Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 41
að allt lífið, til þeirra sem þú hefur sótt kraft þess góða og sanna. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Sn. Hj.) Halldór Ásgrímsson. Þá er hann búinn að kveðja, hann tengdapabbi. Hann átti að baki langa góða ævi, og hann fékk að kveðja á þann hátt sem hann vildi helst, í rúminu sínu, umkringdur ástvinum og eiginkonunni sem hann unni svo heitt og hafði gengið götuna með honum í 59 ár. Hann tengdapabbi minn var góð- ur maður og kærleiksríkur. Hann var líka hress og skemmtilegur. Honum var lagið að fá fólk til að slappa af og brosa, t.d. þegar hann kom inn í hóp og kynnti sig: „Komið þið sæl, Sigurður Brynjólfsson heiti ég – snarvitlaus karl úr Hrísey!“ Tengdapabbi var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur maður og fljótur til og það var ekki hægt að hugsa sér betri vin til að leita til. Ef eitthvað bjátaði á í gamla daga, ef sprakk á bílnum mínum eða ein- hverju þurfti að redda var hann kominn eins og skot og taldi það ekki eftir sér. Hann var nú líka alltaf mjög fljótur í förum. Hann starfaði lengi sem dreifingarstjóri á dag- blaðinu Tímanum. Þá þurfti oft að hraða málum því blaðið varð að kom- ast út á réttum tíma. Það var á þeim árum sem tengdapabbi var oft kall- aður Siggi Tímasprengja. Blaðburð- arbörnin hans voru sérkapítuli. Það hefur verið yndislegt að verða vitni að öllu því fullorðna fólki sem hefur stoppað hann á götu til að þakka fyr- ir þann tíma sem það vann fyrir hann sem blaðburðarbörn. Tengdapabbi var húsbóndi á sínu heimili og það var borin virðing fyrir honum. Þegar hann kom heim úr vinnunni var heimilið í röð og reglu og maturinn tilbúinn. Það var alltaf passað upp á að vinna heimilisverkin á daginn, þegar hann var í vinnu, svo hann gæti notið þess að hvílast með fjölskyldunni að loknum vinnudegi. Það breytti því ekki, að þegar eitt- hvað stóð til, veisluhöld eða annað á heimilinu, tók hann jafn mikinn þátt í því og tengdamamma. Þeim fannst gaman að taka á móti gestum og það var oft glatt á hjalla á Álfhólsveg- inum í þá daga. Það var alltaf nóg af veitingum á boðstólum, handa öllum, hvort sem voru börn eða fullorðnir. Eftir að hann var hættur að vinna vildi hann gjarnan rétta hjálpar- hönd. Mér er minnisstætt þegar við hjónin vorum svo upptekin vegna vinnu eitt vorið, að við ætluðum ekki að setja niður kartöflur, sem við vor- um vön að gera. Þegar við komum heim einn daginn var hann búinn að koma og stinga upp garðinn þegj- andi og hljóðalaust. Kærleikurinn milli tengdaforeldra minna var einstakur og ævilangur og væri hann efni í heila ástarsögu. Þeim fannst gaman að ferðast og fóru þá gjarnan til að slappa af og njóta lífsins á heitari slóðum. Ynd- islegt er að eiga minninguna um þau á sólarströndu. Þau höfðu það fyrir sið að leiðast ævinlega og alltaf þeg- ar þau fóru í sjóinn leiddust þau. Þá var það tengdapabbi sem vildi með því sýna sinni konu ást, kurteisi og tillitssemi, – og við börnin þeirra geymum í minningunni kveðjuna þeirra – „og haldið þið svo fast hvort utan um annað“. Tengdapabbi kenndi okkur margt. Hann kenndi okkur að taka á áföllum í lífinu með því að þakka fyrir það góða sem við eigum. Þess vegna höf- um við haldið þeim sið í fjölskyld- unni, að þegar illa hefur gengið, þá látum við eftir okkur í mat, höfum það huggulegt og munum að þakka fyrir það sem við eigum. Ég held að ég verði að segja að fjölskyldan hafi verið lánsöm. Það trúi ég að sé mikið að þakka bænum þeirra tengdaforeldra minna. Á hverju kvöldi báðu þau bænirnar sín- ar saman og þau báðu fyrir hópnum sínum sem var þeim svo dýrmætur. Þessi hópur kveður hann nú með ást og virðingu, að loknum löngum ævidegi. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Jónína Sigríður Lárusdóttir. Flestar minningar tengdar afa eru minningar með afa og ömmu. Þau voru svo samrýnd, alltaf saman í öllu þannig að erfitt er að tala um afa án þess að tala um ömmu í leiðinni. Þau voru alltaf fyrirmyndarhjónin, svona ætluðum við að verða þegar við yrð- um stór. Að verða gamall hlaut að vera mjög gaman, þau virtust alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt. Fara í sund, út að labba, í ferðalög og alltaf leiddust þau um allt. Lengst af bjuggu afi og amma á Álfhólsveginum og þar áttum við margar góðar stundir. Þar var alltaf hist í „Þollák“, borðaður góður mat- ur og skipst á gjöfum, þar byrjuðu alltaf jólin. Afi var alltaf hress og kátur og var hrókur alls fagnaðar í veislum, það var alltaf mikið fjör í kringum hann. Hann átti það til að dansa uppi á borðum ef hann var í því stuðinu. Afi og amma höfðu mjög gaman af því að ferðast og byrjuðu snemma að fara utan, talsvert áður en sólar- landaferðir fóru að vera eins algeng- ar og þær eru í dag. Afi var ótrúlega útsjónarsamur að búa til pening til að þau gætu látið drauma sína ræt- ast. Hann var ófáar næturnar úti um allan bæ að tína ánamaðka sem hann seldi veiðimönnum og setti í ferða- sjóð. Afa þótti mjög gaman að veiða og fékk tækifæri til þess að sinna því áhugamáli sínu þar sem þau amma áttu sumarbústað við Hvítá (eða Kofann eins og hann