Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 37 tegundum, sem munu þá þurfa að flytja sig um set. Sumar þessara dýrategunda eru veiddar í tals- verðum mæli, og væri ólíkt um- hverfisvænna að friða þær en að fárast út af framkvæmdum, sem undirbúnar hafa verið með lág- mörkun neikvæðra umhverfis- áhrifa í huga. Útflutningstekjur landsins hafa hingað til að meginstofni komið frá sjávarútvegi. Lífríki sjávar er við- kvæmt og sveiflukennt og megin- nytjastofnar á Íslandsmiðum eiga greinilega undir högg að sækja. Þá gæti og alvarlegt mengunarslys rústað fiskmörkuðum og þar með kippt fótunum undan efnahag landsins, ef öðrum stoðum væri ekki til að dreifa. Af þessum ástæð- um er augljóslega mikið öryggi að því fyrir Íslendinga að auka veru- lega fjölbreytni útflutningsins. Fyrir þetta aukna afkomuöryggi þjóðarbúskaparins, verulega aukn- ar þjóðartekjur og fjölbreytni at- vinnuhátta er talsverðu fórnandi. Annað viðhorf jaðrar við ábyrgð- arleysi, og nái það yfirhöndinni, má ætla, að til efnahagslegs doða og atgervisflótta komi, nema sýnt verði með gildum rökum, að önnur raunhæf og öflug gjaldeyrissköpun sé handan við hornið og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif. Eru álver æskileg? Því hefur verið haldið fram af andstæðingum stóriðjuvæðingar- innar á Íslandi, að álver séu úrelt þing og þriðja heims atvinnurekst- ur. Þessi málflutningur ber ekki vott um þekkingu á nútímaiðnaði né um skilning á tækniþróuninni. Staðreyndin er sú, að nútímaálver nýta hátækni í ríkum mæli vegna gríðarlegrar sjálfvirkni og mæl- inga hvers konar, sem þar fara fram. Til að reka slíka framleiðslu- starfsemi þarf sérfræðilegan mannafla úr mörgum stéttum. T.d. fer umtalsverð hugbúnaðargerð fram innan vébanda framsækinna álvera, sem stöðugt vinna að auk- inni framleiðni. Þá má ekki gleyma margfeldis- áhrifum útflutningsframleiðenda í atvinnulífinu, en reikna má með 2–3 störfum í öðrum fyrirtækjum innan lands fyrir hvert eitt í stór- iðjunni. Meginástæða þess, að orkukræfur iðnaður er á undan- haldi í Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum, er orkuskortur. Í þessum ríkjum er ekki kostur á umhverfisvænni raforku til að mæta aukinni eftirspurn. Þau standa andspænis því vali að reisa kolakynt raforkuver, sem spúa um 0,9 kg/kWh af gróðurhúsaloftteg- undum út í andrúmsloftið; að reisa kjarnorkuver og bæta þar með við hið gríðarlega magn geislavirks úr- gangs, sem til fellur í heiminum á hverju ári, en það er meira en 10 kt/a (tíu þúsund tonn á ári), eða að loka orkukræfum iðjuverum. Hversu mikið verður virkjað? Að sjálfsögðu ríkir alger óvissa um það nú í upphafi 21. aldarinnar, hversu mikið verður virkjað á Ís- landi af vatnsafli, jarðvarma, vind- afli, sjávarföllum o.fl. Síðan á Orkuþingi 1991 og jafnvel lengur hefur hins vegar verið stuðzt við þá áætlun, að unnt sé að framleiða a.m.k. 70 TWh/a (terawattstundir á ári) af raforku úr íslenzkum fall- vötnum og jarðvarma með ódýrari hætti en í hefðbundnum kolastöðv- um. Það er því engin goðgá að miða við 60 TWh/a að teknu tilliti til um- hverfissjónarmiða, því að mat á stærð orkulinda hefur tilhneigingu til að hækka í tímans rás vegna aukinnar þekkingar á virkjunar- svæðunum og bættrar virkjunar- tækni. Jafnvel þótt miðað væri við lægstu mörk framleiðanlegrar raf- orku í landinu, 50 TWh/a, yrði unnt með henni að leysa allt innflutt eldsneyti af hólmi, framleiða yfir eina milljón tonna af áli og sjá yfir einni milljón manns fyrir nægri raforku til annarra nota í aldarlok. Það er þess vegna út í hött að halda því fram, að nú þurfi virkj- unaraðilar að halda að sér höndum vegna takmarkaðra orkulinda á Ís- landi. Höfundur er rafmagnsverk- fræðingur. LANDSVIRKJUN og íslenska ríkisstjórnin eru með áform um virkjanir og stóriðju sem einungis vanþróuð ríki mundu láta sér detta í hug að framkvæma. Þessar fram- kvæmdir eru ekki í anda þeirrar sjálfbæru þróunar sem þjóðir heims hafa komið sér saman um og for- sætisráðherra Íslands skrifaði undir í Jóhannesarborg í byrjun septem- ber fyrir hönd Íslands og byggist á jafnvægi milli efnahags- og fé- lagslegra þátta og náttúruverndar. Framkvæmdaaðilar Kárahnjúka- virkjunar og álvers á Reyðarfirði hafa ekki getað sýnt fram á að fram- kvæmdin verði arðbær. Í stað þess að sýna þjóðinni fram á hagnað af þessari áhættusömu framkvæmd eyða þeir kröftum sínum í að rægja vísindamenn og ófrægja náttúru- verndarsamtök. Það ber að mínu mati ekki vott um góðan málstað. Margir hafa sýnt fram á með rökum að framkvæmdin muni ekki skila þjóðarbúinu hagnaði, þvert á móti. