Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BEETHOVEN í bréfum og brot- um er nýjasta bók Árna Kristjáns- sonar um merka tónsnillinga, en áð- ur hafa komið út fjögur sams kon- ar kver; um Moz- art, Bach, Carl Nielsen og Chop- in. Bókin um þann síðast- nefnda er að öllu leyti höfundar- verk Árna, en hinar eru þýðing- ar á heimildum annarra, og tón- skáldanna sjálfra. Eins og bókin um Mozart er þessi um Beethoven að miklu leyti byggð á sendibréfum tónskáldsins og heimildir sóttar í þrjú erlend rit: Ludwig van Beet- hovens Briefe, frá Insel útgáfunni í Leipzig; Beethoven im Gespräch frá Reclam útgáfunni í Leipzig og Beethoven. Immpressions of Con- temporaries frá Schirmer-útgáfunni í New York. Árni fer þá leið að verki sínu að tína til og þýða afar áhugaverðar heimildir, sem varpa ljósi á persónu tónskáldsins mikla, Beethovens. Frekar en að velja til þýðingar ein- hverja eina þeirra bóka sem hann leitar í, velur hann efnið að eigin smekk og teflir saman sendibréfum, sem eru mörg og fróðleg í bókinni, og umsögnum samtímamanna um tónskáldið. Textinn er því að lang- mestu leyti frumheimildir frá hendi Beethovens og samtímamanna hans. Þekking Árna á ævi Beethvoens hef- ur vafalítið auðveldað honum valið, þótt víst hljóti það að hafa verið vandasamt. En myndin sem eftir stendur af tónskáldinu er jafnmargbrotin og verk hans. Við sjáum ótal andlit Beethvoens; – hið blíða, hið dapra, það ákveðna og jafnvel það hortuga. Árni reynir ekkert að fela það sem einhverjum kynni að þykja óþægi- legt. Dæmi um það er minningar- brot tékkneska tónskáldsins Jans Václavs Tomasceks, sem rifjar upp kynni sín af Beethoven. Tomascek skrifar jafnvel út samtöl sín við meistarann, – og þar kemur í ljós hverjum augum hann leit Mozart og verk hans. Af bréfaskiptum Beet- hovens og útgefenda hans, Breit- kopfs og Härtels, má ennfremur ráða ýmislegt um viðhorf Beethov- ens til samtíma síns og þeirrar tón- listarmenningar sem ráðandi var. Hann taldi sig vanmetinn, en vand- aði öðrum tónlistarmönnum ekki kveðjurnar, – og hljómsveitarstjórar þótti honum sérdeilis fákunnandi. Í frægasta ástarbréfi tónlistarsögunn- ar; – bréfinu til „ástmeyjarinnar ódauðlegu“ sjáum við ástríðufullan elskhuga úthella tilfinningum sínum til konu, sem enn er ekki vitað með vissu hver var: „Ástin krefst alls, og með fullum rétti.“ Frásagnir af meistaralegum píanóleik Beethov- ens eru allnokkrar og gefa innsýn í hvort tveggja, snilli hans við píanóið, og þá aðdáun samtímamanna sem hann naut að verðleikum. Einnig verður lesandinn margs vísari um aðstæður Beethovens til tónsmíð- anna og viðhorf samtímans til þeirra. Heyrnarleysið ber auðvitað líka á góma, – margar átakanlegar lýsingar á birtingarmyndum þess. Lýsingar vinar hans, Schindlers, á útliti tónskáldsins og fasi eru hins vegar bráðskemmtilegur lestur; – Schindler lýsir hversdaglegum at- riðum í lífi tónskáldsins líka jafnt og því sem að tónlistinni snýr; – kaffið var sú fæðutegund sem Beethoven gat síst verið án, og makkarónur með parmesanosti voru uppáhalds- rétturinn hans. Það má segja að svona anekdótur séu ekki stórfeng- leg vitneskja, – en þó eru þær til þess fallnar að sýna Beethoven, sem svo auðvelt er að setja á stall; – sem afar hversdagslegan mann. Þótt sjálfum hafi honum oft þótt hann misskilinn í tónlistinni, kemur líka glöggt fram að þeir voru líka margir sem báru fyrir honum ómælda lotn- ingu, eins og dr. Karl von Bursy vin- ur vinar tónskáldsins sem skrifaði í dagbók sína eftir fund með honum: „Við töluðum lítið saman um tónlist, enda var Beethoven svo óendanlega hátt yfir mig hafinn.