Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er þokkaleg jólagjöf sem fé- lagsmálaráðherra færir fötluðum íbúum á sambýlum. Þegar nýbúið er að hækka örorkubætur þeirra um 7.000 kr. á mánuði þá geysist ráð- herra fram og klípur hækkunina af aftur og gott betur með því að skylda þá til að greiða húsaleigu. Þegar búið er að draga húsaleigubæturnar frá þá standa eftir aukaálögur á einstakling upp á 7–16.000 kr. á mánuði. Þessu ætlar ráðherra að lauma í jólapakk- ann hjá öryrkjum sem ekki geta borið hönd fyrir sig. Þetta er ótrúleg reikningslist sem ráðherra notar til að ná aftur nýorðn- um hækkunum örorkubóta hjá þess- um einstaklingum. Ekki einungis tekst honum að ná öllum krónunum aftur heldur nær hann meiru af þeim sem eru svo „óheppnir“ að lenda í herbergi sem er stærra en 10m². Og þeir sem hafa salernisaðstöðu í her- berginu, þurfa að borga 18.000 kr. í húsaleigu á mánuði. Þeir sem hafa tvö herbergi til afnota þurfa að borga 23.000 kr. á mánuði Sökum þekkingar minnar á heim- ilisbókhaldi íbúa á sambýlum get ég fullyrt að þessi reglugerð sem ráð- herra hyggst koma á 1. janúar 2003, mun valda því að margir íbúanna munu einangrast. Það vantar ekki fögru orðin um að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir í þessu þjóðfélagi. Blöndun er oft nefnd í því sambandi. Þ.e.a.s. að fatlaðir eigi að fá að búa í nágrenni við ófatlaða og geta nýtt sér ýmsa afþreyingu sem býðst í þéttbýli. Ef þessar auknu álögur í formi húsa- leigu verða lagðar á þá munu margir íbúanna þurfa að skera niður allt sem heitir dægrastytting; reiðnámskeið, myndlist, bíó, Ævintýraklúbbur, sumarleyfi, sumarbúðir, o.s.vfr. Ör- orkubæturnar eru um 68.000 kr. eftir skatt, af því skal fara samkvæmt reglugerðinni 80% í heimilissjóð og rekstur = 54.400 kr. Þá eru eftir 13.600 kr. til að kaupa fatnað, klipp- ingu, reka heimilisbílinn, sumarleyfi, afþreying osfr. Þetta er jólagjöfin í ár frá félagsmálaráðherra. Undirritaður hefur fundið fyrir reiði foreldra og annarra vegna þess- arar reglugerðar og hafði hugsað sér að eiga orðastað við félagsmálaráð- herra þar sem hann boðaði komu sína í veislu sem haldin var í tilefni af 20 ára starfsafmæli sambýlisins. En það tækifæri brást þar sem ráðherra stóð ekki við gefin loforð um að mæta, né heldur sá hann ástæðu til að láta vita að hann væri hættur við. Virðingar- leysi. Virðingarleysi er það orð sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um þessi mál. Þessi reglugerð er vanhugsuð eða … þaulhugsuð. Hvort heldur, þá mun hún skerða mjög frelsi fatlaðra íbúa á sambýlum. Jólagjöf félagsmála- ráðherra Eftir Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir fatlaða. „Þetta er ótrúleg reikningslist sem ráð- herra notar til að ná aftur nýorðn- um hækkunum örorku- bóta …“ TILEFNI greinar þessarar er nýlegt svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um að- gerðir stjórnvalda til að hefta notkun á nónýlfenól-etoxýlötum, sem eru notuð í hreinsiefni og rannsóknir hafa staðfest að hafi neikvæð áhrif á frjósemi dýra, einkum í sjó og vötnum. Það skal líka tekið fram að til eru umhverf- isvænni staðgenglar fyrir þessi efni og er notkun þeirra því óþörf. Það er mat mitt að svar ráð- herrans lýsi dáðleysi stjórnvalda hvað þetta aðkallandi verkefni varðar og þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að sinna því séu afar veikburða. Vilji íslensk stjórnvöld að málflutningur þeirra um vernd- un hafs og stranda sé trúverðugur hljóta þau að geta rekið af sér slyðruorðið og sett reglugerð sem bannar notkun á nónýlfenól-etoxýl- ötum, eins og margar