Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 26
AKUREYRI 26 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ CAMSIAD (Costumes and Masks Stimulating Innovative Art and Design) er heiti Evrópuverkefnis sem Minjasafn Austurlands hefur nýlega lokið þátttöku í. Ungir hönnuðir, handverks- og listamenn frá Íslandi, Búlgaríu, Slóveníu, Slóvakíu, Þýskalandi, Tékklandi, Írlandi, Kýpur, Eng- landi og Skotlandi, unnu saman að grímu- og búningahönnun út frá hefð hverrar þjóðar. Fólkið hittist á vinnufundum í Skotlandi og Slóv- eníu og loks mættust allir hóparnir nýverið í Slóvakíu til að ljúka verk- efninu formlega og sýna afrakstur vinnu sinnar. Viðfangsefni CAMSIAD var að skapa frumlega, evrópska sjálfs- mynd í gegnum grímu- og bún- ingahönnun út frá páskum og frjó- semi, nútímafatnaði og einangr- unarefni, umhverfi og nátt- úrulegum efnum, þjóðsögum og sögnum og hinu dýrslega innra eðli. Íslenski hópurinn valdi að vinna með þjóðsöguna um selkonuna sem fönguð var af sjómanni og átti sjö börn í sjó og sjö á landi, en sú saga er til í mörgum birt- ingarformum um alla Evrópu. Gerð var andlitsgríma í selslíki, sem hylur aðeins hálft andlitið og var hún unnin úr rekavið. Þá var hannaður kjóll úr þæfðri ull og var hann skreyttur með laxaroði frá Sjávarleðri, jurtalituðu prjóni og fjörusteinum. Faldur var not- aður sem höfuðbúnaður að hætti íslenskra kvenna fyrr á tíð og var hann unninn úr gifsi og skreyttur með þurrkuðum þara. Þótti ís- lenski hópurinn skara langt fram úr í efnisvali sínu og samsetningu. Um grímugerðina sá Unnur Sveinsdóttir, en faldinn gerðu Steinrún Ótta Stefánsdóttir og El- ísabet Agla Stefánsdóttir. Kjóllinn var unninn af Höllu Ormarsdóttur og Ruth Magnúsdóttur, en yfirum- sjón alls verkefnisins var í höndum safnstjóra Minjasafnsins, Rann- veigar Þórhallsdóttur. Rannveig segir að Minjasafnið hafi notið góðs af samstarfi við breska fyrirtækið Grampus Her- itage and Training Ltd., sem hefur áralanga reynslu í skipulagningu og stjórnun Evrópuverkefna. „Það er jákvætt fyrir okkur hér að taka þátt í þessu,“ segir Rannveig, „því við fáum tækifæri til að senda ungt fólk utan í margvísleg verkefni sem opna augu þeirra og efla víðsýni.“ CAMSIAD var fjármagnað af Evrópusambandinu og var heild- arkostnaður þess 12,6 milljónir króna, en þar af var Minjasafni Austurlands úthlutað 800 þúsund- um króna. Safnið mun á næsta ári taka þátt í samevrópsku leikhúsverkefni sem hefst á Kýpur og verður svo sett upp í Póllandi. Safnið leitar nú samstarfs um verkefnið við Leik- félag Fljótsdalshéraðs, sem getið hefur sér gott orð fyrir vandaðar uppfærslur á leikverkum um ára- tuga skeið. Minjasafn í Evrópuverkefni um grímu- og búningahönnun Í leit að frum- legri sjálfsmynd Ljósmynd/RÞ Elísabet Agla Stefánsdóttir skartar hér ullarkjól sem skreyttur er jurtalituðu garni, laxaroði og fjöru- steinum. Faldurinn er úr gifsi og flúraður með þurrkuðum þara. Egilsstaðir LAUGARDAGINN 14. desember nk. verða 100 ár liðin síðan gamla fé- lagsheimilð við Gilið í Ólafsvík var vígt. Af því tilefni verður hátíðar- dagskrá með sögu- sýningu í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, laug- ardaginn 14. desember kl. 19.30. Minnst verður sögu hússins í máli og myndum og boðið upp á veitingar. Þetta er lokahnykkurinn í löngu af- mælisferli sem staðið hefur yfir af og til allt þetta ár með ýmsum hætti, s.s. gönguferðum og íþróttamótum. Einn- ig var haldin svokölluð „Kvöldstund í minningu Ottós“, en Ottó A. Árnason, sem fæddist hér, var umsjónamaður gamla félagsheimilisins í nær 30 ár og mikill frumkvöðull og átti þátt í mörg- um framfaramálum í Ólafsvík, auk þess að vera gott skáld. Tvennir tónleikar voru haldnir í haust af þessu tilefni, nú síðast með Diddú og Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur. Tvö skákmót voru haldin, nú síðast með nær öllu landsliðinu í skák, tókst það líka vel í alla staði. Einnig komu hingað rithöfundar og lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum. Síðast en ekki síst er verið að gera minnismerki um Ottó, sem verður þar sem gamla félagsheimilið stóð við Gil- ið. Listamaðurinn Páll Guðmundsson frá Húsafelli gerir minnismerkið. Að hátíðinni standa Framfarafélag Ólafsvíkur og flest önnur félög í Ólafs- vík ásamt áhugafólki. Aldar- minning í Ólafsvík Ólafsvík Í MIÐRI jólaösinni gefa skátar og gildismeðlimir sér tíma til að dreifa Friðarljósinu frá Betle- hem um landið. Ljósið