Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 51 DAGBÓK Árnað heilla Á BRIDSMÁLI er hönd þar sem nían er hæsta spil nefnd „Yarborough“ eftir enskum jarli sem drýgði tekjur sínar með því að veðja gegn slíkri hundagjöf og bauð gjarnan þúsund pund á móti einu. Líkur á því að taka upp Yarbor- ough eru einn á móti 1827, þannig að „álagning“ jarls- ins var drjúg. Á bandarísku haustleikunum í Phoenix tóku norðurspilararnir upp óvenjulegan Yarborough, þar sem sexan tróndi á toppnum: Norður ♠ 643 ♥ 52 ♦ 6432 ♣5432 Varla er hægt að hugsa sér lélegri spil og erfitt að ímynda sér að norður geti nokkurn tíma haft ástæðu til að melda, hvað þá að vera skammaður af makk- er sínum fyrir hugleysi. En svona gengu sagnir á einu borði: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull Pass Pass Dobl Redobl 1 hjarta 2 tíglar! 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass Pass Pass Suður vakti á Standard- tígli og eftir pass í vestur og norður doblaði austur til úttektar. Suður sýndi góða opnum með redobli og norður barðist af hörku í tvo tígla yfir hjartasögn vesturs. Áfram hélt suður, sýndi spaðalit og hækkaði svo þrjá tígla norðurs í fjóra. En þá fannst norðri nóg gert á sín spil og pass- aði: Norður ♠ 643 ♥ 52 ♦ 6432 ♣5432 Vestur Austur ♠ 1097 ♠ K85 ♥ KG106 ♥ D987 ♦ D8 ♦ G ♣ÁG97 ♣KD1086 Suður ♠ ÁDG2 ♥ Á43 ♦ ÁK10975 ♣– Út koma hjarta og þegar blindur var afhjúpaður upplauk suður munni sín- um: „Makker, þú meldaðir ekki nóg.“ Kannski hefði suður mátt melda meira, en hitt er rétt að spilið liggur upp í 12 slagi í NS. Sagnhafi kemst tvisvar inn í borð til að svína í spaðanum, með hjartatrompun og svo með því að yfirtaka tígulfimm- una með sexunni. Spil norðurs gátu verið verri. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. dxc5 Ra6 4. Rc3 Dc7 5. Rf3 Rxc5 6. e3 a6 7. Be2 g6 8. b4 Re6 9. Bb2 Bg7 10. Hb1 0-0 11. 0-0 b6 12. Rd5 Rxd5 13. cxd5 Bxb2 14. Hxb2 Rg7 15. e4 Bb7 16. Rd4 De5 17. He1 b5 18. Bf3 Hac8 19. Dd2 Hc4 20. Rb3 Hxb4 21. Dxb4 Dxb2 22. Dxe7 Dxa2 23. Bd1 Bc8 24. Dc5 He8 25. Bc2 Bb7 26. Ha1 Db2 27. Hb1 De5 28. Ra5 d6 29. Db4 Ba8 30. Hf1 Hc8 31. Bb3 Re8 32. f3 Rf6 33. Hd1 Rh5 34. g3 Staðan kom upp í Íslandsmóti kvenna sem lauk fyrir skömmu. Harpa Ing- ólfsdóttir (1.755) hafði svart gegn Al- dísi Rún Lárusdóttur (1.545). 34. … Rxg3! 35. hxg3 Dxg3+ 36. Kh1 Dxf3+ 37. Kg1 Dg3+ 38. Kf1 Hc3 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Guðlaug Þorsteins- dóttir 8 vinningar af 8 mögu- legum 2. Harpa Ingólfsdóttir 5 v. 3. Anna Björg Þorgríms- dóttir 3 v. 4.–5. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir 2 v. Vegna veikinda tefldi Guðfríður Lilja eingöngu fjórar skákir í mótinu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT JÓLAKLUKKUR Jólaklukkur kalla hvellum hreim. Hljómar þessir gjalla um allan heim. Ómar þessir berast yfir stærstu höf, upp til jökulfrera, niður í dýpstu gröf. Jólaklukkur kalla, kalla enn, koma biðja alla, alla menn, boða jólafriðinn um flóð og láð: Friður sé með yður og drottins náð. – – – Örn Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Það er hægt að reiða sig á þig, þú nálgast viðfangsefnin með skipulögðum og örugg- um hætti. Árið framundan býður upp á marga mögu- leika, m.a. á menntun. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir neyðst til að fallast á málamiðlanir í dag því aðrir eru þér andsnúnir. Slíkt gerist alltaf öðru hvoru. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver er ekki sammála því hvernig þú vilt verja pening- um. Þú skalt taka tillit til þess- arar manneskju en láttu hana ekki hafa of mikil áhrif. