Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PÚLSMÆLI Trönuhrauni 6, • sími 565 1533 220 Hafnarfirði www.p.olafsson.is Láttu hjálpa þér í líkamsræktinni ÚTSÖLUSTAÐIR: Markið • Hreysti • Maraþon Útilíf • Nanoq • Hlaup.is Skógar, Egilsstöðum Úr.verk. Halldórs Ólafss. Akureyri Georg V. Hannah, Akranesi Georg V. Hannah, Keflavík SKÁLDSAGAN Augu þín sáu mig eftir Sjón kom nýverið út hjá danska bókaforlaginu Borgen. Undanfarið hafa birst lofsamlegir dómar í þarlendum blöðum um verkið. Connie Bork segir í umsögn sinni í Politiken: „Sjón leyfir lostafullri þjóðarsál að leika laus- um hala í frumlegri skáldsögu. …Skáldsagan er skrifuð í hár- beittum stíl sem vísast gæti sett herra og frú Dan- mörku út af laginu en ef maður sýnir þrautseigju þá eru minnst fimm til sex algjörlega snilld- arleg atriði. Sjón minnir eilítið á Lars von Trier og þó svo að hvatalífið sé fjörugra hjá Sjón þá er ævintýrið og áhuginn á jafnt því góða sem því illa þessum tveimur listamönnum sam- eiginlegur.“ Erik Skyum-Nielsen sem vel þekkir til íslenskra bókmennta, hefur m.a. þýtt fjölda verka á dönsku, skrifar í Information: „Leiðslukennd tilraunaskáldsaga eftir íslenskan húmorista og mik- inn framúrstefnumann.“ Hann segir að bókin sé skemmtileg og komi sífellt á óvart og andi verksins sé „leiðslukennd vits- munahyggja, klámfenginn frum- leiki, þrautþjálfað hugmynda- flug“. Síðan ritar Erik Skyum-Nielsen: „Bókmenntir geta líka, þegar gáfurnar eru fyrir hendi eins og hér, verið leikur einn. …Ekki margir nor- rænir höfundar skrifa í dag texta jafnleikandi og úthugsað og þessa skáldsögu.“ Yfirlætislaust kæruleysi Lars Bukdahl ritar dóm í Weekendavisen þar sem segir meðal annars: „Sjón leikur sér að grafalvarlegum og skjögrandi lausbeisluðum gálgahúmor. …Seiðmagn skáldsögu Sjóns er í senn óstýrilát sagnasporin milli himins og jarðar og það áreynslu- leysi sem heldur öllum þessum sjálfráðu flugdrekum á lofti. …Sjón stillir hreinleikanum og fínleikanum og frásagnargleðinni upp sem andstæðum af þvílíkri íþrótt að það er hann sjálfur sem á síðasta orðið. Hið sérlega sjónska er svo sá létt- leiki, íþrótt eða glæsi- leiki, yfirlætislaust kæruleysi væri trúlega réttnefni, viturt og einbeitt kæruleysi, víðs fjarri og handan við bæði tilfinn- ingaþrunginn og til- gerðarlegan póstmód- ernisma.“ Anne Borup skrifar umsögn um Augu þín sáu mig í Fyens Stiftstidende þar sem segir að þetta sé skáldleg og ýkt myndafrásögn sem blandi saman mörgum listgreinum í unaðslegan vef misóraunsærra sagna. „Sann- arlega höfundur sem maður ætti að fylgjast með í framtíðinni.“ Per Theil segir í BT að Augu þín sáu mig sé „íslensk engla- miga af vígvelli póstmódernism- ans“. Þá ritar Bo Kampmann Walt- her í Kristeligt Dagblad: „Í senn flaumósa og stílhrein saga um seinni heimsstyrjöldina – hlaðin myndum, gælir við mörkin á milli hæðni og alvöru.… Augu þín sáu mig er ofur nútímaleg heild- arsaga…bók sem er skrifuð á flottan hátt, það þarf ekki að finna hlutina upp eftir á, gagn- rýna, upphefja, endurbyggja eða kvikmynda, því þeir eru þegar til staðar. Eins og við segjum á jósku: þetta er góð bók.