Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skráning hlutabréfa
Tækifæris hf.
Útgefandi
Tækifæri hf., kt. 631299-2299, Strandgötu 3, 600 Akureyri, sími 460 4700.
Heildarnafnverð hlutafjár
Þann 23. desember 2002 verður allt útgefið hlutafé Tækifæris hf., 542.857.872 kr. að
nafnverði, skráð á Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands hf., að uppfylltum þeim
skilyrðum sem Kauphöllin setur. Auðkenni hlutabréfa félagsins er TF.
Viðskiptavakt
Gengið hefur verið frá samningi við Íslensk verðbréf hf. um viðskiptavakt með
hlutabréf Tækifæris hf., svo sem reglur um skráningu verðbréfa á Tilboðsmarkað
Kauphallar Íslands hf. kveða á um.
Milliganga við skráningu
Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, Strandgötu 3, 600 Akureyri.
Upplýsingar og gögn
Skráningarlýsingu og gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast á heimasvæði
Tækifæris hf., www.iv.is eða hjá umsjónaraðila.
Tækifæri hf. - Strandgötu 3 - 600 Akureyri - Sími 460 4700 - www.iv.is
SPANIA Bancuta kom íheiminn fyrir þrem mán-uðum og hefur verið ein-sömul svo að segja alla
sína stuttu ævi – síðan móðir
hennar skildi hana eftir á barna-
spítalanum í Búkarest í Rúmeníu
og kom ekki aftur. En það kann að
vera langt þangað til þessi litla
sígaunastúlka fær að yfirgefa stál-
grindarúmið sitt á stofu fimm.
Líkt og á við um þúsundir ann-
arra barna mega útlendingar ekki
ættleiða Spaniu vegna tímabund-
ins banns sem rúmensk stjórnvöld
hafa sett og hefur vakið reiði hjá
fólki á Vesturlöndum sem er að
reyna að fá að ættleiða börn.
Þá hefur bannið valdið hjálp-
arstarfsfólki áhyggjum, því það
telur að börnin séu nú dæmd til
dvalar á munaðarleysingjahælum.
Bannið var sett á í júní í fyrra eft-
ir að Evrópusambandið (ESB) hélt
því fram, að Rúmenía væri orðin
að markaðstorgi með börn og
myndi það torvelda landinu að fá
aðild að sambandinu. Bannið varð
til þess að ESB komst upp á kant
við Bandaríkin, er tóku afstöðu
með bandarískum, ísraelskum,
spænskum og frönskum pörum
sem voru að leita að börnum til að
ættleiða.
Breska barónessan Emma Nich-
olson, sem er embættismaður hjá
ESB og hefur gengið hvað harðast
fram í því að reyna að fá Rúmena
til að herða lög um ættleiðingar
barna, segir að Rúmenía liggi vel
við höggi mafíósa sem noti börn.
Bandaríkjamenn myndu aldrei
leyfa að bandarísk börn væru flutt
til annarra landa með þeim hætti
sem rúmensk börn væru, sagði
Nicholson, og ættu Bandaríkja-
menn því að sýna rúmenskum fjöl-
skyldum sömu virðingu og sínum
eigin.
„Því lengur sem þeir draga það
að setja lög um ættleiðingar til út-
landa, því verra er það fyrir börn-
in,“ sagði systir Mary Rose
Christy, bandarísk nunna sem
starfar í Rúmeníu. „Þetta bitnar á
börnunum.“
Fátt af því sem komið hefur í
ljós síðan kommúnisminn hrundi
hefur vakið meiri hneykslun en
slæmt hlutskipti yfirgefinna
barna, sem er hvergi verra en í
Rúmeníu. Einræðisherrann Nic-
olae Ceausescu hafði bannað fóst-
ureyðingar og getnaðarvarnir og
fjölskyldur sem höfðu ekki efni á
að sjá börnum sínum farborða
settu þau í umsjá hins opinbera.
ESB vill að ættleiðing til út-
landa verði síðasti valkosturinn,
eftir að fullreynt er með fóstur-
heimili eða ættleiðingu innanlands.
Allt skuli gert til að finna börn-
unum góð heimili miðað við rúm-
enskar aðstæður, sagði Nicholson.
Bannið á að falla úr gildi í febrúar
en mögulegt er að framlengja það
ef nýju ættleiðingarlögin hafa ekki
verið samþykkt.
Ráðamenn í Rúmeníu hafa litla
samúð með andstæðingum banns-
ins. Forsetinn, Ion Iliescu, sagði í
síðasta mánuði: „Bandaríkjamenn
ættu að búa til sín eigin börn. Ef
þeir vilja börn ættu þeir að fara til
landa þar sem fæðingartíðni er há.
Meginmarkmið okkar er að bæta
hlutskipti allra barna í landinu.“
Rúmenskir embættismenn segja
að flest þau 84 þúsund börn sem
eru á framfæri hins opinbera séu
ekki ættleiðingarhæf heldur búi á
ríkisreknum stofnunum en for-
eldrar þeirra heimsæki þau reglu-
lega til þess að halda forræðinu.
„Það var mikil spilling í ættleið-
ingakerfinu,“ sagði Adrian Nast-
ase forsætisráðherra. Áður en
bannið var sett hefðu rúmensk
ungbörn verið seld á Netinu fyrir
allt að 50 þúsund dollara (um 4,3
milljónir króna) og ríkið hefði ekki
átt neina lagalega möguleika á að
skerast í leikinn.
