Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 21

Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 21 ONLY NOMINATION IS NOMINATION …til a› fullkomna augnabliki› kringlan/leifsstö› sími 588 7230 Jólaleikur Leonard w w w . l e o n a r d . i s eru mestu útflytjendur eldflauga og eldflaugatækni í heiminum,“ sagði hann. „Þeir hafa útvegað mörgum ríkjum tækni og vopn sem geta tor- tímt hundruðum þúsunda manna.“ Bandarískir embættismenn voru hins vegar varfærnir í yfirlýsingum sínum um eldflaugakaup Jemena. Scott McClellan, talsmaður Banda- ríkjaforseta, sagði að Jemenar væru „vinir og samstarfsmenn í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi“. „Gróðrarstía al-Qaeda“ Osama bin Laden, leiðtogi al- Qaeda, á ættir að rekja til Jemens sem hefur verið lýst sem „gróðrar- stíu“ al-Qaeda og annarra íslamskra öfgasamtaka. Talið er að margir liðs- manna al-Qaeda séu í felum í Jemen. Forseti landsins hefur gripið til ým- issa aðgerða í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi frá árásunum í Bandaríkjunum 11. september í fyrra, meðal annars komið á opinberu eftirliti með íslömskum skólum sem hafa verið sakaðir um að ala á hatri á Bandaríkjunum og Vesturlöndum. Hundruðum útlendinga, sem grun- aðir eru um að tengjast vopnuðum öfgahreyfingum, hefur verið vísað úr landi og yfirvöld hafa handtekið hundruð herskárra múslíma. Banda- ríkjamenn hafa einnig fengið að grípa til aðgerða gegn al-Qaeda í Jemen. Mannlaus flugvél bandarísku leyni- þjónustunnar CIA skaut flugskeyti á bíl í Jemen í nóvember og varð sex al- Qaeda-liðum að bana, meðal annars helsta bandamanni bin Ladens í Jem- en. Talið er að al-Qaeda hafi staðið fyr- ir sprengjuárás á bandaríska her- skipið USS Cole í Jemen í október 2000. Sautján bandarískir sjóliðar biðu bana í tilræðinu. Reuters Fimmtán Scud-eldflaugar fundust undir sementspokum í lest norður- kóreska skipsins So San í Arabíuflóa, nálægt Jemen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.