“ Eins og fyrri bækur Árna Krist- jánssonar í þessari ritröð, er sú um Beethoven sannkölluð perla, og mik- ið þarfaþing á fábrotnum markaði tónlistarbóka á íslenskri tungu. Þýð- ing Árna er litrík og falleg; – og hann forðast blessunarlega að skrúfa málfarið upp í óþarfa form- legheit. Beethoven í bréfum og brot- um er sjóður gullkorna þar sem dregin er upp einlæg og sannfær- andi mynd af tónskáldinu, sjóður sem hægt er að sækja í bæði skemmtun og forvitnilegan fróðleik um margbrotinn meistara. „Við töluðum lítið saman um tónlist“ BÆKUR Tónlistarsaga BEETHOVEN Í BRÉFUM OG BROTUM Bergþóra Jónsdóttir Árni Kristjánsson píanóleikari. Árni Kristjánsson þýddi. Hávallaútgáfan 2002. JÓLATÓNLEIKAR Kammer- sveitar Reykjavíkur hafa notið mikilla vinsælda og er það bæði fyrir skemmtilega tónlist og góðan flutning. Tónleikarnir 15. desem- ber í Áskirkju buðu upp á margt nýtt og forvitnilegt, fjóra unga ein- leikara og skemmtilega tónlist. Fyrsta verkið var Innganga drottningarinnar af Saba, úr órat- oríunni Salomon, eftir Handel. Óratorían var í raun frumflutt tvisvar, í seinna skiptið 1759 og þá hafði Handel bætt við 5 aríum. Þetta er skemmtilegur og litríkur hljómsveitarþáttur, þar sem stillt er upp andstæðum í hljóðfæraskip- an og var flutningurinn glæsilegur, í samræmi við frásögnina af glæsi- leika drottningarinnar, sem mun hafa heillað sjálfan Salomon. Annað verk tónleikanna var flautukonsertinn La notte op.10 nr. 2 (RV 439), sem er í anda árs- tíðanna, túlkun stemmninga og er nóttin viðfangsefnið. Þrátt fyrir sex hraðamerkingar er verkið samkvæmt þrigga kafla hefð þeirri sem Vivaldi var upphafsmaður að, því largo þættirnir eru í raun inn- gangsatriði hröðu þáttanna. Hvað sem þessu líður er þarna margt að heyra sem minnir á ýmislegt úr öðrum verkun snillingsins en leik- andi skemmtileg tónlist, er var frábærlega vel flutt af hljómsveit og einleikaranum Stefáni Hösk- uldssyni, er lék verkið af miklu ör- yggi og mótaði tónhendingar verksins skýrum dráttum. Þriðja viðfangsefnið var konsert fyrir tvö selló (RV 531) eftir Viv- aldi, skemmtilegt en eðlilega nokk- uð dimmraddað verk, þegar sellóin léku ein með konrabassa í „cont- inuo röddinni, Í verkinu er, svo sem venja er hjá Vivaldi, endur- tekning eftirlíkingar tónhendinga ráðandi og töluvert um „fúgato rit- hátt, sem var skemmtilega útfært af einleikurunum, Hrafnkeli Orra Egilssyni og Sigurði Bjarka Gunn- arssyni. Fjórða viðfangsefni tónleikanna var hornkonsert (nr. 1) eftir Haydn, sem trúlega var saminn 1762. Sá nr. 2, einnig í D-dúr, sam- inn 1781, er í flokki verka sem er ekki víst að séu eftir Haydn. Kons- ertinn er skemmtilegt verk og ger- ir töluverðar kröfur til einleik- arans, sem var Stefán Jón Bern- harðsson. Stefán lék verkið af glæsibrag, sérstaklega margt mjög fallega í hæga þættinum og loka- kaflann með töluverðum „bravúr“.. Lokaverk tónleikanna var cons- erto grosso op. 3 nr. 2, eftir Handel, glæsilegt verk þar sem skiptast á tvíleiks kaflar (soli) og samspil hljómsveitarinnar (tutti). Í fyrsta kaflanum var einleikurinn í höndum Rutar Ingólfsdóttur og Hildigunnar Halldórsdóttur. Largo kaflinn var borinn uppi af tvíleik á selló sem Hrafnkell Orri og Sigurður Bjarki sáu um, að við- bættum sérlega fallega leiknum einleik á óbó hjá Daða Kolbeins- syni, þriðji þátturinn var í heild „tutti en menúettinn, fjórði þátt- urinn, var skemmtilegt samspil óbóistanna, Daða og Peter Tompkins, ásamt fagottleikaranum Rúnari Vilbergssyni. Fiðlurnar, óbóin og fagottið fengu svo að spreyta