Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 43 ✝ Brynjólfur Krist-insson vélstjóri á Akureyri var fæddur á Hjaltastöðum í Skíðadal 1. desember 1915. Hann lést Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristinn Ölver Sigurðsson sjómaður og verkamaður frá Helgafelli í Svarfað- ardal, f. 16. júní 1889, d. 3. mars 1977, og Sigrún Hjartardóttir, húsmóðir í Harðangri, frá Öldu- hrygg í Svarfaðardal, f. 6. mars 1892, d. 25. maí 1986. Systkini Brynjólfs eru Hulda, f. 26. ágúst 1921, gift Aðalsteini Kristjáns- syni; Hjördís lést á unga aldri; Hrönn, f. 26. mars 1925, gift Braga Eiríki Pálssyni; Sigfús, f. 18.02. 1928, og Sigurhjörtur Stef- án, f. 16. júlí 1931. Brynjólfur kvæntist hinn 6. ágúst 1938 Guð- rúnu Margréti Arngrímsdóttur, f. 9. mars 1919. Foreldrar hennar voru Arngrímur Jónsson, f. 20. maí 1888, d. 5. janúar 1931, og Helga Sigríður Jónsdóttir, f. 20. október 1891, d. 2. janúar 1972. Synir Guðrúnar og Brynjólfs eru: a) Þröstur, f. 27. maí 1942 kvænt- ur Sigríði Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Sigurð Rúnar, f. 29. sept 1961, látinn; Svölu Brynju, f. 27. júní 1965 og Guðrúnu Mar- gréti, f. 27. nóvember 1967. b) Reynir, f. 7. febrúar 1945, kvænt- ur Elísabetu Erlu Kristjánsdóttur, börn þeirra eru Rakel, f. 26. sept- ember 1971, og Víðir, f. 1. sept- ember 1976, þá á Reynir Jón Ágúst, f. 25. október 1965, með Snjólaugu Bragadóttur. c) Arn- grímur Kristinn, f. 29. maí 1952, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur, börn þeirra eru Arn- ar Már, f. 22. sept- ember 1972, Örvar, f. 15. apríl 1975, Guðrún, f. 2. nóvem- ber 1982, og Árni Freyr, f. 15. apríl 1992. Barnabarna- börnin eru níu. Brynjólfur ólst að miklu leyti upp í Glerárþorpi þar sem foreldrar hans bjuggu í bænum Harðangri, síðar byggðu þau Mel- gerði en Brynjólfur og Guðrún reistu sér nýtt hús í Harðangri, sem þau fluttu inn í 1942. Brynjólfur lauk barnaskóla- námi frá barnaskóla Glæsibæjar- hrepps 1929. Á fyrstu hjúskapar- árum sínum unnu þau Guðrún og Brynjólfur saman í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum en síðan sneri hann sér að sjó- mennsku, fyrst sem háseti en síð- ar sem vélstjóri. Hann lauk prófi í hinu minna mótornámskeiði sem haldið var á Akureyri 1948 og var eftir það vélstjóri á ýmsum skip- um, lengst af á Stíganda frá Ólafs- firði, Akraborg, Ólafi Magnússyni ofl. allt til ársins 1968 en síðustu árum sjómennsku sinnar var hann á flóabátnum Drangi sem þjónaði Eyjafjarðarsvæðinu og Grímsey. Brynjólfur var alla ævi mikill áhugamaður um íþróttir og þá sérstaklega knattspyrnu og lét með liði Þórs á Akureyri á unga aldri, en hann var alla tíð einlæg- ur Þórsari. Hann hafði ávallt mjög gaman að horfa á knattspyrnu og var ásamt félögum sínum fasta- gestur á vellinum þegar Akureyr- arliðin voru að spila. Útför Brynjólfs verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim, sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta, hjálp í lífsins vanda’ og þraut. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er, en þú hefur afl að bera. Orka blundar næg í þér. Þerra’ðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. (Höfundur ókunnur.) Mig langar til að kveðja tengdaföð- ur minn, Brynjólf, með versunum hér að ofan sem mér finnst lýsa honum svo vel og gætu hafa verið einkunn- arorð hans í lífinu. Hann var sann- kölluð hetja. Síðustu árin hafa þau hjónin, Guðrún og Brynjólfur dvalið í Vesturhlíð, enda heilsan farin að dvína hjá þeim báðum. Það hefur ver- ið yndislegt að koma til þeirra og finna ástina og umhyggjuna sem þau báru hvort fyrir öðru. Endalaus þol- inmæði og æðruleysi hafa einkennt þessi síðustu ár. Missir Guðrúnar tengdamóður minnar er mikill og bið ég góðan Guð að styrkja hana í sorg- inni. Að leiðarlokum vil ég þakka Brynj- ólfi fyrir ástúð hans í minn garð frá fyrstu tíð. Ég kveð hann með virðingu og þökk. Jóhanna. Hugurinn leitar til Harðangurs á Akureyri, á bernskuslóðir. Minningin kallar fram hlýjar og angurværar til- finningar, kallar fram hljóð og ilm- andi rósalykt. Við erum komin