Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 291. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 mbl.is Frumleg sjálfsmynd Minjasafn í Evrópuverkefni um grímu- og búningahönnun Landið 26 Danssýning Pars Pro Toto á morgun Listir 31 Harmljóð í Borgarleikhúsi Erfiðast að spila heima Fyrri tónleikar Sigur Rósar í kvöld Fólk 68 VALGERÐUR Marija Purusic, sem er þriggja og hálfs árs, var að von- um spennt í gærkvöld því von var á góðri heimsókn í nótt. Jólaskórinn var settur á áberandi stað út í glugga og líklega hefur Stekkjar- staur, sem ríður á vaðið í bæjar- ferðum þeirra bræðra, jólasvein- anna, kolfallið fyrir skótauinu þannig að Valgerður hefur vænt- anlega ekki orðið fyrir von- brigðum. Stekkjarstaur er fljótari í ferðum en áður því að nú nýta jóla- sveinarnir sér þyrlu frá Flugfélag- inu Geirfugli til að ná örugglega til allra. Þeir sem vilja svo hitta Stekkjarstaur í eigin persónu geta gert það í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 10:30 en hann mun koma þar við í boði Þjóðminjasafnsins. Stekkjarstaur kemur í þyrlu Morgunblaðið/Kristinn Spenna í loftinu BANDARÍSKIR embættis- menn sögðust í gær hafa náð nýju samkomulagi við stjórn Jemens um að hún keypti ekki fleiri eldflaugar af Norð- ur-Kóreu eftir að fimmtán Scud-flaugar fundust í skipi sem var stöðvað í Arabíuflóa á mánudag. Samkomulagið náðist þó ekki fyrr en eftir að Banda- ríkjamenn neyddust til að heimila að skipinu yrði siglt með farminn til Jemens, að því er virtist til að komast hjá vandræðalegri deilu við Jem- ena, sem hafa leyft Banda- ríkjamönnum að leita að liðs- mönnum al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna í Jemen. „Við áttum einskis annars úrkosti en að fara að alþjóða- lögum,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjafor- seta. „Bandaríkjunum stafar ekki hætta af því sem Jem- enar hafa gert. Við höfum þó enn áhyggjur af tilraunum N-Kóreu til að selja vopn út um allan heim.“ Stjórn George W. Bush Bandaríkja- forseta myndi nú leggja áherslu á að styrkja samn- inga og alþjóðasáttmála til að hindra útbreiðslu eldflauga. Bush hefði þegar falið sér- fræðingum sínum að leita leiða til að loka smugum í sáttmálum sem eiga að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarna-, efna- og sýklavopna. Tveir háttsettir embættis- menn í Bandaríkjunum sögðu að Jemenar hefðu ný- lega samþykkt að hætta að kaupa eldflaugar af N-Kóreu en það samkomulag hefði ekki verið í gildi þegar um- ræddar Scud-flaugar voru keyptar. Scud-flaugum skilað til Jemens Washington. AP, AFP. Stjórn Bush seg- ir sér óheimilt að halda vopnunum  Lofa að kaupa/20–21 „Við erum að keppa í mjög mörgum vöruflokkum og það er alveg sama hvar við berum niður, samkeppnin er alls staðar mikil og meiri en und- anfarin ár,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Hagkaupa. Jólafatnaður í versluninni er nú á 30–50% afslætti og verður svo fram að jólum.“ Steinunn Ingólfsdóttir, eigandi Ritu, bendir á að fólk virðist hafa minna á milli handanna nú en áður. „Ég held að þessi tilboð séu merki um hræðslu hjá verslunareigendum við að verða undir í þeirri miklu sam- keppni sem nú er á markaðinum,“ segir hún en í verslun hennar er m.a. veittur 20 prósenta afsláttur af yf- irhöfnum um þessar mundir. Borga með vörunni Guðmundur Haukur Magnason, framkvæmdastjóri BT-verslana, segir samkeppnina í tölvum, tölvu- leikjum og geisladiskum mun harð- ari nú en áður á sama tíma. „Ég man ekki eftir öðrum eins lækkunum í desember,“ segir hann. „Við höfum til dæmis lækkað Playstation 2 tölv- una það mikið að á síðustu þremur vikum erum við búnir að borga á aðra milljón með henni en um Play- station 2 er einna hörðust sam- keppni.“ Hann segir ekki óalgengt að verð á geisladiskum fari undir 1.500 krón- ur sem sé kostnaðarverð. Venjulegt verð sé hins vegar 2.399 krónur. Allt frá 20 til 70% afsláttur ÓVENJU mikið hefur verið af hagstæðum tilboðum í versl- unum að undanförnu ef miðað er við árstíma. Hefur varan oft á tíðum verið lækkuð umtalsvert eða frá 20–70% og jafnvel meira. Dæmi eru um að vörur séu seldar undir kostnaðarverði en slíkir afslættir hafa ekki tíðkast í desember hingað til. Samkeppni í verslun veldur útsöluástandi  Samkeppnin/28 TILBOÐ erlendra verslunarkeðja virðast hafa bein áhrif á lækkun vöruverðs hér á landi fyrir jólin. Dæmi um þetta er þegar Deben- hams-keðjan lækkaði verð á flest- um vörum sínum um 25% í nóv- ember víðs vegar um heim, þar á meðal á Íslandi. Sömuleiðis lækkaði verð á öllum fatnaði í verslunum Dressman- keðjunnar um 30% einn dag í nóv- ember en þessar lækkanir og fleiri hafa haft áhrif á þróun vöruverðs hérlendis. Yfirhafnir ódýrar vegna veðurs Þá kemur fram hjá viðmæl- endum Morgunblaðsins að skjól- fatnaður er víðast hvar seldur með afslætti fyrir þessi jól. Í Hag- kaupum var 20–70 prósenta af- sláttur af yfirhöfnum um síðustu helgi. „Haustið er búið að vera óvenjuhlýtt hér á landi og því hef- ur ekki selst mikið af hlýjum yfir- höfnum. Vorum við að létta á birgðum okkar,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Hagkaupa. Áhrif til lækkunar að utan FINNAR eru syfjaðastir Evrópu- þjóða og þjáist þriðji hver Finni af svefntruflunum og tíu prósent þeirra segjast syfjaðir á daginn, að því er vísindamenn greindu frá í gær. „Tíðni svefntruflana er há í Finn- landi vegna þess að Finnar eru ekki manna bestir við að kljást við per- sónuleg vandamál sín. Í stað þess að ræða þau við annað fólk halda þeir þeim innra með sér,“ sagði Markku Partinen, prófessor við Haaga- taugarannsóknar- og endurhæfing- armiðstöðina í Helsinki. Kannanir hafa sýnt að fjögur til tíu prósent Evrópubúa finna til syfju á daginn, og í Finnlandi er þetta hlutfall tíu prósent, það hæsta í álf- unni. „Svo virðist sem fólk í Suður- Evrópu sofi betur en fólk hér, og við teljum þetta stafa af menningar- mun,“ sagði Partinen. Finnar syfjaðir Helsinki. AFP. BÆJARSTARFSMAÐUR í Winchester í Virginíu í Banda- ríkjunum sagar hélaðar, brotnar greinar af tré. Frostregn í vestur- og norðurhluta Virginíu í gær olli fjölda umferð- arslysa, víðtæku rafmagnsleysi og röskun á flugáætlunum. AP Vetur í Virginíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.