Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 37
Óskaði út-
ví að frest-
þar sem
ungis viku
ið að fjar-
innig yfir
nda.
o menn og
að þetta
ð víðáttu-
fræðum.
sk Veritas
og hann var fljótur að átta sig á því
að þetta mál var rétt upp byggt,
miðað við það sem við vorum með í
höndunum og það endaði með því að
þeir samþykktu það. Það var farið á
fulla ferð að ljúka undirbúningi og
klukkan 10 á laugardagsmorgun var
byrjað að kafa. Nú er unnið allan
sólarhringinn og það sem af er hefur
þetta gengið vel,“ segir Haukur.
Aðspurður segir hann að þetta sé
í fyrsta og síðasta skipti sem hann
standi í stórræðum á borð við björg-
un Guðrúnar Gísladóttur, sem er ef-
laust stærsta björgunaraðgerð Ís-
landssögunnar af þessu tagi. „Ég
geri þetta aðallega skemmtunarinn-
ar vegna. Það hefði sjálfsagt engum
heilvitandi manni dottið þetta í hug,
þetta er búinn að vera strangur
gangur,“ segir Haukur og kímir.
Hann segir að Norðmönnum hafi
brugðið þegar þeir gerðu sér grein
fyrir því að björgun skipins væri ein-
staklingsframtak, að það stæði ekki
stórt og reynt björgunarfélag að
baki aðgerðunum.
3–4 hafa sýnt
áhuga á kaupum
Hugmyndin sé að selja skipið eftir
að það kemur til hafnar, 3–4 aðilar
hafi sýnt því áhuga, þó ekki sé neitt
fast í hendi, enda þurfi skipið að
koma að bryggju áður en menn geti
áttað sig á ástandi þess. Um borð sé
mikið af dýrmætum tækjum og bún-
aði og það sé ekki útlit fyrir að skipið
sé mikið skemmt. „Það má ekki
gleyma því að þetta var ársgamalt
skip og sennilega það fullkomnasta í
flotanum. Það var í engu til sparað
þegar það var keypt.“
Kostnaðurinn við björgunarað-
gerðirnar er talinn vera um 200
milljónir króna. Haukur telur víst að
hægt verði að fá ríflega fyrir kostn-
aði fyrir skipið. Fjármögnun verk-
efnisins hafi í öllum aðalatriðum
gengið eftir. Hann vill ekki segja
hverjir hafi fjárfest í verkefninu en
segir það vera marga litla aðila.
„Mönnum hefur verið boðið að taka
þátt í þessu verkefni sem áhættu-
fjárfestar, við höfum kappkostað að
kynna þeim allt málið, hvernig á að
gera þetta og menn hafa viljað láta í
þetta pening á þessum forsendum.“
Hann segir að eftir að Ríkisút-
varpið birti frétt um að SFT hafi tal-
ið áform Íshússins „ófullkomin“ hafi
einhverjir fjárfestar fælst frá verk-
efninu. Haukur segir að ósannindi
hafi komið fram í fréttinni, SFT hafi
ekki talið áformin „ófullkomin“ held-
ur „ófullnægjandi“, þ.e. að það þyrfti
að útfæra eitt og annað betur, t.d.
þætti er varða óstöðugleika skips-
ins. Það hafi verið gert og þeim
áformum sem þá lágu fyrir verði
fylgt eftir að mestu leyti.
Haukur segir að upphaflega hafi
staðið til að skipið væri komið upp úr
hafdjúpunum hinn 3. október, ým-
islegt hafi komið upp á sem hafi tafið
framvindu verksins. „Ævintýrið
með SFT tafði okkur um hálfan
mánuð. Þá höfum við tafist af öllum
mögulegum og ómögulegum orsök-
um. Nú síðast þegar skipin voru á
leiðinni yfir hafið. Skipinu sem flutti
tankana sem verða notaðir við
björgunina seinkaði um tvo sólar-
hringa og okkar skipi seinkaði líka
vegna veðurs,“ segir Haukur.
Desembermánuður sé ekki besti
tími ársins til að standa í björgunar-
aðgerðum af þessu tagi í N-Noregi.
Í myrkri, alls konar veðri og svo ná-
lægt jólum. Svæðið sé þó upplýst
með kösturum, enda sé unnið þar
allan sólarhringinn á vöktum.
Mynd skoðuð á elliheimilinu
Haukur og kona hans gera ráð
fyrir að fara til Noregs á næstu dög-
um og vera viðstödd þegar Guðrún
Gísladóttir kemur upp úr hafdjúp-
unum. Þau segjast vera farin að
hlakka til að sjá skipið. „Jú, þetta er
náttúrlega mjög spennandi, en ég
sef alveg rólegur yfir þessu öllu
saman, ég er þannig gerður. Mér
finnst þetta skemmtilegt,“ segir
Haukur.
