Morgunblaðið - 17.12.2002, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 17
STAÐFESTUR hefur verið stærsti sölusamning-
ur sem Sæplast hf. hefur gert til þessa við einn
kaupanda og er andvirði hans um eitt hundrað
milljónir króna. Um er að ræða
framleiðslu á 460 lítra kerum fyr-
ir Kassamiðstöðina í Færeyjum.
Kerin verða framleidd og afhent
á næsta ári.
Hilmar Guðmundsson, sölu-
stjóri Sæplasts á Dalvík, segir
samninginn mikilvægan og hann sé til marks um
ánægju Kassamiðstöðvarinnar með framleiðslu-
vörur Sæplasts, en fyrirtækin hafa átt góð við-
skipti undanfarin ár.
Kassamiðstöðin, sem er í Tóftum, í um klukku-
tíma akstursfjarlægð frá Þórshöfn, er í eigu fisk-
vinnslustöðva og útgerða í Færeyjum. Öfugt við
það sem almennt gerist hér á landi eiga færeysk
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki ekki fiskikerin.
Kassamiðstöðin kaupir kerin og leigir þau fyrir-
tækjunum með skilarétti eftir ákveðna notkun. Á
undanförnum árum hefur verið markvisst unnið
að því að keravæða fiskiskipaflotann í Færeyjum
og í því verkefni gegna ker frá Sæplasti lykilhlut-
verki.
Endurvinnanleg ker
Auk þess að kaupa 460 lítra ker hefur fyrirtækið
keypt 380, 660 og 1.000 lítra ker frá Sæplasti. Kári
í Garði, framkvæmdastjóri Kassamiðstöðvarinn-
ar, segir að reynslan af Sæplastskerum hafi verið
mjög góð og útgerðir í Færeyjum lýsi mikilli
ánægju með þau. Hann segir að í raun sé keravæð-
ing færeysks sjávarútvegs komin skammt á veg,
enn séu gamlir fiskikassar í almennri notkun, en
þeim fækki óðum og kerin komi í þeirra stað.
Á yfirstandandi ári gerði Kassamiðstöðin tvo
samninga við Sæplast um kaup á 460 lítra kerum
og fljótlega eftir áramót verður lokið við að fram-
leiða upp í þá samninga. Þá þegar verður hafist
handa við að framleiða upp í hinn nýja samning við
Kassamiðstöðina. Samningurinn gerir ráð fyrir að
öll þessi ker verði endurvinnanleg, með svokall-
aðri PE-fyllingu. Framkvæmdastjóri Kassa-
miðstöðvarinnar segir góða reynslu af þessum
kerum, bæði hvað varðar endurvinnslu og styrk.
„Til marks um hversu stór samningurinn við
Kassamiðstöðina er lætur nærri að þau ker sem
samningurinn kveður á um séu um fjórðungur af
þeim fiskikerum sem framleidd eru á Dalvík á ári.
Við lítum svo á að þessi nýi samningur sé ákveðin
traustsyfirlýsing á okkar framleiðsluvörur,“ segir
Hilmar Guðmundsson.
Samningur um kaup á ker-
um fyrir 100 milljónir króna
Kassamiðstöðin í Fær-
eyjum endurnýjar samn-
ing við Sæplast hf.
FRJÁLS verslun hefur útnefnt
Björgólf Thor Björgólfsson, Björg-
ólf Guðmundsson og Magnús Þor-
steinsson menn ársins 2002 í at-
vinnulífinu.
Þeir hljóta þennan heiður fyrir
einstaka athafnasemi og fram-
úrskarandi árangur í viðskiptum á
Íslandi sem erlendis. Þar vegur
þyngst á metunum salan á bjór-
verksmiðju Bravo í Rússlandi til
Heineken, uppbygging Pharmaco
sem alþjóðlegs fyrirtækis, en það er
núna annað af tveimur verðmæt-
ustu fyrirtækjunum í Kauphöll Ís-
lands, og loks nýlegt samkomulag
þeirra um kaup á ráðandi hlut í
Landsbanka Íslands, að því er segir
í tilkynningu frá Frjálsri verslun.
Þetta er í fimmtánda sinn sem
Frjáls verslun útnefnir menn ársins
í atvinnulífinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guð-
mundsson, eigendur Samsonar eignarhaldsfélags, eru menn ársins í ís-
lensku viðskiptalífi að áliti Frjálsrar verslunar.
Samson-hópurinn
menn ársins
● GISTINÓTTUM á höfuðborg-
arsvæðinu í október fækkaði
um 11% frá því í október 2001.
Í tilkynningu frá Hagstofunni
segir að þær hafi verið 40.010,
samanborið við 45.153 í fyrra.
„Athygli vekur þó að fjöldi ís-
lenskra hótelgesta á höf-
uðborgarsvæðinu eykst lítillega
á þessu tímabili, eða um rúm
3%. Þá fækkar gistinóttum
vegna útlendinga um rúm
13%,“ segir í tilkynningunni.
Á Suðurnesjum, Vesturlandi
og Vestfjörðum fækkaði gisti-
nóttum um tæp 12% miðað við
sama mánuð í fyrra. Á Norður-
landi nam fækkunin 8%, en á
Suðurlandi fjölgaði þeim um
34%, úr 3.776 í 5.056. Ekki
lágu fyrir tölur frá Austurlandi,
þar sem skil á gistiskýrslum
voru ekki nægjanleg, að sögn
Hagstofunnar.
Gistinótt-
um fækkar
víðast hvar
Glæsileg gjöf!
Súkkulaði-, krydd- og
piparkvarnir frá
WILLIAM BOUNDS