Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FYRIRTÆKI og einstak-lingar lágmarka skatta áhverjum tíma en svigrúmvenjulegra launþega er þó ákaflega lítið í þeim efnum. Með lækkun tekjuskatts á hagnað fyrir- tækja, úr 30% í 18%, samfara því að mögulegt varð að færa einstaklings- rekstur og eignir undir merki einka- hlutafélags, gafst mönnum í sjálf- stæðum atvinnurekstri á hinn bóginn möguleiki á að lágmarka skatta sína með löglegum hætti. Jað- arskattur manns, sem getur tekið út hluta af launum í formi hagnaðar hjá einkahlutafélagi, er 26,2% en hjá tekjuháuum launþega er jaðarskatt- urinn aftur á móti 45,54%. Mismun- urinn á skattbyrðinni af hverri millj- ón umfram hátekjumörkin getur verið um 192 þúsund krónur. Í hinu upphugsaða dæmi af Jóni Jónssyni, sem birt er neðst á síðunni, lækkar skattbyrðin t.d. um 450 þúsund á ári þótt í reynd hafi engin breyting orð- ið á rekstrinum. Eftir mestu að slægjast fyrir hina tekjuhærri Í sem grófustum dráttum má segja að maður í sjálfstæðum rekstri, sem hefur miklar tekjur af vinnu sinni en hóflegan kostnað og hefur nú aðstöðu til þess að taka út laun í formi hagnaðar hjá eigin einkahlutafélagi, greiði hlutfallslega allmiklu lægri skatta en tekjuhár launþegi eða tekjuhár einstaklingur sem er með reksturinn í eigin nafni. Munurinn á skattbyrðinni minnkar hins vegar að öllu jöfnu í takt við minnkandi tekjur/hagnað. Þurfi báðir að greiða af námslán- um til Lánasjóðs íslenskra náms- manna (LÍN) eykst munurinn enn frekar. Einstaklingur í sjálfstæðum rekstri og launþeginn þurfa að greiða 49,3–50,3% í skatt og afborg- un af námslánum af hverri viðbót- arkrónu umfram 3,8 milljónir í árs- tekjur en maðurinn í ehf.-rekstri greiðir að öllu jöfnu ekki nema 26,2%. Munurinn er hátt í fjórðung- ur eða í kringum 240 þúsund af hverri milljón umfram hátekju- mörkin. Tekið skal fram að arður greiddur úr einkahlutafélögum myndar tekjuskattsstofn til útreikn- inga á vaxta- og barnabótum, þ.m.t. til skerðingar á þeim. Greinilegt er miðað við snarauk- inn fjölda nýrra einkahlutafélaga að fólk í sjálfstæðum rekstri fylgist vel með skattbyrðinni þótt þar kunni vitaskuld fleiri þættir að hafa áhrif. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru skráð ríflega 2.900 ný einkahluta- félög á móti 1.841 félagi allt árið í fyrra. Tölurnar tala auðvitað sínu máli. Sérfræðingar sem sjá um að meta fyrir fólk hvort hagkvæmt sé að breyta einkarekstri í einkahluta- félagsrekstur segjast í flestum eða langflestum tilvikum ráðleggja mönnum það. Þeir segja það gefa augaleið að ávinningurinn sé lang- mestur fyrir þá sem geta tekið út hluta af launum sem hagnað; stað- reyndin sé sú að langflestir þeirra, sem breyta um rekstrarform hafi að öðrum kosti þurft að greiða hátekju- skatt, þ.e. 45,54%. Þeir telja einnig líklegt að þróunin verði sú að ein- staklingsrekstur verði að langmestu leyti í formi einkahlutafélaga þegar fram í sækir. Gangi það eftir þýðir það í reynd að hátekjuskatturinn mun nær eingöngu leggjast á laun- þega og þá sem stunda sjálfstæðan rekstur í eigin nafni. Önnur markmið en lækkun tekjuskatta Á hitt hefur einnig verið bent að auðveldara kunni að vera að gjald- færa og fá viðurkennda ýmsa kostn- aðarliði í nafni einkahlutafélags en þegar reksturinn er í nafni einstak- lings, m.