Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Reynir Ármanns-son fv. deildar- stjóri hjá Póststof- unni í Reykjavík fæddist á Signýjar- stöðum í Borgarfirði 11. ágúst 1922. Hann lést á Grund 4. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ármann Eyjólfsson skósmiður og trúboði ættaður af Mýrum og Guðrún Reinalds- dóttir verkakona frá Kaldá í Önundar- firði. Hálfsystkini Reynis sammæðra eru Sigurlaug Jónsdóttir og Arthur Nielsen en hann er látinn. Reynir kvæntist Stefaníu Guð- mundsdóttur frá Syðra-Lóni á Langanesi 19. apríl 1951. Hún lést 25. maí 1999. Börn þeirra eru: Ásta, f. 1949, gift Gylfa Sigurðs- syni, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn; Bergþóra, f. 1950, hún á fjögur börn og eitt barnabarn; Ármann, f. 1951, og Halldór, f. 1953, kvæntur Guðrúnu Þ. Björnsdóttur en þau eiga þrjú börn. Fyrri kona Reynis var Anna Jónsdóttir en þau skildu. Dóttir þeirra er Sigrún, f. 1947. Reynir ólst upp í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Landakotsskóla 1936. Hann hóf störf hjá Pósti og síma 1941. Þar starfaði hann óslitið til ársins 1992, utan þess að hann var póst- og símstöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli 1947-1949. Reynir var formaður Póst- mannafélags Íslands 1970-1976 og Neytendasamtakanna 1976-1982. Þá var hann um skeið formaður félagsins Ísland–Ísrael og Nátt- úrulækningafélags Reykjavíkur. Hann sat í stjórnum Heilsuhælis- ins í Hveragerði, Velunnarafélags Borgarspítalans og Fuglavernd- unarfélags Íslands. Útför Reynis verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Regnið bylur á rúðunum og úti er varla nokkra manneskju að sjá. Jólaljós í gluggum veita þó ákveð- inn yl og eins og alltaf í kringum jólin finnur maður friðartilfinningu hríslast um kroppinn. Ákveðinn skuggi er þó í hjarta mínu því í gærdag lést afi minn, Reynir. Ég sat hjá þér, afi, í dágóða stund daginn áður en þú lést og þá var engum vafa undirorpið hvert stefndi. Fjölskyldunni hafði líka verið ljóst um tíma að þú yrðir friðnum fegnastur og í huganum varstu þegar lagður á stað í ferða- lag til fundar við föður þinn Ár- mann, móður Guðrúnu, og síðast en ekki síst konu þína Stefaníu. Það er vart hægt að skrifa kveðju til þín, afi minn, nema tala um leið um ömmu Stefaníu, svo samofin voruð þið bæði í leik og starfi og gagnvart okkur barna- börnunum voruð þið ávallt sem eitt. Við fráfall þitt er virkið sem þið amma lögðuð svo hart að ykk- ur að byggja endanlega fallið – virki sem fjölskyldumeðlimir gátu alltaf fundið skjól í, jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eyða töluverðum tíma á uppvaxtarárum mínum á heimili ykkar ömmu – fyrst í Álfheimunum og síðar í Furugerðinu. Ég var hvorki há í loftinu né gömul þegar ég fór að venja komur mínar til ykkar um helgar – oft ein í strætó úr Hafn- arfirði. Fyrir mér var heimili ykk- ar ævintýraheimur þar sem ýmissa grasa kenndi, jafnt á háaloftinu, sem og í skápum og skúffum. Allt var þetta mitt að leika með og það var afar sjaldan sem mér var bannað að leika með eitthvað sem ég kom höndum yfir – dauðir hlut- ir og veraldlegur auður skipti ykk- ur ömmu nefnilega ekki öllu máli. Margar af mínum minningum um þig afi tengjast stússinu í kringum félagsstörf