Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það er erfitt að kveðja frænku okkar, Guðfinnu Gísladóttur, með viðeigandi orðum. Finna frænka, eins og hún var kölluð í hópi okkar systk- inanna, var fæddur Hafnfirðinur og þar ólst hún upp við gott atlæti og eftirlæti hjá foreldrum sínum, Ing- unni og Gísla, og bræðrum sínum, Ólafi og Sigurgeir. Á þessum árum var lífsbaráttan hörð og ekki beint gullaldarár í Hafnafirði frekar en annars staðar á landinu eins og lesa má í endurminningum dr. Benja- míns Eiríkssonar, en hann missti tvo bræður og föður í sjóslysum. Finna varð líka fyrir miklum missi þegar yngri bróðir hennar, Sigurgeir, féll fyrir borð og drukknaði aðeins 32 ára að aldri. En Finna var dugleg og sérstök. Segja mætti að hún hafi verið hefð- arkona horfinnar aldar. Meðvitað eða ekki byggja allir sér upp ákveð- inn talsmáta og hreyfingarmunstur, stundum kallað viðmót eða fram- ✝ Guðfinna Gísla-dóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 29. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 8. nóvember. koma. Finna gerði það með stíl. Á fyrri hluta síðustu aldar spiluðu höfuðföt hvers kyns meiri rullu í lífi manna en nú gerist. Karlmenn báru hatta, kaskeiti og derhúfur en hjá konum var fjölbreytnin ennþá meiri, sumir hattar þeirra jafnvel með slöri! Hjá þekktri hattadömu, Ísafold að nafni, sem rak hatta- verslun í Austurstræti í Reykjavík, lærði Finna hattasaum ung að ár- um. Varð þessi iðngrein síðan henn- ar ævistarf. Að loknu námi hér heima fór hún til Danmerkur til frekara náms í greininni og starfaði þar hjá víðfrægum hattameistara, sem rak verkstæði og verslun við hina alkunnu götu, „Ströget“ í Kaup- mannahöfn. Frá þessum tíma hafði frænka okkar af mörgu að segja. Við störf í þessu umhverfi naut Finna sín vel og þessa tíma minntist hún ávallt með mikilli ánægju. Þarna kynntist hún mörgu góðu fólki sem hún stóð í sambandi við æ síðan. En heimsborgin Kaupmannahöfn fékk ekki haldið Finnu, hún vildi heim til sinnar elskulegu fjölskyldu sem var henni svo mikils virði. Þegar heim kom stofnaði hún og rak um tíma eigin hattaverslun í Hafnar- firði, tók jafnvel að sér nema í fag- inu. Að heimsækja þau systkinin, Óla og Finnu, ásamt Gísla, bróður- son þeirra, á Ölduslóðina var ævin- týri líkast, svo umhugað var þeim um að gleðja gesti sína. Þar var ekk- ert til sparað í mat og drykk, fag- urlega dúkuð borð með silfri og postulíni og glaðværar umræður yfir borðum. Finna var trúuð manneskja og taldi, eins og fleiri, að mennirnir gætu betrað hegðan sína og hugsun ef rétt væri að farið. Áður en hún missti heilsu tók hún mikinn og ósér- hlífinn þátt í starfsemi KFUK og KFUM. Finna tók að sér foreldra sína þegar þau voru lasburða orðin og annaðist þau af stakri kostgæfni ásamt með bróður sínum Ólafi, öðlingi af manni, sem lést fyrir sex árum. Bróðursonur þeirra, Gísli Ingi Sigurgeirsson, bjó hjá þeim systk- inunum og var kært með þeim. Síðustu árin dvaldi þessi vamm- lausa og stolta frænka okkar á Sól- vangi í Hafnarfirði og hafði henni þá mjög daprast sjón. En hún hélt sínu hlýlega viðmóti og örvaði og gladdi okkur gestina sem komum í heim- sókn. Þá sagði hún gjarnan „mikið líturðu vel út, en hvað þú ert í smekklegum fötum“. Við kveðjum þessa góðu frænku okkar með sökn- uði og vottum Gísla og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Hanna Kjeld og Matthías Kjeld. Guðfinna, Finna eins og við köll- uðum hana, var okkur hjónum mjög kær. Það eru margar minningar sem koma í hugann þegar við minnumst hennar. Guðfinna var formaður KFUK öll árin sem við þekktum hana og vann GUÐFINNA GÍSLADÓTTIR Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÖNUNDARSON, Starmýri 21, áður Víðimýri 8, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 14.00. Börn hins látna og fjölskyldur þeirra. Bróðir okkar, TORFI NIKULÁSSON, Túngötu 38, Eyrarbakka, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 17. nóvember. Matthildur Nikulásdóttir, Þorkell Nikulásson. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, Sólvallagötu 41, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi laugardaginn 16. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðjón Hreiðar Árnason, Ingibjörg Ottósdóttir, Stefán Árnason, Helga Árnadóttir, Helgi Baldursson og afabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON, andaðist á Kumbaravogi þriðjudaginn 12. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Einar V. Þórðarson, Halldóra Gunnarsdóttir, Guðleif M. Þórðardóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Helgi Þ. Þórðarson, Auður Atladóttir, Sigurður Þórðarson, Helena Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN OLGEIR JÓNSSON, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnu- daginn 17. nóvember. Kristjana Lilja Kristinsdóttir, Kristinn G. Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir, Salvör Kristín Héðinsdóttir, Ingþór Pétur Þorvaldsson, Lilja Jónína Héðinsdóttir, Sigrún Eir Héðinsdóttir, Karl-Johan Brune, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON S. ÞORSTEINSSON, Túngötu 1, Grindavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 15. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Erla Björg Delberts, Jón Nikolaison, Bergþóra Símonardóttir, Cheng Theng Pang, Hildur Símonardóttir, Þorsteinn Símonarson, Bryndís S. Guðbrandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Á Silfurgötu 6 í Stykkishólmi var draumaheimur æsku minnar. Þar bjuggu heiðurshjónin frú Ragnheiður Esther Einarsdóttir og frændi minn Sigfús Sigurðsson ásamt dóttur þeirra Maríu og Ragnheiði Esther dóttur hennar. Húsið stendur á besta stað í bænum með útsýni yfir eyjarnar. Í kringum húsið er risastór garður þar sem Esther ræktaði blóm og runna með góðum árangri þar sem norðanrok- ið blæs inn Breiðafjörðinn og venjulega ekkert vex. Heimili þeirra hjóna var annálað fyrir glæsileik og lítilli stúlku í heim- sókn fannst sem hún væri stödd á RAGNHEIÐUR ESTHER EINARSDÓTTIR ✝ RagnheiðurEsther Einars- dóttir fæddist á Kárastíg 8 í Reykja- vík 31. október 1916. Hún lést á líknar- deild Landspítalans á Landakoti 5. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfoss- kirkju 10. nóvember. útlenskum herragarði. Falleg húsgögn og munir og fullt af myndum og málverk- um á veggjum. Minn- isstæðust er þó mynd af Esther á skautbún- ingi. Aldrei hafði ég séð glæsilegri konu, nema þá helst út- lenska drottningu. Frú Esther var hús- freyja í besta skilningi þess orðs. Ég minnist ekki að hafa komið öðruvísi þangað heim en að ilminn af nýbök- uðu legði út yfir Stykkishólm. Og mikið voru móttökurnar alltaf góð- ar. Esther stóð í eldhúsinu í hvít- um krepbuxum og rósóttri mussu með nýlagt hárið og hárrauðar neglur, líklega að baka konfekt- tertu. Hún gaf sér þó tíma til að setjast niður, fá sér eina sígarettu og kaffibolla og spjalla við okkur Heiðu meðan við mauluðum snúð með glassúr og drukkum malt með. Í leiðinni voru okkur kenndir góðir siðir sem ungum dömum sæmdi. Hún spurði okkur spjörunum úr, lét okkur spila á píanóið og lesa upp úr Mogganum og var þetta allt gert til að æfa okkur í framkomu og samræðulist. Í febrúar var svo árlegur viðburður á Silfurgötunni afmælið hennar Heiðu. Borðin svignuðu undan kræsingum sem Esther og Maja höfðu töfrað fram og með því drukkið súkkulaði en ekki kakó. Afmæli þessi voru eins og meðal fermingarveislur og ávallt mikið tilhlökkunarefni. Árin hafa liðið sem örskot og ungar stúlkur orðnar fullorðnar og nú hefur Esther kvatt þennan heim í hárri elli. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Esther og fengið að njóta leiðsagnar hennar og sam- fylgdar í uppvexti mínum. Ég sendi ástvinum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ásthildur Sturludóttir. Ég hitti Esther fyrst þegar ég var tíu ára og nýflutt í Hólminn, þá í fylgd með Heiðu dótturdóttur hennar. Ég man að hún spurði mig hvað ég héti og ég sagðist heita Ásdís. ,,Ertu kölluð eitthvað?“ spurði hún. ,,Já, Ása,“ sagði ég. ,,Það er ekki næstum nógu fallegt,“ sagði hún þá, ,,ég ætla að kalla þig Ásdísi.“ Svona var Esther alltaf hreinskilin og stundum jafnvel svo sannorð að maður varð hálfvand- ræðalegur. En svo á hinn bóginn sagði hún manni alltaf ef henni fannst maður hafa gert vel eða ef maður leit vel út. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Esther fyrir margra hluta sakir. Hún brýndi það ávallt fyrir mér hve mikilvægt það væri að vera heiðarleg og góð manneskja. Einnig vildi hún kenna manni góða mannasiði og benti á hvernig ungar dömur skyldu haga sér svo vel væri, og hvernig ekki. Esther var sjálf yfirburða aðlað- andi kona, glæsileg alla sína tíð og falleg jafnt ytra sem innra. Hún bjó yfir svo góðri og heilsteyptri persónu sem kom jafn vel fram við alla, en hún bjó líka yfir einhverri visku um lífið, mannfólkið og ást- ina. Heimili hennar og Sigfúsar var opið öllum og þegar ég hugsa til baka finnst mér alltaf hafa verið svo falleg birta heima hjá þeim. Kannski var það bara birtan sem stafaði af þeim, sem voru alltaf jafn lífsglöð og glettin, og ástfangin upp fyrir haus. Minning þeirra er svo skýr og sterk að þau muna alltaf lifa með okkur sem þau þekktum. Megi Guð varðveita Esther og Sigfús þar sem þau eru núna, sam- an að eilífu, og halda verndarhendi yfir afkomendum þeirra. Ásdís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.