ö.o. að staða einstaklings í sjálfstæðum rekstri gagnvart skattayfirvöldum sé lakari hvað varðar frádrátt á lögmætum kostn- aðarliðum. Engin stoð er fyrir slíkri mismunun í skattalögum og ósagt skal látið hvort einstaklingur í sjálf- stæðum rekstri eigi erfiðara með að fá viðurkennda ýmsa kostnaðarliði hjá skattayfirvöldum eins og sumir menn í einstaklingsrekstri hafa haldið fram. Hér erum við líka komin út á nokkuð hálan ís; mörkin á milli per- sónulegs kostnaðar og kostnaðar vegna rekstrar geta verið óskýr og fráleitt óalgengt að menn ferðist um á „gráum svæðum“ í þeim efnum. Ósjaldan hefur verið beint á að menn í eigin rekstri greiði hlutfallslega litla skatta miðað við aðrar stéttir. Almennt má ætla að þeir sem telja sig eiga erfitt með að telja fram raunverulega kostnaðarliði í eigin rekstri sjái hag sínum betur borgið innan einkahlutafélags og breyti rekstrarforminu jafnvel eingöngu af þeim sökum. En má þá ekki alveg eins gera ráð fyrir að menn breyti rekstrarform- inu eingöngu til þess að geta talið fram eigin kostnað á nafn einka- hlutafélags, m.ö.o. svindlað undan skatti? „Enginn getur mótmælt því ef Jón Jónsson ehf. greiðir kostnað fyrir Jón Jónsson. En þetta er hróp- andi óréttlæti gagnvart samborgur- unum. Einn er kannski venjulegur launamaður á meðan nágranninn dregur allan sinn kostnað frá áður en hann fer að greiða til samfélags- ins,“ sagði Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri í Snæfellsbæ, á dögunum. Eftir því sem næst verður komist er ekki algengt að menn færi eigin fasteignir/íbúðir í miklum mæli inn í einkahlutafélögin. Hitt mun vera al- gengara að menn leigi jafnvel hluta af húsnæði sínu undir starfsemi einkahlutafélagsins en skattur af leigutekjum er sem kunnugt er jafn fjármagnstekjuskattinum eða 10%. Þá mun einnig vera mjög algengt að bifreiðar gangi inn í einkahluta- félagið og verði eign þess en sam- kvæmt skattalögum ber mönnum að reikna sér hlunnindi af bifreið sem launagreiðandi lætur þeim í té; ætla má þó að menn sjái einhvern hag eða hagræði í því að bifreiðar séu eign félaganna en ekki þeirra sjálfra. Launþeginn: hinn tryggi og staðfasti skattgreiðandi Venjulegur launþegi á alla jafna ekki kost á að lækka skattbyrði sína með þessum hætti; vilji hann lækka skattbyrðina verður hann að gera annaðhvort að leggja land undir fót og flytjast í skattvænna umhverfi eða gerast þátttakandi í hinu svarta hagkerfi. Hvorugt er góður eða ein- faldur kostur heimakærum og lög- hlýðnum borgara. Því er hinn al- menni launþegi það sem kalla mætti „staður skattstofn“, þ.e. hann á óhægt um vik að víkja sér undan skattinum, öfugt við t.d. peningaeign sem er frekar „kvikur skattstofn“ sem skreppur saman eða gufar jafn- vel upp í takt við hækkandi skatta. En þótt svigrúm launþega sé lítið má þó vel hugsa sér að stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja geti séð sér hag í að stofna einkahlutafélag um sjálfan/sjálfa sig og láta hið nýja einkahlutafélag síðan selja fyrrum launagreiðenda sömu þjónustu og þeir inntu af hendi sem launþegar. Munu reyndar þegar til dæmi um að menn hafi tekið slíkt fyrirkomulag upp enda fyrir hendi samningslausn sem bæði launagreiðandi og laun- þegi geta hagnast á. Minni endurgreiðslubyrði vegna námslána Endurgreiðsluhlutfall af námslán- um miðast við útsvars- og tekju- skattsstofn samkvæmt skattafram- tali. Árleg endurgreiðslubyrði einstaklings lækkar því að öllu jöfnu við breytingu rekstrarins í einka- hlutafélag. Endurgreiðslan nemur 4,75% af heildartekjum a sem tekin voru eftir 1992 en lánum sem tekin voru á 1982 til 1992. Hugsum okkur nú mann í lingsrekstri