þín sem við barnabörnin fengum stundum að taka þátt í með þér. Það var nefni- lega þá, rétt eins og nú, að fé- lagsstörf voru ólaunuð og unnin í frítímum. Þannig voru fríkvöldin þín og helgar oftar en ekki helguð félagsstörfum en þú varst samt ætíð duglegur að taka okkur börn- in með til fundar við félagsmenn eða á samkomur tengdar fé- lagsskapnum. Ég man lítið eftir formennskustarfi þínu hjá Póst- mannafélagi Íslands, en ég man ósköp vel hversu vænt þér þótti um starfsfólk þitt hjá Póstinum og hversu mikið þú lagðir þig fram um að aðstoða eða rétta hlut fólks sem þér fannst á hallað. Margir starfsmenn þínir áttu líka ætíð skjól á heimili ykkar ömmu. Rétt- lætiskennd þín kom einnig skýrt fram í störfum þínum sem for- manns Neytendasamtakanna. Ég fletti í gamni í gegnum blaðaúr- klippur þínar frá þeim tíma og þær sýna gjörla þá umbreytingu sem varð á starfseminni þau ár sem þú varst formaður, sem og hversu óeigingjarnt starf þú vannst í raun fyrir samtökin. Nátt- úrulækningastofnunin naut einnig góðs af störfum þínum og svo þau sérstæðu samtök Ísland-Ísrael. Hin síðari ár varstu virkur þátt- takandi í Hollvinasamtökum Borg- arspítalans. Það var eins og ekkert væri þér óviðkomandi en þó fannst manni þú sjaldan taka heiður af störfum þínum – í því sýndirðu lít- illæti þitt. Við barnabörnin kynntumst þér ekki einungis í gegnum fé- lagsstörfin heldur gafstu þér ætíð tíma til að setjast niður með okkur og spjalla. Þér þótti gaman að rifja upp atburði liðinnar tíðar og þú áttir margar minningar tengdar stríðinu sem á mjög ákveðinn hátt mótuðu lífsskoðun þína og sér- stætt uppeldi þitt markaði sömu- leiðis spor til framtíðar. Það var einnig viss passi hjá okkur að fara saman á Álfheimabókasafnið um helgar og ná í bækur til að lesa. Stundum lágum við öll þrjú, ég, þú og amma, uppi í hjónarúmi og lás- um fram á rauða nótt. Ég er ekki frá því að ást mín á lestri og bók- um hafi vaknað í tengslum við þessar stundir okkar saman. Þá fengum við barnabörnin stundum að fara með ykkur í ferðalög – í sumarbústað upp í Munaðarnes eða í íbúð Póstmannafélagsins á Laugarvatni. Í þeim ferðum var ýmislegt brallað og ég man til dæmis vel eftir því þegar ég reyndi mjög ung að árum að bakka Saabinum þínum út úr innkeyrsl- unni að einum sumarbústaðnum með yngri frændsystkini mín í bílnum. Þér tókst að stöðva þá til- raun en þrátt fyrir alvarleika málsins var lítið um skammir. Ég held að ykkur ömmu hafi þótt nóg að sjá skömmina í augum mínum þegar upp um mig komst. Það er mér líka minnisstætt þegar ég var stundum kölluð út til þess að leita að gleraugum ykkar ömmu. Ein- hverra hluta vegna týndust gler- augu annars hvors ykkar reglu- lega og þá var ég iðulega kölluð til leitar. Ég held að foreldra mína hafi um tíma grunað að ég stæði að þessum tíðu hvörfum gler- augnanna en svo var ekki. Gler- augun fundust samt alltaf – kannski af því að ríkuleg fund- arlaun voru ávallt í boði. Þið amma höfðuð bæði mikinn metnað fyrir hönd barna ykkar og barnabarna og ykkur var mikið í mun að fólkið ykkar kæmist til mennta. Þið urðuð hvorugt þeirrar gæfu aðnjótandi að feta mennta- veginn eins og hugur ykkar stóð til og voruð því tilbúin að leggja allt það á vogarskálarnar sem þurfti til þess