Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TYRKIR Í EES? Hugmyndir eru uppi um það inn- an Evrópusambandsins (ESB) að Tyrkir fái aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Embættismenn ESB viðruðu þessar hugmyndir á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í síðustu viku í kjöl- far nýlegrar ræðu Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að EES gæti hentað þeim ríkjum sem bíða aðildar að ESB. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur þessar hugmyndir lýsa vanþekkingu á eðli Evrópska efnahagssvæðisins. Gore ekki í framboð Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann verði ekki í framboði til for- setaembættis í kosningum sem fara fram haustið 2004. Gore mátti sjá á eftir forsetaembættinu í hendur George W. Bush í kosningunum árið 2000, þeim tvísýnustu í manna minn- um. Keyptu í AcoTæknivali Baugur ID, fjárfesting og þróun, og Eignarhaldsfélagið Fengur hf. hafa keypt 47,9% í AcoTæknivali. Almar Örn Hilmarsson verður nýr forstjóri fyrirtækisins. Búa til l ista yfir réttdræpa Bandaríska leyniþjónustan (CIA) hefur sett saman lista yfir leiðtoga hryðjuverkahópa sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur heim- ilað að verði drepnir, gefist til þess tækifæri. Örn vann gull og brons Örn Arnarson vann gullverðlaun í 200 m baksundi og bronsverðlaun í 100 m baksundi á Evrópumeist- aramótinu í Riesa í Þýskalandi um helgina. Milosevic sekur Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, ber höfuðábyrgð á þjóðernishreinsunum Serba í Bosníustríðinu 1992-1995. Þetta seg- ir Biljana Plavsic, fyrrverandi for- seti lýðveldis Bosníu-Serba. Engin íslensk paprika? Ræktun á papriku gæti lagst af á Íslandi en bændur segja tekjur af sölu hennar mjög hafa dregist sam- an í kjölfar tollabreytinga í febrúar á þessu ári. 2002  ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KRISTÍN RÓS SIGURSÆL Í ARGENTÍNU / B9 Sharpe, sem er 31 árs, hóf ferilinn16 ára gamall með Torquay í 3. deild en fór þaðan til Manchester United og lék með félaginu frá 1988 til 1996. Hann spilaði 193 leiki með Unit- ed í efstu deild og skoraði 21 mark, varð enskur meistari fjórum sinnum með liðinu, bikarmeistari tvisvar og Evrópumeistari bikarhafa einu sinni. Þá lék hann 8 leiki með enska lands- liðinu á árunum 1991-1994. Sharpe fór til Leeds 1996 og var þar í þrjú ár en missti mikið úr vegna slæmra meiðsla. Hann var í röðum Bradford City frá 1999 til vorsins 2002 og lék samtals 56 deildaleiki með félaginu en var lánaður til Sampdoria á Ítalíu og Portsmouth inn á milli. Í ágúst samdi hann við 3. deildarliðið Exeter en lék aðeins þrjá fyrstu leik- ina á tímabilinu. Undanfarin fimm ár hefur lítið gengið hjá Sharpe, sem hefur talsvert verið orðaður við hið ljúfa líf í enskum fjölmiðlum síðari árin. Hittu Sharpe á leik Liverpool og Manchester United Jónas Þórhallsson, formaður knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Morgunblaðið að það væru grindvísk- ir áhugamenn um ensku knattspyrn- una sem stæðu að komu hans til Ís- lands. „Tveir fyrrum leikmenn okkar, Vignir Helgason og Sigurbjörn Dag- bjartsson, hittu Sharpe í Englandi fyrir skömmu þegar þeir fóru til að sjá leik Liverpool og Manchester United og hann sýndi strax mikinn áhuga á því að koma til Íslands og líta á aðstæður hjá okkur. Við ætlum því að ræða við hann og sjá hver hans staða er og það yrði vissulega gam- an að fá hann í okkar raðir. Þetta yrði ekki verulegur kostnaður fyrir okkur því áhuga- samir Grindvíkingar ætla að sjá um hann, ef af þessu verður, og það er mjög ánægjulegt að fá slíka aðstoð,“ sagði Jónas. Grindvíkingar hafa þegar fengið tvo leikmenn til liðs við sig fyrir næsta tímabil, Ólaf Gottskálksson, mark- vörð frá Brentford, og