Morgunblaðið - 12.12.2002, Side 16

Morgunblaðið - 12.12.2002, Side 16
Donaldson í fjármála- eftirlitið GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, útnefndi á þriðjudag William H. Donald- son, liðlega sjötugan banka- mann, nýjan yfirmann banda- ríska fjármálaeftirlitsins. Donaldson hét því í gær að taka mjög hart á öllu misferli í bandarískum fyrirtækjum og ráðlagði um leið öllum í fjár- málalífinu að fara að hysja upp um sig buxurnar. Bush kvaðst binda miklar vonir við Donaldson en hann tekur við af Harvey Pitt, sem sagði af sér í síðasta mán- uði. Stóðu þá á honum öll spjót enda talinn allt of tengdur þeim vettvangi, sem hann átti að hafa eftirlit með. Öldungadeild Bandaríkjaþings á eftir að fjalla um útnefningu Donaldsons en henni er almennt vel tekið. Er hann sagður heiðarlegur en harður í horn að taka fyrir utan að búa yfir mikilli þekk- ingu á rekstri fyrirtækja og fjármálastofnana. Washington. AFP. William H. Donaldson ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRESKIR og franskir sjómenn ollu í gær miklu uppnámi á Ermarsundi er þeir mótmæltu þeirri fyrirætlan framkvæmdastjórnar ESB að skera aflaheimildir vegna veiða á þorski, ýsu og öðrum stofnum um allt að 80%. Þeir óttast um störf þúsunda sjómanna. Á annan tug fiskiskipa lokaði höfnunum í Boulogne-sur-Mer, Cal- ais og Dunkirk í Frakklandi og komu þannig í veg fyrir ferðir ferju- skipa milli Bretlands og Frakklands, sem og ferðir annarra skipa til og frá þessum höfnum. Má á myndinni sjá hvar franskir togarar varna ferj- unum í Calais leið í gær. Sjómenn í Ostend og Zeebrugge í Belgíu stóðu einnig fyrir sambæri- legum aðgerðum. Þá höfðu um fimmtíu fiskiskip lagt frá höfninni í Boulogne-sur-Mer í því augnamiði að trufla umferð um Ermarsundið, sem er afar fjölfarið. Í Norðaustur-Englandi sigldu um 30 togarar – en vonast hafði verið eftir þátttöku um 200 skipa – upp Tyne-ána og létu heyrast hátt í þokulúðrum sínum, auk sem þeir skutu á loft blysum til að vekja at- hygli á málstað sínum. Reuters Breskir og franskir sjómenn mótmæla Framkvæmdastjórn ESB samþykkir kvótatillögur Þorskveiðikvóti skertur um 79% Brussel. AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) samþykkti formlega í gær fyrir sitt leyti til- lögu sem gerir ráð fyrir að leyfilegur veiðikvóti á þorski og ýmsum öðrum fisktegundum verði skor- inn verulega niður á ESB-svæðinu. Tillagan verð- ur lögð fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herrafund sambandsins sem haldinn verður á mánudag. Franz Fischler, yfirmaður landbúnaðarmála í framkvæmdastjórninni, varaði við því að ef ráð- herrarnir næðu ekki samkomulagi á fundi sínum í næstu viku þá myndi framkvæmdastjórnin draga tillögu sína til baka og fyrirskipa algert bann við veiðum á tilteknum fisktegundum. „Við stöndum frammi fyrir erfiðu en einföldu vali,“ sagði Fischler í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Við getum annaðhvort gert okkar besta til að tryggja framtíð fiskiðnaðarins, með því að taka ákvarðanir sem óumdeilanlega munu reynast sárs- aukafullar til skamms tíma litið, eða við getum skotið ákvörðun á frest enn á ný og þá óhjákvæmi- lega staðið frammi fyrir því um síðir að fiskistofnar þurrkist út einn af öðrum, með öllum þeim afleið- ingum sem það myndi hafa fyrir þennan geira.“ Kvóti vegna veiða á þorski er skorinn niður um 79% skv. tillögunni en vísindamenn hafa varað við því að hætta væri á því að allur þorskur yrði upp- urinn ef ekki yrði gripið í taumana. dásemdir og dekur Langar þig að gefa www.icehotel.is • sími 5050 910 Gjafabréf á Icelandair hótelin er gjöfin! Flughótel Keflavík Hótel Selfoss Hótel Flúðir Hótel Rangá Hótel Hérað Hótel Kirkjubæjarklaustur Hótel Loftleiðir Hótel Esja ZERO PLUS ww w. for va l.is TILFINNINGAÞRUNGIN afsök- unarbeiðni Cherie, eiginkonu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, virtist í gær ekki hafa megnað að draga úr áhuga breskra fjölmiðla á meintum blekkingum hennar. Eiginmaður hennar hvatti hins vegar