Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR á minni þéttbýlisstöðum eru óánægðir með sameiningu sveitarfélaga og myndu fella sameiningu ef atkvæði væru greidd um hana í dag. Íbúar í stærri þéttbýlisstöðum og í sveit- um eru hins vegar nokkuð ánægðir með sam- eininguna. Þetta kemur fram í rannsókn sem dr. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og for- stöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA), og Hjalti Jóhannesson, MA í landafræði og sérfræðingur hjá RHA, gerðu á sameiningu sjö sveitarfélaga víða um land. Rannsóknin er komin út í bók sem heitir „Sam- eining sveitarfélaga. Áhrif og afleiðingar“. Hún er gefin út í tilefni 10 ára afmælis Rannsókna- stofnunar Háskólans á Akureyri. Í rannsókninni eru skoðaðar afleiðingar sjö sameininga sveitarfélaga á árunum 1994 og 1998. Sameiningin er skoðuð með hliðsjón af fimm meginatriðum; lýðræði, þjónustu, stjórn- sýslu, fjárhag og byggðaþróun. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Árborg, Borgarfjarðarsveit, Dalabyggð, Snæfellsbær, Vesturbyggð, Skaga- fjörður og Fjarðabyggð. Óánægja á Eyrarbakka, Stokkseyri og Bíldudal Í bókinni kemur fram sú meginniðurstaða að íbúar þeirra gömlu sveitarfélaga sem eru hlut- fallslega stór innan hins nýja sveitarfélags, en eru ekki í svokölluðum kjarna sveitarfélagsins, telja sig hafa tapað á sameiningunni. Þetta á hins vegar ekki við um íbúana í sveitahrepp- unum. Þeir eru mun sáttari við sameininguna. Árborg er ágætt dæmi um þessi viðhorf. Íbú- ar á Eyrarbakka og Stokkseyri eru frekar ósáttir við sameininguna og telja að þjónustan við þá hafi minnkað og lýðræðisleg áhrif þeirra á stjórn sveitarfélagsins séu minni í dag en fyr- ir sameiningu. Íbúar á Selfossi eru hins vegar tiltölulega sáttir og telja að ekki hafi orðið mikl- ar breytingar með sameiningu. Íbúar í Sand- víkurhreppi, sem er sveitahreppur sem liggur á milli Selfoss og Eyrarbakka, eru einnig nokkuð sáttir. Í rannsókninni kemur fram að ef kosning um samningu færi fram í dag myndu íbúar á Eyrarbakka og á Stokkseyri fella tillögu um sameiningu. Svipuð viðhorf koma fram í öðrum sveitar- félögum. Íbúar á Patreksfirði styðja í dag sam- einingu fjögurra sveitarfélaga í Vesturbyggð líkt og þeir gerðu 1993, en íbúar á Bíldudal myndu fella tillögu um sameiningu með miklum meirihluta. Reyndar er andstaða við samein- ingu almennt meiri nú meðal íbúa í Vestur- byggð en 1993. Aukinn kostnaður við félagsþjónustu Í skýrslunni er fjárhagsstaða sveitarfélag- anna skoðuð bæði fyrir og eftir sameiningu. Kostnaður við félagsþjónustu hefur víðast auk- ist, einkanlega í smáum dreifbýlum sveitar- félögum. Að mati skýrsluhöfunda er ástæðan fyrir þessu m.a. sú að ýmis félagsleg vandamál hafi verið dulin í fámennum sveitarfélögum og hafi ekki komið upp á yfirborðið fyrr en eftir að fjarlægð við stjórnkerfið jókst. Fólk virðist jafnframt vera tilbúnara til að leita eftir aðstoð félagsþjónustu sem hefur yfir að ráða fagfólki. Kostnaður við skólahald hefur aukist í öllum sveitarfélögunum eftir sameiningu. Nokkuð misjafnt er milli sveitarfélaga hversu ánægðir íbúarnir eru með þróun skólamála. Á stærstu þéttbýlisstöðunum (sem skýrsluhöfundar kalla kjarna) hefur ánægja íbúanna með skólamál aukist. Ekki er merkjanleg