sem skilaði átta tekjum að teknu tilliti til r kostnaðar og annarra frádr Af þeirri upphæð hefði han 380 þúsund til LÍN á ári en hann færir reksturinn und hlutafélagið (kostnaður ób reiknar hann sér lágmar gjald eða laun, t.d. samkvæ B4 (útgerð, iðnaður, versl ingastarfsemi) eða þrjár m ári. Þá greiðir hann 142.500 ári í stað 380 þúsunda áður. En er ekki ósanngjarn einhver að segja, að blanda unum af námslánum í málið maðurinn þau ekki bara upp tíma? Svarið er skýlaust nei. lagi kann maðurinn að ha Stefnir í að launþegar muni standa næ Skattbyr ehf.-væð 3 4              <  - *2 *  # 6    1     ) *   + (, -   %   *   %*   =   O    ,1      +   U B25 FC -3    FB25 -5 C   9? * #7    E3?  O    %2  B25  1  %     R      Talsverður munur kann að vera á s hvort þeir hafa val um hvernig þeir te Gísli Ólafsson komst að því að eftir slægjast við að færa eigin rekstur un JÓN Jónsson starfar sj og hefur færri en fjóra er hlutfallslega lítill og (rekstrartekjur að frád und á mánuði. Af þeim skatt auk tæpra 150 þú tekjuskatt), samtals 2. og Jón hélt eftir (lítum þúsundum eftir skatta Nú stofnar Jón einka gerlega óbreyttur. Han ur B4) eða 300 þúsund hagnaði félagsins. Jón um sínum og sleppur v Jónssonar ehf. nemur lagið 18% í skatt eða 4 Arðgreiðslan til Jón greiðir hann 10% skatt lögð skattbyrði Jóns og króna og meðalskattur á skattgreiðslum fyrir Mismunurinn vex me lækkandi tekjum/hagn nam greiðsla hans 285 Samanlagður mismunu þúsund á ári eða hátt í Jón Jónsson ÚTUNDAN Í RÍKI ALLSNÆGTANNA Í miðju neyzluæði aðventunnarhlýtur fólki að hnykkja við þeg-ar sagt er frá því að yfir 2.000 fjölskyldur, jafnvel allt að 2.400, þurfi að leita sér aðstoðar hjá hjálp- arsamtökum fyrir jólin. Þessar fjöl- skyldur eiga ekki fyrir jólamatnum, jólagjöfunum eða jólafötunum, sem auglýst eru í gríð og erg. Sam- kvæmt samtölum við fulltrúa Hjálp- arstarfs kirkjunnar, Rauða krossins og mæðrastyrksnefnda, sem rætt var við í Morgunblaðinu á sunnu- dag, bendir ýmislegt til að fleiri leiti sér hjálpar fyrir þessi jól en í fyrra. Við hljótum að spyrja hvað hafi farið úrskeiðis í velferðarríkinu Ís- landi, þar sem þjóðartekjur á mann eru hvað hæstar í heiminum, þegar svo er komið að þúsundir manna þurfa að leita á náðir hjálparsam- taka til að geta veitt sér og börnum sínum það sem þykir í dag sjálfsagt og eðlilegt að allir geti veitt sér. Sömuleiðis hlýtur fólk að spyrja hversu margir séu í svipuðum að- stæðum en of stoltir til að biðja um aðstoð og standa í langri biðröð eftir hjálpinni. Ýmislegt bendir til að skjólstæð- ingar hjálparstofnananna séu ekki sízt einstæðir foreldrar með lágar tekjur, fólk sem glímir við örorku eða tímabundin veikindi eða hefur ekki vinnu. Tryggingabætur duga þessu fólki oft ekki til framfærslu og bent hefur verið á hættuna á að það festist í fátæktargildru, sem skatta- og bótakerfið refsi því fyrir að reyna að vinna sig út úr. Stundum er eins og þeir, sem marka velferð- arkerfinu stefnu, hafi lítinn áhuga á vanda þessa fólks. Hópurinn er vissulega ekki stór sem hlutfall af þjóðinni, en vandi tvö þúsund fjöl- skyldna verðskuldar þó sannarlega athygli; að grafizt sé fyrir um orsak- ir hans og reynt að finna á honum lausnir. Það á auðvitað að vera okkur kappsmál að enginn þurfi að leita á náðir hjálparstofnana og þær geti einbeitt sér að því að aðstoða með- bræður okkar í fjarlægari löndum, sem ekki njóta sama ríkidæmis og við Íslendingar. En á meðan svona er komið, er ljóst