Morgunblaðið - 12.12.2002, Side 54
MINNINGAR
54 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„Fundur var haldinn í þónokk-
urri fjarlægð frá Jörðu.
„Það er kominn tími til nýrrar
fæðingar,“ sagði Engillinn við Guð
almáttugan. „Þetta sérstaka barn
mun þarfnast mikillar ástúðar og
umönnunar. Framfarir þess munu
verða hægar. Framkvæmdir þess
verða ekki mjög sýnilegar. Og það
mun þarfnast sérstakrar nærgætni
frá öllum þeim sem það hittir
þarna niðri. Það mun ekki hlaupa
og hlæja og leika sér á sama hátt
og hinir. Hugsanir þess munu virð-
ast langt í burtu. Á margan mátt
mun það ekki passa inn í þjóðfé-
lagið. Það mun verða kallað fatlað.
Þess vegna verðum við að gæta
þess sérstaklega til hverra við
sendum það. Við viljum að það
verði sátt við líf sitt. Elsku góði
Guð, finndu foreldra sem vilja
sinna þessu örðuga verkefni fyrir
þig. Það er ekki víst að þeim verði
strax ljóst það aðalhlutverk sem
ÖSP
VIÐARSDÓTTIR
✝ Ösp Viðarsdóttirfæddist í Reykja-
vík 27. júlí árið 2000.
Hún lést á barna-
deild Landspítalans
við Hringbraut hinn
3. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru Anna
Karen Kristjánsdótt-
ir, f. 6. mars 1975, og
Viðar Tómasson, f.
18. júní 1970. For-
eldrar Önnu K. eru
Olga Guðnadóttir, f.
27. júní 1948, og
Kristján Halldórs-
son, f. 17. mars 1950. Foreldrar
Viðars eru Ragnheiður K. Péturs-
dóttir, f. 6. febrúar 1952, og Tóm-
as Sveinbjörnsson, f. 18. júlí 1948.
Bræður Aspar eru Steinar, f. 3.
mars 1994, og Tómas Hrói, f. 14.
febrúar 1999.
Útför Aspar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
þau eru beðin að
leika. En með þessu
barni sendu af himn-
um ofan kemur sterk-
ari trú og ríkulegri
ást. Og brátt munu
þeim verða ljós þau
forréttindi sem þeim
hafa verið veitt með
því að sjá um og ann-
ast þessa guðsgjöf.
Þessi dýrmæta sál,
svo bljúg og blíð er
himnanna einstaka
barn.“ (Höf. ók.)
Pabbi, mamma
og bræður.
Systir. Hvar ertu?
Ég var varla farinn að kynnast þér.
Ég skildi varla að þú varst veik.
Nú horfi ég á líkama þinn
í litlu kistunni þinni.
En ég veit að þú ert farin.
Systir. Hvar ertu?
(Bragi Skúlason.)
Elsku Ösp. Nú ert þú að syngja
og leika og hlaupa með hinum
englabörnunum í himnaríki.
Þinn bróðir
Tómas Hrói.
„Hann sem alltaf bíður situr við
hliðina á barninu. Þú getur líka
kallað hann. Hann sem aldrei sef-
ur, vegna þess að hann sefur aldrei
og bíður eftir öllum sem koma,
þess vegna stendur hann þar sem
Dimmidalur endar og Sumarslétt-
an byrjar. En í fyrsta skipti sem
lítið barn sefur í grasinu á Sum-
arsléttunni situr hann við hlið þess
og gætir þess, þótt engar hættur
leynist þar. Þegar barnið vaknar,
lítur hann á það og brosir. Hann
strýkur því um vangann og höndin
er hlý og létt eins og vængur á
fiðrildi.“ (Eyvind Skeie úr „Sum-
arlandinu“.)
Ævin hennar Aspar var ekki
löng, en fyrir okkur sem stóðum að
henni, spannaði hún víddir.
Ösp var yndislega falleg og góð
lítil stúlka sem útgeislaði eingöngu
kærleika og sakleysi.
Augun hennar voru djúp og blá
og óendanleiki Guðdómsins spegl-
aðist í þeim.