á heimili heiðurshjónanna Guðrúnar Margrétar Arngrímsdóttur og Brynj- ólfs Kristinssonar, í húsi sem þau reistu sér og stækkandi fjölskyldu á árunum 1940-1942. Í næsta nágrenni til beggja handa voru foreldrar þeirra ungu hjóna, Sigrún og Kristinn í Mel- gerði og Helga Sigríður á Grímsstöð- um. Á þessu heimili var engum í kot vís- að, opið út á hlað fyrir syni, tengda- dætur, ættingja og eða vini og við barnabörnin sérstaklega velkomin til styttri eða skemmri tíma. Á þessu heimili var gott að vera, jafnvel fyrir matvanda, því í Harðangri var mat- urinn einhverra hluta vegna alltaf bragðgóður og endalaust glatt á hjalla hjá okkur krökkunum. Þegar hugurinn hverfur svona aftur er varla hægt að muna sólbjartari daga – og við þessa minningu lifum við nú. Afi Binni, eins og hann var oftast kallaður af fjölskyldunni, var heima- kær maður þegar hann eygði loksins möguleika á því að koma í land eftir áralöng sjómannsár. Við börnin hljót- um þó að hafa kynnst honum á annan hátt en synir hans þrír en svo mikið er víst að þar hefur uppeldi, ástúð og víðsýni foreldranna verið í fyrirrúmi, þrátt fyrir krepputímann og tíðar- andann þá, því allir eru þeir bræður vel gerðir og góðir menn og allir mik- ið líkir föður sínum í háttum. Við systkinin fengum rjómann af tíma föðurforeldranna og nutum við þess út í ystu æsar. Afi Binni var ætíð hlýr við okkur, rólegur og þolinmóður þrátt fyrir að þakið væri af rifna af húsinu sökum ærslagangs. Við komum oft til Akureyrar, frá Húsavík, á sumrin, um jól eða á pásk- um til lengri eða skemmri dvalar og þá var margt brallað. Eru minni- stæðar berjaferðirnar þar sem afi glotti mikið, án þess að segja orð, við nýtíndu kindaspörðin okkar sem við heldum að væru ber, göngutúrarnir með innkaupanetið í búðina þar sem goskassinn var með för og afi „fyllti á“ eða æsispennandi fótboltaleikur, sem er nú saga út af fyrir sig þegar kom að afa og fótbolta. Það skipti sennilega minnstu máli hver dægra- styttingin var því það er þessi ein- staka nærvera afa Binna sem situr eftir, sjálfsögð þá, en ljúf minning nú. Allir sem þekktu til Binna vita að hann var ávallt og einlægur þórsari og spilaði knattspyrnu með félaginu af miklum eldmóði á árum áður. Þeg- ar hann var um sextugt fórum við barnabörnin, sem vorum að fá vit í kollinn, að taka eftir því að hann lagði oft bílnum sínum á klöppina háu fyrir ofan Þórsvöllinn til þess að skapa sér pláss fyrir öðrum bílum áður en fót- boltaleikur hófst. Og kom síðar með kaffibrúsann góða og settist inn í bíl til þess að fá skjól fyrir vindi og ís- lenskri láréttri rigningu. Þetta athæfi kitlaði hláturtaugar okkar krakkanna því þegar á allt var litið var útidyra- hurðin á Harðangri aðeins í nokkura metra fjarlægð. Þetta var hans lúxus. Afi Binni var mikil félagsvera og enginn skyldi börnin betur en hann þegar suðað var um skíðaferðir í Hlíð- arfjall eða KFUM og K fundi og sum- arbúðir út í sveit. Hann var alltaf reiðubúinn að koma okkur þangað sem hugur okkar stóð. Þær eru ófáar ferðirnar með honum upp í Hlíðar- fjall, út eftir sveitinni, í bíó eða á sunnudagsrúntinn. Á þeim tímum gáfu menn sér góðan tíma til að staldra við, spjalla og njóta veðurblíð- unnar með ís í hönd. Einn allra besti eiginleiki afa Binna var þessi djúpa viska sem hann bar. Orð voru oft svo óþörf og nægði oftast að líta á hann til að fá tilfinningu fyrir því sem var að gerast í kringum okk- ur eða til að eiga heilar samræður – í þögninni. Gagnkvæmur skilningur var alltaf til staðar. Það hefur aldrei farið fram hjá okkur hversu gáfaður, minnugur og vel gerður hann Binni var, okkar viskubrunnur, því hélt hann til hinsta dags. Og glettinn var hann, til augna og svips, sennilegast hinn mesti prakkari á sínum yngri ár- um því hann var það svo sannarlega á sínum efri. Eiginleiki sem hann hélt út lífð ásamt því að vera alltaf sann- arlega dagfarsprúður og hlýr. Nú er hún Snorrabuð stekkur og mikið skarð komið í garð fjölskyld- unnar nú þegar dagur Brynjólfs, föð- ur og afa, er að kvöldi kominn og hann genginn. Við þökkum honum innilega