fjölmiðla til að finna sér önnur umfjöll- unarefni og kvaðst „stoltur“ af konu sinni. Cherie Blair sagði á miðviku- dag að hún harmaði að málið, sem breskir fjölmiðlar nefna „Cheriegate“, hefði skaðað eig- inmann hennar og ríkisstjórnina, sem hann fer fyrir. Cherie Blair var oftlega gráti næst í ávarpi sínu er hún freistaði þess að skýra mál sitt. Hún viðurkenndi að það hefðu verið mistök að leita ráðgjafar hjá Ástrala nokkrum, Peter Fost- er að nafni, en hann hefur verið dæmdur fyrir svik m.a. í tengslum við megrunarkúra. Foster, sem er unnusti náinnar vin- og aðstoðarkonu Cherie Blair, hjálpaði forsætisráð- herrafrúnni við kaup á nokkrum íbúðum. Í fyrstu könnuðust starfs- menn skrifstofu eiginkonu for- sætisráðherrans ekki við að hún hefði leitað liðsinnis Fosters og var birt yfirlýsing í þá veru. Síðar neyddust undirsátar Cherie til að viðurkenna að sú hefði verið raunin. Hafa breskir fjölmiðlar vænt hana um að hafa vísvitandi beitt blekkingum í máli þessu. Cherie Blair sagði á miðviku- dag að hún væri önnum kafin kona og með mörg járn í eldinum. Hugsa þyrfti um bú og börn auk þess sem störfin og verkefnin yrðu seint upp talin. Af þeim sök- um yrðu henni á mistök sem öðru venjulegu fólki. „Ég er engin of- urkona, mig óraði ekki fyrir því að hann [þ.e. Foster] myndi koma mér í þau vandræði sem ég glími nú við,“ sagði hún í ávarpi sínu og virtist iðulega gráti næst. „Þaulhugsuð orð“ Bresk blöð brugðust í gær við þessum ummælum frúarinnar að mestu í samræmi við þá pólitísku stefnu sem þau fylgja. Blöð hlynnt Blair-stjórninni voru al- mennt heldur vinsamleg en hið hægri sinnaða Daily Mail, sem fyrst fjölmiðla skýrði frá „Cher- iegate“, taldi að um ósmekklega sýningu hefði verið að ræða. „Pólitískt leikhús …þaulhugsuð orð til að ná til milljóna kvenna … yfirlýsing hennar tók ekki á fjölmörgum spurningum,“ sagði m.a. í forsíðufrétt blaðsins. Meira að segja Daily Mirror, sem almennt þykir heldur vinsamlegt í garð Blair-hjónanna, var tor- tryggið. Spurt var í fyrirsögn hvort gráturinn hefði verið settur á svið. „Cherie grætur vegna barna sinna, atvinnu og mann- úðarstarfa – en var um að ræða frekari tilbúning til að bjarga henni úr klípunni eða raunveru- lega iðrun?“ spurði blaðið. Eiginmaður hennar sagði í sjónvarpsviðtali í gær að tíma- bært væri að mál þetta yrði látið niður falla. Fjölmiðlar þyrftu að finna sér nýtt umfjöllunarefni. „Þetta hefur verið skelfilegt tíma- bil,“ sagði forsætisráðherra Bret- lands. Hann kvaðst stoltur af eig- inkonu sinni og sagðist ekki kannast við þær lýsingar sem sumir fjölmiðlar hefðu dregið upp af persónu hennar og framgöngu. Heiðarleiki hennar væri aðdáun- arverður sem og vönduð persónu- gerð. Vænd um „pólitíska leiksýningu“ Breskir fjölmiðlar margir fullir efasemda um afsökunarbeiðni Cherie Blair AP Cherie Blair var gráti næst þegar hún ávarpaði breska fjölmiðla. London. AFP. Vopnaskýrsla Íraka „Óheppilega“ staðið að málum New York, Bagdad. AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, telur það „óheppilegt“ að erindrekar Banda- ríkjanna skyldu taka vopnaskýrslu Íraka trausta- taki fyrst er hún barst í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York á sunnudag. Bandaríkjastjórn tók að sér upp á sitt eindæmi að deila út skýrslunni en það er mat manna á þeim bæ að aðeins þau ríki, sem eiga fastafulltrúa í örygg- isráði SÞ, skuli fá óheftan aðgang að skýrslunni. Takmarka þurfi aðgang annarra að mikilvægum kjarnorkuleyndarmálum í skýrslunni. Annan sagði á þriðjudag að ákvörðun um að tak- marka aðgang hefði ekki endilega verið röng en hann kvaðst telja að vitlaust hefði verið staðið að málum. „Ég vona að svona lagað gerist ekki aftur,“ sagði hann. Írakar héldu hins vegar áfram í gær að gagnrýna framferði Bandaríkjamanna og sagði Salem Qub- aissi, þingmaður á íraska þinginu, að markmið þeirra hefði sjálfsagt verið að falsa efni skýrslunnar til að hafa uppi á afsökun til að geta ráðist á Írak. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.