Ösp var eina ömmu- og afa-
stelpan og hún var alltaf í sínu fín-
asta pússi, í kjólum með spennur
og fínerí í hárinu. Hrein unun á að
horfa.
Kertið hennar brann ekki lengi,
en á meðan það lifði lýsti það upp
tilveru allra þeirra sem komu í ná-
munda við hana og fengu að kynn-
ast henni. Hún var sakleysið eins
og Guð hafði hugsað sér það.
Ösp kallaði einungis fram kær-
leiksríkar tilfinningar hjá okkur
öllum sem nutum samvista við
hana. Nú þegar hún er farin á vit
almættisins, þá sitjum við eftir og
reynum að muna aðeins það góða
sem hún gaf okkur, í stað þess að
einblína á sorgina.
Elsku Viðar, Anna Karen, Tóm-
as Hrói og Steinar, Guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Einhvern tímann þegar sárasta
sorgin er liðin hjá munum við ein-
ungis góðu stundirnar sem þessi
litli yndislegi sakleysingi gaf okk-
ur. Við látum sólina skína á minn-
inguna um hana Ösp á hverjum
degi sem Guð á eftir að gefa okk-
ur.
Í Guðs friði,
Amma Ragnheiður, afi
Tómas, afi Pétur, Sig-
urður og Anna Lára.
Elsku litla Öspin okkar. Við
kveðjum þig í dag, nú er andinn
þinn frjáls. Þú ert komin á stað
þar sem þú getur hlaupið, hoppað
og leikið þér í græna flauelskjóln-
um þínum. Andi þinn og öll þín
mörgu svipbrigði lifa í hjarta okk-
ar allra sem fengum að kynnast
þér. Allt þitt líf var kraftaverk frá
byrjun. Í upphafi bjuggumst við
ekki við því að fá að hafa þig svona
lengi. Vissulega vaknaði vonin í
brjósti okkar því þú varst svo dug-
leg í veikindum þínum. Óvissan var
erfið, að vita aldrei hvenær stund-
in væri runnin upp. Alltaf náðir þú
þér eftir veikindin og trú okkar á
líf þitt óx með hverri viku, með
hverjum mánuði. En nú er stundin
runnin upp og við erum þakklát
fyrir hvert augnablik. Þakklát fyr-
ir þau forréttindi að fá að hafa þig
svo lengi, miklu lengur en við gát-
um vonað. Litla Öspin okkar, þú
gerðir sál okkar ríkari.
Drottinn vaki yfir þér.
Hér þótt lífið endi,
rís það upp í Drottins hendi.
Megi ljós og friður fylgja þér
í ást og söknuði.
Þinn kærleiki var gjöf sem gleymist
ekki.
Jesú sagði: „Ég lifi og þér munuð
lifa.“
Sofðu rótt.
Kveðja frá
ömmu og afa á Akureyri.
Blunda þú nú barnið mitt,
bráðum kemur nótt.
Óli Lokbrá læðist inn
létt og ofurhljótt.
En yfir þér englar vaka,
þeir elska sinn litla vin.
Og gullvængjum blítt þeir blaka
við blikandi stjörnuskin.
Óli Lokbrá leiðir þig
létt um draumsins svið,
heillar yfir barnsins brá
blíðan nætur frið.
(Jakob Valdimar Hafstein.)
Elsku Anna Karen, Viðar og
fjölskylda. Við vottum okkar inni-
legustu samúð. Guð geymi litlu,
ljúfu Ösp með fallegu bláu augun
og löngu augnhárin sín. Blessuð sé
minning hennar.
Starfsfólk skammtímavist-
unar, Álfalandi 6.
Elsku Ösp mín, þó að samveru-
stundirnar hafi verið stuttar voru
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓRUNN ÞORKELSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum
v. Snorrabraut,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
30. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í
kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug.
Inga Ólafsdóttir, Hannes Sigurðsson,
Svava Aldís Ólafsdóttir, Birgir Karlsson,
Sigurdís Ólafsdóttir, Friðrik Ólafsson,
ömmu- og langömmubörn.
