Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 35 Model 6337DWDE 14,4 V NiMH - 2,6 Ah L 0-400 sn/mín H 0-1300 sn/mín Max 65 Nm Model 6347DWDE 18 V NiMH - 2,6 Ah L 0-400 sn/mín H 0-1300 sn/mín Max 80 Nm 30 ár á Íslandi 1972 - 2002 JÓLATILBOÐ Skí›apakkar - um jólin Catmandoo snjógallar 5.990 kr. Stær›ir: 90-130. Litir: Rau›ur og blár Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 Barnaskí›apakkar: 15% afsláttur ef keypt eru skí›i, bindingar og skór HVER er tilgangur Landsvirkj- unar? Væntanlega sá að sjá lands- mönnum fyrir sem ódýrustu raf- magni. En til þess að svo megi verða gengur ekki að fyrirtækið sé rekið af pólitískum kommisörum. Pólitíska þríeykið sem nú ræður ríkjum á LSV, þeir Jóhannes Geir Sigur- geirsson stjórnarformaður, Friðrik Sophusson forstjóri og Stefán Pét- ursson fjármálastjóri hafa það hlut- verk að virkjað verði við Kára- hnjúka. „Misskilningur“ um væntanlegan arð Margítrekað hefur verið fullyrt, af hálfu forstjóra og fjármálastjóra LSV, að fjárfesting í Kárahnjúka- virkjun muni skila fyrirtækinu 14% arði af eigin fé. Til að gæða þessa fullyrðingu trúverðugleika hefur gjarnan verið nefnt að Sumitomo Mitsui Banking Corp. hafi staðfest að þessi arðsemi sé mjög eðlileg fyr- ir fyrirtæki í þessari grein! Hvað merkir þessi staðfesting hins japanska banka? Einfaldlega að 12–14% ávöxtunarkrafa eigin fjár sé eðlileg miðað við áhættuna sem í Kárahnjúkaverkefninu er fólgið! SMBC tekur mjög skýrt fram í sinni greinargerð að allar tölulegar upp- lýsingar að baki útreikningunum séu alfarið á ábyrgð LSV. Forstjóri LSV þrástagast á að hinn japanski banki hafi „staðfest“ að útreikningar LSV væru „réttir“, í stað þess að taka af öll tvímæli með því að birta 6 neðstu línur á bls. 3 úr skýrslu SMBC dags. 3. september 2001. Þannig vonast hann til að afstaða manna til málsins ráðist nær eingöngu af tilfinninga- rökum, svipuðum þeim þegar menn taka afstöðu með/móti fótboltaliði. Friðrik Sophusson, forstjóri LSV, hefur greinilega ekki enn áttað sig á því að önnur lögmál gilda úti í þjóð- félaginu en í pólitískum karpheimi stjórnmálanna. Í þeim heimi, sem hann hefur lengst af dvalist í, helgar tilgangurinn meðalið. Þar gildir að „betra sé að veifa röngu tré en öngu“. En í heimi raunveruleikans, þar sem m.a. eru teknar ákvarðanir um stórar fjárfestingar, lifa þeir ein- ir af sem búa yfir sem traustustu upplýsingum um möguleikana og áhættuna sem í verkefninu er fólgið. Enginn óbrjálaður maður leyfir sér að „reikna aftur á bak“ og finna sér þannig forsendur fyrir einstökum þáttum jöfnunnar, þannig að „rétt útkoma“ náist. Í skýrslu SMBC kemur fram að einungis 78% líkur eru taldar á því að 3,2% ávöxtun fjármagns á ári, bundins í Kára- hnjúkavirkjun náist fyrstu 25 árin. Það eru m.ö.o. 22% líkur á að jafnvel ávöxtunarkrafa sem er 2,3% lægri en þau 5,5% sem LSV telur eðlilega lágmarkskröfu náist á tímabilinu! Þess utan telur LSV nægilegt að miða við 0,7% rekstrarkostnað á ári og ber við reynslu af rekstri virkj- ana. Þess ber að gæta að Kára- hnjúkavirkjun er í mjög veigamikl- um atriðum frábrugðin fyrri virkjunum LSV á Þjórsár/Tungna- ár-svæðinu. Ber þar fyrst að nefna risa grjótstíflu, einhverja þá stærstu í heimi. Slíkar stíflur eru eðli máls- ins samkvæmt lekar. Þær krefjast því viðamikillar vöktunar og nauð- synlegra „mótvægisaðgerða“, eftir því sem væntanleg lekavandamál koma upp. Baráttan við fokvanda- mál úr Hálslóni mun fyrirsjáanlega hafa ófyrirséðan og mikinn kostnað í för með sér. Þannig má benda á fjölda atriða, sem augljóslega munu kosta mun meira, en felst í rekstri núverandi virkjana LSV. Áætlaður virkjanakostnaður upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, er aldeilis ekki í hendi. Ekki hvað síst þegar tillit er tekið til þess að meirihluti þeirra er- lendu fyrirtækja, sem fyrir ári voru sérvalin vegna þessara fyrstu verk- þátta, kusu að falla frá að gera til- boð. Að slíkt skuli gerast, sem er einstakt í útboðssögu LSV, sýnir hversu umdeilt og áhættusamt verk- efnið er. Tilgangur Landsvirkjunar Eftir Svein Aðalsteinsson Höfundur er viðskiptafræðingur. „Önnur lög- mál gilda úti í þjóðfélag- inu en í póli- tískum karp- heimi stjórnmálanna.