Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 27
FJÖLLISTAHÓPURINN Pars
Pro Toto með Láru Stefánsdóttur í
broddi fylkingar tróð upp í Borg-
arleikhúsinu síðastliðið föstudags-
kvöld. Sýningin var
tileinkuð þeim Per
Jonsson danshöfundi
og Einari Kristjáni
Einarssyni gítarleik-
ara en stutt er síðan
þeir létust. Boðið var
upp á fjögur dans-
verk. Það fyrsta frá
árinu 1995 og er eftir
Per Jonsson. Verkið
nefnist Til Láru og er
sólóverk sem Per
samdi sérstaklega fyr-
ir Láru Stefánsdóttur.
Dansverkið er til-
finningaþrungið á
dramatísku nótunum.
Hreyfingarnar eru
gerðar með offorsi og enda gjarn-
an eins snöggt og þær hefjast. Per
notaði oft þrönga lýsingu ofan frá í
verkum sínum. Hann lét dansara
sína gjarnan breiða út faðminn og
horfa inn í ljósið eins og til að
skyggnast inn í aðra veröld. Þetta
gerir henn einnig í þessu dans-
verki. Dans Láru minnti á gyðju
úr goðafræðinni. Það var eins og
sýn hennar í annan heim færði
henni vitneskju sem einungis
henni væri ætlað að búa yfir. Hún
túlkaði af ákveðni og innlifun þrá
eftir einhverju æðra. Hún dansaði
af öryggi og Per Jonsson hefði ef-
laust orðið stoltur af þessu dans-
verki sínu. Slagverksleikararnir
Eggert Pálsson og Steef van Oost-
erhout fluttu slagverk eftir Hjálm-
ar H. Ragnarsson. Það er ekki
ætlunin að fjalla um tónlistina hér
enda er það í höndum tónlistar-
gagnrýnenda. Slagverksleikur fé-
laganna í Bendu, sem voru sitt
hvorum megin við dansarann ýtti
undir offorsið í túlkun Láru en
kaffærði hins vegar dansverkið og
dró athyglina frá dansinum. Að
mínu mati hefði farið betur að hafa
tónlistarflytjendur ekki á sviðinu,
að minnsta kosti fjær dansaranum
og þá hefði stærra svið átt betur
við.
HRÆRINGAR eftir Láru Stef-
ánsdóttur var frumflutt árið 1996
og var þá dansað af tveim kven-
dönsurum. Það var dansað sem
sólóverk af Sveinbjörgu Þórhalls-
dóttur á föstudagskvöldið. Á svið-
inu er líkami lítils barns, mynd-
verk Ragnhildar Stefánsdóttur og
dansarinn liggur þar
hreyfingarlaus hjá.
Stórt gúmmíhjarta er
á sviðinu. Verkið er
unnið út frá texta eft-
ir Elísabetu Jökuls-
dóttur. Í honum segir
frá konu sem sefur í
síðu hári og dreymir
um elskhuga í
fjarskalegu hafi. Tón-
listin er flutt af bandi
og einnig flutt lifandi
af Guðna Franzsyni.
Sveinbjörg Þórhalls-
dóttir liðast um sviðið
í dansgerð Láru Stef-
ánsdóttur. Dans
hennar er munúðar-
fullur, það er þungi í hreyfing-
unum og í þeim birtist draum-
kennd þrá. Hár hennar sveiflast
og myndar hreyfingar þannig að
texti Elísabetar rennur lifandi fyr-
ir hugskoti. Sveinbjörg túlkar og
dansar verkið af innlifun og ein-
beitni. Hún býr yfir fallegu og
kröftugu hreyfiflæði og átti auð-
velt með að gæða verkið lífi. Hér
er athyglisverður dansari á ferð. Í
verkinu studdu tónlistin og dans-
inn hvort annað og mynduðu heild.
Spil Guðna gaf verkinu dulúð og
hjartslátturinn frumstæðan kraft.
Búningur dansarans var eins og í
fyrsta verki kvöldsins vel sniðinn
og efni kjólsins fylgdi eftir hreyf-
ingum dansarans. Myndverk
Ragnhildar Stefánsdóttur, hjarta
sem liggur á sviðinu, rammaði síð-
an inn verkið. Hræringar er heil-
steypt og athyglisvert dansverk.
JÓI nefnist fyrsta verk eftir hlé.
Það er einnig eftir Láru Stefáns-
dóttur, dansað af Jóhanni Frey
Björgvinssyni. Það er einnig unnið
út frá texta úr sögu eftir Elísabetu
Jökulsdóttur. Textinn fjallar um
þrá eftir ást, ást sem veitir lausn.
Verkið er sýn á ást. Það hefst á
því að dansarinn liggur á brjóst-
um, liðast síðan um sviðið í teygð-
um og toguðum hreyfingum. Hann
er klæddur í svarta skyrtu og nær-
buxur. Hann mátar hælaháa skó
og dansar í þeim, ýmist skrykkjótt
eða af öryggi. Í lokin býr hann sér
gröf úr brjóstum. Dansverkið er
hugleiðing um ást og sýn á ástina
að minnsta kosti eina hlið hennar
og þá væntanlega eins og hún birt-
ist höfundi. Jóhann Freyr dansar
af öryggi og hreyfingar hans eru
fágaðar. Hann er næmur dansari
bæði á hreyfingar og tónlist. Það
hefur verið ánægjulegt að fylgjast
með honum þroskast á listabraut-
inni undanfarin ár. Tónlistin og
dansinn mynda órjúfanlega heild í
dansverkinu Jói og eins og í Hrær-
ingum, verkinu á undan þá studdu
listformin hvort annað svo úr varð
heildsteypt dansverk.
