Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hann hygðist beita sér fyrir textun íslensks sjónvarps- efnis. Sagði hann að fyrsti fundur um textun sjónvarpsefnis yrði hald- inn með fulltrúum Ríkisútvarpsins í dag. „Ég hef einsett mér að beita mér fyrir þessu máli,“ sagði hann. Tilefni þessara orða var fyrirspurn Kol- brúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi um málefni heyrnarlausra hér á landi. Þingmað- urinn sagði að í rúman áratug hefði Félag heyrnarlausra unnið að bættri réttarstöðu heyrnarlausra. Það hefði m.a. lagt áherslu á að íslenska táknmálið yrði viðurkennt sem móð- urmál heyrnarlausra, sem og að heyrnarlausir hefðu lögbundinn rétt á túlkaþjónustu. Ráðherra greindi m.a. frá athug- un menntamálaráðuneytisins sem kynnt hefði verið í ríkisstjórn í mars árið 2000. Sú athugun hefði leitt í ljóst að staða táknmálsins væri að mörgu leyti sterk hér á landi. Sér- staklega í skólakerfinu. Í kjölfar þessarar athugunar hefði verið skip- uð nefnd með fulltrúum mennta- málaráðuneytisins, félagsmálaráðu- neytisins og heilbrigðisráðuneyt- isins. Átti nefndin að skila tillögu um lögbundinn rétt heyrnarlausra til túlkaþjónustu. Ráðherra sagði að sú nefnd hefði lokið störfum í septem- ber 2001. „Skilaði hún af sér drögum að frumvarpi um táknmálsþjónustu þar sem m.a. var lagt til að réttur heyrn- arlausra til túlkaþjónustu í atvinnu- lífinu og í daglegu lífi skyldi lög- bundinn.“ Ráðherra greindi frá því að nokkur álitamál, sem tengdust mögulegri lagasetningu til að styrkja stöðu táknmálsins, væru þó enn uppi. T.d. væri álitamál hver skyldi standa straum af þeim kostn- aði sem táknmálsþjónustu fylgdi. „Um er að ræða álitamál sem tengjast stöðu þessa málaflokks milli ráðuneyta og einnig aðkomu sveitarfélaga að þessari þjónustu.“ Ráðherra kvaðst þó ætla að beita sér fyrir því á vettvangi ríkisstjórn- arinnar að farið yrði í þá vinnu að leysa þessi álitamál. Umræða um réttindi heyrnarlausra Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Félagar í Félagi heyrnarlausra fjölmenntu á þingpallana á Alþingi í gær til að fylgjast með umræðum um réttindi heyrnarlausra. Hér er það Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sem er í pontu. Álitamál hver eigi að greiða fyrir táknmálsþjónustu ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá er umræða um 34 þingmál. M.a. verður fyrsta umræða um skipulag ferðamála og heilbrigð- isþjónustu. STEFNT er að því að Alþingi fari í jólaleyfi á morgun, föstudag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að í dag verði tekin fyrir þau mál sem séu komin úr nefndum þingsins og eigi eftir að fara til þriðju umræðu. Ennfremur verða í dag tekin fyrir frumvörp sem þurfi að fara til fyrstu umræðu fyrir áramót. Gert er ráð fyrir því að þingfundur sem hefst í dag standi fram á kvöld. Samkvæmt starfsáætlun þingsins er miðað við að þingfundum verði frestað á morg- un fram til 21. janúar nk. Vegna alþingiskosninganna 10. maí nk. verður vorþingið óvenju- stutt, en skv. starfsáætlun mun það standa til 14. mars. Alþingi fari í jólaleyfi á morgun STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að ráðuneyti hans muni fara yfir það á næstunni hvernig staðið verði að viðræðum við kanadísk flugmálayfirvöld um gagnkvæman loftferðasamn- ing milli ríkjanna tveggja en slíkur samningur er ekki fyrir hendi í dag. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að kan- adíska leiguflugfélagið HMY Airways væri að hefja vikulegt flug milli Vancouver og Calgary í Kanada og Manchester á Englandi með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Þar sem ekki er fyrir hendi gagnkvæmur loftferðasamningur milli Íslands og Kanada getur flugfélagið ekki tekið farþega hér á landi í þessum millilendingum. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur sem einnig er umboðsmaður kanadíska flugfélags- ins hér á landi, hefur beitt sér fyrir því að teknar verði upp viðræður milli íslenskra og kanadískra stjórnvalda í því skyni að koma á loftferðasamn- ingi milli landanna. Þannig gæti kanadíska flug- félagið flutt farþega milli Íslands og Kanada en þó mætti það ekki flytja farþega frá Íslandi til þriðja lands, eins og Bret- lands. Tilbúnir í viðræður Að sögn samgönguráðherra hafa kanadísk flug- málayfirvöld ekki sett sig í samband við hann varðandi slíkar viðræður. „Við Steinþór höfum hins vegar hist og hann hefur gert mér grein fyrir þeim viðræðum sem hann hefur átt í. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til að eiga einhverjar viðræður ef það er á gagnkvæmum grundvelli en það er al- veg ljóst að undanfarin misseri hafa Kanadamenn ekki verið mjög viljugir til þess að auðvelda okkar flugfélögum þeirra rekstur.