Jóhann R. Benediktsson frá Keflavík. Þá hafa samningaviðræður staðið yfir við Þórsara um Óðin Árna- son en að sögn Jónasar er það mál enn ófrá- gengið þar sem félögin hafa ekki náð sam- komulagi. Jónas sagði að ekkert hafi frekar gerst í mál- um færeysku landsliðs- mannanna Jákups á Borg og Julians Johns- sons, en Grindvíkingar ræddu fyrir nokkru við B36 um möguleika á að fá þá til sín. „Það mál fór ekkert lengra, leik- mennirnir virðast full dýrir fyrir okkur og við lögðum það því til hliðar að sinni. Við ætlum að breikka okkar leikmanna- hóp en gerum það ekki nema fjár- hagslegt bolmagn sé í lagi og munum ekki eyða um efni fram,“ sagði Jónas Þórhallsson. Grindvíkingar ræða við Sharpe LEE Sharpe, fyrrverandi leikmaður með Manchester United og Leeds, er væntanlegur til Grindavíkur síðar í þessari viku. Hann mun ræða þar við forráðamenn knattspyrnudeildarinnar um að leika með félaginu á komandi sumri. Lee Sharpe Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hamagangur var á Hóli þegar Aron Kristjánsson fékk að sjá rauða spjaldið í Evrópuleik Hauka og Ademar Leon. Hér eru Viggó Sig- urðsson þjálfari og aðstoðarmaður hans, Páll Ólafsson, búnir að blanda sér í málið. Sjá umsögn á B6 og B7. ÍSLANDS- og Norðurlandamet Arnar Arnarson í 100 m baksundi, 51,91 sek., sem hann setti í úrslit- um á Evrópumeistaramótinu í Riesa á sunnudaginn, er þriðji besti tími Evrópumanns í grein- inni frá upphafi. Aðeins heims- methafinn og Evrópumeistarinn Thomas Rupprath frá Þýskalandi og landi hans, Steve Theloke, eiga betri tíma, en Theloke varð annar í úrslitasundinu á sunnudag. Heimsmet Ruppraths er 50,58 sek., en það setti hann á heimsbik- armóti í Melbourne í Ástralíu fyr- ir hálfum mánuði. Úrslitasundið í 100 m baksundi er einnig sögulegt fyrir þær sakir að í fyrsta sinn syntu þrír Evr- ópubúar vegalengdina á skemmri tíma en 52 sekúndum í sama sund- inu. Örn með þriðja besta tíma Evrópumanns CHELSEA og Manchester United hafa ekki gert samkomulag um kaup síðarnefnda félagsins á Eiði Smára Guðjohnsen þegar mark- aður knattspyrnumanna verður opnaður á ný í janúar. Miklar vangaveltur hafa verið um slíkt á hinum ýmsu netmiðlum síðustu daga en Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og íslenskur fulltrúi umboðs- fyrirtækisins sem sér um hans mál, segir að þær séu úr lausu lofti gripnar. „Það er nákvæmlega ekk- ert til í þessum fréttum, sem reynd- ar margar hverjar eru ansi skemmtilegar. Meðal annars hefur verið fullyrt að treyja númer 14 bíði Eiðs á Old Trafford. En ég get stað- fest að engar viðræður um fé- lagaskipti hans hafa farið fram,“ sagði Arnór við Morgunblaðið í gær. Ekkert til í fréttum um Eið Smára BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Þriðjudagur 17. desember 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Mikið útsýni 18 Réttu perurnar Laugavegur 41a Fjölbreytni í jólaljósum 24 Athyglisvert hús 28 Nú gefst þér kostur á að fjárfesta í nýrri og rúmgóðri íbúð á frábærum stað. Íbúðirnar eru glæsilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja og allar með sérinngangi af yfirbyggðum svalagangi. Íbúðirnar verða afhentar 15. mars 2003, fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verða flísalögð. Húsin eru einangruð að utan og klædd áli og harðviði og þarfnast því lágmarksviðhalds. Njóttu þess að búa í hjarta borgarinnar! Góðir kostir: • Sér bílastæði í bílageymsluhúsi. • Þvottahús innan íbúðar. • Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is. Laugarnesvegur 87 og 89 • Möguleiki á sjónvarps-, síma- og nettengingum í öll herbergi. • Vandaðar innréttingar og hurðir. • Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Dæmi um 3ja herbergja íbúð Þvottur 3,2 fm Eldhús 14,3 fm Svalir 9,7 fm Baðh. 5,5 fm Svefnherb. 