Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 23 OLÍUFÉLAGIÐ ESSO hefur flutt starfsemi sína á Akureyri af Oddeyr- artanga í húsakynni Sjafnar í Aust- ursíðu 2. Olíufélagið, áður olíusölu- deild KEA, hefur verið með starfsemi á Oddeyrartanga alllengi en þar var einnig olíubirgðastöð fé- lagsins sem nú hefur verið flutt í Krossanes. Félagið hefur jafnframt opnað verslun í húsinu undir nafninu „ESSO aðföng“ en þar er boðið upp á allar helstu rekstrarvörur fyrir fiskvinnslu, sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka, verkstæði og fleiri. Við- skiptastjóri Olíufélagsins á Norður- landi er Sigurður Bjarnason. ESSO flytur PÁLL Jóhannesson tenór og Cilla Gabrielsson sópran halda tónleika í Laugarborg milli jóla og nýárs, eða föstudaginn 27. desember kl. 20.30. Páll og Cilla verða hér á landi um hátíðarnar og ætla að leyfa landan- um að njóta sönghæfileika sinna, en þau eru búsett í Stokkhólmi. Páll hefur sungið í Konunglegu óperunni í Stokkhólmi frá árinu 1991 og hefur hann sungið í mörgum þekktum óperum ásamt því að efna til ótal tónleika, bæði hér heima og erlendis. Cilla er Svíi og starfar sem læknir. Á efnisskrá þeirra verða ýmsir dú- ettar og óperuaríur úr mörgum frægum verkum og verður efnis- skráin flutt með leikrænu ívafi. Einnig munu þau syngja nokkur ís- lensk og erlend jólalög. Páll og Cilla á tónleikum Í SÍÐUSTU viku hófust fram- kvæmdir við dýpkun hafnarinnar í Ólafsfirði. Gert er ráð fyrir að dæla hátt í þrjátíu þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni og á þá með- aldýpt hennar að vera rúmlega 7 metrar. Verkið er unnið með dýpk- unarskipinu Perlunni, sem er í eigu Björgunar ehf. Framkvæmdaáætlun hafnamála- stjórnar gerði ráð fyrir að kostnaður við dýpkunina næmi 15,6 milljónum króna. Tvö tilboð bárust í verkið og var tilboði Björgunar upp á 10.790.000 kr. tekið. Hitt tilboðið kom fá Gáma- og tækjaleigu Austur- lands sem bauð 15.761.000 kr. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Höfnin dýpkuð Ólafsfjörður Unnið við dýpkun Ólafsfjarðarhafnar. BÖRNIN í fyrsta bekk c Giljaskóla voru í óða önn að pakka inn jólagjöf- um í gærmorgun. Í dag ætla þau svo að fara með gjafirnar og afhenda þær mæðrastyrksnefnd á Akureyri. Sami háttur var hafður á í fyrra og sagði Rut Indriðadóttir kennari að hugmyndin hefði komið frá þeim kennurum sem þá voru með fyrsta bekk. „Ég kom með dálítið sem mér þykir mjög vænt um,“ sagði Sig- urjón Karl Viðarsson, en það er ein- mitt hugmyndin að baki þessu verk- efni; að börnin kæmu með leikföng eða annað sem þau hafa átt og þykir vænt um. Sigurjón Karl kom m.a. með bangsa sem hann var að pakka inn þegar Morgunblaðið kom við í stofu 205 skömmu fyrir hádegi í gær. „Hann heitir ekki neitt,“ sagði Sigurjón þegar hann var spurður um heitið á bangsanum sínum. Hann var bara kallaður bangsi og nú vildi Sigurjón gleðja önnur börn með því að gefa þeim góða bangsann sinn. Á pakkana voru svo settir merki- miðar ýmist til drengja eða stúlkna og hvaða aldur hentaði. Bangsi Sig- urjóns þótti bæði passa drengjum og stúlkum og aldurinn var líka sveigjanlegur; 0–100 ára. Á borðinu gat að líka leikföng