“ Hann bendir á í þessu sambandi að ítrekað hafi verið reynt að fá samninga við Kanadamenn um fleiri ferðir á meðan flogið var til Halifax. „Flug- leiðum var hins vegar meinað að fljúga eins oft og þeir vildu og þess vegna gáfust þeir upp. En við höfum mikinn áhuga á að ná samningum sem víð- ast um þessi gagnkvæmu viðskipti þannig að við munum fara yfir það á næstunni hvernig staðið verður að slíkum viðræðum.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um flug HMY Airways til Íslands Áhugi á gagnkvæmum loft- ferðasamningi við Kanada ÚTBOÐSGÖGN fyrir gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar verða send út í næstu viku til þeirra verktaka sem valdir hafa verið til þátttöku í útboði eftir forval. Útboðsgögn vegna jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar verða hins veg- ar send verktökum í lok febrúar, eftir opnun til- boða í fyrri göngin. Þetta kemur fram í frétt frá samgöngu- ráðuneytinu en þar kemur fram að ákveðið hafi verið að bjóða göng á þessum tveimur stöðum út í tvennu lagi. „Reiknað er með að sama hag- kvæmni af samlegðaráhrifum beggja verkefnanna náist með þessari til- högun, eins og við að bjóða þau bæði út í einu lagi. Auk þess eru ákveðnir kostir taldir fylgja því að gera tvo verksamninga um þessi verkefni,“ segir í tilkynningunni. Reiknað er með að vinna við jarð- göng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar hefjist seint í apríl 2003 en áætlað er að ganga- gröfturinn taki u.þ.b. eitt og hálft ár og hon- um ljúki fyrir árslok 2004. Einu ári síðar eiga göngin að vera tilbúin, eða síðla árs 2005. Heildarkostnað- ur er áætlaður um 3, 8 milljarðar. Þá segir í fréttinni að miðað sé við að gerð jarðganga milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar hefjist árið 2004, um svipað leyti og ganga- greftri lýkur fyrir aust- an. Áætlað er að göngin milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar verði tilbúin árið 2008 og að heildarkostnaður verði um 6,8 milljarðar á núverandi verðlagi. Ráðist í minna verkefnið fyrst Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir ástæðu þess að göngin fyrir austan eru tekin á undan vera þá að þar sé um minna verk að ræða þannig að sú fjárfesting komist fyrr í gagnið. Þá sé vegurinn fyrir Vatt- arnesskriðurnar ákaflega slæmur. „Það hefði þurft að fara í mjög um- fangsmiklar endurbætur á þessum vegi, bæði fyrir Vattarnesskriðurnar og um Sléttuströndina þannig að framkvæmdum við Reyðarfjarðar- göngin er hraðað til að þurfa ekki að fara í endurbyggingu vegarins.“ Þá segir hann að með göngum fyr- ir austan sé atvinnusvæðið þar stækkað með því að tengja saman Fjarðarbyggðina og Suðurfirðina sem sé hagstætt með tilliti til fyr- irhugaðra stóriðjuframkvæmda fyr- ir austan. Inntur eftir því hvers vegna verk- in eru boðin út í tvennu lagi segir Sturla að það sé talið heppilegt að vera með tvo verksamninga. Að auki hafi útboðsgögn vegna Siglufjarðar- ganganna ekki verið tilbúin þar sem nauðsynlegt var að fara betur yfir ýmsa þætti sem m.a. tengdust snjó- flóðavörnum. „Frekar en að bíða eftir því vildum við gera þetta svona og Vegagerðin metur það þannig að sú hagkvæmni sem svona stórt verk gefur tilefni til náist eftir sem áður.“ Jarðgöng fyrir austan boðin út í næstu viku Útboðsgögn vegna Siglufjarðarganga send út í febrúar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. MARGT var um manninn í Íþrótta- miðstöðinni á Djúpavogi þegar ný innisundlaug var vígð nú í byrjun desember. Dagskráin hófst með ávarpi Björns Hafþórs Guðmundssonar sveitarstjóra en meðal annarra dagskrárliða var frumflutningur á nýju tónverki sem ber heitið „Vatnið“. Höfundur tónverksins er Svavar Sigurðsson, skólastjóri tónskólans á Djúpavogi. Séra Sjöfn Jóhannesdóttir vígði hina nýju byggingu og að lokinni blessun stungu sér til sunds Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogs, og Björn Hafþór Guðmundsson, núverandi sveitarstjóri. Daginn eftir var bæjarbúum boðið frítt í sund og Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Ný sundlaug á Djúpavogi Djúpavogi. Morgunblaðið. mættu um 150 gestir í laugina. Nýja sundlaugin er 16,67 m að lengd og 10,50 m að breidd. Auk þess er sérstök varmalaug og tveir heitir pottar í húsinu. Þess má vænta að þessi mikilvægi áfangi í bættri þjónustu sveitarfélagsins við íbúana muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf í Djúpavogshreppi svo og á ferðaþjónustuna á svæðinu. STEFÁN Kristjánsson gerði jafntefli við Indverjann P. Phoobalan í fjórðu umferð á heimsmeistaramóti unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fer í Goa á Indlandi. Stefán hefur nú 2½ vinning. Hann hefur ekki tapað skák á mótinu. Davíð Kjartansson tapaði hins vegar fyrir hinum spænska Manuel Perez Candelario og hefur 1½ vinning. Bretinn Luke McShane er efstur á mótinu með 4 vinninga. McShane er Ís- lendingum að góðu kunnur, en hann er í skáksveit Hróksins. Fimmta og sjötta umferð verða tefldar í dag. Enn tap- laus á HM unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.