Sigurður Grímsson, kvikmynda-
tökumaður frá Gríms-film, er stadd-
ur í Noregi á vegum Hauks og mun
hann taka upp myndir af aðgerðun-
um og öllum undirbúningnum. Í
skoðun er að gera heimildarmynd
um björgunina. „Ég ætla aðallega að
hafa þetta á elliheimilinu,“ segir
Haukur.
ð til að
ðiskipi
Antonsen
víkur
á höfn-
mmí-
erða síð-
búnaði til
tni.
nina@mbl.is
ta í ró-
hafi feng-
þetta
on vél-
erkinu og
. Fljót-
ð und-
gurður
rúnu
, þar sem
g kima á
ráðið Ás-
rrverandi
bæjarstjóra á Ólafsfirði, en hann
sé alhliða reddari í Noregi og sjái
að auki um öll samskipti við Norð-
menn, norska ríkið, sveitarstjórn-
ina, hafnaryfirvöld og norska fjöl-
miðla.
Sigurður Pétur Hafsteinsson
kafari komi að öllum undirbúningi
neðansjávar, en norska verktaka-
fyrirtækið Riise Underwater Eng-
ineering sjái um alla köfun og
neðansjávarverkin. Alls komi á
um fjórða tug manna að aðgerð-
unum.
Haukur leigði skipið Stakkanes
frá Ísafirði sem er bækistöð Ís-
lendinganna meðan á björgunar-
aðgerðunum stendur og kom það
til Noregs í síðustu viku. Sex
menn eru í áhöfn skipsins. Allir
hafi þeir sem að þessu komi mikla
reynslu og kunnáttu á sínu sviði.
„Fjölmargir höfðu samband við
mig og buðu fram starfsorku sína.
Ég hef þurft að vísa frá fullt af
hæfileikafólki en ég var búinn að
ráða alveg í þetta á fyrstu fjóru
vikunum,“ segir Haukur.
=> !$6 $>7/
6!96 = =: :!= P!4
!=: > 9
H );!$9!
K> >=3 !=
9/= !=!!$4
# H =! !!$H =! = $!
M :>
!=> 9/=!=
!!= !!$4
#
.!$9!
K! 9/= 9 =>
H = :!=!
=!$ =!$! 4
,6K
9$
ALLUR innritaður farang-ur sem fer um FlugstöðLeifs Eiríkssonar verðurgegnumlýstur með nýju
fullkomnu öryggis- og sprengjuleit-
arkerfi frá og með 1. janúar næst-
komandi. Búnaðurinn sem kostar
um 210 milljónir króna var kynntur
á fréttamannafundi í flugstöðinni í
gær ásamt svonefndri gegnumlýs-
ingarbifreið sem flugmálastjórn á
Keflavíkurflugvelli hefur nýlega fest
kaup á. Við það tækifæri undirritaði
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra endurskoðaða neyðaráætlun
fyrir Keflavíkurflugvöll.
Fram kom í máli Halldórs að ör-
yggismál flugstöðvarinnar hefðu
tekið miklum stakkaskiptum á sein-
ustu árum.
Fullkomnasti
leitarbúnaður í heimi
Kröfur um 100% sprengjuleit í
lestarfarangri flugfarþega má rekja
aftur til níunda áratugarins þegar
komið var fyrir sprengju í tösku í
lest flugvélar frá Pan American-
flugfélaginu sem sprakk ofan við
bæinn Lockerbee í Skotlandi. Í kjöl-
far hryðjuverksins ákváðu flugmála-
stjórar í samtökum flugmálastjórna
38 Evrópuríkja að 100% sprengju-
leit skyldi komið á í aðildarlöndun-
um ekki síðar en 1. janúar 2003.
Keflavíkurflugvöllur er hlekkur í ör-
yggiskeðju þessara samtaka og
verður að tryggja að farangur sem
fer frá vellinum sé öruggur.
Öryggis- og sprengjuleitarkerfið
var hannað af tæknideild Kaup-
mannahafnarflugvallar. Gegnumlýs-
ingarbúnaðurinn sem tekinn verður
í notkun er hluti af þessu kerfi en
hann kemur frá Heimann-verk-
smiðjunum í Þýskalandi og er talinn
sá fullkomnasti sem völ er á í heim-
inum í dag. Þessi búnaður getur
skoðað um 1.200 til 1.500 töskur á
hverri klukkustund. Við uppsetn-
ingu búnaðarins var þess gætt að
hann væri samofinn innritunar-
kerfinu og á notkun hans ekki að
valda töfum við innritun farþega.