sig í lokakaflanum sem var einstaklega vel fluttur. Í heild voru þetta frábærir tón- leikar, þar sem heyra mátti glæsi- legan einleik ungu listamannanna og einstaklega hreinan og lifandi leik hjá hljómsveitinni, undir for- ustu Rutar Ingólfsdóttur en með henni léku auk fyrrnefndra Unnur María Ingólfsdóttir, Júliana E. Kjartansdóttir, Sif Tulinius, Sig- urlaug Eðvaldsdóttir, Lilja Hjalta- dóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sarah Buckley, Richard Korn og Guðrún Óskarsdóttir. Frábærir tónleikar TÓNLIST Áskirkja Kammersveit Reykjavíkur undir forustu Rutar Ingólfsdóttur flutti verk eftir Hand- el, Vivaldi og Haydn. Einleikarar: Stefán Ragnar Höskuldsson, Hrafnkell Orri Eg- ilsson, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Stefán Jón Bernharðsson. Sunnudag- urinn 15. desember. 2002. JÓLATÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Bókin Ekki segja frá er skráð af Írisi Anítu Hafsteins- dóttur. Söguper- sónan er Saga sem fram á fullorð- insár glímir við af- leiðingar kynferð- islegrar misnotk- unar. Á sjö ára afmæli hennar hefst þrúgandi at- burðarás misbeitingar, kúgunar og öf- ugsnúinnar væntumþykju sem Saga nær ekki að brjótast út úr fyrr en á unglingsárum. Full reiði og sjálfsfyr- irlitningar snýst hún gegn foreldrum sínum og hellir sér af offorsi í eitur- lyfjaneyslu. Hún hættir í skóla og flyt- ur að heiman og eina hald hennar í til- verunni er meðleigjandi hennar Daði. Hann kynnir hana fyrir heillandi manni sem hún hrífst samstundis af og finnst svo frábær að henni finnst ekk- ert tiltökumál þótt hann stökkvi stundum upp á nef sér og sé laus höndin. Útgefandi er Forlagið. Elísabet Ann Cochran hannaði kápu. Bókin er 280 bls, prentuð í Odda hf. Verð: 4.690 kr. Frásögn B orð sem svigna undan kræsingum, þriggja og jafnvel fjögurra hæða rjómatertur þar á meðal, skonsu- brauðtertur sem eru einstakar í sinni röð og kúffullar skálar af öllu því sælgæti sem litlir angar geta torgað. Fyrir utan það hversu ást- rík hún föðuramma mín var er þessi lýsing eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar mér verður hugsað til hennar. Það var ekki komið að tómum kofunum hjá ömmu og afa, allt krökti í hnallþórum (ég hélt reynd- ar lengi vel að stórar tertur væru kallaðar hnallþórur því umrædd amma hét Þóra) og öðru heimabökuðu bakkelsi. Þar var líka troðfullur og freistandi nammiskápur. Mikil virðing var borin fyrir þessum skáp og við systurnar spurðum foreldra okkar eftir hverja heimsókn af hverju í ósköpunum slíkur nammiskápur væri ekki á okkar heimili. Allir dagar hjá ömmu og afa voru hátíðardagar. Allir dagar hjá ömmu og afa voru sem sagt nammidagar. Kannski sem betur fer bjó ég í Mosfellsbænum og fór aðeins viku- lega í heimsókn til ömmu og afa í borginni. Annars væri tannheilsa mín vafalítið verri en hún er í dag. En allt frá dögum hátíðarheim- sókna til ömmu og afa hef ég hér um bil haldið þá reglu að borða að- eins sælgæti einu sinni í viku þrátt fyrir að hafa hótað foreldrum mín- um á sínum tíma að þegar ég færi að búa myndi ég bara kaupa nammi í matinn. „Áróður“ fyrir sérstökum nammidögum ætlaði líka allt um koll að keyra þegar sonur minn kom í heiminn fyrir hartnær áratug. Þá lá við að for- eldrar væru litnir hornauga gæfu þeir börnum sínum sælgæti á milli nammidaga, slíkur var máttur her- ferðarinnar. Ég hef reyndar ekki heyrt mikið um nammidaga opin- berlega lengi en er þess þó fullviss að nýbakaðir sem reyndari for- eldrar halda vel flestir þessa góðu hefð í heiðri. En svo virðist hins vegar ekki vera með afa og