Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku litli drengurinn minn, það er svo erfitt að kveðja þig, ljósið mitt. Ég gleymi aldrei þegar þú fæddist, hamingjan var svo mikil að við pabbi þinn gátum hvorki sofið né borðað og allir vinir og fjölskyldumeðlimir komu til að samgleðjast og smituðust af allri þeirri gleði sem var ríkjandi hjá okkur. Síðan veiktist þú, hjartað mitt, en þú barðist og ákvaðst að dvelja hjá okkur lengur. Það eru svo ótalmargar spurningar sem vakna, sem ég veit ekki svörin við, en ég trúði því frá byrjun að guð og góðu englarnir hefðu sent þig til okkar, og ég hef alltaf verið sannfærð um að þú sért engill, það þurfti ekki annað en að halda á þér, þá fann maður frið og ró færast yfir mann. Góður vinur sagði einu sinni að það væri svo mik- ið af guði í Húna og það þótti mér lýsa þér vel. Þú áttir oft svo bágt og varst svo veikur en alltaf var stutt í brosið og yndislegu hlátursköstin þín sem voru svo smitandi að allir hlógu með þér. Núna hugga ég mig BJÖRN HÚNI ÓLAFSSON ✝ Björn HúniÓlafsson fæddist 1. febrúar 2001. Hann lést á barna- deild Landspítalans 8. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Hulda Lind Eyjólfsdóttir, f. 10.9. 1974, og Ólafur Sig- mundsson, f. 20.11. 1972. Systkini hans eru Eyjólfur Karl Gunnarsson, f. 16.6. 1993, og Kristjana Lind Ólafsdóttir, f. 24.5. 2002. Björn Húni verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. með því að þú finnir aldrei framar til og sért kominn með hraustan líkama, getir borðað, hlaupið um og leikið þér með Benadikt, og er ég viss um að þið er- uð meira að segja voða óþekkir stundum, þó það nú væri, loksins þegar þið getið. Ég er líka viss um að þú ert kominn með vængi og þeir eru örugglega úr skíragulli. Það vildu all- ir eiga hlutdeild í þér og ég var svo heppin að ég var mamma þín, þvílík forréttindi. Okkur þótti svo gott að kúra saman, því við vorum svo miklar svefnpurk- ur. Elsku englalúsin mín, ég gaf þér loforð, og þú mér, sem við uppfyllum með tímanum. Elsku Húni minn, ég elska þig mest í heimi. Þín mamma. Elsku litli bróðir minn, ég man þegar við vorum að prakkarast uppi í rúmi og þú hlóst og hlóst og það var mjög gaman, fannst mér. Og mér fannst líka mjög gaman þegar við vorum í sundi á Suðureyri og þér þótti svo gaman. Þú varst alveg eins og lítill engill, og ég á alltaf eftir að muna eftir þér. Þinn stóri bróðir Eyjólfur Karl. Elsku litli frændi. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Dvölin í þessum heimi æði ólík, lífsdagurinn langur eða stuttur, og náttúran misjafnlega örlát á líkamlegt og andlegt atgervi. Þinn lífsdagur var stuttur og erfiður, frábrugðinn hinum hefðbundna. Lof- andi í byrjun eins og flestir dagar. En fyrr en varði dró ský fyrir sólu. Alvarleg veikindi tóku við, langdvalir á spítala, og óvissa. Vonin dvínaði og alvarleg fötlun varð staðreynd, ver- öldin varð aldrei söm. Við tók þrautaganga þar sem góðu stundirn- ar voru alltof fáar, þar sem þú fékkst ekki að þroskast eðlilega. Komið er að leiðarlokum, ferðin þín í þessum heimi er á enda. Það er sárt að missa þá sem manni þykir vænt um. En