Morgunblaðið - 17.12.2002, Side 14
JÓLASÖFNUN Hjálpræðishersins
er hafin. Settir hafa verið upp jóla-
pottar víða, sem fólk getur gefið í.
Það sem safnast er notað til að að-
stoða þá sem hjálp þurfa við jóla-
hald, í formi gjafakorta, þar sem
taka má út mat eða annan varning.
Jólapottarnir eru m.a.: í Kringl-
unni, á Laugaveginum og í Smára-
lind. Á myndinni er Inger Dahl
flokksforingi við jólapottinn í
Smáralind.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Jólasöfnun
Hjálpræðishersins
FRÉTTIR
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þægilegir
brjóstahaldar-
ar sem styðja
vel við
Undirfatasett,
margir litir og
mynstur
Móðurást,
Auðbrekku 2.
Opið virka daga 10-18
Bravado meðgöngu- og
brjóstagjafabrjóstahöld
Fáðu sendan vörulista hjá ymus@islandia.is
Skagfirðingabúð
Ártorgi 1,
Sauðárkróki.
Verslunin
Okkar á milli,
Tjarnarbraut 19,
Egilsstöðum.
Hafnarapótek,
Hafnarbraut 29,
780 Höfn.
HÓPUR fólks í borginni Lausanne í
Sviss mótmælti sl. laugardag fyrir-
huguðum framkvæmdum við Kára-
hnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði.
Hópurinn gekk frá aðallestarstöð-
unni í Lausanne að Evrópuhöfuð-
stöðvum álfyrirtækisins Alcoa í
borginni þar sem afhent voru skrif-
leg mótmæli við þátttöku Alcoa í
framkvæmdunum.
Með mótmælunum vildu þeir sem
í þeim tóku þátt vekja athygli Sviss-
lendinga á framkvæmdunum og
sýna mótmælendum framkvæmd-
anna á Íslandi stuðning í verki. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
hópnum sem send var Alcoa og fjöl-
miðlum í Sviss.
Kárahnjúka-
virkjun mót-
mælt í Sviss
HUGMYNDIR um útfærslu við-
byggingar við Laugardalshöll, nýja
íþrótta- og sýningarhöll, voru lagðar
fyrir skipulags- og bygginganefnd
Reykjavíkur í síðustu viku.
Verkkaupi er Reykjavíkurborg en
Teiknistofan ehf. hannar bygg-
inguna. Að sögn Magnúsar Sædal
byggingafulltrúa eru atriði í þessum
hugmyndum sem ekki eru í sam-
ræmi við deiliskipulag svæðisins og
því þarf að skoða málið nánar áður
en hægt vverður að taka afstöðu til
þess í skipulags- og bygginganefnd.
Afgreiðslu þess var því frestað.
Nýja höllin er aðallega ætluð fyrir
frjálsíþróttir og sýningar. Gert er
ráð fyrir að byggt verði við Laug-
ardalshöllina að austanverðu og hús-
in tengist með núverandi viðbygg-
ingu og myndi með þeim hætti eina
heild.
Nýbyggingum í tengslum við nýju
höllina er samkvæmt hugmyndunum
skipt í fjóra byggingarhluta; aðal-
byggingu, frambyggingu, hliðar-
byggingu og geymslu. Í aðalbygg-
ingu verður frjálsíþróttasalur, 53x95
metrar að grunnfleti og áhorfenda-
bekkir. Í frambyggingu verður
miðasala, fundarsalur, salerni og
skrifstofur. Í hliðarbyggingu er gert
ráð fyrir að sjúkraþjálfari hafi að-
stöðu, þjálfarar og dómarar.
Hugmyndir um
sýningarhöll
skoðaðar nánar
Morgunblaðið/Júlíus
BJÖRN Ingi Hrafnsson, skrif-
stofustjóri þingflokks fram-
sóknarmanna, var í síðustu
viku kjörinn af Alþingi í út-
varpsréttarnefnd í stað Magn-
úsar Bjarnfreðssonar.
Aðrir aðalfulltrúar í nefnd-
inni eru Kjartan Gunnarsson
framkvæmdastjóri, Árni Gunn-
arsson framkvæmdastjóri, Ást-
ráður Haraldsson hæstaréttar-
lögmaður, Bessí Jóhannsdóttir
sagnfræðingur, Kristín Péturs-
dóttir lögfræðingur og Lára V.
Júlíusdóttir hæstaréttarlög-
maður.
Nýr í
útvarps-
réttarnefnd
Ölvunarakstur
á Austurlandi
ÓVENJUMARGIR ökumenn voru
stöðvaðir vegna gruns um ölvun við
akstur á Seyðisfirði og Egilsstöðum
nú um helgina. Segist lögregla ekki
vita hvað hafi hlaupið í menn þar sem
ekkert sérstakt hafi verið á seyði.
Um helgina voru þrír ökumenn
stöðvaðir á Egilsstöðum og einn á
Seyðisfirði.
EFTIRLIFANDI eiginkona manns,
sem keypti líftryggingu áður en þau
giftust, á ein rétt á tryggingabótun-
um vegna andláts mannsins, sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar á fimmtu-
dag en börn mannsins af fyrra
hjónabandi gerðu einnig kröfu til
bótanna.
Maðurinn keypti líftryggingu af
Sameinaða líftryggingarfélaginu ár-
ið 1993 og í sérstökum lið á eyðublaði
um hverjir væru rétthafar merkti
hann með krossi við orðin „nánustu
vandamenn“. Ári síðar gekk maður-
inn í hjónaband og eignaðist með
konu sinni eitt barn. Fyrir átti mað-
urinn þrjú börn. Maðurinn lést árið
2000 og var líftryggingin þá í gildi.
Í málinu deildu eftirlifandi eigin-
kona mannsins og þrjú eldri börn
hans um hver eða hverjir skyldu telj-
ast rétthafar að líftryggingarfjár-
hæðinni. Í dómi Hæstaréttar segir,
að óumdeilt sé að konan og maðurinn
þekktust ekki þegar hann keypti líf-
trygginguna og ekki voru bornar
brigður á að börn mannsins voru
nánustu vandamenn hans þegar
hann tók trygginguna.
Rétturinn taldi hins vegar, að af
skýringum í fyrrnefndu eyðublaði
hefði það ekki orkað tvímælis að með
vali á nánustu vandamönnum sem
rétthafa mundi maki, ef um hann
yrði að ræða við andlát mannsins,
rýma út tilkalli niðja hans til líf-
tryggingarfjárins. Hefði ætlun
mannsins verið önnur hefði honum
verið í lófa lagið að tilnefna lögerf-
ingja sem rétthafa og veita þannig
börnunum hlutdeild í líftryggingar-
fénu ef hann gengi síðar í hjúskap
eða nafngreina þau sem rétthafa til
að féð rynni allt til þeirra. Báðir
þessir kostir voru til staðar á fyrr-
nefndu eyðublaði. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði áður dæmt að
börn mannsins ættu rétt á hluta
tryggingabótanna en Hæstiréttur
taldi að konan ætti ein rétt á bót-
unum, tæpum 7,2 milljónum króna.
Hæstaréttardómararnir Markús
Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson
og Gunnlaugur Claessen dæmdu í
málinu. Klemenz Eggertsson hdl.
flutti málið f.h. konunnar, Dögg
Pálsdóttir hrl. var lögmaður barna
mannsins en Einar Baldvin Axelsson
hrl, var lögmaður Sameinaða líf-
tryggingarfélagsins hf.
Eiginkonan
átti ein rétt
á bótum
♦ ♦ ♦