breyting á afstöðu íbúa á minni þéttbýlisstöðum þegar á heildina er litið. Óánægju gætir hins vegar hjá íbúum í sveita- hreppunum, en sameining sveitarfélaganna hefur sumstaðar leitt til þess að gripið hefur verið til hagræðingar sem m.a. hefur falið í sér lokun skóla. Dæmi um þetta er Steinsstaða- skóli í Skagafirði, Laugaskóli í Dalasýslu og breytingar á skólahaldi við Sólgarðaskóla í Skagafirði og Örlygshöfn í Vesturbyggð. Aukinn kostnaður við yfirstjórn Í bókinni er kostnaður við yfirstjórn skoð- aður sérstaklega og er niðurstaðan að hann hefur almennt hækkað sé miðað við kostnað á föstu verðlagi. Hafa ber í huga að laun hafa al- mennt hækkað meira en verðlag á síðustu ár- um. Í flestum sveitarfélögum kom fram aukinn kostnaður við yfirstjórn fyrst á eftir að samein- ing átti sér stað, en sums staðar dró síðan úr kostnaðinum. Sé einvörðungu horft á kostnað fyrir samein- ingu og eftir sameiningu þá hækkaði kostnaður við yfirstjórn í Árborg um 24% á föstu verðlagi. Kostnaður við yfirstjórn Borgarfjarðarsveitar lækkaði eftir sameiningu, en hafa ber í huga að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiddi laun sveitarstjóra fyrsta kjörtímabilið eftir samein- ingu. Kostnaður við yfirstjórn Dalabyggðar hefur hækkað mikið og var árið 2000 19% hærri en annarra sveitarfélaga af sambærilegri stærð. Kostnaður við yfirstjórn Fjarðarbyggð- ar hækkaði talsvert frá 1996 til 1998 en hefur síðan lækkað aftur. Kostnaðurinn er samt meiri en sveitarfélaga af sambærilegri stærð, en hafa ber í huga að stjórnsýsla sveitarfélagsins er dreifð á þá þrjá staði sem mynda sveitarfélagið. Svipuð þróun varð í Skagafirði. Þar hækkaði kostnaður við yfirstjórnina fyrst í stað en lækk- aði árið 2000. Kostnaður Skagafjarðar við yf- irstjórn er 30% hærri en annarra sveitarfélaga sem eru með íbúa yfir 1.000 (fyrir utan Reykja- vík). Kostnaður Snæfellsbæjar við yfirstjórn var árið 2000 52% hærri en meðaltöl sveitarfélaga með 1.000 íbúa og fleiri fyrir utan Reykjavík þrátt fyrir að kostnaðurinn hafi þá verið lægri en hann var fyrir sameiningu. Mestur er kostnaður við yfirstjórn hjá Vest- urbyggð þar sem hann er rúmlega tvöfalt hærri en hann er að meðaltali hjá sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa. Kostnaðurinn hefur aukist frá sameiningu um nálega 10 þúsund krónur á íbúa, en ráðgjafi sameiningarnefndarinnar taldi raunhæft að kostnaður við yfirstjórn lækkaði um 7 þúsund krónur á íbúa við samein- ingu. Viðbrögð íbúa vegna rannsóknar á áhrifum sameiningar sjö sveitarfélaga víða um land Óánægja á minni þétt- býlisstöðum Nýlega kom út ítarleg skýrsla um árangur af samein- ingu sjö sveitarfélaga og viðhorf íbúa til sameiningar. Þótt þjónusta við íbúa hafi aukist eftir sameiningu er óánægja sumstaðar með breytinguna. TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, tilkynnti í gær um fjögurra milljóna króna framlag til að tryggja kennarastöðu við Fjölsmiðjuna, sem er sam- starfsverkefni Rauða krossins, félagsmálaráðuneytis og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Í Fjölsmiðjunni leggja 36 ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára stund á hagnýtt verknám samhliða vinnu við trésmíði, matreiðslu, tölvuvinnslu, bílaþvott og fleira, en með fastri stöðu