Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hans- eduo fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brettingur kom í gær. Brúarfoss og New Fantasy komu til Straumsvíkur í gær. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er mánudagsins 16. des. er 89946, númer þriðju- dagsins 17. desember er 44604. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Sam- söngur kl. 14, stjórnandi Kári Friðriksson. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er opið mánu- og fimmtu- daga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ing kór eldri borgara í Damos. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 9 hár- greiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Þriðjudagur: Skák kl. 13. Skrifstofa félags- ins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, fimmtudaginn 19. desember kl. 14 jóla- helgistund, prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson, Sigríður Jónsdóttir les jóla- guðspjallið, Matthías Johannessen skáld les úr nýútkominni skáld- sögu sinni Vatnaskil. Tónlist, Lenka Mátéová leikur á píanó, Michael Máté leikur á flautu, Lovísa Sigfúsdóttir syngur eingsöng. Túlkun á táknmáli sr. Miyako Þórðarson. Há- tíðarveitingar í Kaffi Bergi. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13.30, pútt í Hraunseli kl. 13.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 16. 15 kínversk leikfimi. Jólahlaðborð verður í Gjábakka fimmtudaginn 19. desember og hefst með borðhaldi kl. 12. Ólafur Ragnarsson les úr nýútkominni bók sinni, Halldór Laxness, Líf í skáldskap. Nem- endur Hjallaskóla koma í heimsókn ásamt Guð- rúnu Magnúsdóttur tón- menntakennara, sr Æg- ir Sigurgeirsson flytur hugleiðingu. Tilkynna þarf þátttöku í síma 554 3400 eða 554 6611 fyrir hádegi 18. desem- ber. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 postlínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð- ir hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud. Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15–15.30 alm. handavinna, kl. 13– 16 frjáls spilamennska. Háteigskirkja eldri borgarar á morgun miðvikudag, kl. 11 sam- vera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14–15 jóga. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 13 handmennt m.a. mosaik, kl. 14 félagsvist. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjón- ustumiðstöðinni Árskóg- um 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pönt- unum í söng í s.553 5979 Jón, s.551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Púttklúbbur Ness. Meistaramót kvenna og karla, verður þriðjudag- inn 17. desember kl. 13 í Tennishöllinni Kópa- vogi. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu LHS, Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500. Í dag er þriðjudagur 17. desember, 351. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður. (Matt. 5, 44.) Víkverji skrifar... ÞAÐ er greinilegt að DVD-diskareru farnir að sækja verulega á í samkeppninni við myndbandið. Þessi þróun virðist hins vegar ger- ast hægar hér en í mörgum löndum í kringum okkur. Í Bandaríkjunum eru diskarnir að sigla fram úr mynd- böndum í vinsældum og þegar kom- ið er inn á myndaleigur (það er vart hægt að tala um myndbandaleigur lengur) á borð við Blockbusters eru diskarnir jafn fyrirferðarmiklir og myndböndin. Sérfræðingar í Banda- ríkjunum telja að eftir nokkur ár verði myndbönd jafnsjaldgæf og hljómplötur. Ástæðan er augljós. Yfirburðir diskanna þegar kemur að jafnt mynd- sem hljóðgæðum eru