Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 31 LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur hefur undanfarin ár boðið upp á jóla- skemmtun í Kaffileikhúsinu. Að þessu sinni hefur dagskráin hlotið yfirskriftina Klundurjól og verður sýnt kl. 20 annað kvöld, föstudags- kvöld og á sunnudagskvöld. Fjórir leikþættir með jólatengdu efni verða frumfluttir, og er þar um að ræða þætti sem unnu til verðlauna í jólaleikþáttasamkeppni sem félagið efndi til nú í haust. Í þáttunum eru jólin skoðuð frá ýmsum hliðum í þeim spéspegli sem hugleikurum er tamt að bregða á samtíð sína og ís- lenska menningu. Auk leikþáttanna verður á boð- stólum tónlist, sem öll er úr smiðju Hugleiks. Tónskáld, textahöfundar og flytjendur sameinast um að skila nýstárlegri sýn á jólin, jólasveina, Grýlu, jólagjafafarganið og aðra vætti sem við sögu koma í jólahald- inu. Klundurjól eru lokapunkturinn í haustdagskrá Hugleiks, en félagið hefur boðið upp á sýningar á ein- þáttungum og örverkum í Kaffi- leikhúsinu í haust undir yfirskrift- inni Þetta mánaðarlega. Miðasala er hjá Kaffileikhúsinu.Hugleikarar skoða jólin í spéspegli í Kaffileikhúsinu. Hugleikur með Klundurjól ELEGIA er yfirskrift danssýningar sem Pars Pro Toto efnir til á morg- un og laugardag í samstarfi við Borgarleikhús, Rússíbana og slag- verkshópinn Bendu. Þar verða sýnd fjögur verk, sólóverkin Jói og Hrær- ingar eftir Láru Stefnánsdóttur og Til Láru eftir Per Jonsson, en loka- verk sýningarinnar er Cyrano – tón- list Hjálmars H. Ragnarssonar í lif- andi flutningi Rússíbana og dans- gerð Láru Stefánsdóttur. „Á sýningunni verða þrjú sóló- verk sem hlotið hafa nokkra viður- kenningu og hafa verið sýnd víða er- lendis. Okkur langaði til þess að gefa íslenskum áhorfendum kost á að sjá þessi verk, ekki síst sólóverk- ið Jói sem Jóhann Freyr Björgvins- son dansar, en það hlaut m.a. 1. verðlaun á alþjóðlegri danskeppni í Suttgart síðastliðið vor, og Jóhann hlaut 2. verðlaun dansara. Pars Pro Toto stóð fyrir áþekkri sýningu á sama árstíma í fyrra, og þótti tilvalið að halda uppteknum hætti,“ segir Lára. „Yfirskrift danssýningarinnar er Elegia, og er hún tileinkuð minningu tveggja vina og samstarfsmanna okkar sem hafa kvatt þennan heim, þeim Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara og stofnanda hljóm- sveitarinnar Rússíbana, sem lést í maí síðastliðnum eftir glímu við krabbamein og Per Jonsson dans- höfundar sem tók líf sitt fyrir fáum misserum. Þeir voru stórkostlegir listamenn og minnumst við þeirra með söknuði og gleði yfir því að hafa fengið að kynnast þeim,“ segir Lára. Eitt sólóverka sýningarinnar, Til Láru, er eftir Per Jonsson, en það var samið fyrir Láru Stefánsdóttur sem dansar í verkinu. Lára segir þar um að ræða verk sem hafði mikil áhrif á hana sem listamann. „Verkið var frumflutt árið 1995 og þótti mjög framsækið enda var Per að mörgu leyti á undan sínum samtíma. Sjálfur lýsti Per verkinu sem tján- ingarfullum dansi sem byggðist á hrynjandi, tilfinningum og þrá eftir öðrum tilverustigum. Þetta er nokk- urs konar ferð í tíma og rúmi í leit að leiðum inn í nýja heima. Sjálfur var Per í mikilli leit í sínu lífi og sinni sköpun og held ég að sum verkin sem ég hef samið endurspegli