ber með sér boðskap friðar og kærleika og á því vel við um aðventuna. Það voru þrír skátar úr Graf- arvogi sem færðu Þorgeiri Axel, yfirstýrimanni Brúarfoss, ljósið á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þorgeir, sem er gamall skáti, færði ljósið svo skátum í Vest- mannaeyjum til frekari dreif- ingar. Það er orðinn árviss viðburður að gámaskip Eimskips flytji Frið- arljósið. Í fyrra var það Dettifoss sem kom með ljósið til Íslands í fyrsta sinn frá Danmörku. Til að loginn skapi ekki hættur á ferðalögum er búið um hann í lugt sem er í sérsmíðaðri tunnu. Þar fær hann nægilegt súrefni en hitar lítið út frá sér. Í brúnni á Brúarfossi. Fúsi, Halldóra og Helga úr skátafélaginu Hamri í Grafarvogi færa Þorgeiri Axel yfirstýrimanni Friðarljósið frá Betlehem. Brúarfoss með Friðarljósið til Eyja UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli hand- knattleiksdeildar KA og herra- fataverslunarinnar Dressmann. Jónas Joes Mellado, stjórn- armaður í KA, t.h. og Jóhann Ingi Davíðsson, verslunarstjóri Dressmann á Akureyri, undirrit- uðu samninginn í versluninni á Glerártorgi. KA-menn munu klæðast fatnaði frá Dressmann á keppnisferðum sínum og sjást nokkrir leikmenn félagsins í slík- um fatnaði á myndinni. Samningur KA og Dressmann FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að á árinu 2003 verði hafin gjaldtaka fyrir móttöku úrgangs frá fyrirtækjum á urðunar- stað á Glerárdal. Markmiðið með gjaldtökunni er m.a. að minnka það magn sem kemur til urðunar. Að sögn Ármanns Jóhannessonar sviðsstjóra tækni- og umhverfis- sviðs er ráðgert að hefja gjaldtök- una 1. apríl 2003 og eru áætlaðar tekjur af henni 23 milljónir króna á árinu. Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var lögð fram tillaga um að gjald- flokkar fyrir móttöku sorps frá fyr- irtækjum verði þrír. Fyrir almenn- an úrgang greiði fyrirtæki 2,25 krónur pr. kg, fyrir slátur- og fisk- úrgang 3,50 krónur og fyrir timbur 1,50 krónur. Fyrstu 9 mánuði þessa árs var úrgangur frá fyrirtækjum á Akureyri 10.000 tonn, þar af al- mennur úrgangur rúm 8.700 tonn, slátur- og fiskúrgangur 1.000 tonn og timbur um 250 tonn. Fyrstu 10 mánuði ársins var heimilissorp frá Akureyringum 3.900 tonn. Jakob Björnsson formaður fram- kvæmdaráðs sagði að ýmsar ástæð- ur lægju að baki þessari gjaldtöku, m.a. síauknar kröfur um bætta með- ferð á úrgangi. Hann sagði að gjald- takan ætti einnig að verða mönnum hvatning til þess að draga úr magni úrgangs. Jakob sagði að í smíðum væri löggjöf þar sem gert væri ráð fyrir gjaldtöku fyrir meðhöndlun sorps í þeim tilgangi að bæta með- ferð og minnka magnið. Jakob sagði að fyrir lægi að nýr urðunarstaður í Eyjafirði yrði sveit- arfélögunum dýr, enda væru kröf- urnar alltaf að aukast og því væri ekki um annað að ræða en að allir tækju þátt í þeim kostnaði. Hann nefndi að heimilin á Akureyri væru að borga um 28 milljónir króna í sorphirðugjald á þessu ári. Fyrirtæki á Akureyri greiða 23 milljónir króna á næsta ári fyrir móttöku úrgangs Markmiðið að minnka það magn sem kem- ur til urðunar Hljómsveitin Hundur í óskilum verður með útgáfutónleika í Ket- ilhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. desember kl. 20.30. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. Í DAG ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar, AFE, hefur ásamt þremur verktökum á Akureyri unnið að stofnun félags sem ætlunin er að verði undanfari að stóru verktaka- fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta kemur fram á netmiðlinum local.is. Þar kemur fram hjá Magnúsi Þór Ásgeirssyni starfsmanni AFE, að til- gangurinn sé að sameina krafta verktaka á svæðinu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að taka þátt í stærri útboðum. Magnús Þór sagði að hvatinn að stofnun hins nýja félags séu fyrirhugaðar álvers- og virkjunarframkvæmdir á Austur- landi en væntanlegt félag muni einn- ig horfa til stærri verkefna á öllu landinu. Í undirbúningshópi að stofnun hins nýja félag eru Baldvin Valdimarsson frá Slippstöðinni, Davíð Hafsteinsson frá Rafeyri, og Sveinn Heiðar Jónsson sem rekur byggingarfyrirtæki á Akureyri í eig- in nafni. Í hópnum eru einnig starfs- menn Atvinnuþróunarfélagsins og Eiður Guðmundsson hjá Hönnun á Akureyri hefur veitt hópnum ráð- gjöf. Stefnt er að því að félagið verði stofnað fljótlega á nýju ári. Stórt verktakafyrir- tæki í burðarliðnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.