Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ottó N. Þorláksson kemur og fer í dag. Mánafoss kem- ur í dag. Dettifoss og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hestia og Selfoss fóru í gær. Wilson Skaw kom í gær. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er fimmtudagsins 12. des. er 61905. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó á morgun kl. 14. Litli kór- inn frá Neskirkju syng- ur í kaffitímanum, undir stjórn Ingu Bachmann undirleikari Reynir Jón- asson. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Jólabingó verður á morgun 13. des- ember. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánudaga og fimmtu- daga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ing kórs eldri borgara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14. söngstund, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–16.45 nema mánudaga. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, kl. 15.15 línu- dans og fl., kl. 15.15 danskennsla. Söngtími kl. 13.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hár- snyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Sléttuvegi 11–13. Jólafagnaður er í dag, 12. desember, kl. 18. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað í Hraunseli kl. 10, kl. 13.30 glerskurður, opið hús. Jólafundur eldri borgara kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13. Morg- unkaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hallgríms- dóttir djákni, frá hádegi vinnustofa opin, mynd- listarsýning Árna Sig- hvatssonar stendur yfir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler- og postu- línsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 16.15 kínversk leikfimi, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Aðventuhátíð verður í dag, fimmtudag- inn 12. desember, kl. 14. Kl. 20 gömlu dansarnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Jólahlaðborð verður laugardaginn 14. des kl. 18.30, tekið á móti gest- um með fordrykk. Dag- skrá: Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi, Samkór Kópavogs undir stjórn Julían Hawlett, söngvari syngur undir stjórn Jón- asar Ingimundarsonar, fjöldasöngur og dans. Miðapantanir og sala í Gullsmára fimmtudag og föstudag í síma 564 5260 Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Jólabingóið á morgun kl. 14. Ýmsir góðir vinn- ingar. Súkkulaði og smá- kökur. Barnabörnin vel- komin. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku, púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga, kl. 14–15 jóga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl.13–16 kóræfing og mósaík. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spilað. Félagsvist í kvöld kl. 20. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Jólafundur í umsjá Sveinbjargar Arnmundsdóttur hefst kl. 16 með kaffi. Allar konur velkomnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Kvenfélag Kópavogs minnir á jólapakkana á fundinum í kvöld kl. 20. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæfing- ardeildar Landspítalans í Kópavogi (fyrrverandi Kópavogshæli), síma 560 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551 5941 gegn heimsendingu gíróseðils. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jóhanns Guðmunds- sonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588 9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Ut- an dagvinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561 4307/fax 561 4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeið- flöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551 1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Minningarkort, Félags eldri borgara Selfossi eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482 1134, og versl- uninni Írisi í Miðgarði. Í dag er fimmtudagur 12. desem- ber, 346. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jóh. 17, 5.