Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudag 17. des. 14.00-20.00 Miðvikudag 18. des. 12.00-20.00 Fimmtudag 19.des. 12.00-20.00 Föstudag 20. des. 12.00-22.00 Laugardag 21. des. 10.00-22.00 Sunnudag 22. des. 10.00-22.00 Mánudag 23. des. 10.00-22.00 ...er opið Allir krakkar sem koma í Ævintýralandið til jóla fá jólasveinahúfu.* * meðan birgðir endast. Verslanir Kringlunnar eru opnar til 22.00 til jóla. „MÉR finnst rigningin góð,“ söng Helgi Björnsson í hljómsveitinni Síðan skein sól af mikilli innlifun um árið og er hann ekki einn um að vera hrifinn af rigningu. Leik- arar Þjóðleikhússins dönsuðu í úr- helli á stóra sviðinu síðasta vetur og fetuðu þar með í fótspor ekki ófrægari dansara en Gene Kelly, Debbie Reynolds og Donald O’Conner sem steppuðu sig inn í hjörtu áhorfenda í hinni ódauð- legu kvikmynd Singin’ in the rain. Þessi vegfarandi virðist hafa sérstakt dálæti á þeirri kvikmynd, hann skýldi sér a.m.k. undan regndropunum í höfuðborginni með þessari regnhlíf, sem er merkt myndinni frægu. Hann hef- ur kannski tekið nokkur dansspor í regnpollunum þegar enginn sá til. Morgunblaðið/Jim Smart Rigning í Reykjavík UM 23 þúsund manns eru í vanskil- um með lífeyrisiðgjald til lífeyris- sjóða vegna tekna síðasta árs. Um helmingur þessa hóps eru einstak- lingar með eigin atvinnurekstur. Meðalvanskil eru um 79 þúsund krónur, en margir skulda nokkur hundruð þúsund í lífeyrisiðgjöld. Ný lög um skyldutryggingu lífeyr- isréttinda tóku gildi 1. júlí árið 1998, en samkvæmt lögunum ber öllum launþegum á aldrinum 16-70 ára að greiða iðgjald í lífeyrissjóði af launum sínum. Þó eldri lög hafi einnig gert ráð fyrir þessari skyldutryggingu varð sú breyting árið 1998 að eftirlit með því að fólk stæði skil á greiðslum var stóraukið. Nú eru upplýsingar frá lífeyris- sjóðum samkeyrðar með upplýsing- um frá skattstjórum. Allir sem skulda meira en 10 þúsund krónur í lífeyr- isiðgjald fá senda tilkynningu um vanskil. Ríkisskattstjóri sendir lífeyr- issjóðum vanskilalista 20. september ár hvert og viðbótarvanskilalistar eru sendir 20. desember. Dregið hefur úr vanskilum Ásgeir Heimir Guðmundsson, for- stöðumaður eftirlitsskrifstofu ríkis- skattstjóra, segir að vissir hnökrar hafi verið á eftirliti fyrst eftir gild- istöku laganna. Eftirlitið sé hins veg- ar komið í betra horf nú. Árið 1999 voru 27 þúsund manns í vanskilum, 25 þúsund árið eftir og nú séu 23 þús- und launþegar í vanskilum vegna tekna síðasta árs. Meðalvanskil hafa hins vegar ekki lækkað að sama skapi, en þau voru heldur hærri í fyrra en árin á undan. Þetta þarf hins vegar ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að launa- vísitala hækkaði um 8,9% í fyrra. Fyrirtækjum ber að draga lífeyr- isiðgjöld af starfsmönnum sínum og skila þeim til lífeyrissjóða. Ásgeir segir að um helmingur af vanskilun- um sé til kominn af því að fyrirtæki skili ekki iðgjöldunum. Harðar kröfur séu gerðar til fyrirtækja um að gera strax full skil. Sum þessara fyrir- tækja skili ekki iðgjöldunum vegna þess að þau séu komin í þrot og sum- um tilfellum lendi það á Ábyrgðar- sjóði launa að greiða iðgjöldin. Sjóð- urinn ber hins vegar ekki ábyrgð á iðgjöldum vegna séreignasparnaðar. Þeir sem eru með eigin atvinnu- rekstur verða einnig að greiða