fyrir lífgjöfina, ástúðina, kærleikann og alla samfylgd og það eitt að vera og að vera í hjörtum okkar um aldur og ævi. Megi góður guð styrkja Guðrúnu Margréti, elsku móður og ömmu, í sorginni og á þeirri lífsleið sem hún á nú fyrir höndum. Guðrún Margrét og Svala Brynja. Amma og afi í „Norður“ – Amma og afi í „Hangi“. Þannig kölluðum við í daglegu tali heimili móður- og föð- urforeldranna; Norðurgata á Eyrinni og Harðangur í Þorpinu. Við á Brekk- unni. Húsið Harðangur einhvern veg- inn afskekkt þar sem það stendur eitt uppi á hæðinni með útsýni út fjörðinn, kannski er það tengingin við Noreg – efast reyndar líka um að búið sé að malbika þar enn. Og eitt af fáum bæj- arnöfnum sem eftir eru inni í bænum. Þorpið var líka hálf uggvænlegur staður fyrir sum okkar; bústaður svo- nefndra Þórsara sem runnu einatt saman í vitundinni við púkana á Álfa- brennum þarlendra. En það var eitt- hvað sem dró mann yfir víglínuna, Glerána. Ég man vart eftir hlýlegra húsi. Mér finnst sem alltaf hafi verið kristalsskál með bismark brjóstsykri á litla borðinu í stofunni. Kjallarinn fullur af teiknimyndasögum í eigu Jonna. Amma og afi innanum rósirn- ar í gróðurhúsinu. Brynjólfur afi var hlédrægur mað- ur en brosmildur og stutt í hláturinn. Hann var víst vélstjóri, pabbi og ef- laust ýmislegt fleira – en þegar ég fór að muna eftir mér var hann kominn í fullt starf sem afi í hinum helga steini – til marks um það var áhuginn á fót- bolta. Hann fylgdist með enska bolt- anum á hverjum laugardegi frá þeim tíma er bæði liðin léku í svarthvítum búningum. Liverpool-maður og skráði niður öll úrslit í stílabók. Mig grunar að hann hafi séð alla leikina í heimsmeistarakeppninni í sumar. Senn líður að jólum. Aðfangadags- kvöld í Harðangri eru sérstaklega ljúf í minningunni. Lengi vel höfðum við þann sið að fara til ömmu og afa seint um kvöldið í kakó og bakkelsi og pakkatörn seinni. Þeirra stunda minnumst við og þökkum fyrir um þessi jól er við kveðjum Brynjólf afa. Bara nokkur kveðjuorð frá okkur. Arnar Már, Árni Freyr, Guðrún og Örvar. BRYNJÓLFUR KRISTINSSON Þökkum streymandi hlýju innanlands og utan að vegna andláts og útfarar eiginmanns og vinar, SIGURLINNA SIGURLINNASONAR. Sérstakar þakkir til almennrar skurðdeildar 13G á Landspítala. Ingibjörg Einarsdóttir, Sigurlinni Sigurlinnason, Jóhanna Kondrup, Þórhildur Ólafs, Gunnþór Ingason, Finnur Þ. Gunnþórsson, Þórður Þ. Gunnþórsson, Bergur Þ. Gunnþórsson og aðrir vandamenn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR BJÖRN BRYNJÓLFSSON frá Hrísey, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, þriðjudaginn 17. desember, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins eða Sunnuhlíð. Helga Guðrún Schiöth, Rafn Halldór Gíslason, Alda Hallgrímsdóttir, Gísli Hinrik Sigurðsson, Jónína Sigríður Lárusdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Halldór Ásgrímsson, Ásta Sigurðardóttir Schiöth, Ellert Jón Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til ykkar fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDAR SIGURÐARDÓTTUR, Brávöllum 11, Húsavík. Málmfríður Pálsdóttir, Björn Líndal, Sigurður Pálsson, Sólveig Karvelsdóttir, Kristján Pálsson, Rannveig Benediktsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét Höskuldsdóttir, Ásm. Sverrir Pálsson, Ásthildur Bjarnadóttir, Þuríður Anna Pálsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug og studdu okkur við andlát og útför ástkærs föður míns og bróður okkar, ÞÓRIS SIGURÐSSONAR veðurfræðings. Sigurður Hjaltalín Þórisson, Þuríður Sigurðardóttir, Katrín Sigurðardóttir, Jóna Sigrún Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug og studdu okkur við andlát og útför elsku mannsins míns, föður, tengda- föður og afa, ELLERTS JÓNS JÓNSSONAR, Fífuseli 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi, Heimahlynningar Krabbameinsfélags- ins og deilda 11E og 12G á Landspítalanum við Hringbraut. Þórdís Hlöðversdóttir, Hlöðver Ellertsson, Helga Guðmundsdóttir, Hrefna og Þórdís Hlöðversdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.