Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 51
DAGBÓK
LÍKINDAFRÆÐIN koma
við sögu í spili dagsins.
Sagnhafi er með ÁKG10xx í
trompi á móti 9x og má eng-
an slag gefa á litinn. Spurn-
ingin er: hvernig á að spila
trompinu?
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ ÁKG
♥ 96
♦ ÁK52
♣8732
Suður
♠ 109
♥ ÁKG1032
♦ 83
♣962
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Vestur spilar út laufkóng,
síðan drottningu og gosa,
sem austur tekur með ás.
Laufið er sem sagt 3–3 hjá
vörninni og austur spilar
tígulgosa í fjórða slag. Sagn-
hafi drepur og … gerir
hvað?
Tvær leiðir koma til
greina í trompinu: Annars
vegar að láta níuna rúlla yfir
og hins vegar að taka fyrst á
ásinn, en svína svo. „Pró-
sentuleiðin“ er sú að svína
níunni strax. Ástæðan er
augljós: það er mun líklegra
að drottningin sé eitt af fjór-
um spilum í austur en ná-
kvæmlega stök í vestur.
Norður
♠ ÁKG
♥ 96
♦ ÁK52
♣8732
Vestur Austur
♠ 8432 ♠ D765
♥ D ♥ 8754
♦ D9764 ♦ G10
♣KDG ♣Á105
Suður
♠ 109
♥ ÁKG1032
♦ 83
♣962
Svona er lífið; hið ólíklega
er ekki ómögulegt.
Í þessu tilfelli gat sagn-
hafi þó tekið hið ólíklega
með í reikninginn – hann
ræður við drottningu fjórðu
í austur þó svo hann taki
fyrst á hjartaásinn. Sjáum
til. Segjum að báðir fylgi
smátt í ásinn. Þá er farið inn
í borð á tígul og hjartaníunni
hleypt. Ef vestur fylgir ekki
lit, trompar sagnhafi tígul,
fer inn í borð á spaða og
trompar aftur tígul. Suður á
nú KG í trompi og einn
spaða. Hann fer inn í borð á
háspaða og tínir upp tromp
austurs í lokin með tromp-
bragði.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert sjálfstæður, fram-
sýnn og drífandi. Þú ert um-
hyggjusamur en átt það til
að vera of stjórnsamur.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Samvinna skilar oft betri ár-
angri en einstaklingsfram-
takið. Gefðu sjálfum þér
tækifæri til að víkka út sjón-
deildarhring þinn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur verið hrókur alls
fagnaðar að undanförnu og
ættir að taka þér frí frá fé-
lagslífinu. Gefðu þér tíma til
að vera einn með sjálfum
þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú verður beðinn um að
taka á þig aukna ábyrgð og
munt skila því með sóma. Þú
sérð nú framtíðina í bjartara
ljósi en oft áður.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að láta hendur
standa fram úr ermum og
gæta þess að sýna þeim
þakklæti sem koma þér til
hjálpar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að horfa á allar
hliðar þess máls, sem hvílir
á þér, til að finna réttu
lausnina. Útkoman mun
hafa mikil og góð áhrif á líf
þitt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Stundum sjá augu betur en
auga. Biddu því þann sem
þú treystir best til að hjálpa
þér að sjá hvar þú stendur í
ákveðnu máli.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Eyddu ekki óþarfa orku í að
hugsa um það sem gengur
ekki upp. Þú þarft að leggja
á ráðin um framhaldið og
fara að byggja upp að nýju.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu neikvæðnina ekki ná
tökum á þér. Veittu því at-
hygli sem gengur vel og
sýndu þakklæti þitt með því
að láta gott af þér leiða.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt aðrir sjái þig ekki í
réttu ljósi eins og stendur
mun verða breyting þar á
þegar þú ferð að uppskera
árangur erfiðis þíns. Sýndu
þolinmæði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þótt þú hafir mikið að gera
máttu ekki vanrækja sjálfan
þig. Mundu að þú kemur
meiru í verk þegar þú ert út-
hvíldur og ánægður.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Stattu með sjálfum þér og
láttu í þér heyra þegar þörf
krefur. Mundu þó að það
hafa ekki allir sömu skoðan-
ir á hlutunum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu ekki draga þig inn í
þrætur eða samningavið-
ræður. Láttu aðra um að
finna lausn á sínum málum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
SÓLSTAFIRNIR
Sé ég margan sumaraftan
sólina blika á vesturhafi,
svífur hún þá öldur yfir
og á þær ritar gyllta stafi.
Oft hefir mig langað að lesa
letrið gyllta á vesturhafi,
en haföldurnar hafa risið
handan fyrir úr djúpu kafi
og sagt: mér væri ei leyft að lesa
letrið gyllta á vesturhafi,
því dýrari mund en dauðleg hendi
dregið hefði’ upp þessa stafi.
Jón Þorleifsson
Morgunblaðið/Ragnhildur
Þessar duglegu stúlkur, Katrín Rós Gunnarsdóttir og Auð-
ur Ásta Baldursdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 4.246
til styrktar Rauða krossi Íslands.
Hlutavelta
Árnað heilla
85 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. nóv-
ember, er 85 ára Emilía B.
Helgadóttir, til heimilis í
Seljahlíð, Hjallaseli 55, áð-
ur Hólmgarði 27, Reykja-
vík.
