Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 21 EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst hefja friðargæslu í Makedoníu eftir nokkrar vikur, hugsanlega í febrúar, að því er fréttavef- urinn euobserver.com hafði eftir Jacques Chirac Frakklandsfor- seta í gær. Verður það í fyrsta skipti sem Evrópusambandið sendir eigin hersveitir til frið- argæslu. Á leiðtogafundi Evrópusam- bandsins í Kaupmannahöfn á föstudag var staðfest að sam- bandið væri „tilbúið að taka við hernaðaraðgerðum“ í Makedon- íu eins fljótt og mögulegt er í samráði við Atlantshafsbanda- lagið sem hefur annast friðar- gæsluna í landinu. 450 hermenn frá flestum ríkjum Atlantshafs- bandalagsins, NATO, taka nú þátt í friðargæslunni. Friðargæslusveitirnar í Bosn- íu eru að mestu skipaðar her- mönnum frá Evrópu en þær eru enn undir stjórn NATO. Tíma- mótasamkomulag náðist við Tyrki á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins á föstudag um að 60.000 manna herlið Evrópu- sambandsins fengi að nota ýms- an búnað Atlantshafsbandalags- ins, svo sem flutningavélar, stjórnstöðvar og njósnagervi- hnetti. Samkomulag við Tyrki Tyrkir höfðu lengi hindrað samkomulagið en þeir féllust loks á það eftir að Evrópusam- bandið lofaði að aðeins þau ríki, sem eiga aðild að NATO, tækju þátt í aðgerðum þar sem búnaði Atlantshafsbandalagsins yrði beitt. Malta og Kýpur fá því ekki að taka þátt í aðgerðunum. Boða fyrstu friðargæsluna á vegum ESBBANDARÍSKA forsetaembættiðhefur sett saman lista yfir hryðju- verkaleiðtoga sem leyniþjónusta landsins (CIA) hefur heimild til að drepa, að því er The New York Times greindi frá á sunnudaginn. Hafði blaðið þetta eftir háttsettum embætt- ismönnum í hernum og leyniþjónust- unni. Á listanum, sem hefur ekki áður verið gerður opinber, eru lykilmenn í al-Qaeda-samtökunum, þ. á m. Osama bin Laden og helsti aðstoðar- maður hans, Ayman al-Zawahiri, auk annarra frammámanna í hryðju- verkasamtökum sem talin eru tengj- ast al-Qaeda, að því er embættis- mennirnir sögðu. Um tuttugu hryðjuverkaleiðtogar, sem nefndir eru á listanum, eru „þeir allra verstu“ af hryðjuverkamönnum heimsins. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur veitt CIA skriflega, lagalega heimild til að hafa uppi á og drepa hryðjuverkamennina án þess að þurfa að leita frekara leyfis í hvert sinn sem stofnunin stendur að aðgerðum, að því er segir í frétt blaðsins. Bush gaf út forsetatilskipun í fyrra, í kjölfar hryðjuverkanna 11. september, og veitti CIA þar með heimild til að drepa hryðjuverkaleiðtoga. Listinn, sem CIA hefur nú fengið, er liður í hertum aðgerðum stofnun- arinnar í því skyni að leita að og drepa útsendara al-Qaeda fjarri hefðbundn- um átakasvæðum í löndum á borð við Jemen, að því er The New York Tim- es greindi frá. Leyniþjónustan fær lista yfir réttdræpa Washington. AFP. AP Bush ræðir við Hassanal Bolkiah, soldán af Brúnei, í Hvíta húsinu í gær. Brúnei-menn eru múslímar og geta því skipt máli í stríðinu gegn al-Qaeda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.