Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 1
STOFNAÐ 1913 291. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 mbl.is
Frumleg
sjálfsmynd
Minjasafn í Evrópuverkefni um grímu-
og búningahönnun Landið 26
Danssýning Pars Pro Toto
á morgun Listir 31
Harmljóð í
Borgarleikhúsi
Erfiðast að
spila heima
Fyrri tónleikar Sigur Rósar
í kvöld Fólk 68
VALGERÐUR Marija Purusic, sem
er þriggja og hálfs árs, var að von-
um spennt í gærkvöld því von var á
góðri heimsókn í nótt. Jólaskórinn
var settur á áberandi stað út í
glugga og líklega hefur Stekkjar-
staur, sem ríður á vaðið í bæjar-
ferðum þeirra bræðra, jólasvein-
anna, kolfallið fyrir skótauinu
þannig að Valgerður hefur vænt-
anlega ekki orðið fyrir von-
brigðum. Stekkjarstaur er fljótari í
ferðum en áður því að nú nýta jóla-
sveinarnir sér þyrlu frá Flugfélag-
inu Geirfugli til að ná örugglega til
allra. Þeir sem vilja svo hitta
Stekkjarstaur í eigin persónu geta
gert það í Ráðhúsi Reykjavíkur í
dag kl. 10:30 en hann mun koma
þar við í boði Þjóðminjasafnsins.
Stekkjarstaur
kemur í þyrlu
Morgunblaðið/Kristinn
Spenna í loftinu
BANDARÍSKIR embættis-
menn sögðust í gær hafa náð
nýju samkomulagi við stjórn
Jemens um að hún keypti
ekki fleiri eldflaugar af Norð-
ur-Kóreu eftir að fimmtán
Scud-flaugar fundust í skipi
sem var stöðvað í Arabíuflóa
á mánudag.
Samkomulagið náðist þó
ekki fyrr en eftir að Banda-
ríkjamenn neyddust til að
heimila að skipinu yrði siglt
með farminn til Jemens, að
því er virtist til að komast hjá
vandræðalegri deilu við Jem-
ena, sem hafa leyft Banda-
ríkjamönnum að leita að liðs-
mönnum al-Qaeda hryðju-
verkasamtakanna í Jemen.
„Við áttum einskis annars
úrkosti en að fara að alþjóða-
lögum,“ sagði Ari Fleischer,
talsmaður Bandaríkjafor-
seta. „Bandaríkjunum stafar
ekki hætta af því sem Jem-
enar hafa gert. Við höfum þó
enn áhyggjur af tilraunum
N-Kóreu til að selja vopn út
um allan heim.“ Stjórn
George W. Bush Bandaríkja-
forseta myndi nú leggja
áherslu á að styrkja samn-
inga og alþjóðasáttmála til að
hindra útbreiðslu eldflauga.
Bush hefði þegar falið sér-
fræðingum sínum að leita
leiða til að loka smugum í
sáttmálum sem eiga að koma
í veg fyrir útbreiðslu kjarna-,
efna- og sýklavopna.
Tveir háttsettir embættis-
menn í Bandaríkjunum
sögðu að Jemenar hefðu ný-
lega samþykkt að hætta að
kaupa eldflaugar af N-Kóreu
en það samkomulag hefði
ekki verið í gildi þegar um-
ræddar Scud-flaugar voru
keyptar.
Scud-flaugum
skilað til Jemens
Washington. AP, AFP.
Stjórn Bush seg-
ir sér óheimilt að
halda vopnunum
Lofa að kaupa/20–21
„Við erum að keppa í mjög mörgum
vöruflokkum og það er alveg sama
hvar við berum niður, samkeppnin
er alls staðar mikil og meiri en und-
anfarin ár,“ segir Finnur Árnason,
forstjóri Hagkaupa. Jólafatnaður í
versluninni er nú á 30–50% afslætti
og verður svo fram að jólum.“
Steinunn Ingólfsdóttir, eigandi
Ritu, bendir á að fólk virðist hafa
minna á milli handanna nú en áður.