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 varasamar, 8 þekkja, 9 rotin, 10 guð, 11 hluta, 13 hagnaður, 15 fjárrétt, 18 vísa, 21 elska, 22 bækurn- ar, 23 eldstæði, 24 sið- sama. LÓÐRÉTT: 2 spyr, 3 fiskur, 4 að- finnsla, 5 óbeit, 6 far, 7 röskur, 12 verkur, 14 upptök, 15 harmur, 16 stríðni, 17 rannsaka, 18 uglu, 19 þátttaka, 20 beitu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 belja, 4 gauða, 7 landi, 8 ruddi, 9 rúm, 11 alin, 13 hrín, 14 aðila, 15 farm, 17 föng, 20 fló, 22 rakki, 23 lynda, 24 annað, 25 temja. Lóðrétt: 1 belja, 2 langi, 3 akir, 4 garm, 5 undir, 6 arinn, 10 úrill, 12 nam, 13 haf, 15 forna, 16 ríkan, 18 ösnum, 19 grafa, 20 firð, 21 ólöt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... ÞÁ ER Ár fjallanna að renna sittskeið á enda og Herðubreið, drottning íslenskra fjalla, staðfesti vinsældir sínar og virðingu hjá þeim sem kusu fjallið í vinsældakosningu. Já, Herðubreið er ekki árennilegt fjall, var fyrst klifið árið 1908. Það eru því rétt um fimm ár í 100 ára klif- urafmælið og Víkverji fullyrðir að eitthvað verður gert í tilefni þess. Ferðafélag Íslands, Íslenski alpa- klúbburinn og fleiri eru líklegir til að minna á atburðinn. Meira um klifurafmæli. Á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrstu upp- göngu á Everest og viðbúið er að stemmningin í Grunnbúðum næsta vor verði hátíðleg. Sumir leiðangrar hljóta að hafa pantað uppgönguleyfi á afmælisárinu með margra ára fyr- irvara. Þá má gera ráð fyrir að leið- angrarnir biðji veðurguðina um gott uppgönguveður 29. maí, daginn sem Hillary og Tenzing komust upp. Sá sem kemst á tindinn þann dag mun aldrei gleyma þeirri lífsreynslu. Svo er spurning hvort metnaðurinn hleypi mönnum ekki út í að reyna standa á tindinum kl. 11.30 eins og Hillary og Tenzing gerðu. Í ævisögu sinni, View From The Summit, segist Hillary hafa ætlað að fagna afrekinu með því að taka í höndina á Tenzing, svona að hætti engilsaxneskra. „En þetta nægði ekki Tenzing sem fleygði sér á mig með miklu faðmlagi og ég faðmaði hann á móti,“ segir Hillary. Þeir vörðu fimmtán mínútum á tind- inum og héldu síðan niður. Þarna tók Hillary eina frægustu ljósmynd 20. aldarinnar, af Tenzing. En það er engin mynd til af Hillary á tindinum. Tenzing var ekki með myndavél og Hillary viðurkennir að hann hafi ekki látið sér til hugar koma að fara að skipuleggja myndatökur af sjálfum sér. Honum var meira í mun að taka ljósmyndir til sönnunar afrekinu. Ekki hégómaskapnum fyrir að fara hjá manninum. Og hann var víst bara ljúfmennskan sjálf þegar blaðakona af Morgunblaðinu hringdi í hann í til- efni af fyrstu uppgöngu Íslendinga 1997. Hinn 29. maí 1953 breytti lífi Hillarys eins og nærri má geta. Sjálf- sagt er sömu sögu að segja af Íslend- ingunum fjórum sem hafa komist á toppinn, þeim Birni Ólafssyni, Einari Stefánssyni, Hallgrími Magnússyni og síðan Haraldi Erni Ólafssyni. Það má satt vera að Everest breyti lífi fólks. Bandaríski blaðamaðurinn Jon Krakauer, sem komst upp 1996, og niður aftur við illan leik, ætlar aldrei þangað aftur, enda dó fjöldi manna sem með honum voru. Þetta fékk svo mikið á hann að hann varð að reykja maríjúana þegar hann kom til Kat- mandú og fékk grátkast uppi á hót- elherbergi vegna harmleiksins. Aðrir eru hins vegar alltaf á Everest eins og landi hans Ed Viesturs sem hefur margoft farið upp og komið jafnoft lifandi til baka. Sérpinn Babu, sem var með Íslendingunum 1997, var þó hagvanastur allra, hafði farið tíu sinnum á tindinn en dó í það ellefta í fyrra. Þess má geta að 50 ára klifuraf- mæli tveggja Ítala sem komust fyrst- ir á tind K2, næsthæsta fjalls heims, er á þarnæsta ári. Hættulegra fjall er vandfundið og það hefur heimt ískyggilega mörg mannslíf en er mik- ið aðdráttarafl fyrir ofurhuga. Það kemur að því að Íslendingur leggur til atlögu. Það getur bara ekki annað verið. Framsækni íslenskra fjall- göngumanna