Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLDSAGAN Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson er ný- komin út hjá einu helsta forlagi í Kína, The Commercial Press. For- lagið selur Kínverjum um 20 millj- ónir bóka ár hvert og hefur áður gefið út úrval Íslendingasagna og Eddukvæði. Ólafur Egilsson, fyrr- verandi sendiherra í Kína, hafði milligöngu um verkið. Rétturinn að Englum alheimsins hefur verið seldur til 19 landa. Auk Kína hefur rétturinn verið seldur til Bretlands, Bandaríkjanna, Þýska- lands, Hollands, Ítalíu, Frakklands, Portúgals, Spánar, Tékklands, Pól- lands, Danmerkur, Noregs, Sví- þjóðar, Finnlands, Grænlands, Fær- eyja, Litháens og Tyrklands. Englar alheimsins komu út á Ís- landi árið 1993 og hlaut Einar Már Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir hana tveimur ár- um síðar. Lofsamlegir dómar í Danmörku Fyrir skömmu komu smásögur Einars Más, Kannski er pósturinn svangur, út í Danmörku. Bókin hef- ur hlotið lof og segir gagnrýnandi Ekstra Bladet, Kamilla Kristensen, m.a.: „Það er fögur sýn á manneskj- una sem liggur að baki smásagna- safninu Kannski er pósturinn svangur. Auk þess er Einar Már fullur efa um bókmenntirnar … Rit- höfundurinn hefur næmt auga fyrir því lífi sem lifað er á jaðrinum … Frásagnirnar af einmana fólki eru harður biti og beiskur dropi en bornar uppi af húmorista.“ Í Berlingske Tidende segir Per Theil m.a.: „Einar Má Guðmunds- son þekkjum við m.a. af skáldsög- unni Englar alheimsins þar sem Ís- land nútímans er skoðað með augum hins geggjaða bróður. Að- ferð hans í skáldskapnum hefur líka verið kölluð „ljóðræna geggjunar- innar“ – heiminum er lýst með aug- um utangarðsmannsins. Þannig er það líka í þessu sagnasafni sem kann að virðast smátt að vöxtum, en lifir þó á sínum bestu sprettum stuttu en undragóðu lífi.“ Gagnrýnandi Information, Bent Vinn Nielsen, segir m.a.: „Fljótt á litið kann manni að detta í hug að Kannski er pósturinn svangur eftir Einar Má Guðmunds- son sé bara molar af gnægtaborði rithöfundarins. En sú hugsun logn- ast fljótt út af. Molarnir sem hér um ræðir eru ósviknar kræsingar, sannkallaðar himnakrásir sem alls ekki er ætlað að metta bara fugla og fátæka eftir að mathákarnir hafa farið um. Bókin er, svo maður haldi sig við líkingamál mataræð- isins, boð í volduga veislu. Og þá rennur það upp fyrir manni að skáldsögur Einars Más minna í rauninni á eitthvað sem kann að líta út eins og kæruleysislegar skissur sem raðað er upp af tilviljun, en brýst svo fyrst út sem fullkomin skáldsagnalist í höfði lesandans. Svo í vissum skilningi má segja að í Kannski er pósturinn svangur sé fólgin sjálf list skáldsögunnar.“ Englar alheimsins komnir út í Kína Einar Már Guðmundsson Kannski er póst- urinn svangur fær góða dóma í Danmörku Einar Már Guðmundsson BRESKI listamaðurinn David Hockney hefur að sögn breska dag- blaðsins Times snúið sér að gerð vatnslitamynda eftir að hafa áður lýst henni sem „loðmullulegri“ list- sköpun sem hann tengdi áhugalista- mönnum, en við gerð þessara nýj- ustu mynda leitar hann meðal annars innblásturs á Íslandi. Ástæðu sinnaskipta sinna segir Hockney vera sýningar á vatnslita- myndum í Tate-safninu sl. sumar, en safnið hýsti þá sýningu á verkum breska 19. aldar listamannsins Thomas Girtin og síðar samsýningu á verkum 19. aldar bandarískra listamanna. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu miklum sveigjanleika vatns- litirnir búa yfir. Ég hafði aldrei reynt að vinna með þeim áður og taldi þá loðmullulegan miðil áhuga- málara. Þessu verður maður hins vegar að gefa sér tíma til að kynn- ast. Ég hafði þann tíma og það var ótrúleg upplifun,“ sagði Hockney sem í gegnum tíðina hefur unnið með faxtæki, ljósritunarvélar, ljós- myndun og blekspraututækni. Þessi nýju verk Hockney munu koma breskum almenningi fyrir sjónir í janúar og júní á næsta ári, en á fyrri sýningunni mun hann sýna vatnslitaportrett í National Portrait Gallery í London, en Ann- ely Juda Fine Art galleríið hýsir sýningu á vatnslitamyndum hans í júní. Meðal þeirra verka sem þar verður að finna má nefna ný lands- lagsverk Hockney þar sem lista- maðurinn leitaði m.a. innblásturs á Íslandi og í Noregi. En nú í sumar heimsótti Hockney þessi lönd í leit að sumarbirtunni. „Til þess að ná lengri tíma í ljósaskiptunum, þegar litbrigðin eru hvað ríkulegust, þá verður maður að halda í norður,“ sagði Hockney í viðtali við Times. „Í júní sest sólin varla og maður hefur útsýn yfir landslagið allan sólar- hringin. Ég heillaðist gjörsamlega af þessu og heimsótti Ísland til að mynda tvisvar til að ferðast um eyj- una.“ Davið Hockney er með þekktari núlifandi listamönnum Breta og vatnslitahefðin sem hann reynir nú að endurvekja á sér djúpar rætur í breskri listasögu, þótt hún hafi notið mestra vinsælda á 18. og 19. öld. AP Breski myndlistarmaðurinn David Hockney við verk sitt „The Grand Canyon Looking North II, September 1982“ á yfirlitssýningu sem haldin var á verkum hans í Los Angeles í Bandaríkjunum á síðastliðnu ári. Ísland í verkum Hockneys MENNINGARDAGSKRÁ til heið- urs Kristni Hallssyni óperusöngvara verður á Hrafnistu, Hafnarfirði, kl. 20 í kvöld. Dag- skráin verður í tali og tónum og er liður í stefnu Hrafnistu í Hafn- arfirði að kynna listamenn heimil- isins. Nýlega kom út tvöfaldur geisla- diskur með úrvali laga í flutningi Kristins og verða leikin lög af honum. Sigurveig Guð- mundsdóttir og Friðgeir Grímsson lesa valda kafla úr bókinni, Góðra vina fundur sem inniheldur minning- ar úr ævi Kristins. Hrafnistukórinn syngur undir stjórn Böðvars Magn- ússonar, en Kristinn er einn af söngvurum kórsins og Karlakórinn Fóstbræður syngur lag undir stjórn Árna Harðarsonar. Til heiðurs Kristni Kristinn Hallsson Bylting Bítlanna er skráð af Ing- ólfi Margeirs- syni. Hann segir sögu Bítlanna, hvaða áhrif þeir höfðu á tónlist- arsköpun og samfélagið í heild. Sigra þeirra og ósigra í leik og starfi. Útgefandi er PP-forlag. Bókin er 540 bls., kilja. Verð: 2.990 kr. Saga Í AÐALSAFNI Borgarbókasafns í Grófarhúsi verða ljóð framreidd á ýmsa vegu nú í desember. Gestir geta sest til borðs og gætt sér á ljóð- um sem starfs- menn safnsins hafa lagt á borð. Einnig verður boðið upp á á ljóðalestur af diskum eða bandi. Sigurbjörg Þrastardóttir er skáld safnsins um þessar mundir en ljóð hennar, Klapparstígur, prýðir nú vegg í and- dyri Grófarhúss. Einnig geta þeir sem ferðast með lyftum hússins lesið ljóð eftir hana á milli hæða. Ljóðahlað- borð og veggjaljóð Sigurbjörg Þrastardóttir JÓEL Pálsson saxófónleikari heldur útgáfutónleika í Iðnó kl. 20.30 í kvöld. Þar leikur hann nýja tónlist af plötunni Septett. Með Jóel koma fram Sigurður Flosason, Eiríkur Orri Ólafsson, Eyþór Gunnars- son, Valdimar K. Sigurjónsson, Einar Scheving, Helgi S. Helga- son og Davíð Þór Jónsson. Jóel Pálsson í Iðnó ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EF metnaðarfull áhuga- mennska er brúklegur mælikvarði á raunverulegt menningarstig þjóðar, er iðkun klassískrar tón- listar í frístundum varla síðra dæmi en ýmsar aðrar greinar sem útheimta samvinnu. Engum dett- ur í hug að vefengja heilsusemi hópíþrótta, enda rennnur drjúgt fé til þeirrar ungmennaiðju. En