Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Solla er alltaf að hrekkja mig, hún leggur mig í einelti. Golfhringur Íslands Kostirnir eru mun fleiri en gallarnir EDWIN Rögnvalds-son golfvallar-hönnuður hefur samið, hannað og gefið út bókina Golfhringur Ís- lands. Hún er í stóru broti, mjög myndskreytt og fjallar í máli og myndum um alla viðurkennda GSÍ golfvelli landsins og þeir eru fleiri en margan grun- ar. Edwin rekur eigið fyr- irtæki með áherslu á golf- vallahönnun og hann gefur bókina sjálfur út. Morgunblaðið spurði hann nánar út í fyrirtækið. – Segðu okkur fyrst frá tildrögum þess að þú tókst þessa bók saman og greindu frá efni hennar … „Hugmyndin að bók af þessu tagi hefur oft verið rædd. Þetta snerist eingöngu um að hafa svigrúm til að ráðast í svo tímafrekt verkefni. Þetta svig- rúm hafði ég nú í sumar og haust. Ég ákvað því að slá til. Í bókinni eru á þriðja hundrað ljósmynda í lit af öllum golfvöllum innan Golf- sambands Íslands, sem eru 54. Í textanum lýsi ég staðháttum og reyni auk þess að vekja hinn al- menna kylfing til umhugsunar um nokkur atriði er varða hönn- un golfvalla. Ég tel að hver kylf- ingur hafi gott af því og að hann njóti leiksins betur eftir því sem hann veit meira um fagið.“ – Hvað er hægt að segja um ís- lenska golfvelli, sérkenni þeirra og einkenni? „Á Íslandi höfum við leyft nátt- úrunni að njóta sín við hönnun byggingu golfvalla. Það hefur verið gert af illri nauðsyn. Margir íslenskir golfvellir hafa verið byggðir af vanefnum. Við slíkar aðstæður skapast óneitanlega vandræði, en takmörkuðu fjár- magni geta þó einnig fylgt tæki- færi þótt það kunni að hljóma undarlega. Þetta gildir aðeins ef hentugt land er valið undir golf- völlinn. Þegar fjárráð eru lítil neyðist hönnuðurinn til að nýta landkostina til hins ýtrasta. Að mínu mati öðlast golfvöllur, sem lagaður er fullkomlega að landinu, allmikla sérstöðu. Hann mótast af umhverfi sínu og ein- kennum landsins frá náttúrunnar hendi, en þau eru breytileg frá einum stað til annars. Þannig næst fjölbreytileiki auk þess sem náttúrunni er sýnd virðing í verki. Umhverfismálin eru mjög ofarlega á baugi í golfvallargerð í dag, en golfvellir hafa ekki notið sannmælis gagnvart þeim mála- flokki hingað til.“ – Er Ísland heppilegt golfland? „Í ljósi þess sem ég sagði áðan falla flestir íslenskir golfvellir vel að umhverfi sínu og gefa kylfing- um kost á að komast í nána snert- ingu við óspillta náttúru. Það er þessi snerting sem vekur svo mikla hrifningu er- lendra kylfinga sem hingað hafa komið til að leika golf. Þetta er afdráttarlaus kostur að mínu mati. Það sama má segja um hinn mikla birtutíma sem við höfum á sumr- in. Ég held því að kostirnir séu fleiri en gallarnir og að Ísland sé því heppilegt til golfleiks.“ – Hvað er markhópurinn þinn stór, þ.e.a.s. hversu margir kylf- ingar eru hér á landi? „Félagsbundnir kylfingar á Ís- landi eru nú orðnir um ellefu þús- und og er Golfsamband Ísland orðið næststærsta sérsambandið innan ÍSÍ. Hinir ófélagsbundnu eru óþekkt stærð, en kannanir hafa gefið til kynna að saman- lagður fjöldi allra kylfinga á Ís- landi sé á þriðja tug þúsunda.“ – Þú gefur bókina sjálfur út … er þetta ekki allt of dýrt og áhættusamt fyrirtæki? „Vissulega er þetta mjög kostnaðarsamt, ekki síst vegna þess að ég vildi vanda til verks. Ég ákvað þó að fara þessa leið þar sem útgáfa bókarinnar á ákveðna samleið með öðrum verkefnum sem ég hyggst ráðast í. Þessa stundina vinn ég að kynningarriti um íslenska golf- velli á ensku, sem verður dreift erlendis á fyrri hluta næsta árs. Mig langar að taka þátt í upp- byggingu golfíþróttarinnar hér- lendis og vil því tryggja að sá ágóði sem kann að hljótast af út- gáfunni, skili sér aftur inn til hreyfingarinnar … og það von- andi margfalt.