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmd- unum í þjóðhagsspá og talið að fram- kvæmdin myndi hafa vond áhrif á ís- lenskt efnahagslíf m.a. með aukinni verðbólgu og ennþá hærri vöxtum. Ekkert fjármagn verður til að byggja upp í öðrum landshlutum meðan á byggingu Kárahnjúkavirkj- unar og álvers á Reyðarfirði stendur. Gert er ráð fyrir að um 1.000 ný störf skapist í tengslum við þessar risaframkvæmdir. Það hefur marg- oft komið fram að framkvæmdin er ofvaxin austfirsku samfélagi þannig að stór hluti vinnuafls verður inn- fluttur. Það er í raun ótrúlegt hvað þessum félagslega þætti hefur verið gefinn lítill gaumur. Þegar stór hóp- ur fólks flytur í samfélag sem verður sjálft í minnihluta er hætta á að ójafnvægi skapist. Þeir sem fyrir eru kunna að tapa sjálfsmyndinni og fyll- ast óöryggi því ekki er líklegt að stór hópur innflytjenda lagi sig umyrða- laust að samfélaginu. Slík staða er kjörinn farvegur fyrir kynþáttahat- ur. Auk þess þyrfti samfélagið að takast á við nýja menningu, Mið-evr- ópska verksmiðjumenningu. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þau gífurlegu náttúruspjöll sem þessar risaframkvæmdir munu hafa. Það kemur strax fram í matsskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúka- virkjun og var staðfest af Skipulags- stofnun sem hafnaði framkvæmdinni vegna umtalsverðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa. Mótvægisaðgerðir hafa í mörgum tilfellum einnig mikil umhverfisáhrif og bæta þannig ein- ungis gráu ofan á svart. Þegar litið er til lengri tíma munu náttúruspjöllin sem fylgja áformum ríkisstjórnarinnar um virkjanir og stóriðju þó líklega valda minni skaða fyrir íslenskt samfélag en efnahags- legi og samfélagi þátturinn. Dettur mér þó ekki í hug að gera lítið úr skaðanum sem framkvæmdirnar munu hafa á íslenska náttúru um alla framtíð. Vont fyrir Ísland Eftir Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur Höfundur er arkitekt og formaður Landverndar. „Mótvæg- isaðgerðir hafa í mörg- um tilfellum einnig mikil umhverfisáhrif.“ bundnum“ kvennagreinum og karlagreinum hefur minnkað. Enda hefur kjörum leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra þar sem konur eru hvað fjölmennastar verið lyft. Ný launastefna gefur fordæmi Mestu skiptir að Reykjavíkur- borg hefur sett fram algerlega nýja launastefnu og lagt drög að nýju, heildstæðu launamyndunar- kerfi. Þar eru lykilorðin starfsmat, gegnsæi, málefnaleg viðmið og reglulegt tölfræðilegt eftirlit. Enn eru veruleg tækifæri til að draga frekar úr ómálefnalegum launamun hjá borginni, milli kynja og ann- arra starfshópa. Því er unnið sleitulaust að nýju launamyndunar- kerfi. Þar er reynsla að aflast sem telja verður harla einstaka hér á landi. Undirrituð hefur notið þess heið- urs að vera boðið á mannamót er- lendis til að gera grein fyrir þess- um breytingum hjá Reykjavíkur- borg, til dæmis á ráðstefnur undir yfirskriftinni „best practice pre- sentation“ sem kalla má kynningu á fyrirmyndarstarfi. Eftirspurn hér innanlands eftir upplýsingum um aðferðir sem skila árangri er dræmari. Og þó að umræða um töl- ur og aðferðafræði sé nauðsynleg, þá þurfa atvinnurekendur fyrst og fremst að greina hvar tækifæri til að draga úr launamun kynja meðal eigin starfsfólks eru og hvaða að- ferðum megi beita. Ríkið hefur mér vitanlega ekki gert saman- burðarhæfa rannsókn á kynbundn- um launamun meðal sinna starfs- manna og getur því ekki svarað því hvort dregið hafi úr honum á síð- ustu árum. Ríkið, sem og aðrir at- vinnurekendur, gæti vafalaust nýtt sér aðferðir sem gagnast hafa ann- ars staðar ef áhugi er fyrir hendi. Höfundur er jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. alltaf á föstudögum Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 dásemdir og dekur Langar þig að gefa www.icehotel.is • sími 5050 910 Gjafabréf á Icelandair hótelin er gjöfin! Flughótel Keflavík Hótel Selfoss Hótel Flúðir Hótel Rangá Hótel Hérað Hótel Kirkjubæjarklaustur Hótel Loftleiðir Hótel Esja Glæsileg gjöf! Þýsk stáláhöld frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.