75 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. nóv-
ember, er 75 ára Trausti
Thorberg Óskarsson. Eig-
inkona hans er Dóra Sigfús-
dóttir. Þau eru að heiman í
dag.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1
b5 7. Bb3 0-0 8. a4 Bb7 9. d3
He8 10. Rbd2 Bf8 11. Rf1
Ra5 12. Ba2 h6 13. Re3 c5
14. Rh4 d5 15. exd5 Rxd5 16.
Dh5 c4 17. dxc4 Rf4 18. Dg4
h5 19. Dg3 bxc4 20. Rf3 h4
21. Dxh4 Bxf3 22. Dxd8
Hexd8 23. gxf3 Hac8 24.
Rg2 Rh3+ 25. Kf1 c3 26.
bxc3 Hxc3 27. Re3 Rc6 28.
Hb1 Hd7 29. Hb3 Hxb3 30.
Bxb3 Rd4 31. Hd1 Hc7 32.
Rd5 Hb7
Staðan kom upp á Ólymp-
íuskákmótinu sem
lauk fyrir skömmu í
Bled í Slóveníu.
Hannes Hlífar Stef-
ánsson (2.566) hafði
hvítt gegn fjórða
stigahæsta skák-
manni heims, Mich-
ael Adams (2.745).
33. Hxd4! exd4 34.
Kg2 Rxf2 35. Kxf2
d3 36. Ke3 dxc2 37.
Bxc2 Bc5+ 38. Ke2
Hd7 39. Bb3 Hd6 40.
Bc4 Kf8 41. Bd2 Hc6
42. Kd3 Hd6 43. a5
Hc6 44. h3 Hg6 45.
Rc7 Hg3 46. Bd5 Hxh3 47.
Rxa6 Bg1 48. Rb4 Hh4 49.
a6 Ke7 50. Bg5+ og svartur
gafst upp. Glæsilegur sigur
hjá Hannesi sem leiddi ís-
lensku karlasveitina til
besta árangurs hennar á Ól-
ympíumóti síðan 1996. Hún
lenti í 21.–22. sæti af 135
keppnisþjóðum en árangur
liðsmanna varð þessi: 1.
borð Hannes Hlífar Stefáns-
son 7 vinninga af 12 mögu-
legum, 2. borð Helgi Áss
Grétarsson 7 v. af 11, 3. borð
Helgi Ólafsson 6 v. af 9. 4.
borð Þröstur Þórhallsson 5
½ v. af 11 1. Varamaður
Stefán Kristjánsson 4 v. af 8,
2. varamaður Jón Garðar
Viðarsson 2 ½ v. af 5.
Hvítur á leik.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Íslandsmót í parasveitakeppni
Íslandsmót í parasveitakeppni
verður haldið helgina 23.–24. nóvem-
ber í Síðumúla 37. Fyrirkomulag
verður með sama sniði og undanfarin
ár. Spilaðar eru 7 umferðir með 16
spila leikjum og raðað í umferðir
með Monrad-fyrirkomulagi. Spila-
mennska hefst kl. 11.00 báða dagana.
Keppnisstjóri er Björgvin Már.
Skráning er hafin í s. 587 9360 eða á
www.bridge.is.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids-tvímenning í Hraunseli, Flata-
hrauni 3, tvisvar í viku, þ.e. á þriðju-
dögum og föstudögum. Mæting kl.
13:30.
Spilað var 12. nóv., þá urðu úrslit
þessi:
Ásgeir Sölvason – Guðmundur Ólafsson 132
Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 127
Sófus Berthelsen – Ólafur Kristjánsson 123
Hans Linnet – Ragnar Jónasson 122
15. nóv.
Árni Bjarnason – Guðvarður Guðm. 107
Ásgeir Sölvason – Guðmundur Ólafsson 90
Jón Ó. Bjarnason – Jón R. Guðmundsson 88
Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 97
Nýliðabrids
á fimmtudögum
Fimmtudaginn 14. nóv. mættu 9
pör til leiks. Úrslit urðu þessi:
Jón Jóhannsson–Sigurbjörn Haralds 83
Guðni Harðarson–Hrafnhildur Konráðsd. 83
Eiríkur Eiðsson–Þórir Jóhannsson 80
Stefán Stefánsson–Kristján Nielsen 74
Davíð Freyr Oddsson–Einar Hólmsteins. 71
Næsta spilakvöld er fimmtudag-
urinn 21. nóv. Spilað er í Síðumúla
37, 3. hæð.
Sigurbjörn keppnisstjóri tekur vel
á móti öllum og aðstoðar við að finna
meðspilara.
Jú, þú ert kominn í sam-
band við eldhúsið. Nú gef
ég þér samband við yf-
irkokkinn.
Smælki
YOGA
Ný námskeið hefjast 25. nóvember.
Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni
eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju
með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við
líkamann.
Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar, Bolholti 4, 4. hæð til vinstri.
fyrir alla sem eru að ganga
í gegnum eða hafa lokið
krabbameinsmeðferð
Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848.
Samkvæmiskjólar
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Pantaðu jólamynda-
tökuna tímanlega
Gerðu verðsamanburð.
Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í
myndatökunni stækkaðar og fullunnar.
Innifalið í myndatökunni:
12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm
og ein stækkun 30x40 cm í ramma.
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Passamyndatökur alla virka daga.
Lára Margrét áfram í 5. sæti
Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is
e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298
Hef opnað
AUGNLÆKNASTOFU
á Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík.
Tímapantanir alla virka daga
kl. 9–15 í síma 568 0070.
Harpa Hauksdóttir
AUGNLÆKNIR