Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 29 ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði Landsbanka Ís- lands að verðmæti 4,3 milljónir króna til 10 verkefna. Þau eru: Tón- listarhátíðin Provence-Ísland: 300 þús. kr. vegna tónlistarhátíðar í Frakklandi. Saltfisksetur Íslands í Grindavík: 400 þús. kr. til uppsetn- ingar í safninu á myndskreytingu Kjarvals, „Saltfiskstöflun“. Mið- borgarstarf KFUM & K: 350 þús. kr. til verkefnis sem miðar að því að styrkja sjálfsmynd þolenda eineltis og gefa þeim öruggt félagslegt um- hverfi. Tónminjasetur Íslands á Stokkseyri 250 þús. kr. til þróunar safnsins. Samband íslenskra kristniboðs- félaga: 300 þús. kr. vegna neyð- araðstoðar á þurrkasvæðum í Suð- austur-Eþíópíu. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: 250 þús. kr. til að koma á fót þjálfunarbúðum fyrir hreyfihömluð börn sumarið 2003. Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar: 200 þús. kr. til hljóð- færakaupa fyrir Tónstofuna, sem er eini „tónlistarskólinn“ á landinu fyr- ir fatlaða. Sóknarnefnd Saurbæj- arkirkju, Rauðasandi: 300 þús. kr. styrkur til framkvæmda við end- urreisn kirkjugarðsins. Edda Heið- rún Backman: 250 þús. kr. til þess að setja upp eins manns ferðasýningu fyrir börn. Kvik kvikmyndagerð: 400 þús. kr. til að ljúka við mynd um Jóhannes Sveinsson Kjarval. Á árinu 2002 hefur Landsbankinn styrkt fjölmörg önnur verkefni á vettvangi lista, menningar, góð- gerðarmálefna og æskulýðsstarfs og nemur stuðningur um 30 millj- ónum króna á árinu. Meðal annarra verkefna studdi Landsbankinn starf Íslenska dansflokksins og komu Merce Cunningham-dansflokksins hingað til lands. Landsbankinn er ennfremur bakhjarl fræðslu- og kynningarstarfs innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þá styður bankinn við uppbyggingu íþróttastarfs í landinu og er m.a. aðalstuðningsaðili ís- lenska landsliðsins í handknattleik. Menningarsjóður Landsbankans 4,3 milljónir til 10 verkefna Styrkþegar Menningarsjóðs Landsbankans. AÐVENTAN er tími umhugsun- ar um fæðingu Frelsarans og sá at- burður hefur mikil áhrif á efnisval kóranna, sem keppast við að halda sína aðventutónleika og flytja þá all- ir kórarnir að mestu sömu lögin, eins og t.d. Guðs kristni í heimi, Englakór frá himnahöll, Jólafriður, Ó, helga nótt, Panis angelicus, Þitt lof, ó, Drottinn, Alta trinita beata, þakkarbænir, Ave María eftir Kaldalóns og Fögur er foldin. Þessi margsungnu lög voru einmitt á tón- leikaskrá Karlakórs Reykjavíkur 13. desember, er kórinn hélt aðventutónleika í tónleikasalnum Ými. Flutningur laganna var hinn besti en meðal þeirra laga sem sjaldnar hafa verið sungin eru, Með gleði- raust og helgum hljóm, Að jólum, ágætt lag eftir Sigurð Þórðarson, Aðfangadagskvöld jóla, fallegt lag eftir Kaldalóns, Heilig, heilig, eftir Schubert, Jól, jól, skínandi skær, eftir Nordquist, klassíski sálmurinn Það aldin út er spurngið, Ave Maria, eftir Rheinberger og Kyrie, eftir Turnpu, allt falleg tónverk en ekki sérlega stór í sniðum. Kórinn er í góðu formi og voru best sungnu lögin, Að jólum, Sig- urðar Þórðarsonar, Aðfangadags- kvöld jóla, eftir Sigvalda Kaldalóns, Lofsöngur Beethovens, Alta trinita beata, þakkarbænin fræga og Fög- ur er foldin. Einsöngvari með kórn- um var Jóhanna Guðrún Linnet og söng hún mjög fallega Panis angel- icus, eftir Cesar Franck, einnig lag A. Adams, Helga nótt, en með glæsibrag, Ave María, eftir Sig- valda Kaldalóns. Samleikari hennar var Anna Guðný Guðmundsdóttir og var leikur hennar eins og venju- lega fallega mótaður. Eins og fyrr segir er kórinn í góðu formi og að ná sér á strik til stórra verkefna að vori og var söngurinn í heild þéttur og hljómfagur, undir músíkalskri stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Í góðu formi TÓNLIST Tónleikasalurinn Ýmir Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Einsöngvari: Jóhanna Guðríður Linnet. Undirleikari: Anna Guðný