augljósir auk þess sem aukaefni á diskunum eykur gildi þeirra. Hér á landi eru þó myndböndin enn allsráðandi á leigunum þótt nú séu flestar leigur komnar með horn þar sem hægt er að leigja diska. Framboðið er hins vegar yfirleitt takmarkað. Af auglýsingum að dæma er ljóst að DVD-spilarar eru í mikilli sókn og að verð þeirra hefur snarlækkað. Hvenær ætla mynda- leigurnar að endurspegla þennan raunveruleika? x x x OFT hefur verið kvartað yfir til-hneigingu matvælaframleið- enda til að setja vörur í búning sem höfðar sérstaklega til barna. Sér- staklega er þetta slæmt þegar um er að ræða vörur sem lokka börnin frá hollari matvælum. Gott dæmi er skólaskyrið og skólajógúrtið, þar sem sykur er meiri en í hefðbundnu jógúrti og skyri og sykurbættir ávaxtadrykkir, sem eru í meira spennandi umbúðum en hreinir ávaxtasafar. Á þessum árstíma fá hins vegar „skóla“-vörurnar skæðan keppinaut sem eru „jóla“-vörurnar. Nú er hægt að fá jólaskyr, jólajógúrt og jólaengjaþykkni svo dæmi séu nefnd. Og hvernig skyldu nú þessar jóla- vörur vera sem líta svo freistandi út í litríkum umbúðum með myndum af jólasveinum og öðru jólatengdu? Jú, ekki geta áhugamenn um sykurát kvartað því auk sykursins í sjálfri vörunni er bætt við dísætum súkku- laðikúlum og öðru góðgæti svona til að kóróna verkið og gera þetta allt „jólalegra“. Jólasveinarnir eru nú smám sam- an að koma til byggða, einn og einn í einu eins og vera ber. Þeir bregða heldur ekki út af venju og koma við á öllum heimilum þar sem lítil börn hafa komið fyrir skónum sínum úti í glugga. Helsti kosturinn við þessar heimsóknir er að mati Víkerja að aldrei eru börnin eins þæg og prúð og þessa daga sem sveinarnir eru væntanlegir og sjaldan er eins auð- velt að koma þeim í háttinn. Á heim- ili Víkverja bregður svo við að börn- in eru sjálfviljug komin í rúmið allt að klukkutíma fyrir venjulegan háttatíma. Þá gleður það Víkverja að svo virðist sem jólasveinarnir séu ekki lengur með poka troðfulla af sælgæti líkt og áður fyrr. Eftir því sem Víkverji kemst næst, byggt á skýrslum barnanna og samtölum við aðra foreldra, virð- ist sem glaðningurinn í skónum sé sjaldan sælgæti, þótt auðvitað séu einstaka undantekningar á því. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kinnhestur, 8 vatnsból, 9 háð, 10 starfsgrein, 11 vondur, 13 heimskingjar, 15 drolls, 18 forin, 21 strit, 22 kompa, 23 menn, 24 fer illum orðum um. LÓÐRÉTT: 2 duglegur, 3 leturtákn, 4 minnast á, 5 klaufdýrið, 6 mestur hluti, 7 borðandi, 12 ýlfur, 14 dreift, 15 poka, 16 mannsnafn, 17 spyrna, 18 á, 19 málmi, 20 galdrakvendi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ramba, 4 fanga, 7 móður, 8 njálg, 9 agg, 11 aurs, 13 hlóð, 14 óvera, 15 stál, 17 lóru, 20 eir, 22 pólar, 23 ímynd, 24 angra, 25 andúð. Lóðrétt: 1 remma, 2 móður, 3 aura, 4 fang, 5 Njáll, 6 augað, 10 gleði, 12 sól, 13 hal, 15 soppa, 16 árleg, 18 ómynd, 19 undið, 20 erfa, 21 rísa. Foreldrar, nú er lag ÉG ER fjögurra barna móðir og synir mínir hafa átt þessa tölvuleiki sem fjallað hefur verið um í fjöl- miðlum undanfarið. Hefur mér ekki fundist ástæða til að banna þá og hef verið sofandi yfir þessu og ekki gert mér grein fyrir hversu mikið ofbeldi er í þessum leikjum. En vegna þessarar umfjöllunar hef ég vaknað og mínir drengir fá ekki þessa umræddu leiki í jóla- gjöf í ár þótt þeir væru á óskalistanum. Ég leyfi börnunum ekki að horfa á bannaðar myndir en ég gerði mér ekki grein fyrir skaðsemi þessara leikja fyrr en nú. Vil ég hvetja foreldra til að vakna og leyfa börnum