“ Augu þín sáu mig kom út hjá Máli og menningu árið 1994. Sjón fær góða dóma í Danmörku „Þrautþjálfað hugmyndaflug“ NORSKI drengja- og karlakór- inn „Sølvguttene“ mun 12 árum eldri en fyrsta jólatréð sem Osló- borg sendi Reykvíkingum 1952. Samt dróst öll þessi ár að hann kæmi hingað og hefði vissulega mátt verða löngu fyrr. Enda reynd- ust gæði hans ótvíræð, og góð að- sóknin var líka í samræmi við það. Raunar kom hún nokkuð á óvart, því reynslan hefur því miður oft verið á annan veg um fyrstu komu tiltölulega lítt kunnra hljómlistar- manna hingað, nema þegar kynn- ingarbumbur eru knúðar á fullu. Staðarvalið bendir þó til þess að reiknað hafi verið með að kórinn myndi „trekkja“ með skilum. Því hvað sem segja má um alvarlega hljómburðargalla Hallgrímskirkju – og hefur undirr. þar sízt haldið aft- ur af sér – þá skákar henni aðeins Laugardalshöllin að sætafjölda. Auðvitað fyrir utan framúrskarandi orgelkostinn, því bæði litla undir- leiksorgelið altarismegin og Klais- meistarahljóðfærið í turnenda voru virkjuð í þessu sambandi. Það var mikið „klassa“-yfirbragð á viðfangsefnum kvöldsins, sem samanstóðu af litlum kórperlum allt frá endurreisn fram að róm- antík (nema hvað Stanford var eini (síð)rómantíkerinn) auk nokkurra norskra nútímaverka af háum gæðastaðli. Hér var greinilega hvorki verið að daðra í ótíma við gospel né fisléttar poppútsetningar, eins og kannski hefði mátt búast við af vestrænum nútíma æskulýðs- kór, jafnvel þótt tenór og einkum bassi væri í bland skipaður vel rosknu söngfólki. Hvað aðalstjórn- andann varðar, hinn 84 ára gamla stofnanda kórsins Torstein Grythe, var það ofur skiljanlegt, en kannski síður hjá grunnskólapiltunum í alt og sópran, sem í okkar heimshluta þykja víðast hvar ginnkeyptari fyr- ir glingri staðar og stundar en jafn- gamalli og alvarlegri tónlist og hér var á boðstólum. Hefði mörgum ungmennakórstjóranum eflaust leikið forvitni á að hlera hvernig strákunum er haldið við efnið – hafi ekki komið til meiri bráðþroski en hér virðist algengastur með fólki á svipuðu reki. Brezki renessansmeistarinn Christopher Tye var efstur á blaði með frekar hómófónískt Laudate nomen Domini. Við tók „Kyrie – Sanctus“ eftir Palestrina, sem varla hefur verið eina svonefnt verk höf- uðmeistara módallar kirkjupólýfón- íu, jafnvel þótt ekki væri fleira til- fært í tónleikaskrá. Kórinn söng þá svolítið dapurlega hið þekkta Ave verum corpus eftir Mozart og síð- an, nokkuð hægt og þungt, Til dig, Herre e. Arild Sandvold; hvort tveggja með pósítíf-undirleik Mohns. Næst kom litrík Lítil kór- messa Kjells Mørks Karlsens a cappella, rofin æstri klappþörf óhagvanra hlustenda milli þátta sem var synd fyrir jafnágætt verk. Síðan riðlaðist atriðaröðin frá prentaðri tónleikaskrá og óvíst að allir hafi greint munnlega breyt- ingakynningu Grythes, því næst kom (hafi undirr. ekki sjálfum mis- heyrzt) De 100 violiner (Eyvind Alnæs) og Panis Angelicus (C. Franck) með dáfallegum ónafn- kynntum einsöngssópran. Þykk fimm (ef ekki sex) radda mótetta Schütz, Die Himmel erzählen, með meginrót í endurreisnarstíl, var síð- an bráðvel sungin, og þar næst hið stutta en kraftmikla Cry out Ny- stedts. Mohn stýrði þessu næst líf- legasta númeri kvöldsins, Exultate Deo (A. Scarlatti), en Grythe tók aftur við í hnausþykku Beati quor- um via e. Charles V. Stanford. Mohn lék þá á Klaisinn hið til- komumikla Resurrexit e. Nystedt, sem hvað títanískt fítonsaflið varð- ar hefði eins getað verið um Ymi heimsjötun. Hvort síðan hafi fylgt Simeons Lovsang e. Vagn Holmboe er ekki víst, en endurinnganga syngjandi kórpilta við kertaljós var alltjent afar andrúmsaukandi. Við tók syrpa af svokölluðum norskum jólalögum (að tónrænu tilliti væri þó nær að tala um samvestræn) í úts. Pers Steenbergs, hvar eftir kórinn söng Halelújakórinn úr Messíasi Händels við orgelleik Mohns, er hér hlaut óneitanlega að minna á „Foundling Hospital“- frumuppfærsluna í Dyflinni 1743 sem skv. heimildum var flutt með ekki ósvipuðum kór – og hreif mann svo niður í tær að engu mun- aði að maður fylgdi sögulegu fyrsta fordæmi Georgs II og sprytti á fætur. Að lokum var klykkt út með hinum Parsifalfagra slésíska píla- grímssöng Fögur er foldin. Norsku Silfurpiltarnir stóðu sannarlega eftir með pálmann í höndunum eftir þessa glæsilegu tónleika. Sjaldan hefur maður heyrt jafnhljómmikinn drengjakór (að viðbættum fullveðja röddum) með jafnmikið og -óþvingað öryggi í hæðinni, ásamt aðdáunarverðu góðu samvægi milli tónsviða og radda. Mótunin var í ofanálag furðudýnamísk og sveigjanleg, og heillandi útkoman var til marks um bæði mikinn metnað og árangur allra aðstandenda. Silfurraddir gulli betri TÓNLIST Hallgrímskirkja Ýmis smærri kórverk eftir Tye, Palestrina, Mozart, Sandvold, Mørk Karl- sen, Holmboe, Nystedt, Alnæs, Franck, Schütz, A. Scarlatti*, Stanford og Händ- el auk Resurrexit f. orgel e. Nystedt og norsk jólalög í úts. Pers Steenbergs. Tore Erik Mohn, orgel; Drengjakór norska ríkisútvarpsins u. stj. Torsteins Grythes og T. E. Mohns*. Sunnudaginn 8. desember kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson DAVÍÐ Þór Jónsson hefur verið í djasssviðsljósinu hérlendis um árabil þótt hann megi telja til yngstu djass- leikara Íslands sem fullburðugir eru. Hann er glettilega góður píanisti en nokkuð mistækur; einstakt orkubúnt sem fer í hæstu hæðir þegar hann er í fínum selskap eins og sannaðist er hann var píanisti norsku djasssveit- arinnar Motive, sem var kjörin besta ungliðadjasssveit Norðurlanda 2001. Davíð tók einnig þátt í þeirri keppni árið áður fyrir Íslands hönd með tríóinu FLÍS, sem hann skipar ásamt Valdimari Kolbeini og Helga Svavari og það eru þeir tvímenningar sem eru við hlið Davíðs Þórs út í gegn á þess- um diski. Þeir sömdu saman fyrstu fjóra ópusuna, sem eru frekar sam- spuni en tónskáldskapur. Davíð á þar ýmsa góða spretti og oft vantar ekki nema herslumuninn til að tónlistin lifni, sér í lagi þegar þeim tekst að magna andstæður milli tónfagurs pí- anóleiks Davís Þórs og ýlfrandi boga- sargs Valdimars Kolbeins eins og í fjórða ópusnum; Geimi. En áður hafði verið lagt í Stríð gegn hinum vonda djassi, þar sem ágætur sóló Davíðs Þórs með sveiflutöktum og stríðum tónahlaupum var brilljant. Það má segja að þessir fjórir ópusar hafi runnið í einn og því nafn þess næsta rökrétt: Lag no 2 á disknum, en það er eftir Davíð Þór eins og öll lögin sem fylgdu utan síðasta uppákoman. Lag