þau áhrif sem verk hans höfðu á mig. Hann þjáðist af geðhvarfasýki og sveiflaðist milli gleði og depurð- ar. Það má ef til vill segja að ákveð- inn tregi og angurværð einkenni verkin á sýningunni, þó svo að það sé alls ekki þungt yfir henni. Þetta er sýning sem hefur stórt hjarta,“ segir Lára. Frumsamin tónlist verksins er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og lif- andi flutning annast slagverkshóp- urinn Benda. Dans byggður á ljóðum Hin tvö sólóverkin á sýningunni, Jóa og Hræringar, samdi Lára Stef- ánsdóttir og segir hún innblásturinn að þeim fenginn úr ljóðum eftir El- ísabetu Jökulsdóttur. „Myndlistin kemur einnig mjög sterkt inn í sýn- ingarnar og hefur Ragnhildur Stef- ánsdóttur unnið skúlptúra sérstak- lega fyrir þessar sýningar. Í Jóa er sviðsmyndin nokkurs konar barmur sem verða persónunni í senn rúm og gröf. Hræringar er mjög kvenlegt verk, en ljóðið sem það byggist á fjallar um konu sem bíður komu elskhuga síns úr fjarlægu landi. Konan fer í gegnum ákveðna sjálfs- leit í biðinni, og má því segja að öll sólódansverkin á sýningunni fjalli um einhvers konar tilfinningalega leit, og leit að nýjum víddum,“ segir Lára. Dansari í Hræringum er Sveinbjörg Þórhallsdóttir, en verkið hefur ekki verið sýnt sem sólóverk áður hér á landi. „Sveinbjörg hefur unnið þetta mjög vel og er gaman að sjá hvernig nýr dansari gefur verki allt aðrar víddir með túlkun sinni. Dansverk þróast alltaf á milli dans- ara sem gæða þau nýju lífi,“ segir Lára. Guðni Franzson er höfundur tónlistar í verkunum tveimur og leikur hann sjálfur tónlistina í þeim ásamt Hilmari Jenssyni gítarleikara og Matthíasi Hemstock sem leikur á glös. Lokaverk sýningarinnar er ný dansgerð eftir Láru Stefánsdóttur á Cyrano, tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson í flutningi Rússíbana úr samnefndu leikverki sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor. Rússíbanar gáfu út geisladisk með tónlistinni sem seldist upp, en ný út- gáfa er að koma úr framleiðslu á næstu dögum. „Ég féll algerlega fyrir þessari tónlist og býður hún mjög sterklega upp á einhvers kon- ar dansívaf í flutningi. Á sýningunni munu Rússíbanar flytja tónlistina, og munu nemendur úr Listdans- skóla Íslands dansa með okkur í verkinu. Þetta eru efnilegir dans- arar sem eru við upphaf síns ferils og koma inn með ferskan blæ. Það má líka segja að slegið verði á nokk- uð léttaristrengi svona í lok sýning- arinnar, með þessari tónlist sem er hreint frábær, “ segir Lára. Dansleikhúsið Pars Pro Toto var stofnaður árið 1986, og segir Lára Stefánsdóttir að þar hafi alla tíð ver- ið lögð áhersla á tengsl dans, lifandi tónlistar og myndlistar. Sýningin Elegía endurspeglar þessar áherslur en þar kemur fram fjöl- breyttur hópur listamanna. „Sýn- ingarnar verða á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu, og tekur sá salur aðeins 200 manns. Þetta mun skapa mikla nálægð milli flytjenda og áhorfenda,“ segir Lára að lokum. Elegía verður haldin á Nýja sviði Borgarleikhússins og hefjast báðar sýningar kl. 20. Með stórt hjarta Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Úr verðlaunadansverkinu „Jói“ eftir Láru Stefánsdóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.