Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 57

Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 57 Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. Vit 444  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441. Sýnd kl. 8. Vit 455 Sýnd kl. 8. Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan. Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator Sjáið Jackie Chan í banastuði Þegar tveir ólíkir menn deila getur allt gerst. 8 Eddu verðlaun. Yfir 49.000 áhorfendur Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 433 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Vit 461 ÁLFABAKKI E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 480. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 479 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 479 ÁLFABAKKI AKUREYRI AKUREYRI  Kvikmyndir.isStundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI AKUREYRI ÞriðjudagsTilboð á völdum myndum kr. 400 KEFLAVÍKKEFLAVÍK Tilboð kr. 400Tilboð kr. 400 Tilboð kr. 400 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 474 Sýnd kl. 6 og 10. Vit 474 SV Mbl RadíóX 16.11. 2002 11 7 2 3 3 1 0 1 9 1 0 13 26 35 37 28 13.11. 2002 1 14 20 21 22 44 5 36 Tvöfaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. ÞEGAR Föruneyti hringsins, fyrsti hluti Hringadróttinssögu, kom út á mynddiski í sumar var því lofað að ekki þyrfti að bíða lengi eftir ennþá veglegri útgáfu. Og burtséð frá því hvað mönnum finnst um slíka markaðssetn- ingu hefur loforð þetta verið efnt og það svo um munar. Viðhafn- arútgáfan á Föruneytinu er komin í verslan- ir. Um er að ræða 4-faldan disk. Á fyrstu tveimur er myndin sjálf í 30 mínútna lengri útgáfu en sú sem var í bíó, auk þess sem þar er hægt að velja að horfa á mynd- ina með útskýringum frá leikstjór- anum Peter Jackson, öðru töku- fólki og leikurum. Þriðji og fjórði diskurinn eru síðan uppfullir af aukaefni, bæði fróðlegu efni til að horfa á og einnig til gagnvirkra notkunar á CD-Rom formi í PC- tölvum. Hinni 30 mínútna löngu viðbót var bætt við af Peter Jackson sjálf- um en hann hafði alltaf í huga að gera tvær útgáfur af myndinni, eina fyrir bíó og aðra fyrir mynd- diskaformið. Þannig nálgaðist hann lengri útgáfuna rétt eins og hann væri að gera aðra útgáfu af mynd- inni, fékk klipparann John Gilbert með sér í lið og lagði heilmikið upp úr því að gera þá útgáfu sem hann hefði gert ef engin lengdartakmörk hefðu verið Þannig er í engu hægt að greina gæðamun á „nýju“ atriðunum og þeim sem voru í bíó enda innihalda þau viðlíka brellur fyrir hljóð og mynd. Óskarsverðlaunahafinn Howard Shore samdi síðan sér- staklega aukatónlist fyrir viðbótar- senurnar og hljóðritaði með Fíl- harmóníuhljómsveit Lundúnaborg- ar. Með nýju atriðunum lagði Jackson áherslu á að gæða mynd- ina betri persónusköpun, meiri húmor og ítarlegri lýsingu á heimi Tolkiens. Nýja útgáfan á Föruneyti hringsins er 3 klukkutímar og 28 mínútur á lengd og þrátt fyrir að löng mynd sé nú orðin ennþá lengri dregur það á engan hátt úr keyrsl- unni eða gæðum myndarinnar í það heila heldur eykur enn á ánægjuna, sérstaklega fyrir þá sem lesið hafa verk Tolkiens. Það er vissulega ókostur að skipta þurfi myndinni í tvennt en útskýringar Jacksons og félaga á myndinni, túlkun sinni á Tolkien, hugmyndafræðinni á bak við gerð myndarinnar og sjálfri framkvæmdinni vegur upp á móti þeim ókosti og vel það. Það eru ein- mitt þessar útskýringar, sem munu vafalítið reynast einna mesti feng- urinn fyrir fylgjendur Tolkiens. Diskur þrjú fjallar um yfirfærslu á bók í bíómynd. Sagt er frá höf- undinum Tolkien, farið í smáatrið- um ofan í handritsferlið, hvernig farið var að því að skapa Miðgarð. Þar er ekki einasta rætt við höf- unda textans heldur einnig þá er sköpuðu hinn sýnilega heim, for- svarsmenn Weta-vinnustofunnar. Á þeim diski er einnig hægt að fara í gagnvirkt ferðalag um tökustaðina á Nýja-Sjálandi, búningasafn myndarinnar skoðað og fylgst með hvernig leikarar voru klæddir í gervi sín. Fjórði diskurinn einblínir síðan á hvernig persónurnar voru gæddar lífi. Fylgst er með degi í lífi hobbita, sýnt hvernig stærðarmun- ur persóna var útfærður. Fyrir þá áhugasömustu má geta þess til gamans að nokkur falin at- riði eru á diskunum. Til þess að finna þau ber að framkvæma eftir- farandi skipanir. Setjið fyrsta disk- inn í spilaranna, veljið úr atriða- skrá atriði The Council of Elrond. Ýtið á „niður“ takkann á fjarstýr- ingu til að upplýsa One Ring og veljið það svo. Þá birtist sérstök háðsútgáfa á atriðinu umrædda sem MTV-sjónvarpsstöðin gerði. Á öðrum diskinum skulið þið fara á 48. kafla í atriðaskrá, ýtið á „niður“ takkann á fjarstýringunni og finnið tákn fyrir Two Towers-myndina og veljið. Þá finnið þið sýnishorn úr annarri myndinni sem væntanleg er í bíó í desember. Hér hefur aðeins verið nefnt brot af því sem í boði er á diskunum fjórum sem innihalda svo mikið af efni að hreinn ógjörningur er að komast yfir það allt – næstum því of mikið. Umbúðirnar eru þar að auki hinar glæsilegustu og á ís- lensku í ofanálag, sem sýnir glögg- lega metnað og vönduð vinnubrögð íslensku dreifingaraðilanna, Mynd- forms. Viðhafnarútgáfan af Föru- neyti hringsins hlýtur þannig þeg- ar allt kemur til alls að teljast einhver veglegasta mynddiskaút- gáfa sem sett hefur verið á markað. Ennþá fríðara föruneyti                                                          !"!#$ %  %  !"!#$  & ! !"!#$  & !  & ! !"!#$ %  !"!#$ %  %  !"!#$ !"!#$  & ! !"!#$ %  %  !"!#$ ' !  ( ( ' !  ) ! ' !  ' !  ( ( ' !  ' !  ( ( ( ' !  ' !  ) ! ( ( (          !  "  # $  !%&  ! ' ) $ *   + ,  &   "   ) !) -  -" ( $  .-* *   /$ 0*  "    * 2 $!    MYNDDISKUR Föruneyti hringsins – Viðhafnarútgáfa ÆVINTÝRAMYND Til umfjöllunar er fjögurra diska viðhafn- arútgáfa af fyrsta hluta Hringadrótt- inssögu sem inniheldur 4 diska, þ.á m. áður óbirta útgáfu af myndinni sem er 30 mínútum lengri en sú upphaflega. Skarphéðinn Guðmundsson Baksíðumynd viðhafnarútgáfunnar sem öll er hin veglegasta útlits.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.