eftir sitja minningar sem fylgja okk- ur og vonandi styrkja í framtíðinni, áminning um margbreytileika lífs- ins. Þú varst lánsamur að eiga góða foreldra, foreldra sem stóðust áraun veikinda þinna og létu ekki bugast. Styrka foreldra sem stóðu þétt við hlið þér uns yfir lauk. Þú varst með sterkan karakter og áttir svo auðvelt með að fanga hug og hjarta fólks, eins og t.d. í brúðkaupsveislunni fyr- ir ári. Þar sastu svo prúðbúinn og fínn hjá foreldrum, stóra bróður, ömmum og öfum. Einnig á Ísafirði, þar sem þér var svo vel tekið. Og svo fæddist litla systir, Kristjana Lind. Sólargeisli sem þér þótti svo gaman að kúra hjá. Þú ert hjá okkur og liggur á gólf- inu. Sparkar til fótunum og hlærð þínum innilega hlátri. Ein af góðu stundunum. Þannig ætlum við að muna eftir þér, þannig muntu fylgja okkur inn í framtíðina. Framtíðina þar sem við öll óskum Huldu Lind, Ólafi, Kristjönu Lind og Eyjólfi Karli styrks og gæfu. Komið er að hinstu kveðjustund. Elsku Björn Húni, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Freysteinn, Ástþrúður Sif, Edda Sigríður, Sigmundur Páll og Jökull. Elsku litli engillinn minn. Ó, hve ég var glöð þegar ég sá þig nýfædd- an í fanginu á henni móður þinni, svo fallegur og heilbrigður og mamma þín ljómaði af gleði. En stuttu síðar veiktist þú og þér vart hugað líf. En þú, litla hetja, þraukaðir áfram. Það sem á þig var lagt var alveg ótrúlegt en mamma og pabbi vöktu yfir litla drengnum sínum dag sem nótt og eru búin að standa sig eins og klettar í baráttunni. Það var yndislegt að fá að hafa þig í fanginu og fá fram lítið bros og smáhjal, það yljaði manni um hjarta- rætur og mun það lifa í minningunni um þig, elsku litli Húnalingur. Við þökkum fyrir að hafa fengið að hafa þig. Það gerir okkur vonandi að betri manneskjum. Guð blessi þig og varð- veiti og við biðjum Guð að styrkja mömmu, pabba, Eyjó, Kristjönu Lind og fjölskylduna. Ég bið þess, Guð, að blessir þú hvert barn er leitar þín og leiðir heim í himin þinn þá hjúpar grafalín. Þó syrti að er dagsljós dvín og dofni gleði um stund er náð Guðs virk í veikri sál í vissu um endurfund. Þú mannsins barn sem átt þann arf að öðlast Drottins náð skalt umvafið af elsku hans sem ætíð finnur ráð. (Sigurður Helgi Guðm.) Guð blessi þig og varðveiti, elsku litli Húnalingur. Berglind og Kristján. Elsku litli frændi. Þú stóðst þig eins og hetja, en núna ertu orðinn frjáls og komin til himna. Ég fékk nú ekki lengi að þekkja þig en ég er mjög þakklát fyrir að hafa þekkt þig þenn- an stutta tíma. Ég man þegar við mamma vorum að passa þig. Þú varst skælbrosandi allan tímann, þú varst algjör engill! Núna ert þú kominn til himna, ég veit að þú og Benadikt Þór vinur þinn eruð að passa hvor annan og fullt af englum með ykkur. Guð verndi þig og þína fjölskyldu. Vaki englar vöggu hjá, varni skaðanum kalda, breiði Jesús barnið á blessun þúsundfalda. (Ók. höf.) Vaki Guðs englar yfir þér. Thelma Karen Kristjánsdóttir. Kæri Húni. Með okkar bæn megi guð vera með þér og varðveita þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku Hulda Lind, Óli, Eyjó, Kristjana Lind