að draumar barna ykkar og barnabarna mættu rætast. Um- slagi með peningum var ætíð laumað í vasann við brottför til Ameríku og svo hringduð þið alltaf reglulega til þess að fylgjast með líðan okkar og framvindu námsins. Þið mættuð líka alltaf í kaffi í Hafnarfjörðinn eldsnemma að morgni í hvert sinn sem við Eirík- ur og Ásta Margrét komum heim í leyfi frá Ameríku – ávallt með eitt- hvað sætt í poka. Nú er komið að því, elsku afi, að leiðir skilji, að minnsta kosti um hríð. Ég veit að amma tekur fagn- andi á móti þér með bakkelsi á himnum en við sem eftir sitjum eigum sekki fulla af minningum um stórbrotið fólk og hjartahlýtt sem við munum orna okkur við á síðkvöldum og miðla áfram til af- komenda okkar. Hvíl þú í friði. María Kristín Gylfadóttir. Afi Reynir er horfinn á braut og eftir lifa minningar einar. Þá er ef til vill ekkert eitt minnisstæðara en annað, það er einfaldlega allt minnisstætt. Það sem skýtur þó strax upp í kollinum eru hugtök eins og góðmennska, hógværð, lít- illæti, heiðarleiki, trúfesti og svona mætti lengi telja. Afi gerði alltaf sitt allra besta fyrir alla sem voru í kringum hann, hvort sem um fjölskyldu eða vinnufélaga hjá póstinum var að ræða. Hann hugsaði síðast um sjálfan sig. Þrátt fyrir að hafa lent í alls konar raunum kvartaði hann ekki, en þakkaði mun meira fyrir það sem hann átti, fyrir konu sína, börnin sín og barnabörn, rauða Saabinn sinn og margt fleira. Afi hafði gott lag á að gleðja fólk sem var í kringum hann. Hann þurfti ekki að segja neitt, nærvera hans ein var nóg. Enn- fremur var ánægjulegt hvað afi hafði gott lag á að gleðja ömmu Stefaníu á óbeinan, en ótrúlega áhrifaríkan hátt. Má þá helst nefna þegar amma hafði eitt heil- um degi í að undirbúa kjúklinga- máltíð með öllu sínu meðlæti. Þá hvíslaði afi alltaf að barnabörn- unum að segja við ömmu hvað maturinn hefði verið ljómandi góð- ur. Þetta var það besta sem amma gat fengið að heyra eftir að hafa lagt sálu sína og æru í þessa hátíð- legu og yndislegu máltíð sem hún hafði ætíð skapaði. Afi eignaðist aldrei mikla pen- inga. Hefði auðveldlega getað orð- ið ríkur með vafasömum hætti, þegar dollarinn kostaði sex og fimmtíu á Keflavíkurflugvelli, eins og hann minntist gjarnan á, en sökum einstaks heiðarleika lét hann ekki verða af því. Hann vissi betur en svo, vissi að miklir pen- ingar væru ekki málið. Kærleikur gagnvart náunganum og í sam- félaginu var honum þess í stað hjartfólginn. Hann var ríkur af kærleika og það hlýtur að vera það sem málið snýst um. Sú tilhugsun að koma til Íslands aftur, vitandi það að afi Reynir verður ekki þarna eins og áður er nánast óbærileg. Það eina sem unnt er að gera er að vera þakk- látur fyrir góðar stundir, því svona er lífið. Bjarki Gunnar Halldórsson. Afi Reynir er látinn. Upp koma margar minningar í hugann frá liðnum árum. Í barnæsku var afi einn af máttarstólpum tilveru okk- ar; eins og klettur, sem stóð upp úr hafinu. Hann fór með okkur á jólatrésskemmtanir hjá Póst- mannafélaginu, í skrúðgöngur á sumardaginn fyrsta, bauð okkur á söfn og fór jafnvel með okkur í Al- þingishúsið til þess að við mættum sjá hvar löggjafarvaldið hefði að- setur sitt. Þá vorum við viðstödd ýmis tilefni, sem tengdust fé- lagsstörfum hans, hvort