Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn AlbertBjarnason fædd- ist í Neskaupstað 21. ágúst 1929. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi að morgni 8. desember síðastliðins. For- eldrar hans voru Bjarni Björnsson og Helga Magnúsdóttir frá Neskaupstað. Yngri systir Björns er Björg, búsett í Reykjavík. Björn kvæntist ár- ið 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Axelsdóttur frá Skagaströnd, f. 22. júlí 1930. Þau eiga fjögur börn. 1) Drífa stuðningsfulltrúi, f. 9. júní 1950. Eiginmaður hennar er Ingi- mundur Guðnason rafmagns- tæknifræðingur. Börn þeirra eru fjögur: Helga Birna gift Þor- valdi Árnasyni, þau eiga Árna Þórmar og Drífu Guðrúnu. Heiða, unnusti hennar er Magn- ús Ragnarsson, þau eiga Ragnar Snorra. Guðni, unnusta hans er Jónína Magnúsdóttir, þau eiga Ingimund Aron. Yngst er Þóra, unnusti hennar er Ásgeir Rún- arsson. 2) Dröfn ferðafræðingur, f. 15. júní 1951. Eiginmaður hennar er Árni Árnason vél- fræðingur. Þau eiga þrjár dæt- ur. Birgitta Elín, gift Guðmundi H. Magnasyni, börn þeirra eru Kara, Árni Reynir og Eva Dröfn. Rebekka og Helena, unnusti hennar er Birgir Már Vigfús- son. 3) Helga flug- freyja, f. 2. október 1952. Er í sambúð með Guðmanni Elís- syni. Helga á þrjú börn. Birna Mjöll, sonur hennar er Ív- an Alex, Trausti og Óskar Björn. 4) Ax- el Jóhann hand- verksmaður, f. 28. júlí 1962. Er í sam- búð með Ragnheiði Ólafsdóttur. Börn Axels eru Eva Brá, Ágúst Leó og Úlfar Björn. Björn lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum árið 1950 og vann við sjómennsku og sem skipstjóri lengst af, bæði frá Neskaupstað og frá Suðurnesj- um, einnig starfaði hann í nokk- ur ár hjá lögreglunni á Keflavík- urflugvelli. Árið 1969 hóf hann störf hjá Matvæla- og þróunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem hann starfaði í 20 ár við kennslu á fiskveiðum og ýmis rannsóknarstörf víða í Asíu. Síð- ustu ár sín hjá stofnuninni vann hann á aðalskrifstofu hennar í Róm. Eftir að þau hjónin fluttu aftur til Íslands vann Björn ýmis ráðgjafarstörf og ferðaðist þá til Afríku og víðar. Útför Björns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Hvar eigum við að byrja? Minningarnar hrannast upp. Það er svo margt sem er að þakka, en þó aðallega það hver þú varst, pabbi, tengdapabbi, afi, langafi, vin- ur vina þinna og umhyggjusamur við alla sem nálægt þér voru. Samveran við þig var engu lík, söngur, gleði og góðir brandarar, þú að spila á nikkuna eða gítarinn eða bara það sem hendi var næst. Við vit- um að hvar sem þú ert, þá er það góður staður þar sem mikið er hlegið og sungið og vonandi fáum við ein- hvern tímann að koma þangað til þín. Sjáumst síðar en þangað til verður ástkæra minningin um þig að ylja okkur. Drífa, Dröfn, Helga og Axel. Elsku afi minn. Það sem er efst í huga mér þegar ég hugsa tilbaka um allar okkar góðu stundir saman er söngurinn þinn, þessi djúpa rödd sem ómaði um allt. Sérstaklega er mér minnistætt þeg- ar við fjölskyldan vorum saman á Neskaupstað eina verslunarmanna- helgina og ég og þú sungum saman dúett, Sestu hérna hjá mér ástin mín, þá varstu ekki í vandræðum að finna réttu tóntegundina sem pass- aði við mína. Einnig er mér alltaf minnisstætt í skírnum hjá barna- barnabörnum þínum að við sem vor- um í skírninni vorum kórinn og hljómaði þá djúpa röddin þín svo fal- lega og það var svo gott að syngja með. Ég á eftir