og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur. Kær kveðja. Jón Gunnar, Guðbjörg og Guðmundur Ísak. Með nokkrum orðum langar okk- ur til að minnast Björns Húna. Við kynntumst honum þegar hann flutt- ist með fjölskyldu sinni til Ísafjarðar. Við hittum hann reglulega og er óhætt að segja að eftir hverja heim- sókn eignaðist Húni stærri hlut í hjörtum okkar. Með fallega brosinu sínu bræddi hann okkur og fékk oft faðmlög og knús á milli erfiðra þjálf- unarstunda sem hann tók með jafn- aðargeði. Þessi stuttu kynni við Húna og fjölskyldu hans hafa verið í senn gef- andi og ánægjuleg. Kæra Hulda, Óli, Eyjólfur og Kristjana, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Helga og Sigurveig.  Fleiri minningargreinar um Björn Húna Ólafsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún MargrétÁrnadóttir fædd- ist á Hæli í Gnúp- verjahreppi 10. júlí 1909. Hún lést á dval- arheimilinu Seljahlíð hinn 7. nóvember síðastliðinn. Móðir hennar var Guðbjörg Árnadóttir, f. 26.3. 1880, d. 18.11. 1962. Hálfsystkini hennar voru Fjóla og Gísli Gíslabörn og Jón og Sigurbjörg Eyjólfs- börn. Þegar Margrét var þriggja vikna var henni komið í fóstur til móð- urömmu sinnar, Ástríðar Magnús- dóttur, f. 23.8. 1851, d. 21.5. 1945, og manns hennar Ólafs Ólafsson- ar, bónda í Ósgröf í Landsveit, f. 25.2. 1861, d. 1.3. 1916. Eftir lát Ólafs bjuggu þær Ástríður og Mar- Eiginmaður Margrétar var Sig- urgrímur Þórarinn Guðjónsson vörubílstjóri, f. 17.9. 1906, d. 23.4. 1960, þau voru barnlaus. Um ára- tuga skeið bjuggu þau á Laugavegi 99 þar sem þau byggðu sér hús. Um tvítugt flutti Margrét til Reykjavíkur og lærði þar klæð- skeraiðn í tvö ár. Eftir það saum- aði hún í nokkur ár hjá Andrési Andréssyni klæðskera eða þar til hún stofnaði eigin saumastofu, fyrst með tveimur vinkonum sín- um en um árabil rak hún stofu sjálf. Síðustu þrjátíu ár starfsæv- innar saumaði hún á Prjónastof- unni Peysunni eða þar til hún varð áttræð. Margrét starfaði lengi í Slysa- varnadeild kvenna og í kvenna- deildinni hjá lömuðum og fötluð- um. Einnig var hún lengi í Kvenfélagi Fríkirkjunnar og Ferðafélagi Íslands, þessum fé- lögum var hún dyggur liðsmaður. Seinasta áratuginn dvaldi hún á dvalarheimilinu Seljahlíð. Útför Margrétar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. grét einar í Ósgröf til ársins 1918 en þá fluttu til þeirra og tóku við búinu sonur Ástríðar, Árni Árna- son, f. 2.11. 1886, d. 4.9. 1948, kennari og bóndi, og kona hans Marsibil Jóhannsdótt- ir, f. 22.3. 1893, d. 26.12. 1980, þá voru þau nýgift. Vorið 1919 flytjast þau öll að Öl- versholtshjáleigu í Holtum og þar ólst Margrét upp. Uppeld- issystkini hennar, börn Árna og Marsibilar, eru Ólaf- ur Örn Árnason, f. 11.1. 1921, Baldur Árnason f. 3.2. 1922, d. 11.1. 1992, Ásta Ingibjörg Árna- dóttir, f. 23.1. 1923, Jóhanna Sig- rún f. 30. 12. 1923 og Sigríður f. 16.9. 