nágranna- þjóðir okkar hafa þegar gert. Á vettvangi OSPAR Þjóðirnar sem eiga strendur að norðaustanverðu Atlantshafi hafa ásamt Lúxemborg og Sviss gert með sér samning um að vernda umrætt hafsvæði gegn mengun. Samningurinn gengur undir nafn- inu OSPAR og af málefnum sem samningurinn tekur til má nefna losun geislavirkra efna, notkun á tríbútýltini (TBT) og notkun á nonýlfenól-etoxýlötum (NFE). NFE efnin eru í flokki yfirborðs- virkra efna og eru notuð í ýmis hreinsiefni m.a. í tjöruhreinsiefni fyrir bíla. Í náttúrunni brotnar NFE niður í nónýlfenól (NF) sem er fituleysanlegt og hefur neikvæð áhrif á lífríki sjávar sökum horm- ónavirkni þess. Árið 1992 gaf OSPAR (þá PARCOM) út tilmæli til aðildarríkjanna um að stöðva notkun á NFE í áföngum og átti átakinu að ljúka árið 2000. Í ljósi þess hve miklir hagsmunir eru í húfi þegar um verndun hafsins er að ræða og í ljósi yfirlýsinga ís- lenskra stjórnvalda á alþjóðavett- vangi ber okkur auðvitað að sýna gott fordæmi og fara í einu og öllu að tilmælum sem þessum svo fljótt sem auðið er. Það er hins vegar dapurleg staðreynd að nú þegar tvö ár eru liðin frá því að aðild- arríkin áttu að vera búin að taka efnin úr umferð eru þau enn í notkun á Íslandi með fullri vitund stjórnvalda, eins og kemur fram í svari ráðherrans. Í tilmælum samningsins var því beint til aðild- arríkjanna að þau skiluðu skýrslu um stöðu og gang málsins þrisvar sinnum á framkvæmdatímanum. Þegar svör ráðherra við fyrirspurn minni á dögunum eru skoðuð má gera ráð fyrir því að okkar skýrslur séu heldur rýrar. Til þess að fylgja málinu frekar eftir hef ég óskað eftir því við umhverfisráðu- neytið að ég fái afrit af íslensku skýrslunum svo kanna megi betur hvernig Ísland sinnir skyldum sín- um gagnvart samningnum. Sleifarlag stjórnvalda Í svari ráðherra kemur fram að íslensk yfirvöld hafa ekki notað þau úrræði sem tiltæk eru til að hefta notkun efnanna, úrræði sem stjórnvöld í nágrannalöndum okk- ar hafa nýtt vel. Þannig hefur ekki verið gert formlegt samkomulag við fulltrúa atvinnulífsins um að hætta notkun á NFE eins og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð og ekki heldur tekin um það ákvörðun að setja reglugerð sem banni notkun efnanna líkt og gert hefur verið í Noregi. Þá kemur einnig fram í svarinu að umhverf- isyfirvöld hafi ekki haft fyrir því að láta meta umfang NFE-notkunar hérlendis en slíkt mat var fyrsti liðurinn af fimm í umræddum til- mælunum frá OSPAR-samningn- um. Hvað varðar heildarnotkun hérlendis virðist ráðherra telja okkur það til tekna að efnin finnist tæplega í vörum frá okkar helstu viðskiptalöndum innan EES þar sem stjórnvöld þar hafi tekið á málinu ýmist með setningu reglu- gerða eða með samkomulagi við fulltrúa atvinnulífsins. Það er ekki mikil reisn yfir íslenskum stjórn- völdum þegar þau skýla sér bak við það að önnur lönd hafi staðið sig betur en við í að fara að til- mælum OSPAR-samningsins. Þannig má gera ráð fyrir að þessi hættulegu efni haldi áfram að streyma út í umhverfið hér á landi a.m.k. þar til umhverfisráðherra tekur af skarið og fer að dæmi kollega sinna á hinum Norðurlönd- unum. Að lokum vil ég skora á um- hverfisráðherra að ganga nú vask- legar fram í framkvæmd OSPAR- samningsins og minni á mikilvægi þess að Ísland sýni gott fordæmi í málum sem varða verndun hafsins jafnt í orði sem á borði. Vanrækir Ís- land OSPAR- samninginn? Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur „Það er ekki mikil reisn yfir íslensk- um stjórn- völdum þeg- ar þau skýla sér bak við það að önnur lönd hafi staðið sig betur en við í að fara að tilmælum OSPAR-samningsins.“ Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Sveit Birgis Björnssonar vann í hraðsveita- keppninni á Siglufirði Mánudaginn 18. nóvember lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Eft- ir jafna og harða lokabaráttu stóð sveit Birgis Björnssonar upp sem sig- urvegari með 919 stig. Með Birgi spiluðu Þorsteinn Jóhannsson, Hreinn Magnússon og Friðfinnur Hauksson. Í 2. sæti varð sveit Vil- helms Friðrikssonar, Vilhelm-Elsa, Anton-Bogi, og í því 3. sveit Jóhanns Jónssonar, Jóhann-Ásbjörn, Kristín- Guðrún Jakobína. Hinn 25. nóvember hófst síðan þriggja kvölda fyrirtækjakeppni sem lauk 9. desember þar sem aðeins 1 stig skildi að tvær efstu sveitirnar eft- ir mikla baráttu en úrslit réðust ekki fyrr en í síðasta spili. Úrslit urðu þau að Heldri borgarar, sem mætt hafa undanfarin ár til þessa móts, héldu titlinum frá því í fyrra, en nú aðeins með minnsta mun. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit Heldri borgara 1249 Sveit Sariskatts 1248 Sveit Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar 1170 Þá er baráttan um bronsstiga- meistara komin á fullt, en sá sem flest meistarastig hlýtur á starfsárinu fær nafnbótina besti spilari félagsins auk annarra viðurkenninga. Staða efstu spilara er nú þessi Anton Sigurbjörnsson 175 Bogi Sigurbjörnsson 151 Guðlaug Márusdóttir 138 Gottskálk Rögnvaldsson 130 Hreinn Magnússon 117 Ólafur Jónsson 110 Spilarar félagsins hafa að undan- förnu verið að gera það gott á Ís- landsmótum nú í haust. Þannig varð Stefanía Sigurbjörnsdóttir Íslands- BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Í FRAMHALDI af viðtali sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag við Theódór R. Gíslason, starfs- mann KPMG, um öryggismál í tölvu- og netkerfum með yfirskrift- ina „Ekkert er alveg öruggt“, vökn- uðu hjá mér ýmsar hugleiðingar. Ef fullyrðingar hans reynast rétt- ar eru margir í vondum málum. Hann fullyrðir í viðtalinu, þegar hann er spurður hvort erfitt sé að brjótast inn í tölvu- og netkerfi, að „oftast sé (það) frekar auðvelt“! Hann segir að „í rúmlega 90% til- vika geti hann brotist inn í þau tölvukerfi sem hann sé beðinn um að skoða og í framhaldi af því geti hann náð fullri stjórn á umræddum kerfum“! Áfram heldur hann og tekur sem dæmi að hann geti á einfaldan hátt, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, brotist inn í SSL tengingu netbank- anna og hlerað leyniorð og notenda- nöfn. Þetta eru stór orð og ljótt ef satt er, þar sem daglegt líf okkar er orðið svo háð tölvum sem byggjast á þessum kerfum. Alla vega hefur heimsóknum mínum í útibú bank- anna stórlega fækkað undanfarin ár og netbankaheimsóknum fjölgað að sama skapi. En bíðum við – hvaða kerfi er hann beðinn um að brjótast inn í? Er hann að tala um tölvukerfi banka og stórra fyrirtækja eða stofnana? Getur hann með nokkuð einföldum hætti brotist inn í net- bankann og skoðað reikningana okkar? Ef rétt reynist, hvað segja þá forsvarsmenn bankanna um full- yrðingar Theódórs? Þeir hljóta að þurfa að svara viðskiptavinum sín- um hvernig þeir ætli að tryggja ör- yggi sinna viðskiptavina. Sjálfur hef ég verulegar áhyggjur af þessu og varla hafa hagsmunaaðilarnir, sem varið hafa gríðarlegum fjárhæðum í þessa tækni, minni áhyggjur. Þetta hlýtur að hafa þau áhrif að við- skiptavinir bankanna færa viðskipt- in sín smám saman aftur til útibú- anna og hætti hreinlega netbanka- viðskiptum. Leyniorð og notendanöfn eru ein- faldlega ekki nægilega örugg aðferð til að tryggja með öruggum hætti að réttur aðili sé á ferð, þar sem þau geta auðveldlega