Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 21 EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst hefja friðargæslu í Makedoníu eftir nokkrar vikur, hugsanlega í febrúar, að því er fréttavef- urinn euobserver.com hafði eftir Jacques Chirac Frakklandsfor- seta í gær. Verður það í fyrsta skipti sem Evrópusambandið sendir eigin hersveitir til frið- argæslu. Á leiðtogafundi Evrópusam- bandsins í Kaupmannahöfn á föstudag var staðfest að sam- bandið væri „tilbúið að taka við hernaðaraðgerðum“ í Makedon- íu eins fljótt og mögulegt er í samráði við Atlantshafsbanda- lagið sem hefur annast friðar- gæsluna í landinu. 450 hermenn frá flestum ríkjum Atlantshafs- bandalagsins, NATO, taka nú þátt í friðargæslunni. Friðargæslusveitirnar í Bosn- íu eru að mestu skipaðar her- mönnum frá Evrópu en þær eru enn undir stjórn NATO. Tíma- mótasamkomulag náðist við Tyrki á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins á föstudag um að 60.000 manna herlið Evrópu- sambandsins fengi að nota ýms- an búnað Atlantshafsbandalags- ins, svo sem flutningavélar, stjórnstöðvar og njósnagervi- hnetti. Samkomulag við Tyrki Tyrkir höfðu lengi hindrað samkomulagið en þeir féllust loks á það eftir að Evrópusam- bandið lofaði að aðeins þau ríki, sem eiga aðild að NATO, tækju þátt í aðgerðum þar sem búnaði Atlantshafsbandalagsins yrði beitt. Malta og Kýpur fá því ekki að taka þátt í aðgerðunum. Boða fyrstu friðargæsluna á vegum ESBBANDARÍSKA forsetaembættiðhefur sett saman lista yfir hryðju- verkaleiðtoga sem leyniþjónusta landsins (CIA) hefur heimild til að drepa, að því er The New York Times greindi frá á sunnudaginn. Hafði blaðið þetta eftir háttsettum embætt- ismönnum í hernum og leyniþjónust- unni. Á listanum, sem hefur ekki áður verið gerður opinber, eru lykilmenn í al-Qaeda-samtökunum, þ. á m. Osama bin Laden og helsti aðstoðar- maður hans, Ayman al-Zawahiri, auk annarra frammámanna í hryðju- verkasamtökum sem talin eru tengj- ast al-Qaeda, að því er embættis- mennirnir sögðu. Um tuttugu hryðjuverkaleiðtogar, sem nefndir eru á listanum, eru „þeir allra verstu“ af hryðjuverkamönnum heimsins. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur veitt CIA skriflega, lagalega heimild til að hafa uppi á og drepa hryðjuverkamennina án þess að þurfa að leita frekara leyfis í hvert sinn sem stofnunin stendur að aðgerðum, að því er segir í frétt blaðsins. Bush gaf út forsetatilskipun í fyrra, í kjölfar hryðjuverkanna 11. september, og veitti CIA þar með heimild til að drepa hryðjuverkaleiðtoga. Listinn, sem CIA hefur nú fengið, er liður í hertum aðgerðum stofnun- arinnar í því skyni að leita að og drepa útsendara al-Qaeda fjarri hefðbundn- um átakasvæðum í löndum á borð við Jemen, að því er The New York Tim- es greindi frá. Leyniþjónustan fær lista yfir réttdræpa Washington. AFP. AP Bush ræðir við Hassanal Bolkiah, soldán af Brúnei, í Hvíta húsinu í gær. Brúnei-menn eru múslímar og geta því skipt máli í stríðinu gegn al-Qaeda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.