að kirkjan og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi gegna mikilvægu hlutverki í velferð- arkerfi okkar. Til þess að þau geti hjálpað þeim, sem þurfa á því að halda, verðum við hins vegar hvert og eitt líka að láta eitthvað af hendi rakna. Sá stóri meirihluti, sem lifir í allsnægtum, má ekki gleyma hlut- skipti þeirra sem verr eru settir. TÖLVUR OG TUNGUTAK Hugbúnaðarþýðingar á Íslandivoru til umræðu fyrir skömmu á málþingi sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum og Þýðingarsetur Háskóla Ís- lands stóðu að. Slík umræða er svo sannarlega tímabær því tölvuvæðing á Íslandi er mjög mikil. Af því leiðir að stór hluti af daglegu umhverfi fólks við vinnu og tómstundir er nú á ensku, ekki síst meðal þeirra yngri, og tungutak tengt tölvum oft og tíð- um talsvert mengað. Í upphafi þessarar almennu tölvu- væðingar gerðu sér margir vonir um að hægt yrði að þýða yfir á íslensku allan algengasta hugbúnað, þannig að með tíð og tíma mætti innleiða tölvuumhverfi sem væri að mestu leyti á íslensku. Eins og Björn Bjarnason alþingismaður greindi frá á málþinginu, var stefnt að því í menntamálaráðuneytinu allt frá árinu 1996 að hugbúnaður í tölvum í skólum yrði þýddur. Ráðuneytið gerði síðan samning við Microsoft ár- ið 1999 þess efnis að hugbúnaðurinn „Windows 98“ og „Internet Explor- er“ yrði íslenskaður og lauk þeirri þýðingu í apríl 2000. Reyndin hefur þó verið sú að erfitt er að halda í við nýjar uppfærslur á erlendum hug- búnaði sem eru mjög tíðar, í sam- ræmi við örar framfarir á þessu sviði. Þó er stefnt að því að koma þýðingum á hugbúnaði Microsoft í reglubund- inn farveg, en Björn benti einnig á að þýðingarferlið sem slíkt hefði verið lærdómsríkt. Sagði hann að reynslan af því væri „ómetanlegur vegvísir í frekari viðleitni til að treysta stöðu íslenskunnar í tölvuheiminum“. Stærsta verkefni á þessu sviði hér á landi er þýðing á viðskiptahugbún- aðinum „Oracle“ en stefnt er að því að taka íslenskan hluta þess í notkun 1. mars á næsta ári hjá ríkissjóði og stofnunum hans. Í því tilfelli var ekki einungis samið um grunnþýðingu heldur einnig allt viðhald á framtíð- arútgáfum, sem óneitanlega skiptir miklu máli ef þýðing á hugbúnaðin- um á að festast í sessi. Svo virðist þó sem óraunhæft sé að gera ráð fyrir því að þýðingar á hug- búnaðarforritum verði almennar á næstunni á jafnlitlu málsvæði og okkar. Það þýðir þó hreint ekki að við getum látið undan síga með tilliti til íslenskrar tungu í þessum mála- flokki. Ef ekki er hægt að þýða allan þann hugbúnað sem við fólki blasir í tölvuheiminum, er þeim mun mikil- vægara að þýða öll þau hugtök og heiti sem aðgerðum á skjá og tölvu- vinnslu tilheyra, þannig að þeir sem nota tölvur kunni góð skil á vinnslu- ferlinu á móðurmálinu auk enskunn- ar. Töluvert starf er nú þegar unnið í skólum landsins þar sem áhersla er lögð á íslenskan tölvuorðaforða, en afar mikilvægt er að atvinnulífið taki einnig þátt í slíkri uppfræðslu, t.d. með því að sjá til þess að starfsmenn hafi greiðan aðgang að þeim íðorðum tengdum tölvunotkun sem náð hafa góðri fótfestu. Tölvuheimurinn hefur opnast þjóðinni á undraverðum hraða og því er ekki seinna vænna að hefja markvissa aðlögun íslenskrar tungu að þessu nýja notkunarsviði. Einungis þannig er hægt að snúa vörn í sókn og tryggja að móðurmálið þróist í samræmi við breytta heims- mynd og þjóni þjóðinni til frambúðar við öll tjáskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.