1926. Guðrún Margrét Árnadóttir eða Magga frænka, eins og við öll köll- uðum hana, er dáin. Nú er hún laus við þessa líkamlegu fjötra sem höfðu hrjáð hana í meira en áratug og versnuðu stöðugt. Magga frænka hefur alla tíð verið afar náin fjöl- skyldu okkar, móðir okkar Ásta I. Árnadóttir er uppeldissystir hennar, vinkona og frænka og ólust þær upp saman ásamt systkinunum í Ölvers- holtshjáleigu í Holtum. Þá bundust þær þeim tryggðaböndum sem ekki hafa rofnað síðan. Möggu þótti afar vænt um æskuslóðir sínar og fór þangað alltaf í heimsókn þegar hún gat komið því við eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Magga frænka var mikill dugnað- arforkur við öll störf sem hún kom að. Hún var mikil hestakona og nátt- úruunnandi og naut þess að ferðast. Fór hún í mörg ferðalög bæði innan- lands og utan meðan hún hafði heilsu til og hálendið þekkti hún betur en flestir og örnefnin þar. Eftir að hún missti heilsuna reikaði hugurinn til þessara staða sem hún hafði komið til og þekkti. Í mörg ár átti hún sum- arbústað við Hólmsá, rétt austan Reykjavíkur. Þá fór hún gjarnan þangað eftir að vinnu lauk um helgar og undi þar við gróðursetningu og ræktun. Allt frá barnæsku munum við Möggu fræku sem kom austur í Fljótshlíð á bernskuheimili okkar með gjafir og einhvern kraft og ferskan blæ. Hún tók til hendinni, hvort sem var í heyskap eða að reka fé á fjall. Hún hafði yndi af að bregða sér á hestbak og öllu því er hestum viðkom. Hún var gift Þórarni Guðjónssyni, miklum öðlingsmanni. Þegar leið okkar lá til Reykjavíkur var gist hjá þeim eða að minnsta kosti komið þar við, fyrst í kjallaranum á hornhúsinu á Laugavegi 99 sem nú er horfið og síðan í húsið sem þau Þórarinn byggðu þar á lóðinni. Hún hafði mjög gaman af fallegum hlutum, átti svo falleg föt sem hún saumaði sjálf, marga glæsilega muni á heimili sínu og falleg málverk. Það var alltaf gott að koma og eiga athvarf hjá Möggu frænku, öllum var alltaf jafn vel tek- ið, jafnt unglingum sem öðrum og hún lagði gott til allra mála. Seinna þegar við sjálfar eignuðumst fjöl- skyldur fylgdist Magga frænka með börnum okkar og barnabörnum af einlægum áhuga. Hún kom í heim- sóknir, jafnvel til útlanda og deildi kröppum kjörum fátækra náms- manna og ekki lét hún sig vanta í fermingar þótt þær væru vestur á fjörðum. Eftir að Magga frænka missti manninn sinn langt um aldur fram bjó hún enn um sinn á Laugavegin- um en flutti seinna í íbúð við Álf- heima sem hún dvaldi í um áratug þar til hún fór í Seljahlíð þar sem hún var síðustu árin en þá var heilsunni farið að hraka. Samband móður okk- ar og Möggu var einstakt, mjög náið alla tíð en eftir að Magga fór að verða heilsulaus töluðu þær í síma hvert einasta kvöld og einu sinni í viku fór mamma í heimsókn í Seljahlíð til Möggu frænku og hafði þá oftar en ekki bakað pönnukökur með kaffinu. Nú er hún frænka okkar blessuð laus við veikindi og erfiðleika þessa lífs. Að leiðarlokum þökkum við henni öll gæðin og tryggðina alla tíð og biðjum guð að blessa hana. Erna Marsibil og Sigurlín Sveinbjarnardætur og fjölskyldur. Ferðafélag Íslands kveður hér einn af kjörfélögum sínum. Margrét Árnadóttir er kvödd hinstu kveðju. Henni er þökkuð ára- tuga vinátta við Ferðafélagið, þátt- taka í ferðum þess, jafnt skemmti- ferðum sem og vinnuferðum. Hún lét sig varða um málefni þess og fram- gang. Hún var ætíð reiðubúin