Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 17 STAÐFESTUR hefur verið stærsti sölusamning- ur sem Sæplast hf. hefur gert til þessa við einn kaupanda og er andvirði hans um eitt hundrað milljónir króna. Um er að ræða framleiðslu á 460 lítra kerum fyr- ir Kassamiðstöðina í Færeyjum. Kerin verða framleidd og afhent á næsta ári. Hilmar Guðmundsson, sölu- stjóri Sæplasts á Dalvík, segir samninginn mikilvægan og hann sé til marks um ánægju Kassamiðstöðvarinnar með framleiðslu- vörur Sæplasts, en fyrirtækin hafa átt góð við- skipti undanfarin ár. Kassamiðstöðin, sem er í Tóftum, í um klukku- tíma akstursfjarlægð frá Þórshöfn, er í eigu fisk- vinnslustöðva og útgerða í Færeyjum. Öfugt við það sem almennt gerist hér á landi eiga færeysk útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki ekki fiskikerin. Kassamiðstöðin kaupir kerin og leigir þau fyrir- tækjunum með skilarétti eftir ákveðna notkun. Á undanförnum árum hefur verið markvisst unnið að því að keravæða fiskiskipaflotann í Færeyjum og í því verkefni gegna ker frá Sæplasti lykilhlut- verki. Endurvinnanleg ker Auk þess að kaupa 460 lítra ker hefur fyrirtækið keypt 380, 660 og 1.000 lítra ker frá Sæplasti. Kári í Garði, framkvæmdastjóri Kassamiðstöðvarinn- ar, segir að reynslan af Sæplastskerum hafi verið mjög góð og útgerðir í Færeyjum lýsi mikilli ánægju með þau. Hann segir að í raun sé keravæð- ing færeysks sjávarútvegs komin skammt á veg, enn séu gamlir fiskikassar í almennri notkun, en þeim fækki óðum og kerin komi í þeirra stað. Á yfirstandandi ári gerði Kassamiðstöðin tvo samninga við Sæplast um kaup á 460 lítra kerum og fljótlega eftir áramót verður lokið við að fram- leiða upp í þá samninga. Þá þegar verður hafist handa við að framleiða upp í hinn nýja samning við Kassamiðstöðina. Samningurinn gerir ráð fyrir að öll þessi ker verði endurvinnanleg, með svokall- aðri PE-fyllingu. Framkvæmdastjóri Kassa- miðstöðvarinnar segir góða reynslu af þessum kerum, bæði hvað varðar endurvinnslu og styrk. „Til marks um hversu stór samningurinn við Kassamiðstöðina er lætur nærri að þau ker sem samningurinn kveður á um séu um fjórðungur af þeim fiskikerum sem framleidd eru á Dalvík á ári. Við lítum svo á að þessi nýi samningur sé ákveðin traustsyfirlýsing á okkar framleiðsluvörur,“ segir Hilmar Guðmundsson. Samningur um kaup á ker- um fyrir 100 milljónir króna Kassamiðstöðin í Fær- eyjum endurnýjar samn- ing við Sæplast hf. FRJÁLS verslun hefur útnefnt Björgólf Thor Björgólfsson, Björg- ólf Guðmundsson og Magnús Þor- steinsson menn ársins 2002 í at- vinnulífinu. Þeir hljóta þennan heiður fyrir einstaka athafnasemi og fram- úrskarandi árangur í viðskiptum á Íslandi sem erlendis. Þar vegur þyngst á metunum salan á bjór- verksmiðju Bravo í Rússlandi til Heineken, uppbygging Pharmaco sem alþjóðlegs fyrirtækis, en það er núna annað af tveimur verðmæt- ustu fyrirtækjunum í Kauphöll Ís- lands, og loks nýlegt samkomulag þeirra um kaup á ráðandi hlut í Landsbanka Íslands, að því er segir í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Þetta er í fimmtánda sinn sem Frjáls verslun útnefnir menn ársins í atvinnulífinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guð- mundsson, eigendur Samsonar eignarhaldsfélags, eru menn ársins í ís- lensku viðskiptalífi að áliti Frjálsrar verslunar. Samson-hópurinn menn ársins ● GISTINÓTTUM á höfuðborg- arsvæðinu í október fækkaði um 11% frá því í október 2001. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að þær hafi verið 40.010, samanborið við 45.153 í fyrra. „Athygli vekur þó að fjöldi ís- lenskra hótelgesta á höf- uðborgarsvæðinu eykst lítillega á þessu tímabili, eða um rúm 3%. Þá fækkar gistinóttum vegna útlendinga um rúm 13%,“ segir í tilkynningunni. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gisti- nóttum um tæp 12% miðað við sama mánuð í fyrra. Á Norður- landi nam fækkunin 8%, en á Suðurlandi fjölgaði þeim um 34%, úr 3.776 í 5.056. Ekki lágu fyrir tölur frá Austurlandi, þar sem skil á gistiskýrslum voru ekki nægjanleg, að sögn Hagstofunnar. Gistinótt- um fækkar víðast hvar Glæsileg gjöf! Súkkulaði-, krydd- og piparkvarnir frá WILLIAM BOUNDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.