á meðan aðeins 2–3 ára vinnu þarf í að mynda t.d. frambærilegt hand- boltalið, þarf a.m.k. þrefalt lengri tíma í að undirbúa hvern einstak- ling undir bara þolanlega góða sinfóníuhljómsveit – og kannski annað eins til að hún nái að blómstra fyrir alvöru. Samt er mér til efs að neitt í líkingu við dæmigerðar fjárveitingar til íþróttahreyfingar renni til starf- semi einu áhugasinfóníuhljóm- sveitar landsins, jafnvel þótt margfalt tímafrekari sé til árang- urs – en árangurinn á hinn bóginn endingarbetri, með því að menn geta leikið á hljóðfæri langt fram á sjötugsaldur af fullum krafti, en endast varla til fertugs í boltan- um. Álíka undrun hlýtur annað veif- ið að vakna meðal hlustenda hinn- ar tólf ára gömlu Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna, líkt og hjá undirrituðum á vel sóttum tón- leikum hennar í Seltjarnarnes- kirkju á sunnudagskvöldið var. Fyrst var fluttur Konsert fyrir gítar og strengjasveit eftir fen- eyska síðbarokkmeistarann Ant- onio Vivaldi; vel þekkt verk þótt hvorki tóntegund né verknúmer væru tilgreind. Trúlega af tillits- semi við sólistann var strengja- fjöldinn hafður í minnsta lagi – aðeins sjö, og m.a.s. enginn kontrabassi, sem var umdeilan- legt, enda bárust sólógítarlínur Arnalds Arnarsonar furðuvel um salinn þótt óuppmagnaðar væru, einkum á neðra sviði. Aðalperla konsertsins, hin vetrarlega (svo minnt sé á frægan hægan þátt 4. Árstíða-konsertsins) Largo-cavat- ína miðþáttar, hljómaði sérlega fagurt í samstilltum flutningi ein- leikara og hljómsveitar. Hvort rétt er sem staðhæft var í tónleikaskrá að kantata Bachs nr. 51, Jauchzet Gott in allen Landen, sé sú „alvinsælasta“ af um 200 varðveittum kantötum Tómasarkantorsins skal ósagt lát- ið. En vinsæl er hún vissulega, og að verðleikum. Meðal „sólókant- atna“ Bachs (þ.e. án kórs) er hún í miklu uppáhaldi hjá trompetleik- urum og kólóratúrsóprönum sem bæði fá að spreyta sig af alefli, og kunna nýjustu rannsóknir e.t.v. að herma hvaða snillingar áttu leið hjá Leipzig þegar verkið kom undir 1730, því varla hafa annar eins flúrsópran né clarínótromp- etisti alla jafna verið þar tiltækir. Hallveig Rúnarsdóttir fór skín- andi vel með sinn háttliggjandi virtúósapart þó að neðsta sviðið væri í veikara lagi og sumir kringdu þýzku sérhljóðarnir full- gleiðir, og pikkólótrompetleikar- inn David Nooteboom sömuleiðis með sinn. Hins vegar vantaði strengina meiri danstilfinningu í 6/8 Aríunni og snerpu í C.F. „kór- al“-fantasíu lokaþáttar, þó að margt væri vel spilað miðað við hressilegt hraðaval stjórnandans. 1. Gítarkonsert Castelnuovo- Tedescos (1895–1968) frá 1939, landflótta Ítalans sem varð kvik- myndatónskáld í Hollywood, er í fjórum orðum sagt hreinræktaður konfektmoli í tónum. Vandfundið er 20. aldar tónverk sem flýgur beinna í æð á jafnvel forsendu- lausustu áheyrendum. Ekki stóð heldur á spilagleði flytjenda, er undirstrikaði betur en orð fá lýst að hér fór ósvikið „ferðaverk“ sem höfðar jafnsterkt til ungra sem aldinna. Hvað sem einstaka smáörðum hljómsveitar leið skil- uðu bæði hún og einleikarinn öllu sem máli skipti af sópandi mús- íkalskri sveiflu undir velmótandi sprota hins efnilega unga stjórn- anda. Sópandi áhugamennska TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Gítarkonsertar eftir Vivaldi og Cast- elnuovo-Tedesco. J.S. Bach: Jauchzet Gott in allen Landen. Arnaldur Arnar- son gítar, Hallveig Rúnarsdóttir sópr- an, David Nooteboom trompet og Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Sunnu- daginn 15. desember kl. 17. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.