiðaða árangursmats. Sú vinna gengur vel og er árangur þegar orðinn sýni- legur á mörgum sviðum. Ætlun rík- isins er að taka upp hið stefnumið- aða árangursmat í öllum stofnunum þess þegar fram líða stundir. Vonandi dregst ekki lengi að taka upp stefnumiðað árangursmat í heil- brigðiskerfinu. Ef það dregst úr hömlu er hætta á að sjúklingurinn verði svo aðframkominn að honum verði ekki við bjargað. Eru stjórnvöld ráðþrota í heilbrigðismálum? Eftir Gunnar Ármannsson „Getur verið að stefnu- miðað ár- angursmat sé lykillinn að lausn?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands. Í ÁRSSKÝRSLU Félagsþjónust- unnar í Reykjavík fyrir árið 2001 er að finna margar athyglisverðar upp- lýsingar sem ég tel að þarfnist al- mennrar umræðu og aðgerða af hálfu borgarstjórnar Reykjavíkur. Þegar tölur úr ársskýrslunni eru skoðaðar kemur einkum þrennt í ljós. Í fyrsta lagi fjöldi þeirra heimila sem fá þjón- ustu frá Félagsþjónustunni. Í öðru lagi hve stór hópur notenda er á aldr- inum 20–29 ára. Og í þriðja lagi hve stór hópur notenda er einhleypir karlar. Fjöldi heimila Í ársskýrslunni kemur fram að fjöldi þeirra heimila í Reykjavík sem fá þjónustu er alls 10.300. Lætur nærri að það sé um fimmtungur allra heimila í borginni. Stærstu mála- flokkarnir eru húsnæðisþjónusta, heimaþjónusta og fjárhagsaðstoð. Ár- ið 2001 fengu 2.980 einstaklingar fjár- hagsaðstoð eða 300 fleiri en árið þar á undan. Langflestir fá veitta fjárhags- aðstoð vegna framfærslu. Ef þróunin er skoðuð með vísan í 9 mánaða stöðu Félagsþjónustunnar hafa fjárveiting- ar til margvíslegrar fjárhagsaðstoðar hækkað að meðaltali um 42% á milli áranna 2001 og 2002. Hér munar mest um að greiddur framfærslu- styrkur hefur hækkað um 27%, fram- færsla vegna náms um 32%, innrit- unargjöld og bókakostnaður um 44% og styrkur vegna sérstakra erfiðleika hefur hækkað um 49% á þessu tíma- bili. Aldurinn 20–29 ára Þá vekur athygli hve hátt hlutfall þeirra sem fá fjárhagsaðstoð er á aldrinum 20–29 ára eða 34,9% og skiptast þeir tiltölulega jafnt á milli borgarhluta. Næstfjölmennasti ald- urshópurinn er 30–39 ára eða 23,5%. Einhleypir karlar Ef skipting eftir fjölskyldugerð notenda er skoðuð kemur í ljós að ein- hleypir karlar eru þar í meirihluta eða 41%. Næststærsti hópurinn er ein- stæðir foreldrar eða 34,5%. Einhleyp- ar konur teljast til 18,2% notenda en einungis 4% eru hjón eða sambýlis- fólk með börn. Sé skipting eftir fjöl- skyldugerð borin saman á milli borg- arhluta sést að einstæðu foreldrarnir eru langflestir í borgarhluta 3 sem er Breiðholt og Árbær en einhleypu karlarnir eru langflestir í borgarhluta 1, þ.e.a.s. vesturbæ og miðbæ. At- vinnulausir, öryrkjar og nemar eru að sama skapi flestir í borgarhluta 1. Engar tillögur Fjárhagsaðstoðin hefur hækkað og sífellt fleiri leita til Félagsþjónust- unnar. Eðlilegt er að leita orsakanna að þessari þróun og gera áætlanir til að þess að mæta henni, ekki síst í ljósi þess hve margir notendur eru ungir og einhleypir karlar. Því miður verð- ur að segja þá sögu eins og hún er, að ekki örlar á neinum nýmælum af hálfu R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur til þess arna. Við sjálf- stæðismenn hvetjum til þess að ör- yggisnet velferðarkerfisins taki mið af staðreyndum hverju sinni, sé sveigjanlegt þannig að með skjótum og markvissum hætti sé unnt að tak- ast á við nýjar aðstæður. Ársskýrsla Félagsþjónustunnar leiðir í ljós að fé- lagsþjónustan í Reykjavík stendur frammi fyrir nýjum veruleika sem bregðast þarf við. Íbúar í Reykjavík hljóta að gera þær kröfur til borg- aryfirvalda að þau leggi fram tillögur um viðbrögð við þessum nýju aðstæð- um. Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur „Sífellt fleiri leita til Félagsþjón- ustunnar.“ Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði. Nýr veruleiki kallar á ný úrræði Málning fyrir vandláta Til sölu í Súðarvogi Gott iðnaðarhúsnæði með 3,6m lofthæð í nálægð við flutn- inga fyrirtækin og höfnina. Húsnæðinu er nú skipt í 220m² og 80m² rými, sem auðvelt er að sameina í eitt 300m² rými. Einnig er auðvelt að leigja frá sér minni eininguna eins og núverandi eigandi gerir. Um 3x3m innkeyrsludyr er í stærra rýmið. Húsnæðið er til afh. með skömmum fyrirvara. Ath. lækkað verð 15,5 millj., áhv. 9,9 millj. m. 7-10% vöxtum. Sími 511 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.