Guðmundsdóttir. Föstudagurinn 13. desember, 2002. AÐVENTUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tón- listardeildar verða kl. 18. Yfirskrift- in er: Nýmiðlar, tónsmíðar á 1. ári. Flytjendur eru Hallvarður Ásgeirs- son, Helgi Svavar Helgason, Hildur Guðnadóttir, Ólöf Helga Arnalds, Ása Briem, Ásrún Inga Kondrup, Guðmundur Steinn Gunnarsson og Páll Ivan Pálsson. Tónleikar tónsmíð eftir 2. ár verða kl. 20. Flytjendur eru: Ingi Garðar Erlendsson, Anna S. Þorvaldsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Gestur Guðnason, Þóra Gerður Guðrún- ardóttir og Catherine Therese Kiwal. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Víkingslækjarætt VII bindi er komin út. Í þessu bindi er 3. hluti h-liðar ætt- arinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar, í þessari lotu niðjar Guðmundar Brynj- ólfssonar á Keldum og fyrstu konu hans, Ingiríðar Árnadóttur. Fjöldi mynda er í ritinu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 333 bls. Verð. 5.480 kr. Ættfræði Buxur Laugavegi 53 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Fasteignafélagið Stoðir hf. stefnir að því að eignast allt að 7% hlutafjár í Baugi Group hf. Í því augnamiði hefur stjórn félagsins samþykkt að gera öllum hluthöfum Baugs Group hf. tilboð í 7% hlutafjár þeirra á genginu 11,0. Kaupþing banki hf. mun sjá um framkvæmd þessa tilboðs fyrir hönd Stoða hf. Tilboðið stendur fram til fimmtudagsins 19. desember 2002 til kl. 16.00. Tekið verður mið af hluthafaskrá Baugs Group hf. eftir lokun markaðar föstudaginn 13. desember 2002. Greiðsla fyrir hluti á sér stað degi eftir að sala fer fram. Fyrirspurnum um tilboðið og fyrirkomulag á sölu á hlutum í Baugi Group hf. skal beina til ráðgjafa Kaupþings banka hf. í síma 515-1500 og/eða með tölvupósti, radgjof@kaupthing.net. Til hluthafa Baugs Group hf. A B X /S ÍA 9 0 2 1 7 9 7 VERÐLAUN fyrir bestu mynd- skreytingarnar í barnabók sem gefin er út á árinu voru í fyrsta sinn veitt í gær. Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlistarkona hreppti verðlaunin, sem hafa hlotið nafnið Dimmalimm, fyrir myndskreytingar sínar í bók Kristínar Steinsdóttur, Engla í vest- urbænum. „Þetta var algjört draumaverk- efni,“ segir Halla Sólveig um vinnu sína við Engla í vesturbænum. „Það skemmtilega við verkefnið var að þetta eru örsögur, þannig að það er ein sjálfstæð saga með mynd á opnu. Það voru allir opnir fyrir því að hafa myndskreytingar frjálslegar og ég fékk því alveg frjálsar hendur með mína vinnu. Ég ákvað að fara þá leið að hugsa bara um hverja sögu fyrir sig og túlka það sem mér fannst eiga við um hverja þeirra og þannig komst ég á flug. Þetta var því ekki unnið frá síðu eitt til loka; – ég hugs- aði ekkert um það, það kom bara eft- irá. Það er samhengi í sögunum, en það er samt hægt að upplifa mál og mynd á hverri opnu sem sjálfstæðan veruleika.“ Athöfnin fór fram í Gerðubergi, en þar var um leið opnuð sýningin „Þetta vilja börnin sjá!“ með verkum þeirra tuttugu og þriggja íslensku myndlistarmanna sem myndskreytt hafa barnabækur á árinu. Að verðlaununum standa Félag ís- lenskra bókaútgefenda, Myndstef, menntamálaráðuneytið, Gerðuberg og Félag íslenskra teiknara. Hugmyndin að sýningunni „Þetta vilja börnin sjá!“ kviknaði þegar far- ið var að hugsa um hversu litla at- hygli myndskreytingar í íslenskum barnabókum fá. Í kjölfarið urðu verðlaunin Dimmalimm að veru- leika. Gerðuberg, FÍT og Myndstef skipuðu þau Aðalstein Ingólfsson, Aðalbjörgu Þórðardóttur og Kalman le Sage le Fontenay í dómnefnd og var Aðalsteinn formaður nefndar- innar. Það var barnabarn systur Muggs, höfundar ævintýrisins um Dimmalimm, Guðrún Egilson sem afhenti verðlaunin. Halla Sólveig Þorgeirsdóttir fær Dimmalimm-verðlaunin Algjört draumaverkefni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Halla Sólveig Þorgeirsdóttir við verðlaunaathöfnina í Gerðubergi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.