til að leggja lið hvenær sem eftir var leitað. Henni eru þakkaðar gjafirnar, sem hún færði félaginu, myndir, málverk og nytjahlutir. Sem lítill þakklætis- vottur var Margrét gerð að kjör- félaga Ferðafélags Íslands fyrir störf hennar og vináttu við félagið í ára- tugi. Margrét var búin að bíða lengi eft- ir að kallað væri á hana til brottferð- ar í síðustu ferðina. Hún talaði um með tilhlökkun að hitta aftur vinkon- ur sínar og grannkonur af Laugaveg- inum, þær Soffíu og Guðrúnu. Þær hafa eflaust tekið vel á móti henni þegar hún kom að landi eftir að hafa farið yfir móðuna miklu. Kannski hefur hún komið við í Landsveitinni og kannski litið sem snöggvast yfir í Skarfanesið, sveitina þar sem hún ólst upp og var henni svo kær. Kæra Margrét, hafðu þökk fyrir allt og ekki síst fyrir vináttu þína við Ferðafélag Íslands. Þórunn Lárusdóttir. Með fáum orðum langar mig að kveðja Möggu frænku fyrir hönd okkar systkinanna frá Ölvisholtshjá- leigu, en hún er til moldar borin í dag. Við vorum systkinabörn og hún var alin upp með okkur og reyndist okk- ur alla ævi sem besta systir. Heima var hún okkur mikil hjálparhella og boðin og búin að ganga í öll verk, bæði inni og úti, og var þá karl- mannsígildi. Hún var mikil mann- kostamanneskja og heimili hennar stóð okkur opið á nóttu sem degi. Magga og eiginmaður hennar, Þórarinn Guðjónsson, voru samhent hjón á meðan hans naut við og barn- góð þótt þeim yrði ekki barna auðið. Ást hennar og umhyggja snerist í mikið og fórnfúst starf innan líknar- félaga hér í borginni, bæði kven- félags Fríkirkjunnar og Slysavarna- félagsins og styrktarfélags fatlaðra og lamaðra, þar sem hún lagði fram peningagjafir og mikla handavinnu. Þegar pabbi veiktist af berklum sum- arið 1939 kom hún austur að hjálpa til við heyskapinn. Hún var mikill dýravinur og hafði yndi af góðum hestum og mikil ferðakona. Hún fór í margar ferðir bæði innanlands og ut- an og naut þess ríkulega. Svo var minni hennar gott að hún gat sagt okkur ferðasögurnar svo ljóslifandi að við sáum sögustaðina fyrir hug- skotssjónum okkar. Þessu minni sínu hélt hún óskertu til hinstu stundar. Hún var sjálfstæð og heilsteypt í eðli sínu og vildi ekki vera upp á aðra komin og læt ég fylgja litla sögu er hún sagði mér. Einu sinni þegar hún var lítil telpa heima í Hjáleigunni vildi pabbi láta hana eigna sér lamb, sem hún var hrifin af, en hún vildi það ekki, nema hún ætti það í alvöru. Svona var hún hreinskiptin þegar á unga aldri. Síðustu æviárin dvaldi Magga á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar naut hún góðrar umönnunar starfs- fólks og eignaðist vini meðal vistfólks og starfsmanna, sem hlúðu að henni á alla lund. Við biðjum Guð að launa hjálp þess og umhyggju. Nú er komið að kveðjustund elsku Magga frænka. Við trúum því og treystum að nú séu umskipti orðin á landi lifenda þegar jarðneskir fjötrar eru leystir. Eftir lifa ljúfar minningar frá liðnum ár- um. Við biðjum Guð að blessa þig og varðveita um alla eilífð. Blessuð sé minning þín. Ólafur Örn Árnason og systur. GUÐRÚN MARGRÉT ÁRNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.