að sakna þín um jólin afi minn, við hittumst alltaf á jóladag og ég man þegar ég var lítil að ég hlakkaði alltaf svo til að koma til ykkar því ég vissi að það var alltaf til nóg af jólanammi. Elsku afi minn, ég á svo margar og góðar minningar um þig og ég geymi þær í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín, afi minn. Ég elska þig, þín dótturdóttir Þóra. Elsku afi. Takk fyrir allar yndislegu minn- ingarnar, áhugaverðu sögurnar, sönginn og fjörið sem alltaf var í kringum þig. Við munum aldrei heyra harmonikkutónlist, gítarspil eða finna vindlalykt án þess að minn- ast þín og gleðinnar sem þú færðir okkur, hvort sem það var sem jóla- sveinninn á aðfangadag eða bara með gítarinn í hönd í útilegu eða á öðrum stundum þegar fjölskyldan var samankomin. Þú áttir viðburðaríka og spenn- andi ævi og með góðvilja þínum, glaðværð og styrk öðlaðistu virðingu og ást fólksins í kringum þig. Við fyllumst stolti í hvert sinn sem við fáum tækifæri til að segja: „Hann er afi minn“. Þín er sárt saknað. Birgitta, Rebekka og Helena. Elsku besti afi. Við viljum þakka þér fyrir allar þessar yndislegu stundir sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo kátur og hress, varst alltaf svo hjálpsamur og vildir allt fyrir alla gera. Það var svo gaman að fara með þér í útilegur þar sem þú spilaðir á nikkuna eða gítarinn. Þú ert besti maður sem við vitum um, þú ert maður sem ættir að lifa að eilífu. Við erum heppin að hafa átt þig sem afa. Við huggum okkur við það að þú ert núna á góðum stað og þér líður vel. Við elskum þig. Ástarkveðja. Birna Mjöll, Trausti og Óskar Björn. Hvers vegna – hvers vegna svona snemma? Þannig spyr hugurinn, er hinn „stóri andi“ tekur okkur börnin sín til sín. Þannig hugsaði ég, er ég frétti lát vinar míns og mágs, Björns Alberts Bjarnasonar, 8. des. 2002. Hann var fæddur í Neskaupstað 21. ágúst 1929. Hann var oftast kenndur við húsið sem hann átti heima í og var fæddur í og kallaður – Bassi frá Garði. Ungur laðaðist hann að sjón- um og aðeins 15 ára byrjaði hann á sjónum sem fullgildur háseti og sjó- mennska og störf þar að lútandi urðu hans ævistörf að mestu. Enn man ég, er ég unglingurinn, 13 ára, sá hann fyrst, en hann var þá heitbundinn elstu systur minni, Helgu Axelsdóttur. Mér er það minnisstætt hve mér fannst maður- inn glæsilegur, hár og þrekinn og bar með sér fas góðmennskunnar. Við nánari kynni kom í ljós að hann hafði til að bera ýmsa eðliskosti er best prýða menn. Auk þes að vera karlmenni að burðum var hann með afar góða skapsmuni, gæddur góð- um eðlisgáfum, hagmæltur, með góða söngrödd og tónlistarhæfileika, sem oft nutu sín vel, er hann greip til gítarsins og hélt uppi gleðskap. Er ég lít yfir farinn veg og minninga- flóðið hrannast að finnst mér vera sólskin í kringum okkar löngu kynni, er aldrei bar skugga á. Af fjölmörgu vil ég nefna að síðastliðið sumar var ættarmót haldið á Skagaströnd, þar sem rætur okkar systkinanna liggja, og þá var hann hrókur alls fagnaðar, spilaði og söng manna mest, með kú- rekahattinn sinn á höfði. 20 ára að aldri lauk hann námi við Sjómanna- skólann í Reykjavík, síðan stýrimað- ur á togaranum Agli rauða, en áður hafði hann verið m.a. á Hvalfjarðar- síldinni 1947 og á togurum. 