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Um þessar mundir er erfiður tími fyrir sambönd við ástvini eða ættingja. Öll sambönd eiga sína góðu og slæmu tíma. Gættu þess að lýsa skoðunum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stjórnvöld eða yfirmenn valda þér erfiðleikum í starfi. Þú þarft alltaf að fást við erfið- leika í starfi þínu öðru hvoru, enda færð þú greitt fyrir það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gamall vinur vill ráða þér heilt í dag um ástarmál eða uppeldi. Þótt þessar ráðleggingar kunni að vera hagnýtar þarft þú ekki að fylgja þeim. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að fást við erfið verk- efni í vinnunni í dag. Þér finnst einhver vera of íhaldssamur í skoðunum en reyndu að halda þolinmæðinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú finnur fyrir einsemd og ein- angrun í dag. En allir finna fyrir slíku öðru hvoru og því skalt þú reyna að taka þetta ekki of nærri þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að finna jafnvægið milli þarfa þinna og hvernig þig langar til að eyða pening- um og þess hvernig aðrir telja að þú eigir að haga þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gerir þér góða grein fyrir þeim takmörkunum sem sam- félagið setur þér. Í þroska felst, að læra að sætta sig við þessar takmarkanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á þróun mála í vinnunni í dag. Aðrir hafa tekið ákvarðanir sem þú verður að sætta þig við í dag. Þú getur reynt að breyta hlutunum síð- ar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Rómantíkin á erfitt uppdráttar í dag. Þér kann að finnast þú óaðlaðandi, jafnvel fráhrind- andi, en það er ekki raunin. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður að sætta þig við ákvarðanir annarra varðandi starfið eða jafnvel heimilislífið í dag. En hægt er að snúa tapi í sigur ef þú breytir markmiðum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 17. des- ember, verður níræð Elísa- bet Reykdal á Setbergi. Eig- inmaður hennar var Einar Halldórsson, bóndi á Set- bergi, en hann lést 1978. Hún býður ættingjum, vinum og samferðafólki að fagna með sér þessum tímamótum í veitingahúsinu Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði, í dag á milli kl. 18 og 20. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Sig- ríði Kristínu Helgadóttur þau Anna Kristín Tryggva- dóttir og Jón Þórðarson. Þessir duglegu strákar á Akureyri héldu hlutaveltu á dög- unum og söfnuðu 11.380 krónum sem þeir gáfu langveikum börnum á Íslandi. Í efri röð eru þeir Hrólfur Ásmundsson, Steinar Eyþór Valsson og Sigurgeir Bjartur Þórisson, en í þeirri neðri, Barði Benediktsson, Aron Örn Þorleifsson og Árni Ingimarsson. Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Góð jólagjöf Gjafakort frá Guðrúnu Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg • sími 551 8448 Íslenskt handverk Hringir frá kr. 3.500,- Hálsmen frá kr. 5.100,- Armband frá kr. 4.900,- Eyrnalokkar frá kr. 4.500,- Velúrgallar Stærðir XS-XXL Nóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Sendum í póstkröfu Mjúkur jóladraumur Náttfatnaður - sloppar — heimagallar stærðir S — XXXL Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Hættumat fyrir Bolungarvík Hættumatsnefnd Bolungarvíkur Í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000 hefur verið unnin tillaga að hættumati vegna ofanflóða fyrir Bolungarvík. Tillagan liggur nú frammi til kynningar á bæjar- skrifstofunni í Bolungarvík. Athugasemdum skal skilað til bæjarskrifstofu Bolungarvíkur fyrir 10. janúar 2003 næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.