no 2 á diskinum er nýbopp og spilamennskan heldur daufleg, ég hef heyrt hann spila þetta miklu betur með félögum sínum. Í næsta ópusi, Rask, var annað upp á teningnum og er þetta helsti gullmolinn á diskinum. Hann upphófst í stjörnumerki Evr- ópu og ekki að vita hvert Davíð stefndi uns davisísk laglínan skaut upp kollinum. Valdi Kolli með skemmtilegan bassasóló og rýþminn grúví með Matta Hemstock innan- borðs þegar Jóels kórónaði verkið með sópransólói sínum. Einhvern tímann heyrði ég Jóel leika þetta með þeim félögum dálítið tamið en hér gekk allt upp. Annar gullmoli fylgdi; Ósk þar sem Davíð Þór lék beint frá hjartanu á klassískum nótum im- pressjónískum og hefði hljóðsmölun Helga Svavars betur leitað sjávar- falla. Meski fylgdi, fínn ópus póst- boppískur, en ekki slær hann Raski við – svo kom háskafullur píanóspuni í 48 sekúndur: Hráar franskar. Þetta er það sem Davíð Þór gerir best allra íslenskra djasspíanista; trylltur og tættur spuni – eins konar Bud Powell- ís með Cecil Taylor-sósu – en til að hann gangi upp í lengra verki þarf dá- lítið kröftugri hrynsveit en Davíð Þór á kost á hérlendis. Diskinum lýkur á brandara þeirra félaga og Eiríks Orra skólabróður þeirra; Byggja hús – svo er dálítið löng þögn og ef menn láta diskinn rúlla áfram fá þeir það marg- falt launað því Ósk hljómar aftur og í þetta sinn án hljóðsmalans, en það hefði mátt sleppa hinum langa loka- seimi. Þessi fyrsti hljómdiskur er dálag- leg frumraun en Davíð Þór getur bet- ur og vonandi verður næsti diskur heilsteyptari og bernskubrekin horfin veg allrar veraldar. En fyrir alla muni; missið samt ekki af gullmolun- um sem þarna er að finna. Gullmolar í öskustó DJASS Geisladiskur Davíð Þór Jónsson píanó, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson bassa og Helgi Svav- ar Helgason trommur, slagverk og hljóð- smala ásamt Eiríki Orra Ólafssyni trompet, Jóeli Pálssyni sópran- og ten- órsaxófóna og Matthíasi M.D. Hemstock trommur og slagverk. Hljóðritað í sal FÍH í janúar 2002. Ómi Jazz 006. DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON: RASK Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Þór Jónsson: Getur betur. Vernharður Linnet Gerðu það bara – handbók fyrir stelpur sem vilja vera stórar er eft- ir Guðrúnu G. Bergmann. Bókin fjallar um ýmsar aðferðir og leiðir sem hægt er að fara til að öðlast ánægjulegra og innihaldsríkara líf, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „Grunnurinn að því er lagður með því að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Svo má kanna hvaða breytingar þú vilt gera. Til þess að breytingar geti orðið þarf örugglega að fyrirgefa einhverjum og takast á við eigin tilfinningar og breyta þeim neikvæðu í jákvæðar. Samskiptin geta ekki orðið góð nema þú tjáir þig á annan hátt en með augnamálinu sem fæstir skilja og til að öðlast eitt þarftu yfirleitt að fórna einhverju öðru.“ Guðrún G. Bergmann hefur á und- anförnum árum skrifað og þýtt marg- ar bækur sem fjalla um sjálfsrækt, andlegan þroska og bætt heilsufar. Útgefandi er Leiðarljós. Bókin er 126 bls., prentuð í Gutenberg. Verð 1.990 kr. Handbók
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.