Okkar ástkæri
KRISTÓFER MATTHEW CHALLENDER,
Strandgötu 49,
Hafnarfirði,
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla María Erlendsdóttir,
Embla Challender.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES GUÐMUNDSSON,
Kelduhvammi 7,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 13. desember kl. 13.30.
Birgir Jóhannesson, Kristín Svavarsdóttir,
Kristinn Jóhannesson, Guðrún Ásmundsdóttir,
Sverrir Jóhannesson, Elín Pálsdóttir,
Selma Jóhannesdóttir, Gunnar Sumarliðason,
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Arahólum 2,
Reykjavík,
lést á Sólvangi mánudaginn 9. desember.
Jóna, Gunnhildur og Birna Guðjónsdætur
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur sonur minn, bróðir og mágur,
JÓN HARALDUR ÓLAFSSON
frá Ytra-Hvarfi,
til heimilis á Karlsrauðatorgi 12,
Dalvík,
sem lést fimmtudaginn 5. desember, verður
jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
14. desember kl. 13.30.
Jarðsett verður á Völlum.
Ólafur Tryggvason,
Ævar Hjartarson, Freydís Laxdal,
Kristín Ólafsdóttir,
Jóhann Ólafsson, Herdís A. Geirsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KLEMENS SÆMUNDSSON,
Hólagötu 4,
Vogum,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
10. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Kristmannsdóttir.
Látin er Gyða Ólafs-
dóttir. Gyða byrjaði
starf hjá Pennanum í
Hafnarstræti 18 aðeins
19 ára gömul, en þá
var ég undirrituð
verslunarstjóri. Það er
svo margt gott og fallegt hægt að
segja um Gyðu. Það var bæði gaman
og gott að vinna með henni og
stundvísari stúlku hef ég aldrei unn-
ið með, að öðrum ólöstuðum, sama
hvort mætt var á morgnana eða úr
matartíma. Þú gast alltaf treyst á
Gyðu. Ung að árum eignaðist hún
dótturina Guðrúnu, sem er hjúkr-
unarfræðingur, og síðan dótturina
Nönnu, sem er fötluð. Nanna missir
mikið að missa sína góðu mömmu,
en systir hennar er henni mjög góð.
Einnig hefur Halldór seinni maður
Gyðu reynst henni sem besti faðir.
GYÐA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Gyða Ólafsdóttirfæddist á Akra-
nesi 7. júlí 1946. Hún
lést á Landspítala í
Fossvogi 20. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 29. nóvember.
Þau missa öll mikið,
því Gyða var sterk og
átti marga góða eigin-
leika. Hún var frábær
starfskraftur og kunni
sitt fag. Hún kunni það
að koma fram við við-
skiptavininn og þjón-
usta hann eftir bestu
getu, enda átti hún
marga kúnna sem
völdu bara Gyðu. Hún
gerði sér far um að
kynnast vörunni og var
alltaf til í að leita fyrir
kúnnann, ef eitthvað
sérstakt vantaði.
Meðan við Gyða unnum saman
kom það upp að við réðum okkur í
sumarfríum sem matráðskonur í
eldhúsbílana hjá Úlfari Jakobsen,
sem þá rak ferðaþjónustu. Hafði
hann þá eldhúsbíla sem fylgdu rútu-
bílunum eftir. Í þeim var útbúinn
matur fyrir ferðamennina. Með
þessu kynntist ég mörgum stöðum,
sem ég hafði aldrei komið á áður og
hitti margt fólk af erlendum upp-
runa, sem stundum héldust tengsl
við áfram.
Gyða lét af störfum hjá Pennan-
um árið 2002. Við höfðum alla tíð
unnið saman frá árinu 1965 þar til
ég hætti 1998. Fyrst í Hafnarstræti
18 og síðar í Hallarmúla 2.
Ég þakka Gyðu allar þær stundir
sem við unnum saman. Þó að við
værum báðar skapmiklar var sam-
starfið mjög gott og enginn ágrein-
ingur okkar í milli.
Farðu í friði, Gyða mín, og Guð
gefi fólkinu þínu, aldraðri móður,
eiginmanni, bróður og dætrum og
litlu Gyðu, sólargeislanum þínum,
fagrar minningar.
Inga.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef-
ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist
formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki
vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með
bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks-
entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.