9,1 fm Svefnherb. 14 fm Sparnaður, öryggi, þægindi Á LÓÐINNI Drekavogi 4 í Reykja- vík er Byggingafyrirtækið Gerpir ehf. langt komið með að byggja þrjú íbúðarhús, alls um 2.100 m2 með 23 íbúðum á bilinu 67–89 m2 að stærð. Íbúðirnar í fyrsta húsinu verða til- búnar í janúar en hinar í lok febrúar. Eitt húsanna er lyftuhús með 11 íbúðum en hin tvö eru stigahús með 6 íbúðum hvort. Húsin eru einangruð að utan með steinull og klædd með áli. Gluggar eru áltrégluggar. Húsin eru því nánast viðhaldsfrí. Gott út- sýni er frá íbúðunum og allar hafa þær fjallasýn. Aðkoma að húsunum er frá Drekavogi. Gerpir reisir húsin fyrir Íbúða- leiguna ehf., en sömu eigendur eru að báðum fyrirtækjunum. Arkþing hannaði húsin undir stjórn Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts, en Berg- ur Rósinkranz er framkvæmdastjóri Íbúðaleigunnar. Íbúðaleigan selur íbúðarrétt þannig að rétthafinn getur búið í íbúðinni eins lengi og honum sýnist. Hann borgar 1,2–1,7 millj. kr. fyrir þennan rétt og síðan er mánaðar- gjaldið 55.000–68.000 kr. „Þetta getur verið hagstæður kostur fyrir margt ungt fólk, sem á ekki fyrir útborgun í íbúð, því að það á rétt á vaxtabótum allt að 20.000 kr. á mánuði auk þess sem það fær íbúð- arréttargreiðsluna endurgreidda með verðbótum, ef það vill flytjast burt,“ segir Gunnar Rósinkranz, framkvæmdastjóri Gerpis. „Þessi hugmynd er tekin frá húsnæðissam- vinnufélaginu Búseta og bygginga- framkvæmdirnar eru unnar sam- kvæmt sérstöku átaki Íbúðalána- sjóðs um leiguíbúðir,“ sagði Gunnar ennfremur. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir átti lóð- ina áður og hafði þar aðstöðu sína, en seldi Gerpi lóðina, sem lét deiliskipu- leggja hana. Átta íbúðir farnar „Það virðist vera mikill áhugi á þessum íbúðum, því að þegar er búið að ráðstafa átta af þeim. Þar er eink- um um fólk milli þrítugs og fertugs að ræða með börn. Þetta er mjög gróið svæði og barnvænt, en leikvöll- ur er við hliðina,“ sagði Gunnar enn- fremur. „Þessar íbúðir gætu einnig hentað eldra fólki, sem á stóra eign fyrir en vill minnka við sig og hagnýta sér ævisparnaðinn.“ Íbúðaleigan er þegar búin að kaupa byggingarrétt á lóðinni Laugavegi 22b og Gerpir mun hefj- ast handa um framkvæmdir þar í marz næstkomandi. Þar verða reist- ar 11 íbúðir, sem verða frekar litlar. „Gerpir hefur byggt mikið í mið- borginni og mun halda sig við það svæði. Þeir eru margir, sem vilja búa miðsvæðis í gamla bænum,“ sagði Gunnar Rósinkranz að lokum. Þrjú íbúðarhús með 23 íbúðum rísa við Drekavog 4 í Reykjavík Þetta verða þrjú hús. Eitt er lyftuhús, sem teikningin er af, og það er með 11 íbúðum. Hin tvö eru stigahús með 6 íbúðum hvort. Aðkoma að húsunum er frá Drekavogi. Nýbyggingar íGrafarholti                                                    !" # $ % && " ' ( ' "    ! #& ' ' " " $ &" % ( ! # ' ' " " $ & " % ( )      * '     *      +,-  .   +,-  .   " % ' ( ' " " ! # $ &       !  "# $%#& ! %''% 01*2 * # 2   ' 3 456  - 27  8 3 ,  9  #   :* ; '   :* ; (* 1   :* ; '   :* ;        (     -. %  * = 2  . >>>               =  2? @<< A              !/  "/ #$   )*   2? @ A      +, ' " %, $- , $ $.$ $#+,$ $,/0 $. $%0/% +/$ <<  1 !  2   ! # +# $-#& #%''% 8   * + %  !  !