Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 43

Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 43
það starf að mikilli álúð og sam- viskusemi. Þegar Finna kom í sumarbúðirnar í Kaldárseli var oft glatt á hjalla. Hún tók með sér eitthvað á borðið og svo deildi hún út gjöfum handa starfsfólki. Hún hafði marga hæfi- leika sem nutu sín vel í starfi félag- anna bæði í Kaldárseli og í vetrar- starfinu í Hafnarfirði. Finna var mikil bænakona og áttum við oft stundir þar sem lásum í Biblíunni og lögðum málin fram fyrir Drottin okkar og frelsara. Finna átti fallegt heimili við Öldu- slóð í Hafnarfirði. Þar bjó hún ásamt bróður sínum og bróðursyni. Hún bauð okkur félögunum úr KFUM og K oft í heimsókn þar sem við áttum yndislegar stundir með söng og bæn ásamt veglegum veitingum. Margar minningar eigum við einnig úr húsi félaganna við Hverfisgötu í Hafnar- firði, þar sem Finna var í forsvari. Við kveðjum Finnu með þakklæti fyrir allan hlýhug og kærleika í okk- ar garð. Fyrir hönd félags KFUM og K í Hafnarfirði þökkum við fórnfúst og ötult starf fyrir unga sem aldna. Finna var trú sínu kalli allt fram á dauðadag. Hún vann mikið og gott starf til útbreiðslu guðsríkis. Starfs- ævinni er lokið og hennar bíður eilíf hvíld á himnum. Okkur langar að kveðja Finnu með erindi eftir Bjarna Eyjólfsson sem við sungum oft í lok góðrar sam- verustundar og Finnu var svo kært. Er líkn þína lít ég, þá lofa þig hlýt ég, því náðar æ nýt ég, sem ný er hvern dag. Nú heyri ég hljóma þá helgu leyndardóma, sem englaraddir óma við eilífðarlag. Sveinn Alfreðsson og Valdís Ólöf Jónsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 43 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 21. nóvember klukkan 13.30. Stella Stefánsdóttir Guðmundur Georgsson Emma Stefánsdóttir, Gunnar Jónsson, Birgir Stefánsson, Heiða Hrönn Jóhannsdóttir, Stefán Stefánsson, Hólmfríður Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FANNEY EINARSDÓTTIR LONG kjólameistari, Miðleiti 5, áður Brekkugerði 10, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mið- vikudaginn 13. nóvember, verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Siguroddur Magnússon, Magnús G. Siguroddsson, Guðrún R. Þorvaldsdóttir, Einar Long Siguroddsson, Sólveig Helga Jónasdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Halldór Jónasson, Bogi Þór Siguroddsson, Linda Björk Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Móðir okkar og tengdamóðir, HULDA GUÐNADÓTTIR, sem andaðist mánudaginn 11. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 20. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Hjörtur Pálsson, Steinunn Bjarman, Hreinn Pálsson, Margrét Ólafsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGVA ÞORGEIRSSONAR, Klapparstíg 16, Ytri Njarðvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, sr. Baldur Rafn Sigurðsson og sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar. Guð launi ykkur öllum. Guðbjörg Böðvarsdóttir, börn, tengdabörn og afabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma, SIGNÝ HILDUR JÓHANNSDÓTTIR, sem andaðist á Garðvangi, Garði, mánudaginn 11. nóvember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Pétur Pétursson, Þóranna Erlendsdóttir, Tórir Petersen, Minna Mittún, Kathrina Nattestad, Karen Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson og ömmubörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GYLFI HALLVARÐSSON, Hamrabergi 34, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Alda Björg Bjarnadóttir, Linda Hrönn Gylfadóttir, Bjarni Þór Gylfason, Sonja Hafdís Poulsen, Hallvarður Hans Gylfason, Álfheiður Elín Bjarnadóttir, Magna Ósk Gylfadóttir, Þórður Helgi Þórðarson, Ægir Már Gylfason, Alda Hrönn Magnúsdóttir, Gylfi Þór Magnússon, Annarósa Ósk Magnúsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, Köldukinn 23, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Jóns Hrafnkelssonar læknis, starfsfólks líknardeildar Landspítala í Kópavogi og starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Ólafía Albertsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu í sorg okkar við andlát KRISTJÁNS ÁRNA GUNNARSSONAR, Sjafnargötu 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær séra Sigurður Pálsson, prestur í Hallgrímskirkju, fyrir ómetanlegan stuðning. Katrín Andrésdóttir, Gunnar Kristjánsson, Andrés Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhannes Páll Gunnarsson, Ari Gunnarsson, Ásmundur Gunnarsson, Katrín Gunnarsdóttir Þorbjörg Pálsdóttir, Andrés Ásmundsson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓNAS RAGNAR SIGURÐSSON gullsmiður, frá Skuld í Vestmannaeyjum, til heimilis á Austurbrún 2, Reykjavík, er lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi mánudagsins 11. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi eða Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Lovísa Ragnarsdóttir, Einar Örn Daníelsson, Eydís Ragna Einarsdóttir, Fanney Elfa Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.