ömmur einhverra hluta vegna! Þau „gömlu“ eiga það nefnilega til að eiga sælgæti í frekar óhóflegum skömmtum og eru óspör á að mata barnabörnin á herlegheitunum. Ég er reyndar svo heppin (finnst mér í dag!) að foreldrar mínir hafa alla tíð verið frekar nískir á sæl- gæti en hafa á boðstólum ávexti af ýmsu tagi fyrir orkumikil barna- börnin og stöku sinnum ís, sér- staklega eftir að ísbíllinn fór að koma hálfsmánaðarlega í heim- sókn í Mosfellsdalinn. En vinkonur mínar hafa sumar aðra sögu að segja. Ömmur og afar virðast mörg hver nefnilega alls ekkert ströng þegar kemur að nammidögum og sælgætisáti milli mála. Sleikjó þar og súkkulaðimoli hér er ekkert til að gera veður út af þó að foreldrarnir rembist við að kenna börnum sínum góða siði hvað þetta varðar. Stanslaust er hamrað á því að foreldrar eigi að huga betur að mataræði barna sinna. Þeir eru sífellt minntir á að íslensk börn eru of feit og hreyfing og hollt mataræði skipti öllu sé vilji til að snúa vörn í sókn. Nammidagar eru eitt af þessum tækjum sem foreldrar geta með einföldum hætti notað í baráttunni við sætindin. Þeir eru líka verk- færi til að gæta buddunnar því allt- af er hægt að bera því við að það sé ekki nammidagur þegar þrýst er á um nammikaup. Síðast en ekki síst eru þeir meðal til að viðhalda geð- heilsunni því nammisuð í búðum hlýtur að vera slítandi til lengdar. En á meðan börnin standa á blístri af sykri hjá ömmu og afa virðist þessi annars ágæta regla falla um sjálfa sig. Nú þegar sælgætishátíðin mikla nálgast hefur flögrað að mér að tannvernd barna ætti í framtíðinni að beina að öfum og ömmum, þó að foreldrarnir séu auðvitað alltaf mikilvægasti hlekkurinn. Þar held ég þó að sigurinn sé að mörgu leyti í höfn. Flestir eru auðvitað sammála um að hjá ömmu og afa megi gera ýmislegt sem ekki leyfist hjá mömmu og pabba. T.d. að láta „þau gömlu“ hlaupa eftir ýmsum dyntum barnabarnanna svo sem að sprauta tómatsósu út á allt mögulegt, fá ristað brauð „báðum megin“ (tvisvar í brauðristina og sneiðinni snúið við á milli) og að horfa á teiknimyndir þó að frétta- tíminn sé í sjónvarpinu. Margir kannast þó af eigin reynslu eða annarra við að fara með litlu engl- ana til afa og ömmu en fara heim um kvöldið með pirruð óargadýr í stjórnlausu sykursjokki. Ömmu- og afadagar þurfa ekki allir að vera nammidagar. Barna- börnin eru ekki komin í heimsókn til að fá nammi þó að fáránlegustu hefðir verði til, en þær búum við auðvitað til sjálf, ekki börnin. Börn vilja lesa með ömmu og spila við afa, svo eitthvað sé nefnt. Svo vilja þau fúslega smjatta á gulrót eða gulrófubita yfir Stundinni okkar. Það er hætt við að boðskapur Dýr- anna í Hálsaskógi, sem sungu um allt góða grænmetið, og íbúa Lata- bæjar, sem stunda holla lífshætti, glatist auðveldlega ef börnin háma í sig nammi á meðan Siggi sæti og Lilli klifurmús syngja og dansa á skjánum. Hér fylgir dæmisaga af sam- skiptum afa og fjögurra ára son- arsonar eftir bæjarferð: Afi: „Hér færðu súkkulaði- stykki, gullmolinn minn.“ Barnabarnið: „Nei, afi, ertu nú orðinn alveg galinn, það er ekki nammidagur. Þú mátt kaupa súkkulaðið handa mér ef þú vilt en þú verður þá að geyma það þangað til á næsta nammidegi.“ Svo mörg voru þau orð en sönn. Tekið skal fram að um eftirlætis sælgæti þess stutta var að ræða. Sælgætis- hús ömmu og afa „Nú þegar sælgætishátíðin mikla nálg- ast hefur flögrað að mér að tannvernd barna ætti í framtíðinni að beina að öf- um og ömmum, þó foreldrar séu auðvit- að alltaf mikilvægasti hlekkurinn.“ VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.