sem það var á vegum Neytendasamtak- anna, félagsins Ísland-Ísrael, Fé- lags velunnara Borgarspítalans eða Náttúrulækningafélags Ís- lands. Það sem upp úr stendur í minningunni er þó hin mikla manngæska afa. Hann barðist öt- ullega fyrir þá, sem minna mega sín í þjóðfélaginu og eru hin marg- víslegu félagsstörf hans til merkis um það. Hann var allra manna hugljúfi og var honum alls staðar vel borin sagan. Afi gat umgengist bæði háa og lága og sýndi öllum jafn mikla virðingu. Hann lagði mikla áherslu á það við okkur barnabörnin að afla okkur mennt- unar, láta gott af okkur leiða og síðast en ekki síst að vanda maka- val okkar. Það var alltaf jafn gam- an að koma í heimsókn til afa og ömmu í Furugerði. Þau voru svo elskuleg og buðu okkur alltaf upp á eitthvað „gott í gogginn“, eins og þau sögðu svo skemmtilega. Á tímabili voru litlu systkinin farin að kalla þau afa og ömmu í „súkkulaðigerði“! Þegar amma dó fyrir þremur árum var það okkur mikið áfall. Hún gætti þess alltaf að halda allri fjölskyldunni saman. Minnisstæðust eru okkur jólaboðin á öðrum í jólum, þegar stórfjöl- skyldan hittist. Amma á án efa stærstan þátt í því hversu sam- rýnd stórfjölskyldan er. Afi bar aldrei sitt barr eftir fráfall ömmu. Elsku afi, núna ertu kominn aftur til ömmu, sem bíður eftir þér með veisluborð fyrir handan, eins og henni er einni lagið. Guð blessi minningu þína. Þín barnabörn, Anna Linda, Bjarni Bærings, Sigurður Freyr og Lilja Ósk. Hnarreistur í bláum jakkafötum með bindi, dökku gleraugun sín og með vindil í annarri hendi. Svona man ég eftir honum afa Reyni frá því að ég var lítil stelpa. Hann var formaður Fuglavernd- arfélagsins og borðaði því ekki fugla, Hann var félagi í Ísland– Ísrael og borðaði því ekki svína- kjöt, hann var félagi í Náttúru- lækningafélagi Íslands og borðaði því ekki annað kjöt, þannig að það var nú ekki mikið meira eftir en fiskur, suðusúkkulaði, ís og kaffi. Enda man ég varla eftir því að hann borðaði neitt annað. Amma og afi voru okkur barna- börnunum ávallt góð og komu gjarnan í heimsókn á sunnudögum til að færa okkur einhver sætindi. Afi var nú líka frekar stríðinn, að minnsta kosti man ég eftir sex ára afmælisgjöfinni minni frá þeim, það var gulrótarpoki. Ég var óskaplega sár og byrjaði að fella tár, því systkini mín höfðu fengið svefnpoka í afmælisgjöf frá þeim og bjóst ég við því sama. En ekki leið á löngu þar til afi dró mig út til að leita að afmælisgjöfinni og var hann þá búinn að fela fína svefnpokann. Elsku afi, við vitum að amma hefur beðið þín síðan hún fór og saman munuð þið vaka yfir okku hérna megin uns kemur að endur- fundum. Megi guð og englarnir vaka yfir börnum ykkar og fjöl- skyldum þeirra. Þín Lilja Dögg. Elsku afilang. Ég skil ekki af hverju þú þurftir að fara svona fljótt frá okkur. Þú varst svo góð- ur við alla og vildir gera þitt besta til að hjálpa öllum. Þú varst tilbú- inn að gera allt fyrir börnin þín öll og þau vildu geta gert meira fyrir þig. Við vitum líka að þú verður hamingjusamur við að hitta ömmu Stefaníu á himnum. Guð blessi ykkur bæði. Ykkar afa- og ömmustelpa, Ásta Margrét. Kveðja frá Póstmannafélagi Íslands Póstmenn minnast í dag Reynis Ármannssonar, fyrrverandi for- manns Póstmannafélags