á liðnum árum er aug- ljóst merki um þróun í þá átt. Lúalegar aðfarir Í FURUGERÐI 1 þar sem ég bý er meðalaldur vist- manna um 85 ár og meiri- hlutinn notar göngugrind- ur. Nú á að fara að flækja þessu fólki í rútum um allan bæ í handavinnu vegna þess að leggja á niður handavinnuna á staðnum. Finnst mér þetta lúaleg- ar aðfarir að okkur, við borgum okkar skatta, okk- ar leigu og flest okkar borga allt sem fyrir okkur er gert. Við erum engir þurfalingar og það er sví- virða hvernig farið er með eldri borgara. Íbúi í Furugerði 1. Fyrirspurn ÞAÐ flýgur fyrir að staða Lífeyrissjóðs Framsýnar sé afar veik um þessar mundir og sé svo er mér spurn: Hver er að leika sér að peningunum mínum? Hvaða sérreglur varð- andi íbúðalánaveð gilda hjá Framsýn? Er starfhæft eftirlit í landinu með starfsemi líf- eyrissjóða? Ólafur Lárusson, félagi í Eflingu. Dónaskapur á Popp Tíví MIÐVIKUDAGINN 4. desember sl. var ég að flakka á milli stöðva og datt inná Popp Tíví korter fyrir 10 og sá þar brúðuþátt sem ég lagði hlustir við. Þarna var sýnt símtal milli konu og manns og þvílíkt og ann- að eins. Grófur talandi og klám var alls ráðandi í því sem brúðurnar vildu gera hvor annarri; svo gróft að það verður ekki haft eftir hér. Mér var brugðið enda með börn og unglinga sem eiga það til að horfa á þessa stöð og því er mér spurn? Ef það er nauðsynlegt að hafa dónaskap og vitleysu má hún þá ekki vera síðar á dagskrá þegar áhorfenda- hópurinn er vonandi eldri. Það sem er svo umhugsun- arvert er afhverju þetta þarf að vera á dagskrá á poppstöð sem höfðar til krakka? Er þessi blessaður nútími orðinn þannig að allt þarf að vera gróft og ljótt, klámþættir, poppsöngkon- ur margar sem klæðast eins og vændiskonur og líf- ið frekar dapurt. A.m.k. er ljóst að Travolta og Olivia Newton John hefðu ekki „meikað“ það á Popp Tíví eða uppfyllt óskir stjórn- enda þar. Með von um að stjórn- endur þessarar stöðvar átti sig á því að í þeirra áhorf- endahópi eru krakkar sem svona klámþættir eiga ekki erindi til. Móðir – á besta aldri. Tapað/fundið Tvíburakerra í óskilum TVÍBURAKERRA af teg- undinni Hauck fannst ná- lægt 10–11 í Grímsbæ í Fossvogi. Upplýsingar í síma 896 9692. Peningar í óskilum SÁ SEM týndi peningum í verslun í Smáralind sl. sunnudag hafi samband í síma 554 1106. Karlmannsskór teknir í misgripum KARLMANNSSKÓR voru teknir í misgripum í Domus Medica sl. mánudag. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 587 210. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is UM daginn spurði mað- ur eftir nýlegri íslenskri plötu í versluninni Japís við Laugaveg. Enginn í afgreiðslunni kannaðist við að hún væri til sölu í búðinni. Leið nú og beið. Loks kom versl- unarstjórinn og bað manninn að fylgja sér. Gengu þeir niður tröpp- ur og út í horn í næsta herbergi fyrir aftan. Verslunarstjórinn leitaði í ómerktum plötustandi. Og viti menn, þarna var platan vandlega falin bakvið aðra. Maðurinn spurði af hverju hún væri höfð þarna úti í horni en ekki frammi með íslensku plötunum. Verslunarstjórinn svar- aði að diskarnir sem væri verið að „moka“ út úr búðinni væru hafðir frammi. Hinn spurði hvort ekki væri ástæða til að hafa diska sem ekki allir þekktu þar sem þeir sæjust og merkja standinn ein- hvern veginn. Nei, stjór- anum fannst það ástæðulaust, þessi plata væri best geymd þarna því enginn þekkti hana hvort sem væri. Sem sagt, þær plötur sem allir þekkja eiga að vera þar sem allir sjá þær. Þær plötur sem fá- ir þekkja eiga að vera þar sem fáir sjá og þær plötur sem enginn þekk- ir eiga að vera þar sem enginn sér. Það er eng- in þörf á að kynna það sem enginn þekkir. Hitt sem allir þekkja, það þarf hins vegar að kynna vel. Sá sem þetta skrifar er ekki enn kominn til botns í þeirri hunda- lógík sem þessi kaup- mennska er byggð á. Hafnfirðingur í búðarferð. Hundalógík Japísmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.