sínum ekki að leika með þessa leiki. Mín reynsla er sú að krakkarnir bregðast ekki illa við að vera meinað að nota þessa leiki og kannski vilja börnin að við tökum af skarið. Strákamamma. Endurskinsmerki ÞESSA myrkustu daga ársins sést varla munur á nóttu og degi og okkur vantar snjóinn til að lýsa upp nánasta umhverfi. Hér áður var áróðurinn mikill og góð hvatning kom reglulega frá umferðarráði og fleirum um að fólk verði að muna eftir endurskins- merkinu sínu og nota það í myrkrinu. Er ekki tímabært að fara af stað aftur með hvatningu til fólks að huga að endur- skinsmerkjunum, taka þau fram og nota þau? Látum í okkur heyra – hvetjum alla til að nota end- urskinsmerkin núna. AS. Brúðargjöfin OKKUR var hegnt fyrir að vera heiðarleg og gifta okk- ur en við erum bæði öryrkj- ar og vildum deila hlutun- um með okkur. En við það að gifta okkur lækkuðu tekjurnar um 40 þús. krón- ur á mánuði. Er þetta góðærið hjá rík- isstjórninni? Verðum við bæði að þiggja ölmusu hjá líknarfélögum? Er ekki kominn tími til að öryrkjar fái að lifa mannsæmandi lífi af örorkulífeyrinum? Þetta ástand er ekki mönnum sæmandi. Guðbjörn Hjálmarsson, Jóhanna Ragnarsdóttir. Dagverður ÉG VAR svo lánsöm laug- ardaginn 30. nóv. sl. að vera dregin út í svokölluðum dagverðarpotti Bylgjunnar og langaði mig bara að þakka þeim sem að þessu stóðu fyrir að leyfa mér að vera prinsessa einn dag ásamt gestum mínum. Sem sagt, Gulli á Bylgj- unni dregur þig úr potti sínum, hringir í þig og þú mátt bjóða átta manns í „dagverð“. Kokkarnir Jón Arnar og Rúnar fara í Hag- kaup og ná í hráefni í dag- verðinn og mæta klukku- stund síðar heima hjá þér og byrja að elda fyrir þig og þína gesti. Gestirnir tínast að og þú gerir ekki neitt nema vera gestgjafinn en þeir sjá um allt hitt …og þeir þrífa líka eftir sig. Ég vil þakka Gulla, Bylgjunni, Jóni Arnari og Rúnari meistarakokkum og Hagkaupum vel fyrir mig og mína. Kærar þakkir. Drottinn gefi ykkur gleði- lega hátíð ljóss og friðar. DB. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG undirrituð er í þeirra hópi sem kvarta stöku sinn- um til Velvakanda, vegna áhrifa eða atburða, sem ég tel að hafi neikvæð áhrif á þjóðarsálina, ekki síst börnin okkar. Það gerði ég fyrir tæpu ári og vakti máls á klámfengnum atriðum og ofbeldi í íslenskum kvik- myndum, sem sýndar voru í ríkissjónvarpinu um síð- ustu jól. Vona ég heils hugar að ríkissjónvarpið vandi vel til dagskrár sinnar nú um þessi jól. En meginmarkmiðið með þessum línum er að vekja athygli á því sem vel er gert. Ég gladdist virki- lega þegar Guðrún Gunn- arsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, fékk viðurkenningu fyrir að spyrna fæti við þessum ófögnuði – þessum klámöldum sem skollið hafa á sómakæru fólki sem vill verja sig og börn sín fyrir sora af þessu tagi. Sem betur fer fjölgar því fólki sem lætur í sér heyra og mótmælir. Vil ég þakka Guðrúnu Gunnarsdóttur fyrir að hafa kjark til að fylgja sannfæringu sinni. Einnig vil ég þakka Jóni Ólafssyni tónlistarmanni sem stýrir þættinum „Af fingrum fram“ í ríkissjón- varpinu. Jón er frábær listamaður, framkoma og viðmót hans við viðmæl- endur sína afslappað og óþvingað. Það er eins og Jóni takist að laða fram það besta í hverjum manni/ konu, auk þess að Jón sam- einast gesti sínum í tónlist- inni í lokin. Jón verðskuld- aði svo sannanlega Edduverðlaunin fyrir þætti sína. Sendi ég landsmönnum óskir um gleðileg jól! María K. Einarsdóttir. Gleðst með Guðrúnu og Jóni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.