Í SÍÐASTA verki kvöldsins er
dansgerðin eftir Láru Stefáns-
dóttur og er höfundur tónlistar
Hjálmar H. Ragnarsson. Það voru
Rússíbanarnir sem fluttu tónlist-
ina sem Lára Stefánsdóttir og
Guðmundur Helgason ásamt nem-
endum úr Listdansskóla Íslands
dönsuðu við. Í raun er verkið Cyr-
ano-tónleikar með léttum dansi.
Dansinn er eins konar skreyting
við tónlistina. Það er dans í tónlist-
inni hans Hjálmars og auðséð að
nemendur jafnt sem atvinnudans-
arar nutu þess að hreyfa sig við
hana. Hún er jákvæð þróunin sem
átt hefur sér stað hjá danshöf-
undum undanfarið. Það er þegar
þeir hlúa að nemendum og verð-
andi atvinnudönsurum með því að
bjóða þeim að spreyta sig í dans-
verkum sem eru við þeirra hæfi.
Andrúmsloftið var létt yfir verkinu
og skemmtunin var góður endir á
vel heppnuðu listakvöldi Pars Pro
Toto.
LISTDANS
Borgarleikhúsið
Til Láru: Höfundur: Per Jonsson. Dansari:
Lára Stefánsdóttir. Tónhöfundur: Hjálmar
H. Ragnarsson. Slagverk: Eggert Páls-
son, Steef van Oosterhout, félagar í
Bendu. Búningar: Elín Edda Árnadóttir.
Lýsing: Kári Gíslason.
PARS PRO TOTO
Lára Stefánsdóttir
Hræringar: Höfundur Lára Stefánsdóttir.
Dansari: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Tón-
höfundar: Guðni Franzson, Riccardo
Nova. Flytjendur tónlistar: Guðni Franz-
son, Tamborino ensemble.
Jói: Höfundur: Lára Stefánsdóttir. Dans-
ari: Jóhann Freyr Björgvinsson. Tónhöf-
undur: Guðni Franzson. Gítar: Hilmar
Jensson. Glös: Matthías Hemstock.
Myndverk: Ragnhildur Stefánsdóttir.
Cyrano: Tónhöfundur: Hjálmar H. Ragn-
arsson. Danshöfundur: Lára Stef-
ánsdóttir. Dansarar: Emilía Benedikta
Gísladóttir, Guðmundur Helgason, Guð-
rún Óskarsdóttir, Hannes Þórður Þor-
valdsson, Henna-Riikka Nurmi, María
Lovísa Ámundadóttir, Katrín Diljá Jóns-
dóttir, Lára Stefánsdóttir, Saga Sigurð-
ardóttir og Steve Lorenz. Flytjendur tón-
listar: Rússíbanar, Guðni Franzson,
Hilmar Jensson, Jón Skuggi, Kristinn H.
Árnason, Matthías M.D. Hemstock, Tatu
Kantomaa.
Lilja Ívarsdóttir
Ólík andlit Láru
BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA
Tilboð
á andlitsmálningu
Vatnslitabox frá Kryolan með
24 litum á 3.500 kr.
Sendum í póstkröfu!
Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974
fyrirtaeki.is
Geisladiskur til sölu
Sexy Loverboy
Indian Princess Leoncie
Hinn frábæri geisladiskur Sexy Loverboy
fæst í Hljómvali (Keflavík),
Þrumunni, Laugavegi 69, Japis og Skífunni.
Skemmtilegasta jólagjöfin í ár
Hin vinsæla söngkona Leoncie
vill skemmta um allt land.
Bókið með fyrirvara: 691 8123
www.leoncie-music.com
Umboðssími 691 8123.
Leoncie er spiluð á bestu
útvarpsstöðvum víða um heim.
Geymið auglýsinguna
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
-
IT
M
90
41
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga í des. 10-16
Hitastýrð blöndunartæki
Verð frá kr. 8.900,-
• Sturtuklefar
• Sturtuhorn
• Baðkarshlífar
Smáatriðin í lag!
Fjölbreytt úrval fylgihluta á frábæru verði
Rúnnað sturtuhorn, 80-90 cm.
4-6mm öryggisgl., hvítt/króm
Verð frá kr. 35.800,-
Sturtuhorn, 80-90 cm.
4-6mm öryggisgl., hvítt/króm
Verð frá kr. 19.750,-
Allt fyrirbaðherbergið
Baðkarshlíf, h140 L85 cm.
5mm öryggisgl., hvítt/króm
Verð frá kr. 14.900,-
Þrískipt baðkarshlíf,
h140 L125 cm.
5 mm öryggisgl., hvítt
Verð kr. 16.900,-
Baðkarshlíf milli veggja,
h140 L160-200 cm.
4 mm öryggisgl., hvítt
Verð frá kr. 26.850,-
Nuddsturtuklefi 90x90 cm.
Verð frá kr. 122.650,-
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kanarí
2. janúar í 2 vikur
frá kr. 49.962
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 2. janúar til Kanaríeyja á hreint
ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 2. janúar í 2 vikur, þar sem þú
nýtur 22 stiga hita og veðurblíðu og getur kvatt veturinn í bili á þessum
vinsælasta vetraráfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar
ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin
og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í
þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á
meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan
tímann.
Verð kr. 59.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð,
gisting, skattar. 2. janúar, 14 nætur.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Almennt verð kr. 62.950.
Verð kr. 49.962
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, flug, gisting og
skattar. 2. janúar, 14 nætur. Ferðir til
og frá flugvelli kr. 1.800. Ekki
innifaldar. Almennt verð kr. 52.460.