Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 63

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 63 EINSTÆÐ móðir gengur fram fyrir skjöldu og segir sögu sína. Hinn 27. nóvember sl. segir Viktoría Jónsdóttir sögu í DV (bls. 2) sem vekur spurningar. Hvernig getur fé- lagsmálaþjónusta viðkomandi sveit- arfélags horft framhjá því að hjálpa einstæðum mæðrum um húsnæði, leikskólapláss fyrir barn eða börn viðkomandi kvenna svo þær geti stundað vinnu ef heilsa þeirra leyfir? Hvernig má það vera í okkar marg- rómuðu velmegun að ekki sé hægt að sinna nauðþurftum þessara kvenna? Viktoría Jónsdóttir segir að hún borgi 70.000 krónur á mánuði fyrir húsnæði, svo þarf að fæða og klæða fjölskylduna. Hvað kostar það? Hver á vinna fyrir heimilinu þegar ekki fæst leikskólpláss fyrir barnið eða pössun? Það má fara mörgum og ýt- arlegri orðum um þennan málaflokk. En hvað gerir hæstvirt ríkisstjórn? Flóttamönnum boðið hingað Það sem vakti athygli við lestur greinar Viktoríu var að við hlið henn- ar er mynd af hæstvirtum félags- málaráðherra Páli Péturssyni og fyrirsögn á greininni sem myndin er í: „Flóttamönnum boðið hingað“. Síðan segir: „Ríkisstjórnarfundur, sem haldinn var í gær, 26. nóvember 2002, samþykkti að bjóða 20 til 25 flóttamönnum frá gömlu Júgóslavíu hingað til lands á næsta ári.“ Það hefur viðgengist í nokkur ár að flóttafólki sé boðin landvist hér á landi. Þetta sýnir þá hlýju og um- hyggju sem ríkisstjórn Íslands og fé- lagsmálaráðherra bera fyrir hrjáðu fólki úti í heimi. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur félagsmálaráðherra Páll Pétursson, er ekki sanngjarnt að jafnmargar einstæðar mæður og feður fái sömu fyrirgreiðslu úr rík- issjóði og flóttafólk sem boðið er til landsins? Hæstvirt ríkisstjórn og fé- lagsmálaráðherra, Páll Pétursson, þessir einstæðu foreldrar eru á flótta frá einni stofnun til annarrar í leit að hjálp. „Þetta fólk er flóttafólk!“ Hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Ís- lands. Er ekki kominn tími til að þér opnið hjörtu yðar og pyngju fyrir ís- lensku flóttafólki? Á köldum klaka! Eftir Sigurð Magnússon Höfundur er fv. yfirrafmagnseft- irlitsmaður. „ … er ekki sanngjarnt að jafn- margar ein- stæðar mæður og feður fái sömu fyrirgreiðslu úr ríkissjóði og flóttafólk sem boðið er til lands- ins?“ www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Gjafabréf til saumakonunnar nýtist vel þar sem efnaúrvalið er mikið C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.