af margvíslegu tagi, mjúk dýr, risa- eðlu, tarsan, bolta, bíla myndband, bækur og púsluspil svo eitthvað sé nefnt. „Við ætlum að gefa pakkana til þeirra sem eru fátækir, til þeirra sem fá kannski enga pakka, eða fáa,“ sögðu börnin í bekknum þegar þau voru spurð af hverju þau væru að gefa dótið sitt. „Það eru margir sem fá enga pakka og líka margir sem eiga fáa peninga,“ sagði ein stúlkan. „En í gamla daga voru fleiri fátækir,“ sagði einn dreng- urinn. Börnin voru sammála um að þau væru heppin að búa á Íslandi, því víða í útlöndum ættu börn ekki gott. Börn í Giljaskóla gefa mæðrastyrksnefnd jólagjafir Morgunblaðið/Kristján „Mér þykir svolítið vænt um þennan bangsa,“ sagði Sigurjón Karl Viðars- son, sem var að pakka bangsanum sínum í jólapappír. Vilja gleðja þá sem fá enga pakka NÚ LÍÐUR óðum að stysta degi ársins, en á þessum árstíma má iðu- lega sjá margs konar litbrigði him- insins. Þessi mynd var tekin yfir suðurhimininn yfir Eyjafjarðar- sveit í gærmorgun. Morgunblaðið/Kristján Litbrigði himinsins LÖGREGLAN var með mikið eftirlit um helgina og stöðvaði alla umferð á nokkrum stöðum á Akureyri og hafði tal af ökumönnum. Alls voru stöðv- aðir 340 ökumenn í þeim aðgerðum. Enginn þeirra hafði neytt áfengis en einn reyndist án ökuréttinda og 22 voru ekki með ökuskírteini meðferð- is. Í vikunni voru skráð 8 umferðar- óhöpp, flest minniháttar að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Akureyri. Tveir ökumenn voru kærð- ir fyrir ætlaðan ölvunarakstur, og sjö fyrir of hraðan akstur. Þá voru 31 ökumenn áminntir fyrir að vera með ljósabúnað í ólagi. Tilkynnt var um 8 þjófnaði og 2 fíkniefnamál komu upp. Um helgina var mikil umferð í bænum. Loka þurfti göngugötinni á laugardaginn þar sem svo margt var í bænum. Þá var stöðug umferð við verslunarmiðstöðina Glerártorg alla helgina. Um 340 ökumenn stöðvaðir Enginn undir áhrifum BÚSTÓLPI ehf. á Akureyri og Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, hafa ritað undir styrktar- samning þar sem kveðið er á um ár- legan fjárstyrk til sambandsins á ár- unum 2002–2004 eða fram að Lands- móti ungmennafélaganna í Skagafirði sumarið 2004. Með samningnum vill Bústólpi styðja við ungmenna- og æskulýðs- starf í sveitum Eyjafjarðar og leggja sitt af mörkum til að UMSE geti sem best hagað undirbúningi fyrir lands- mótið 2004, segir í frétt frá Bústólpa. Áður hefur félagið gert sambæri- legan styrktarsamning við Héraðs- samband Suður-Þingeyinga. Haft er eftir Ólafi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Bústólpa, að með samningnum vilji félagið styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitum Eyjafjarðar og Suður-Þingeyjar- sýslu, en í þessum tveimur sýslum eru um 80% af viðskiptum fyrirtækisins. „Okkur þótti rétt að leggja UMSE og HSÞ myndarlega lið fram að lands- mótinu í Skagafirði og stuðla þannig að öflugri þátttöku þessara tveggja stóru sambanda í mótinu,“ segir Ólaf- ur. Innan UMSE eru 14 aðildarfélög og virkir félagar á fimmtánda hundr- aðið, en 16 aðildarfélög eru innan HSÞ og í þeim um tvö þúsund manns. Bústólpi styður UMSE og HSÞ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.