„Ég held að þessi tilboð séu merki
um hræðslu hjá verslunareigendum
við að verða undir í þeirri miklu sam-
keppni sem nú er á markaðinum,“
segir hún en í verslun hennar er m.a.
veittur 20 prósenta afsláttur af yf-
irhöfnum um þessar mundir.
Borga með vörunni
Guðmundur Haukur Magnason,
framkvæmdastjóri BT-verslana,
segir samkeppnina í tölvum, tölvu-
leikjum og geisladiskum mun harð-
ari nú en áður á sama tíma. „Ég man
ekki eftir öðrum eins lækkunum í
desember,“ segir hann. „Við höfum
til dæmis lækkað Playstation 2 tölv-
una það mikið að á síðustu þremur
vikum erum við búnir að borga á
aðra milljón með henni en um Play-
station 2 er einna hörðust sam-
keppni.“
Hann segir ekki óalgengt að verð
á geisladiskum fari undir 1.500 krón-
ur sem sé kostnaðarverð. Venjulegt
verð sé hins vegar 2.399 krónur.
Allt frá 20 til
70% afsláttur
ÓVENJU mikið hefur verið af hagstæðum tilboðum í versl-
unum að undanförnu ef miðað er við árstíma. Hefur varan oft
á tíðum verið lækkuð umtalsvert eða frá 20–70% og jafnvel
meira. Dæmi eru um að vörur séu seldar undir kostnaðarverði
en slíkir afslættir hafa ekki tíðkast í desember hingað til.
Samkeppni í verslun veldur útsöluástandi
Samkeppnin/28
TILBOÐ erlendra verslunarkeðja
virðast hafa bein áhrif á lækkun
vöruverðs hér á landi fyrir jólin.
Dæmi um þetta er þegar Deben-
hams-keðjan lækkaði verð á flest-
um vörum sínum um 25% í nóv-
ember víðs vegar um heim, þar á
meðal á Íslandi.
Sömuleiðis lækkaði verð á öllum
fatnaði í verslunum Dressman-
keðjunnar um 30% einn dag í nóv-
ember en þessar lækkanir og fleiri
hafa haft áhrif á þróun vöruverðs
hérlendis.
Yfirhafnir ódýrar
vegna veðurs
Þá kemur fram hjá viðmæl-
endum Morgunblaðsins að skjól-
fatnaður er víðast hvar seldur með
afslætti fyrir þessi jól. Í Hag-
kaupum var 20–70 prósenta af-
sláttur af yfirhöfnum um síðustu
helgi. „Haustið er búið að vera
óvenjuhlýtt hér á landi og því hef-
ur ekki selst mikið af hlýjum yfir-
höfnum. Vorum við að létta á
birgðum okkar,“ segir Finnur
Árnason, forstjóri Hagkaupa.
Áhrif til
lækkunar
að utan
FINNAR eru syfjaðastir Evrópu-
þjóða og þjáist þriðji hver Finni af
svefntruflunum og tíu prósent þeirra
segjast syfjaðir á daginn, að því er
vísindamenn greindu frá í gær.
„Tíðni svefntruflana er há í Finn-
landi vegna þess að Finnar eru ekki
manna bestir við að kljást við per-
sónuleg vandamál sín. Í stað þess að
ræða þau við annað fólk halda þeir
þeim innra með sér,“ sagði Markku
Partinen, prófessor við Haaga-
taugarannsóknar- og endurhæfing-
armiðstöðina í Helsinki.
Kannanir hafa sýnt að fjögur til
tíu prósent Evrópubúa finna til syfju
á daginn, og í Finnlandi er þetta
hlutfall tíu prósent, það hæsta í álf-
unni. „Svo virðist sem fólk í Suður-
Evrópu sofi betur en fólk hér, og við
teljum þetta stafa af menningar-
mun,“ sagði Partinen.
Finnar
syfjaðir
Helsinki. AFP.
BÆJARSTARFSMAÐUR í Winchester í Virginíu í Banda-
ríkjunum sagar hélaðar, brotnar greinar af tré. Frostregn
í vestur- og norðurhluta Virginíu í gær olli fjölda umferð-
arslysa, víðtæku rafmagnsleysi og röskun á flugáætlunum.
AP
Vetur í Virginíu