% %                #  #  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 16/17 Umræðan 35 Erlent 18/21 Minningar 40/43 Höfuðborgin 22 Bréf 48 Akureyri 23 Dagbók 50/51 Suðurnes 24 Kvikmyndir 52 Landið 25 Fólk 53/57 Neytendur 26 Bíó 54/57 Listir 26/29 Ljósvakar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * ATVINNULEYSI hefur aukist á undanförnum mánuðum og sterkar vísbendingar eru um að það muni halda áfram að aukast á næstu vikum og mánuðum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ um stöðu og horfur á vinnumarkaði. Útlitið á vinnumarkaði er að mati ASÍ fremur dökkt á þessum síðustu vikum árs- ins og mun svonefnt árstíðaleiðrétt atvinnuleysi ekki hafa mælst meira síðan í mars 1998. Nýlega voru birtar tölur um atvinnuleysi í nóvember sem sýna að skráð atvinnuleysi fer vaxandi og stefnir í að það verði 2,9%–3,3% í desember. Allt bendir til þess að það minnki ekki fyrr en líða tekur á árið 2004, ef horft er framhjá áhrifum mögulegra stóriðjufram- kvæmda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greiningu hagdeildar ASÍ. Í greiningunni kemur einnig fram, að at- vinnuleysi hafi aukist um allt land, hraðar á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Atvinnu- leysi er mikið meðal ungs fólks. Það er 8,8% meðal karla á aldrinum 16–24 ára samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Skráð atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum og þar er einnig mest atvinnuleysi meðal kvenna. Langtímaatvinnuleysi hefur aukist, mest á höfuðborgarsvæðinu. Það eykst í öllum aldurs- hópum og hjá báðum kynjum. Mest hefur aukn- ingin verið meðal kvenna á aldrinum 34–44 ára og karla á aldrinum 25–34 ára. Í október sl. voru 34% atvinnulausra kvenna á aldrinum 34– 44 ára búin að vera án atvinnu í hálft ár eða meira. Þetta hlutfall var 18% á sama tíma í fyrra. Hlutfall karla á aldrinum 25–34 ára sem höfðu verið atvinnulausir í meira en hálft ár var 17,5%, en var 5,4% á sama tíma í fyrra. Brúa þarf bilið með aðgerðum Hagdeild ASÍ segir ennfremur að líkur á stóriðjuframkvæmdum hafi aukist á undanförn- um dögum. Um sé að ræða umfangsmiklar framkvæmdir sem muni hafa víðtæk áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Áhrifanna fari hins vegar ekki að gæta á vinnumarkaði fyrr en á síðari hluta næsta árs. Í ljósi þróunarinnar á vinnumarkaði að undanförnu sé ljóst að nauð- synlegt sé að brúa bilið fram að því með tíma- bundnum aðgerðum svo sem frekari vaxtalækk- un. Jafnframt þurfi stjórnvöld að huga að lang- tímaaðgerðum sem sérstaklega verði miðaðar við það að draga úr langtímaatvinnuleysi, at- vinnuleysi kvenna og ungmenna. Ef ekki verði af stóriðjuframkvæmdum sé brýnt að stjórnvöld leggi hið fyrsta fram áætlun um aðgerðir sem þau hyggist grípa til, til að örva hagkerfið. Aukið atvinnu- leysi á næstunni Skýrsla hagdeildar ASÍ um vinnumarkaðinn STJÓRN Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalags- ins hefur samþykkt að taka tilboði Thales Raytheon Systems (TRS) og Kögunar hf. í smíði Link 16, sem er hugbúnaður fyrir ratsjárstöðvarnar hér á landi. Verkið hefur verið í undirbúningi undanfarin þrjú ár en gert er ráð fyrir að heildarverktími verði um þrjú ár og er Kögun undirverktaki TRS. Sam- kvæmt tilkynningu í Kauphöll Íslands er endanlegu samningsferli ekki enn lokið og því ekki hægt að upplýsa hver samningsfjárhæðin verður. Í júlí 1999 var greint frá því í Morgunblaðinu að Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins hefði samþykkt að byggja viðbótarbúnað, Link-16, við ís- lenska loftvarnakerfið. Þá var haft eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra að áætlaður kostn- aður yrði um 28 milljónir bandaríkjadala, sem svar- ar til rúmlega 2,3 milljarða íslenskra króna. Að sögn Bjarna Birgissonar, tæknilegs fram- kvæmdastjóra Kögunar, þá eru 28 milljónir banda- ríkjadala sú upphæð sem Nató heimilaði í verkið. Inni í þeirri fjárhæð er allur kostnaður við verkið s.s. kostnaður við útboð og fleira, ekki bara kostn- aður við kerfið sjálft. Hann segir að samningurinn nú nálgist þá fjárhæð en ekki sé hægt að greina frá því nú hversu mikið af henni komi í hlut Kögunar. Gengi Kögunar hækkaði um 14% í Kauphöllinni í gær, fór úr 25 í 28,5, en einungis ein viðskipti upp á 399 þúsund krónur eru að baki hækkuninni. Tilboði frá Kögun og TRS tekið „VIÐ höfum séð mikið af umsóknum um fjárhags- aðstoð okkar frá atvinnulausu fólki sem ekki hef- ur verið síðustu árin,“ segir Lára Björnsdóttir, fé- lagsmálastjóri í Reykjavík, og segir það ekki hafa verið frá árinu 1992 þegar síðast var nokkurt at- vinnuleysi. Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, segir atvinnulaust fólk nýjan hóp meðal þeirra sem leita aðstoðar Hjálp- arstarfsins nú fyrir jólin. Lára Björnsdóttir segist ekki hafa tölur á reiðum höndum en starfsmenn Félagsþjónust- unnar í Reykjavík hafi merkt þessa breytingu. Hún segir fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar miðast við 67 þúsund króna tekjumörk hjá ein- staklingum og 120 þúsund hjá hjónum og fólki í sambúð. Hún segir ekki allt atvinnulaust fólk fá atvinnuleysisbætur og því leiti það til Fé- lagsþjónustunnar og hún segir nokkuð um há- skólafólk meðal umsækjenda. Hún segir aðstoð- ina vera skammtímalausn og að flestir þeirra sem fái aðstoð njóti hennar í stuttan tíma. Jónas Þ. Þórisson segir þá breytingu hafa orðið frá síðasta ári í umsækjendahópnum hjá Hjálp- arstarfinu að fólk sem hefur lent í vandræðum vegna atvinnuleysis sæki nú um. Það hafi ekki verið áður. Telur hann þetta geta verið 10 til 12% umsækjenda en í gegnum árin segir hann helming þeirra sem fá hjálp vera öryrkja eða bótaþega með lágmarkstekjur. Hann segir marga úr hópn- um hafa verið lengi án atvinnu. Jónas segir þörf- ina ekki minni nú en á síðustu árum og telur að aukningu megi að nokkru leyti rekja til þeirra at- vinnulausu í hópi umsækjenda um aðstoð. Meira um að atvinnulaust fólk leiti aðstoðar HEITSTRENGINGAR um eilífa ást og hamingju handan endimarka lífs og dauða, skáldið Rodolfo og berklaveika hannyrðastúlkan Mimi úr La bohéme. Kristján Jóhannsson syngur hér með Kristínu R. Sigurðardóttur á lokatónleikum tveggja vikna söngnámskeiðs sem Kristján hélt fyrir íslenska söngvara og langt komna söng- nema. „Frómt frá sagt fannst mér krakkarnir standa sig mjög vel, ég var stoltur af þeim og þetta var fallegur konsert,“ sagði Kristján eftir tón- leikana. „Mér fannst þetta ferlega gaman og ég var svolítið eins og ungapabbi þarna með þeim.“ Morgunblaðið/Jim Smart O soave fanciulla … HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands sektaði í gær tvo menn um 120.000 krónur fyrir ógætilegan akstur þeg- ar þeir óku bifreiðum sínum sam- tímis yfir einbreiða brú á Biskups- tungnabraut yfir Laugá, skammt austan við Geysi í Haukadal, með þeim afleiðingum að þær skullu saman. Átta manns voru í bifreið- unum, þar af þrjú börn. Um ár er liðið frá árekstrinum. Í dómnum segir að brúin yfir Laug- ará sé einbreið og standi nokkru hærra en vegurinn beggja vegna. Áður en komið sé að brúnni sé veg- sýn góð þannig að auðvelt sé að koma auga á bifreiðar í töluverðri fjarlægð. Þegar nær dregur skerð- ist vegsýn hins vegar mjög og á ákveðnum kafla sé ómögulegt að sjá bifreið sem komi úr gagnstæðri átt, ef sú bifreið er mjög nálægt brúnni. Dómurinn segir ljóst að staðsetn- ing brúarinnar sé mjög varasöm og ýtrustu varkárni þörf þegar ekið sé yfir hana. Hvorugur mannanna hafi sýnt nægilega aðgæslu við þessar aðstæður og var sök þeirra á slys- inu metin jöfn. Tekið er fram að ekkert bendi til þess að þeir hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Vegna þeirra afleiðinga sem hlutust af gáleysi þeirra hafi báðir unnið til refsingar samkvæmt 219. gr. al- mennra hegningarlaga, enda ótví- rætt að þeir áverkar sem farþeg- arnir í bílunum hlutu í slysinu falli undir það ákvæði laganna. Auk sektarinnar verða mennirnir að borga allan sakarkostnað, 94.861 krónur hvor. Aðgæsluleysi við varasama brú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.