verið hleruð. Ýms- ar leiðir eru til þess að komast yfir leyniorð og notendanöfn. Ein leið til þess er „maður-í-millum árás“ að- ferðin sem Theódór lýsir í áður- nefndu viðtali, en þá villir þrjótur- inn á sér heimildir og þykist vera sá sem notandinn ætlaði að heimsækja og hlerar leyniorð og notendanafn- ið. Önnur þekkt leið til þess að hlera leyniorð og notendanöfn er að setja upp vefsvæði með ókeypis þjónustu (oftar en ekki klám!) þar sem kraf- ist er að notandinn skrái sig inn á svæðið, en í skráningarferlinu fær þjónustuveitandinn afrit af leyni- orðinu og notendanafninu. Þar sem tölvunotendur eru fyrir löngu búnir að gefast upp á því að muna mörg leyniorð nota þeir í mörgum tilvik- um svipuð eða jafnvel sömu leyniorð og notendanöfnin á þau svæði sem þeir vilja komast inn á. Með þessu móti komast tölvuþrjótar yfir leyni- orð og notendanöfn fólks og nota þau til illvirkja. Ný tækni hefur rutt sér til rúms sem leysir leyniorð og notendanöfn af hólmi. Tæknin byggist á því að notandinn býr sjálfur til lyklasett (tvo einkvæma lykla) á tölvunni sinni eða á snjallkorti/snjallkubbi, sem hann notar með sérstökum búnaði til að auðkenna sig á Netinu. Þessi aðferðafræði er í sjálfu sér svipuð hefbundnum lykli og skrá, t.d. á íbúðarhúsnæði, þar sem not- andinn notar lykilinn sinn til að opna þær dyr sem hann þarf að fara um. Sem dæmi notar Tollstjóra- embætti ríkisins þessa aðferð til auðkenningar við veftollafgreiðslu, en þar geta inn- og útflytjendur gert tollskýrslur sínar með örugg- um hætti. Kerfið sem þessu nýja tækni byggist á er kallað dreifilyklakerfi og nýtist einnig til rafrænna undir- skrifta og dulritunar skjala og tölvupósts. Það sem gerir þessa að- ferð svo trausta og örugga sem raun ber vitni er vottunarferlið sem við- urkennd dreifilyklakerfi byggjast á. Vottunarferlið og undirliggjandi vinnu- og öryggishögun tryggir að notandinn getur með öruggum hætti auðkennt sig, en um það snýst þetta mál – að vera viss um hver bankar á dyrnar. Ef viðurkenndar dreifilyklalausnir eru notaðar geta tölvuþrjótar ekki hlerað samskiptin eða komist yfir einkalykil notenda og hafa því enga möguleika á að villa á sér heimildir. Sem betur fer eru til leiðir til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar komist upp með illvirki og notendur hljóta að gera þá kröfu til fyrir- tækja og stofnana að þau varðveiti með öruggum og áreiðanlegum hætti persónuleg gögn og upplýs- ingar. Aðilar sem veita viðkvæma þjónustu á Netinu, t.d. fjármála- og heilbrigðisþjónustu, verða að geta tryggt gagnaöryggi og persónu- vernd gagna. Það er gott til þess að vita að ís- lenskar ríkisstofnanir ganga fram með gott fordæmi er kemur að ör- yggismálum á Netinu. Ég veit að mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir (þ.á m. fjármálafyrirtækin) nota viðurkenndar öryggislausnir sem byggjast á vottaðri SSL dulritunar- tækni. Slíkar lausnir eru góðar, en duga ekki einar og sér. Eins og fram kemur í viðtalinu, sem ég áður vitnaði í, búa tölvuþrjótar yfir mik- illi þekkingu og eiga æ auðveldara með að lauma sér inn á læst svæði. Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem veita viðkvæma þjón- ustu á Netinu, að þeir tryggi með öruggum hætti persónuleg gögn, því notendur treysta þeim í blindni – eða hvað? Það er öruggt að ekk- ert er alveg öruggt! Eftir Jóhann Kristjánsson „Sem betur fer eru til leiðir til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar komist upp með illvirki …“ Höfundur er rekstrarhagfræðingur og þróunarstjóri hjá Skýrr hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.