lífeyr- isiðgjald, en þeir þurfa að gera skil á bæði hlut launþegans (4%) og hlut at- vinnurekandans (6%). Um 23 þúsund eru með lífeyrisiðgjöld í vanskilum JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra og forysta Alþýðusambands Íslands, ASÍ, eru í meginatriðum sammála um hvernig heilbrigðis- kerfi landsmanna eigi að vera best rekið og hvað helst þurfi að laga. Meðal þess er að bæta aðgengi að grunnþjónustunni, efla hana og draga úr kostnaði vegna sérfræði- þjónustu. Helsti ágreiningurinn snýr að því hvort taka eigi upp tilvísana- kerfi eða ekki. Þetta kom fram á fundi sem ráð- herra átti í gær ásamt embættis- mönnum sínum með Grétari Þor- steinssyni, forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssyni, framkvæmdastjóra ASÍ, og Þorbirni Guðmundssyni, for- manni velferðarnefndar ASÍ. Jón óskaði eftir fundinum í kjölfar ítarlegrar samþykktar ársfundar ASÍ fyrr í vetur um velferðarmál. Ákveðið var að samstarfsnefnd ráðu- neytisins og ASÍ taki til starfa að nýju til að fjalla um heilbrigðis- og velferðarmál í heild sinni. Jón segir jákvætt þegar stór sam- tök á borð við ASÍ láta heilbrigðis- málin sig miklu skipta. „Mér þótti rétt að við skiptumst á skoðunum um samþykkt ársfundarins. Í ljós kom að okkar skoðanir fara saman í veigamiklum atriðum. ASÍ gerir sér grein fyrir því að við fáum ekki án enda meiri fjármuni í heilbrigðis- kerfið, með um 40% af ríkisútgjöld- unum. Ekki getum við vænst þess að það rjúki upp næstu áratugina. Þess vegna ríkir mikill skilningur á því að peningarnir innan kerfisins nýtist sem best. Áherslur okkar og ASÍ fara m.a. saman um það að nýta grunnþjónustuna sem mest og byggja hana upp. Ég er einnig sam- mála því að í ýmsum greinum megi nýta kosti einkarekstrar í heilbrigð- isþjónustu en ég geri skýran grein- armun á einkarekstri og einkavæð- ingu,“ sagði Jón. Gagnlegur fundur að mati ASÍ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að fundurinn með ráðherra hafi verið einkar gagnlegur og ekki hefðu mörg ágreiningsatriði komið fram. Varðandi hugmyndir um tilvísana- kerfi sagði Grétar þær ekki fullmót- aðar og ekki væri endilega verið að tala um sama kerfi og hefði komið til tals á sínum tíma. Þetta mál og fleiri yrðu tekin fyrir í nefndinni. „Útaf fyrir sig er heilbrigðiskerfið okkar bara ágætt en við teljum að ýmis einkenni hafi komið fram á seinni árum sem séu að veikja það. Við teljum það ekki lausn til fram- tíðar að kalla eftir sífellt meira fjár- magni heldur er þetta frekar spurn- ing um að skipuleggja kerfið betur innan frá,“ sagði Grétar. Heilbrigðisráðherra og forysta ASÍ ræddu heilbrigðiskerfið Aðilar sam- mála um hvað þarf að bæta ÞÓRÓLFUR Halldórsson, formað- ur stjórnar kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Norðvesturkjör- dæmi, segir að niðurstöður próf- kjörsins standi eins og fram hafi komið á stjórnarfundi ráðsins í Hrútafirði fyrir um mánuði. Í gær sendi Vilhjálmur Egilsson alþingismaður stjórn kjördæmisráðs flokksins í Norðvesturkjördæmi bréf þar sem hann fer fram á að próf- kjörið, sem haldið var 9. nóvember, „verði ógilt vegna þeirra annmarka sem voru á framkvæmd utankjör- staðakosningar vegna þess“. Vil- hjálmur vísar til 20. gr. þágildandi prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins þar