“ LANDHELGISGÆSLAN hlust- ar eftir neyðarkalli frá sjó og landi, auk þess að vernda landhelgi Ís- lands. Sem betur fer hlustar Gæslan ekki einvörðungu, heldur bregst hún við og er óþarfi að rekja þann þátt hér enda björgunarstörf hennar löngu kunn. Hún Gæslan! – þetta lætur vel í eyrum, verndandi móðir, hið minnsta góður vinur. Frá henni berast nú neyðaköll. Á stuttum tíma hafa tveir flugstjórar flugdeildar Landhelgisgæslunnar komið fram í fjölmiðlum, annar með innsent les- endabréf en hinn vegna umfjöllunar um þá ósk hans að láta af starfi yf- irflugstjóra. Neyðarkall þessara manna er það sama og væntanlega allra starfsmanna Gæslunnar, fjár- sveltið er slíkt að sparnaðarloginn hefur læst sig í innviði og burðar- stoðir stofnunarinnar. Sem læknir í þyrlusveit Gæslunn- ar hef ég fengið tækifæri til að fylgj- ast með starfsemi Landhelgisgæsl- unnar sem á flestum sviðum hefur verið afar fagmannleg. Tækjum hef- ur verið vel við haldið og eru það kall- aðir traustabrestir þegar mest lætur í elstu skipum og loftförum Gæslunn- ar í vondum veðrum, enda þau öll löngu gjaldgeng í fornbílaklúbbinn ef færu þau um landveg, nema „nýja“ þyrlan sem er 10 ára gömul. Starfs- mennirnir sem stjórna tækjunum annast viðhald þeirra og þeir sem sinna baklandinu eru hins vegar hinn eiginlegi auður Gæslunnar. Óefað er Gæslan ein þeirra ríkisstofnana sem státað getur af hvað mestri tryggð starfsmanna. Þá láta menn aðra þætti en laun ráða starfi og það skilar sér í því að mikil reynsla safnast upp. Tryggð og reynsla eru auður sem fá- ir myndu láta frá sér ef þeir hinir sömu fengju um það einhverju ráðið. Þar er komið að kjarna málsins, þeim sem ráða. Eru það ráðamenn landsins, ríkisstjórn Íslands sem með minnkandi framlögum eru með- vitað að knýja Gæsluna á hnén? Örugglega ekki, þeim er fullljóst mikilvægi Gæslunnar þó svo að engin þorskastríð séu í sjónmáli. Vernda þarf auðlindir landsins og sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðarinnar í að nýta þær eins og skynsamlegt þykir hverju sinni. Fiskinn, sem væntan- lega á eftir að verða áhugaverðari bráð þegar dregið verður úr veiði- möguleikum Evrópuþjóða [www.- europa-web.de]. Hafið, sem meng- andi efni ógna sífellt meir, m.a. vegna þeirrar skipaumferðar sem fer ná- lægt landinu, eins og nýlegt olíuslys undan ströndum Spánar er dæmi um. Þar fórst skip er ryðgaði hægt í sundur við bryggjulegu í ár í St. Pét- ursborg og hefði aldrei átt á sjó að fara, hvað þá lestað fullt með olíu. Með þessari tegund skipaumferðar þarf að hafa aukið eftirlit, svo ekki sé minnst á eftirlit með skipum er flytja eiturlyf sem menga okkar bestu börn [www.europe.cnn.com]. Nei! það sem hefur brugðist er stjórn Landhelg- isgæslunnar. Hún hefur ekki staðið sig í að berjast fyrir þeim fjárfram- lögum sem eru nauðsynleg rekstrin- um, heldur gefið sig að örstjórnun inn á við og þægð út á við. Slíkri stjórn er hætt við harðri gagnrýni þegar á bátinn gefur, eins og dæmi slökkviliðsstjóra Þrándheims í Nor- egi sýnir. Slökkviliðsmenn bæjarins telja að slaka framgöngu slökkvi- starfs í stórbruna þeim er þar varð um daginn megi rekja til áralangs niðurskurðar sem yfirmaður slökkvi- liðsins hafi ekki spornað gegn, held- ur sífellt reynt að laga lið sitt að sparnaðinum. Þannig hafi hann smám saman gert þeim ókleift að sinna þeim verkefnum sem þeir voru sannarlega ráðnir til að leysa [www.adressa.no]. Hliðstæða þessa birtist í Landhelgisgæslu Íslands og það væri algert ábyrgðarleysi að bíða stóráfalla svo það megi koma í ljós. Ég skora því á alla er að þessum málaflokki koma að bretta upp erm- arnar. Það þarf að stórauka fjár- framlög til Landhelgisgæslunnar svo hún fái sinnt því veigamikla hlutverki sem hún gegnir og megi sækja fram, vaxa og dafna sem sú stofnun sem getur tekið á mikilvægum verkefn- um framtíðarinnar. Þegar sparnaðar- loginn brennir Eftir Hannes Petersen „Vernda þarf auðlindir landsins og sjálfs- ákvörð- unarrétt þjóðarinnar í að nýta þær eins og skynsamlegt þykir.“ Höfundur er læknir í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. hpet@landspitali.is. Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Tauáklæði 52.900,- Amerískur Hvíldarstóll Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir www.nowfoods.com Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRANÍT MORTEL áður kr. 4.500 Nú kr. 3.300 Stærð15 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.