var alltaf kall- aður) sem þau notuðu mikið á sumrin og við krakkarnir nutum einnig góðs af því. Þau fóru þá iðulega með okk- ur í berjamó, sund og reyndu jafnvel að fá okkur með sér í gufu. Þau fóru stundum með okkur í frumstæða úti- laug í Hruna sem var ekki langt frá sumarbústaðnum. Það var mikið sungið og skemmt sér í þessum ferð- um. Afi var alltaf svo hjálpsamur og okkur er minnisstætt að ekki fyrir svo mörgum árum gerði hann sér lít- ið fyrir og stakk upp kartöflugarðinn hjá pabba og mömmu meðan þau voru í vinnunni. Hann sá fram á að þau hefðu lítinn tíma til þessa þar sem þau eru alltaf önnum kafin í sinni vinnu á vorin. Hann hafði alltaf tíma til að hjálpa öðrum, gefa góð og uppbyggileg ráð og sýna okkur hversu mikið honum þótti vænt um okkur. Hann var einstakur barnavin- ur og talaði stundum um hversu óör- uggur hann var sem barn. Hann vildi byggja upp sjálfstraust okkar og tók iðulega málstað barnanna. „Leyfið börnunum að koma til mín, bannið þeim það ekki því þeirra er guðs ríki.“ Þessi orð Jesú úr Mattheusarguðspjalli eru lýsandi fyrir hug afa til allra barna hvort sem þau voru hans niðjar eða ann- arra. Elsku amma, við vonum að Guð styrki þig í gegnum þinn missi sem er gífurlega mikill eftir 59 ára ham- ingjusamt hjónaband. Við vitum að nú líður afa vel, hann fékk að kveðja eins og hann vildi, heima hjá þér þar sem honum leið vel. Kristín og Olga Gísladætur. Elsku afi. Með þessum orðum langar okkur systurnar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú varst einstaklega kærleiksríkur og við erum svo þakklátar fyrir að hafa átt þig að. Þú varst alltaf tilbú- inn að hjálpa öðrum og þá skipti engu hvort viðkomandi var náinn þér eða bláókunnugur. Þú hvattir okkur til að leita til þín ef okkur lægi eitt- hvað á hjarta og þú hafðir ráð við öllu. Elsku afi, við erum svo ríkar að hafa átt þig að, þú kenndir okkur svo margt um kærleikann, lífið og ástina. Þú kenndir okkur að vera þakklátar fyrir lífið, að vera við sjálfar og að fara aldrei ósátt að sofa með maka okkar. Þú kenndir okkur að fara með bænirnar og styrktir trú okkar á Guð. Bros þitt lýsti upp herbergin og börnin hópuðust í kringum þig. Ást ykkar ömmu hvors til annars var einstök. Elsku amma, það er búið að vera aðdáunarvert að fylgjast með styrk þínum og stuðningi við afa í veikind- um hans síðustu ár. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku afi, nú hefur þú fengið hvíldina og við vitum að sú vernd- arhönd sem hefur alltaf fylgt þér fylgir þér nú. Minningin um þig mun fylgja okkur alla tíð. Helga, Guðrún Lind og Íris Huld.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Björn Brynjólfsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 41 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Brekku á Ingjaldssandi, Hlíf II, Ísafirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt miðvikudagsins 11. desember, verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 20. des- ember kl. 14.00. Jarðsett verður í Holtskirkjugarði. Guðmundur Oddsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Erling J. Sigurðsson, Hrafnkell Gunnarsson, Svanbjört Þorleifsdóttir, Oddur Ævar Guðmundsson, Ásdís Björk Ásmundsdóttir, Ingjaldur B. Guðmundsson, Vilhelmína H. Guðmundsdóttir, Guðmundur H. Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐBRANDUR RÖGNVALDSSON, Trönuhjalla 17, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. desem- ber. Útför hans fer fram frá Hjallakirkju föstudaginn 20. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarndís Inga Albertsdóttir, María M. Kristófersdóttir, Vigdís Alda Guðbrandsdóttir, Albert Ómar Guðbrandsson, Sævar Guðbrandsson, Steinunn Guðbrandsdóttir, Haraldur Halldór Guðbrandsson, Rögnvaldur Guðbrandsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR frá Reynihólum, síðast til heimilis í Víðinesi, sem lést þriðjudaginn 10. desember, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 18. des- ember kl. 13.30. Gunnlaug Björk Þorláksdóttir, Ólafur Þórðarson, Bjarney Gísladóttir, Helga Þórðardóttir, Svavar Júlíusson, Bergljót Þórðardóttir, Katla Þórðardóttir, Ingi Þór Jóhannesson, Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, Sigurður Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, ástvinur, sonur, bróðir og barnabarn, KRISTÓFER MATTHEW CHALLENDER, Strandgötu 49, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 9. desember sl., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningar- og styrktarsjóð SÁÁ. Embla Challender, Sigríður Ásta Einarsdóttir, Erla María Erlendsdóttir, Ólafur Örn Gunnarsson, Melvin Fred Challender, Karen Challender, Erlendur Eiríksson, Elva María Magnúsdóttir, Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir, Melissa Challender, Dýrleif, Linda Björk og Helga Dóra Ólafsdætur, Vilhelmína Arngrímsdóttir. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, HEIÐRÚN KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR, Hólavegi 37, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 14.00. Stefán Jóhannsson, börn og aðrir aðstandendur. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.