kennara við Fjölsmiðjuna verður hægt að veita námsaðstoð sem komið hefur í ljós að skiptir verulegu máli fyrir þá nema sem hyggja á framhaldsnám eða vilja ljúka grunn- skólanámi. Fjölsmiðjan var stofnuð á síðasta ári með það fyrir augum að gefa ungu fólki, sem ekki hefur fundið sig í hefðbundnu skólanámi, tækifæri til verkþjálfunar og þátttöku í atvinnulífinu. Rauði kross Íslands átti frumkvæði að stofnun Fjölsmiðjunnar og greiðir kostnað vegna unglinga á aldrinum 16 til 18 ára. Forstöðumaður Fjölsmiðj- unnar er Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari í handknattleik, en Guðlaug Teitsdóttir, kennari, Inga Dís Þorsteinsdóttir, nemi, Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, fylgdust með jólakortagerð þar í gær. Fjölsmiðjan fær fjögurra milljóna króna framlag LÖGREGLAN í Vestmanna- eyjum lagði hald á 40 grömm af hassi á sunnudagskvöld og handtók þrjá menn í tengslum við málið. Grunur hafði verið um fíkniefnabrot í íbúðarhúsi í bænum og fylgd- ist lögreglan með því uns hún réðst til inngöngu og fann hassið. Er þetta áttunda fíkniefna- málið frá því á Þjóðhátíð og lætur nærri að lögreglan hafi fengið tvö fíkniefnamál á mánuði að undanförnu. Tíu manns hafa verið handteknir vegna málanna átta og hefur sami maðurinn komið við sögu í fjórum þeirra. Strangt eftirlit Fjöldi fíkniefnamála er óvenjumikill um þessar mundir í Vestmannaeyjum en ekki er vitað hverju það sæt- ir. Lögreglan nefnir að hugs- anlega sé strangara eftirlit að skila sér með þessum hætti. Stærsta málið varðar 250 grömm af hassi, sem lögregl- an lagði hald á í september. Alls hefur lögreglan tekið tæplega hálft kg af hassi í öll- um málunum og í flestum þeirra hefur fíkniefnahundur- inn Tanja átt stóran þátt. Tíkin hefur verið notuð frá því í fyrra og segir lögreglan að hún sé án efa einn vinsæl- asti ferfætlingurinn í Eyjum þessa dagana. Vestmannaeyjar Tæplega hálft kg af hassi í átta málum HÉRAÐSDÓMI Suðurlands þótti fjarstæðukennt að maður sem ók bíl sínum út af Suður- landsvegi í Rangárvallasýslu hafi drukkið áfengi eftir að akstri lauk. Hann var því dæmdur til að greiða 130.000 krónur í sekt og sviptur öku- réttindum í eitt ár. Í dómnum kemur fram að hlið bílsins lenti af miklu afli á stórum steini, bíllinn kastaðist áfram upp hlíð og aftur að veginum þar sem hann valt heila veltu. Þegar hann stað- næmdist hafði hann borist 150 metra frá þeim stað sem hon- um var ekið út af. Við þetta brotnuðu flestar rúður bílsins og hann stórskemmdist. Öku- maðurinn slasaðist alvarlega, hlaut m.a. mikla áverka á höfði og missti mikið blóð. Drykkjan gekk ekki upp Að mati dómsins var sá framburður mannsins fjar- stæðukenndur að hann hefði við þessar aðstæður brugðist við með því að ná sér í áfeng- isblöndu, sem hann hefði geymt í hanskahólfi bílsins, og haft getu til að drekka það magn áfengis sem niðurstaða rannsóknar á áfengismagni í blóði hans hefði leitt í ljós. Þá fékk frásögn hans ekki stoð í framburði vitna. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn, Jóhann Péturs- son hdl. var skipaður verjandi og Þórhallur Haukur Þor- valdsson, fulltrúi, sótti málið f.h. lögreglustjórans á Hvols- velli. Fjarstæðu- kenndur fram- burður ökumanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.