En lítil von er til þess að börn
eins og Spania verði ættleidd í
Rúmeníu, þar sem fordómar gagn-
vart sígaunum eru djúpstæðir. Fé-
lagsmálafulltrúinn Georgeta Ciob-
anu er að reyna að hafa uppi á
foreldrum Spaniu til þess að ganga
úr skugga um hvort þeir vilji í
raun og veru gefa hana endanlega
frá sér.
Á meðan foreldrarnir finnast
ekki heimsækir Ciobanu Spaniu
litlu reglulega og tekur hana í
fangið. „Henni finnst gott að láta
halda á sér,“ segir Ciobanu.
Gott að láta halda á sér
AP
Sígaunastúlkan Spania í höndum hjúkrunarkonu í Búkarest. Fordómar gagnvart sígaunum eru miklir í Rúmeníu.
’ Það var mikilspilling í ættleið-
ingakerfinu. ‘
Búkarest. AP.
Bann við ætt-
leiðingum rúm-
enskra barna til
útlanda veldur
deilum
PETER Foster, Ástralinn sem
aðstoðaði Cherie Blair við að
kaupa íbúðarhúsnæði nýverið,
lýsti því í
gær yfir að
eiginkona
forsætisráð-
herrans
breska hefði
ekki komið
að tilraun-
um hans til
að komast
hjá því að
verða vísað
úr landi. Ásakanir hafa verið
uppi um að Cherie hafi beitt
áhrifum sínum til að hjálpa
Foster, en hann segir nú að hún
hafi aðeins veitt sér lögfræðileg-
ar upplýsingar. Bað hann Blair-
hjónin afsökunar á þeim ama
sem tengsl Cherie við hann
hefðu valdið þeim.
Afganskar
konur hafa
það slæmt
KONUR í Afganistan hafa það
að mörgu leyti alveg jafnslæmt
nú og í stjórnartíð talibana.
Þetta eru niðurstöðar rann-
sóknar, sem Human Rights
Watch-samtökin kynntu í gær.
Zama Coursen-Neff, sem
gerði rannsóknina, sagði marga
standa í þeirri trú að allt hefði
breyst á einni nóttu við það að
talibanar skyldu reknir frá völd-
um; einkum og sér í lagi að
staða kvenna væri nú önnur og
betri. Þetta væri rangt, mann-
réttindi væru enn brotin á kon-
um víða í Afganistan.
Lykketoft
nýr leiðtogi
DANSKIR jafnaðarmenn völdu
á laugardag Mogens Lykketoft,
fyrrverandi utanríkisráðherra,
sem nýjan
leiðtoga
Jafnaðar-
manna-
flokksins en
Poul Nyrup
Rasmussen,
fyrrverandi
forsætisráð-
herra, til-
kynnti ný-
verið um
afsögn sína.
Lykketoft varaði í ræðu, sem
hann flutti á flokksþinginu um
helgina, við of miklum skatta-
lækkunum, en ríkisstjórn And-
ers Fogh Rasmussen hefur þær
á sinni stefnuskrá.
Vandræði
Lotts aukast
VANDRÆÐI Trents Lotts,
leiðtoga repúblikana í öldunga-
deild Bandaríkjaþings, jukust
um helgina en þá sagðist Don
Nickles, næstáhrifamesti þing-
maður repúblikana í öldunga-
deildinni, hlynntur því að leið-
togakjör færi fram áður en þing
kemur saman að nýju. Kvaðst
hann óttast að kjósendur sner-
ust gegn Repúblikanaflokknum
ef Lott gegndi áfram hlutverki
leiðtoga þeirra í þinginu en Lott
hefur verið hart gagnrýndur
vegna ummæla sem hann lét
falla í 100 ára afmæli þing-
mannsins Stroms Thurmonds
nýverið. Mátti túlka orð Lotts
þar með þeim hætti að hann
styddi aðskilnað svartra manna
og hvítra í Bandaríkjunum.
STUTT
Cherie gerði
ekkert rangt
Peter Foster
Mogens
Lykketoft
TILLÖGUR framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, ESB, í landbún-
aðarmálum voru kynntar í gær en
þær fela í sér, að útflutningsstyrkir
verði lækkaðir um 45%, beinn stuðn-
ingur við bændur um 55% og tollar
lækkaðir um 36%.
Franz Fischler, sem fer með land-
búnaðarmál í framkvæmdastjórninni,
kynnti tillögurnar en þær hafa verið
lagðar fyrir Heimsviðskiptastofn-
unina, WTO. Í þeim eru einnig til-
teknar ráðstafanir til að hjálpa þróun-
arríkjunum og þá einkanlega með því
að fella niður kvóta á innflutningi
landbúnaðarvara frá þeim fátækustu.
Fischler lagði hins vegar áherslu á, að
tillagan um minni niðurgreiðslur væri
háð því, að önnur þróuð ríki færu eins
að.
Fischler sagði, að tillögurnar væru
„raunhæfar“ og endurspegluðu þá
stefnu ESB, sem samþykkt var í
Doha í Qatar á síðasta ári, að ryðja
burt öllum viðskiptahindrunum.
Viðræður Heimsviðskiptastofnun-
arinnar um aukið frelsi í viðskiptum
með landbúnaðarafurðir eiga að hefj-
ast fyrir mitt næsta ár. Hefur tillagna
ESB verið beðið með eftirvæntingu
þar sem flestir hafa þegar skilað inn
sínum.
ESB vill
stórlækka
niður-
greiðslur
Brussel. AFP.