Íslands. Reynir hóf störf hjá Póst- og símamálastofnuninni í júlí 1941 og starfaði við póststörf allan sinn starfsaldur eða til 31. desember 1992 er hann lét af störfum vegna aldurs. Reynir sinnti flestum þátt- um póstþjónustunnar og var sein- ast yfirdeildarstjóri bréfadeildar póstmiðstöðvar. Það starf útheimt- ir mikla skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum enda fjölmennur vinnustaður. Reynir sinnti af miklum áhuga félagsmálum póstmanna, sat í stjórn Póstmannafélagsins og var formaður þess frá 1971–1976. Hann bar ætíð hag hinna lægst launuðu í félaginu mjög fyrir brjósti einnig eftir að hann lét af störfum. Hann hafði oft samband við skrifstofu félagsins til að spyrja frétta af gengi félagsins og póstmanna almennt. Að jafnaði lauk símtalinu með því að hann spurði hvernig bréfberar hefðu það og minnti núverandi formann félagsins á að gæta hagsmuna þeirra. Reynir var einn af brautryðj- endunum sem við eigum að þakka þau kjaralegu réttindi sem við njótum í dag. Hann var líka áhugasamur um samstarf norrænu póstmannafélaganna og tók þátt í mörgum sameiginlegum fundum þeirra samtaka. Er ekki að efa að þangað voru sóttar margar hug- myndir að bættum réttindum póst- manna. Póstmannafélag Íslands þakkar Reyni samfylgdina og sendir fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Þuríður Einarsdóttir formaður. Með nokkrum orðum vil ég minnast Reynis Ármannssonar og þakka honum góð kynni, allt frá því að ég var gestur hans og konu hans, Stefaníu Guðmundsdóttur, í Álfheimunum og síðar í Furugerði. Þau hjón voru einstaklega gestris- in, höfðu gaman af að taka á móti gestum og veita þeim af rausn. Reynir var hæglátur og ljúfur og það var gott að vera í návist hans, en samt brann eldur undir niðri og hann sagði skýrt frá því sem í huga hans bjó. Hann var líka gam- all baráttumaður úr starfi sínu sem póstfulltrúi, vann langan vinnudag og bar alla tíð hag sam- ferðamanna sinna fyrir brjósti. Síðast sá ég Reyni í fimmtugs- afmæli Ármanns, sonar hans. Gamla kempan sat á kontórnum, reykti vindil og ræddi við gestina. Handtakið var hlýtt og þétt. Nú eru þau hjón bæði farin á vit nýrra heima, en í stjörnunum og norðurljósunum felast fyrirheit um endurfundi og önnur ævintýri. Ég minnist þessara sæmdar- hjóna með hlýhug og virðingu og votta börnum þeirra og fjölskyld- um samúð mína. Grænar slæður varpa mjúkri birtu á líf vetrarbarns Ísnálar myrkursins bráðnuðu þær komust ekki lengra en að hjarta vetrarbarnsins Grænar slæður norðurljósa bræddu ísinn og hjartað hjarta vetrarbarnsins varð frjálst og þorði að slá Þorði að deyja Anna S. Björnsdóttir. Látinn er í Reykjavík merkis- maðurinn Reynir Ármannsson. Fá- einum orðum minnist ég öðlings að leiðarlokum með þökk í huga fyrir góð kynni um aldarfjórðungsskeið. Fornri minningu bregður fyrir í huga mér um Reyni allt frá því ég fyrst átti erindi í pósthús. Kannski var ég að sendast fyrir föður minn. Þá hefur Reynir verið ungur mað- ur og ég patti. Þannig hafa margir þekkt Reyni í sjón, jafnvel tvær, þrjár kynslóðir viðskiptavina. Ævistarf Reynis var „hjá póst- inum“, hinni mikilvægu lífæð þjóð- félagsins. Hann hafði frá miklu að segja er REYNIR ÁRMANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.