sem kemur fram að ágreiningi um önnur atriði vegna prófkjörsins megi skjóta til úrskurðar stjórnar kjördæmisráðs, en með bréfinu fylgir ýtarleg greinargerð. Vilhjálmur segist ekki líta svo á að málið hafi verið afgreitt í Staðarflöt fyrir um mánuði, eins og formaður kjördæmisráðs segi, heldur hafi nið- urstaða kjörnefndar fyrst og fremst verið kynnt en ekki samþykkt eða rædd. Framkvæmd prófkjörsins og óskin um ógildingu þess séu aðalat- riði málsins, „hvort eigi að ríkja eðli- legt lýðræði í landinu að þessu leyti“. Ekki tilefni til að kjördæmis- ráð taki málið upp á ný Þórólfur segir að stjórn kjördæm- isráðsins hafi fjallað um málið á fyrr- nefndum fundi. Samkvæmt 20. grein prófkjörsreglnanna komi fram að hægt sé að vísa ágreiningi sem komi upp í kjörnefnd til stjórnar kjör- dæmisráðs. Komi þar upp ágreining- ur megi vísa honum til miðstjórnar flokksins. „Það var raunar á þessum forsendum sem miðstjórnin tók ekki efnislega afstöðu til erindisins í síð- ustu viku vegna þess að þá var ekki ágreiningur í stjórn kjördæmisráðs- ins. Sömu rök lúta að því að það er ekki ágreiningur í kjörnefndinni og þar af leiðandi er ekki tilefni til þess að stjórn kjördæmisráðs taki þetta mál upp á ný.“ Að sögn Þórólfs verður erindi Vil- hjálms tekið fyrir á fundi stjórnar í janúar, en það hafi verið rætt efn- islega í síma og breyti engu um framhaldið. Krafa Vilhjálms breytir ekki nið- urstöðum ÖRYGGISNEFND Háskóla Íslands hefur hafið samstarf við forvarnar- deild lögreglunnar í því skyni að tryggja betur öryggi nemenda, starfsmanna og ökutækja á svæðinu. Lögreglan fagnar frumkvæði Há- skólans í þessu máli. Fyrir helgi var ráðist á nemanda og hann rændur á göngustígnum milli aðalbyggingar HÍ og Fé- lagsstofnunar stúdenta. Nemandinn, sem var á leið í próf um klukkan 9 að morgni, slapp með minni háttar lík- amlega áverka en árásarmaðurinn var vopnaður eggvopni. Árásir hafa áður átt sér stað á stígnum en aldrei áður á vinnutíma. Öryggisnefnd HÍ sendi frá sér til- kynningu til nemenda og starfs- manna í gær þar sem fólk á leið um háskólasvæðið í skammdeginu beðið um að fara gætilega. Segir að HÍ líti árásina mjög alvarlegum augum en vegna fjölgunar innbrota í bifreiðar á svæðinu hafi lýsing verið bætt á bílastæðum skólans og stefnt sé að því að auka lýsingu í trjágöngunum milli Félagsstofnunar og Árnagarðs. Öryggismál skoðuð á há- skólasvæðinu KARLMAÐUR á níræðisaldri, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, tilkynnti á sunnudag að 160.000 krónum hefði verið stolið úr íbúð hans á heimilinu. Málið var kært til lögreglunnar í Reykjavík sem hefur það til rannsóknar. Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistuheimilanna, segir að ránið muni hafa verið framið á fimmtudag. Stjórnendur Hrafn- istu muni aðstoða lögreglu eftir mætti við rannsóknina. Á Hrafn- istu séu öryggiseftirlitsmyndavél- ar á göngum og hægt sé að skoða upptökur frá þeim tíma sem þjófnaðurinn er sagður hafa átt sér stað og kanna hverjir fóru inn í vistarverur mannsins. Yfir 300 manns búa á Hrafnistu í Reykjavík og starfsfólk er um 450 talsins. Enn fleiri fara um heimilið á hverjum degi, m.a. ætt- ingjar heimilisfólksins. 160.000 krónum stolið frá íbúa á Hrafnistu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.