1953 prófaði hann að vinna í landi í nokkur ár. Var m.a. við akstur þungabifreiða á Keflavíkurvelli, þar sem við urðum starfsfélagar um tíma. Eftir því sem ég veit best þá var til hans leitað að gerast lögreglumaður á Keflavíkur- flugvelli, en þar starfaði hann sem slíkur í fimm ár, lengst af sem varð- stjóri, til ársins 1961, að hann fór á sjóinn aftur, en sjórinn hann lokkar og laðar, eins og kunnugt er. Hann var skipstjóri á Ljósfara frá Húsavík og fleiri skipum. Árið 1969 verða straumhvörf í lífi hans og fjölskyldu, en þá buðust hon- um störf erlendis, hjá matvæla- og landbúnaðardeild Sameinuðu þjóð- anna, við kennslu í sjómannafræð- um, meðferð veiðarfæra og við skyld störf. Þau hjón dvöldu erlendis í tutt- ugu ár, nema er þau komu í sum- arfrí. Að því er ég best veit dvöldu þau í sex löndum, m.a. í Singapúr, Indónesíu, Barein, Pakistan og fleiri löndum. Síðustu sex árin var hann við stjórnunarstörf í Róm. Eins og gefur að skilja hefur þetta reynt mikið á hann og fjölskyldu hans, en þá áttu þau hjón þrjár dætur og einn son. Tvær dætranna dvöldu með þeim erlendis í eitt ár, en sonurinn allan tímann. Er hann varð 60 ára, og kominn á eftirlaun,var enginn vafi hvar skyldi dvelja það sem eftir væri ævinnar – Ísland – ekkert annað kom til greina, þrátt fyrir að þeim væri boðin góð aðstaða í Róm. Að lokum bið ég góðan Guð að geyma góðan vin, svo og er sama kveðja frá eiginkonu minni, börnum mínum og barnabörnum. Er harmþrungin verðum, þá hugurinn spyr, hvers vegna er þetta svona, þá opnar vor faðir sínar alveldis dyr, og aftur við byrjum að vona. Því vonin er eitt okkar athvarf í neyð, þó ávallt við spyrjum og vitum, við fæðumst og lifum, en endum með deyð, þótt óláns og happa við nytum. Rúdólf Þór Axelsson. BJÖRN A. BJARNASON  Fleiri minningargreinar um Björn A. Bjarnason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Álfheimum 42, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 10. desember, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 17. desember, kl. 13.30. Ásgeir Markússon, Einar Torfi Ásgeirsson, Sigurður Ingi Ásgeirsson, Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma HULDA M. JÓNSDÓTTIR frá Marbæli, Skarðshlíð 14a, Akureyri, sem lést á Kristnesspítala sunnudaginn 8. des- ember, verður jarðsungin frá Glerárkirkju mið- vikudaginn 18. desember, kl. 14.00. Anna S. Rögnvaldsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Bryndís Óladóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Árni Ragnarsson, Rögnvaldur B. Rögnvaldsson, Birna G. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR EINARSSON, Bústaðavegi 77, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. desember kl. 11.00. Friðgerður Friðriksdóttir, Einar Erlendsson, Margrét Höskuldsdóttir, Ardís Erlendsdóttir, Ingibjörg Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, SNORRI SVEINN SVEINSSON, lést á heimili sínu föstudaginn 13. desember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 20. desember kl. 13.30. Guðlaug Sveinsdóttir, Magnús Sveinsson og ættingjar. Ástkær eiginmaður minn, elskandi faðir okkar, afi og langafi, GRÉTAR FINNBOGASON fyrrverandi lögreglumaður frá Látrum í Aðalvík, Suðurvangi 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19. desember kl. 13.30. Kristín Vigfúsdóttir, Vigdís Erla Grétarsdóttir, Helgi Rúnar Gunnarsson, Guðjón Ragnar Grétarsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Elísabet Stella Grétarsdóttir, Gunnar Einarsson, Þórir Ómar Grétarsson, Árdís Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.