“ – Nú ert þú lærður golfvallar- hönnuður, hvers konar nám er það og hvernig nýtist það hér á landi? „Það er hægt að telja þá á fingrum annarrar handar, stað- ina þar sem hægt er að stunda nám í golfvallahönnun. Ég lauk þessu námi hjá European Instit- ute of Golf Course Architects, sem hefur bækistöðvar í Suður- Englandi. Með því að ljúka því býðst mönn- um innganga í samtök- in, sem eru hagsmunasamtök golfvallahönnuða í Evrópu. Ég stefni síðan á að ljúka masters- gráðu í faginu næsta haust við Heriot Watt-háskóla í Edinborg. Námið nýtist á sama hátt hér- lendis og annars staðar. Hönnun hágæðagolfvallar krefst þekking- ar á fjölmörgum sviðum og gildir þá einu hvort um sé að ræða golf- völl hér á landi eða erlendis.“ Edwin Rögnvaldsson  Edwin Rögnvaldsson er fædd- ur 23. júní 1977. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1997. Hefur lokið störfum í Golf Stud- ies frá Merrist Wood Collage í Englandi og í golfvallahönnun frá European Institute og Golf Course Architects. Edwin starf- aði sem blaðamaður á Morgun- blaðinu og gekk síðan til liðs við Golfsamband Íslands. Í byrjun þessa árs stofnaði hann hins veg- ar eigið fyrirtæki með megin- áherslu á hönnun golfvalla. Hann stefnir síðan á frekara nám í greininni á næstu misserum. Völlurinn mótast af um- hverfi sínu ÖLVAÐUR karlmaður um þrítugt ók á ofsahraða um götur Siglufjarðar um kvöldmatarleytið á sunnudags- kvöld og sinnti ekki stöðvunarmerkj- um lögreglu. Hann var handtekinn stuttu síðar á veitingastað í bænum og var þá óviðræðuhæfur sökum ölv- unar, skv. upplýsingum lögreglu. Manninum var sleppt úr haldi í gær- morgun. Samkvæmt radarmæli lögregl- unnar á Siglufirði ók maðurinn fólks- bifreið sinni á 94 km hraða á klukku- stund um Suðurgötu en hámarks- hraði þar er 35 km/klst. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur ók á ofsahraða út úr bænum. Lögregla veitti honum eftirför vest- ur fyrir Strákagöng en þar sneri maðurinn við og ók aftur inn í bæinn. Stuttu síðar var hann handtekinn á veitingastað í bænum og var látinn gista fangageymslur lögreglunnar sökum ölvunar. Ölvaður öku- maður á 94 km hraða innanbæjar EYÞÓR Arnalds hefur selt hlut sinn í Lífstíl hf., sem meðal annars sér um veitingarekstur Hótels Borgar, og er að hefja störf hjá Landmati hf. Sveinbjörn Kristjánsson hefur einnig selt hlut sinn í Lífstíl og Bjarni Haukur Þórsson, leikari og leik- stjóri, hefur keypt sig inn í fyrirtækið og á það nú í félagi við Árna Þór Vig- fússon og Kristján Ra. Kristjánsson. Eyþór Arnalds, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Lífstíls, segir að nú um áramótin muni hann taka við leið- andi stjórnunarstarfi hjá Landmati og að hann sé þegar farinn að vinna með fyrirtækinu, en Ey- þór situr einnig í stjórn þess. Þar sem fyrirtækin krefjist fullrar at- hygli hafi hann ákveðið að selja í Lífstíl og einbeita sér að nýju verkefni. Á aðeins hálfu ári sé Lífstíll orðinn stórt fyrirtæki og hjá því séu nú 155 starfsmenn. Eyþór segir að Land- mat hafi náð góðum ár- angri á Indlandi og að sá árangur hafi fleytt fyr- irtækinu inn í Evrópu. Það hafi nú náð samn- ingum við símafyrirtækið Vodafone og fleiri fyrir- tæki á fjarskiptasviði og fyrirtækið eigi mikla möguleika. Bjarni Haukur Þórsson segir að Lífstíll sé vel rekið fyrirtæki með mikil sóknarfæri og hann hafi því talið góða fjárfestingu að kaupa hlut í því. Þá segir hann að þeir Árni Þór og Kristján Ra. eigi einnig saman fyrirtækið Þrjár sögur, eða Three Sagas Entertainment, og það hafi átt þátt í þeirri ákvörðun hans að gerast þátttak- andi í Lífstíl. Bjarni Haukur mun ekki starfa hjá Lífstíl, en Yngvi Halldórsson, fjármálastjóri Lífstíls, mun taka við starfi framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. Frá Lífstíl til Landmats Eyþór Arnalds Bjarni Haukur Þórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.