Búnaðurinn er hálfsjálfvirkur. Er
hann tengdur við gegnumlýsingar-
vél sem skynjar farangur sem þarfn-
ast frekari skoðunar. Þær töskur
eru svo skoðaðar af öryggisstarfs-
manni í fullkominni leitarvél, sem
gegnumlýsir farangurinn frá tveim-
ur sjónarhornum, bæði lárétt og lóð-
rétt.
Skv. upplýsingum forsvarsmanna
flugstöðvarinnar er þessi vél með
fyrstu vélum sinnar tegundar í heim-
inum sem settar hafa verið upp.
Sérhönnuð gegnumlýsingar-
bifreið kostaði 23 milljónir
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, og yf-
irmenn Keflavíkurflugvallar og
Flugstöðvar Leifs Eiríkssyni fylgdu
utanríkisráðherra og fréttamönnum
um flugstöðina í gær og kynntu nýja
öryggisbúnaðinn og hina nýju gegn-
umlýsingarbifreið Flugmálastjórnar
á Keflavíkurflugvelli. Bifreiðin er af
gerðinni Mercedes-Benz 814 og var
kaupverð hennar um 23 milljónir kr.
Í bifreiðinni er búnaður sem gerir
kleift að skoða hluti í vöru- og póst-
sendingum upp að ákveðinni há-
marksstærð.
Fullkominn búnaður er í gegnum-
lýsingarvélinni sem gerir skoðunar-
manni kleift að skoða myndir sem
birtast á skjánum á ýmsa vegu.
„Með kaupunum á bifreiðinni
verða yfirvöld á flugvellinum betur í
stakk búin til að framfylgja þjóðrétt-
arlegum skuldbindingum á sviði
flugverndar og hægt verður að
skoða vöru- og póstsendingar sem
sendar eru frá landinu en krafa er
um að slíkar sendingar sæti ákveð-
inni skoðun áður en þær eru settar
um borð í loftför.
Tilkoma bifreiðarinnar gefur og
tollgæslunni aukin færi á að skoða
betur þær hraðsendingar sem koma
til landsins. Bæði er fíkniefnaeftirlit
eflt með komu bifreiðarinnar og
hægt er með auðveldum hætti að
staðreyna hvort innihald vörusend-
inga sé í samræmi við vörulýsingu,
sem skiptir augljóslega miklu við
tollákvörðun. Þá er rétt að minna á
að vegna legu Keflavíkurflugvallar
hafa flugvélar á leið yfir Atlantshafið
þurft að lenda hér vegna neyðar-
ástands um borð eins og dæmin
sanna. Brýnt er af þeim sökum að yf-
irvöld hafi yfir að ráða fullkomnum
búnaði þegar slíka vá ber að hönd-
um,“ segir í frétt um hinn nýja búnað
sem fréttamönnum var afhent í gær.
Áætlun vegna sýklavopna
Í gær var einnig undirrituð endur-
skoðuð neyðaráætlun fyrir Keflavík-
urflugvöll.
Efni neyðaráætlunarinnar er
trúnaðarmál en fram kom í máli Jó-
hanns R. Benediktssonar að í henni
væri m.a. að finna viðbrögð vegna
sprenjuhótana og leiðbeiningar og
viðbragðsáætlun vegna hugsanlegr-
ar beitingar sýklavopna.
Innritunarborð endurnýjuð
Miklar framkvæmdir hafa átt sér
stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
undanförnum mánuðum. Auk hins
nýja gegnumlýsingarbúnaðar og
breytinga sem gerðar hafa verið á
húsnæði vegna notkunar hans, hefur
nær allur búnaður vegna innritunar
farþega verið endurnýjaður. Hafa
innritunarborð verið endurnýjuð í
heildstætt innritunarkerfi og hefur
flugstöðin yfir 25 innritunarborðum
að ráða.
Settar hafa verið upp nýjar far-
angursvogir við innritunarborðin, ný
farangursbönd og nýr stjórnbúnað-
ur af fullkomnustu gerð sem stjórn-
ar og flokkar farangurinn inn á
böndin sem liggja inn í gegnumlýs-
ingarvélarnar.
Nýtt öryggis- og sprengjuleitarkerfi vegna far-
angurs tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Getur skoðað
1.200 til 1.500 tösk-
ur á klukkustund
Morgunblaðið/Sverrir
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritaði nýja neyðaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll á fréttamanna-
fundi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Halldór flutti einnig ávarp á fundinum. Á myndinni má einnig sjá Jó-
hann R. Benediktsson, sýslumann á Keflavíkurflugvelli, og Björn Inga Knútsson flugvallarstjóra.
Morgunblaðið/Sverrir
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Björn Ingi Knútsson flugvall-
arstjóri fylgjast með þegar farangur fer í gegnum skoðunarbúnað í hinni
nýju Mercedes-Benz-gegnumlýsingarbifreið flugmálastjórnar.