Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir NORDICA hotel verður nýtt nafn fyrrum Hótels Esju en stækkun þess og endurbætur er stærsta uppbyggingarverkefni í íslenskri ferðaþjónustu um þessar mundir. Áætlað er að hátt í 100 þúsund gestir gisti á hótelinu árlega eftir að það hefur verið opnað í mars næstkomandi. Nafn hótelsins verður kynnt í dag en að sögn Kára Kárasonar, framkvæmdastjóra Flugleiðahótel- anna, var það mat manna að þörf væri á nafni sem gengi betur á al- þjóðlegum vettvangi en gamla nafnið gerði. „Þó að gamla nafnið hafi verið gott og gilt þá fylgdu því líka ókostir í sambandi við alþjóð- lega markaðssetningu. Þess vegna vildum við fá nafn sem hljómaði al- þjóðlega en hefði samt tilvísun í landfræðilega staðsetningu okkar hér í norðrinu. Það má segja að hughrifin af þessari tilvísun í Norð- urlöndin eða norðrið er náttúran, ákveðinn hreinleiki, öryggi, skipu- lag, gæði og líka ákveðið ævintýri.“ Breytist úr ferðamannahóteli í ráðstefnu- og viðskiptahótel Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa gagngerar endur- bætur staðið yfir á hótelinu auk þess sem það hefur verið stækkað töluvert. Þegar komið er inn á jarðhæð hússins í dag er allt sem minnir á gömlu Hótel Esju horfið. Þar er nú einn geimur sem verið er að endurhanna frá grunni. Búið er að tengja jarðhæðirnar saman í nýju byggingunni og þeirri gömlu en gestamóttakan verður sex sinn- um stærri en áður. Hótelið verður með 284 herbergi í stað 172 herbergja áður en önnur aðstaða er stækkuð verulega sem endurspeglar að verið er að breyta hótelinu úr dæmigerðu „ferða- mannahóteli í ráðstefnu- og við- skiptahótel“, eins og Kári orðar það. Hótelið verður áfram fjögurra stjörnu en Kári segir muninn þann að nú verði það samkeppnisfært við erlend hótel í sama stjörnu- flokki. Meðal nýjunga í Nordica hotel eru 23 svítur á 9. hæð hússins, þar af verða tvær glæsiíbúðir sem eru stærri og með talsverðum íburði. Á áttundu hæð er að sögn Kára verið að byggja utan á hótelið stórt gler- hýsi þar sem sérstök setustofa verður fyrir betri herbergi hússins. Brenndur leir utan á annarri hæð hússins Talsvert verður lagt í ráðstefnu- aðstöðu hótelsins en hún verður í um 2.000 fermetra húsnæði. Alls verða ráðstefnu- og veislusalir ell- efu talsins og á jarðhæð verður stórt sýningarsvæði fyrir framan stærsta ráðstefnusalinn sem tekur 600 manns í sæti. Hann verður ennfremur nýttur sem veislusalur og getur tekið 450 manns í mat. Þá verður ráðstefnumiðstöð á annarri hæð hótelsins með níu fundarsölum og sérútbúið fundarherbergi fyrir stjórnarfundi. Loks má nefna að heilsuaðstaða hótelsins verður öll endurnýjuð en hún verður í þúsund fermetra hús- næði þar sem áhersla verður lögð á svokallaðar heilsulindarmeðferðir, vellíðan og slökun. Að utan verður húsið tekið í gegn og skipt um glugga auk þess sem brenndur leir, sem settur hef- ur verið utan á aðra hæð hússins, á eftir að setja mikinn svip á útlit þess. Kostnaður um tveir milljarðar Kostnaður vegna heildarverkefn- isins nemur um 2 milljörðum króna. Það er fasteignafélagið Stoðir, sem á fasteignina en rekst- urinn verður í höndum Flugleiða- hótela. Gert er ráð fyrir um 70 pró- senta nýtingu á húsnæði hótelsins að meðaltali og segir Kári að það ætti að þýða að nálægt 100 þúsund gestir gisti þar ár hvert. Þar af ættu erlendir gestir að vera í kringum 90 þúsund. Að sögn Kára er verkið nánast á áætlun og er stefnt að því að opna Nordica hotel í lok mars á næsta ári. Stór alþjóðleg ferðaráð- stefna í desember 2003 Að sögn Kára verður sótt á nýja markaði í greininni með stækkun hússins þar sem áhersla verður lögð á að fá ráðstefnur á alþjóð- legum markaði til landsins ásamt erlendum fyrirtækjahópum í svo- kallaðar hvataferðir. Þar sé átt við ferðir fyrirtækjahópa en mikið sé um að stór fyrirtæki verðlauni starfsmenn með skemmtiferðum þar sem vörur fyrirtækjanna eru gjarnan kynntar í leiðinni. Segir Kári gríðarlega stóran markað fyr- ir slíkar ferðir. „Þetta eru bankar, lyfjafyrirtæki, tryggingafélög, bíla- fyrirtæki og svo mætti lengi telja.“ Þá er búið að bóka hátt í 30 er- lendar ráðstefnur í hótelið á árinu 2003 eftir að það opnar í mars. „Ég geri þó ráð fyrir að við fáum miklu meiri viðbrögð eftir áramót því menn eru að sjálfsögðu varkárir að bóka ráðstefnur í hótel sem ekki er búið að opna enn,“ segir Kári en nefnir sérstaklega eina ráðstefnu, sem von er á í lok næsta árs. „Við vorum búin að segja frá því að við sóttumst eftir því að fá stóra alþjóðlega ferðaráðstefnu í desem- ber árið 2003 en skipuleggjendur hennar eru ein virtustu samtök í heiminum sem skipuleggja ráð- stefnu- og hvataferðir einstaklinga. Við fengum þessa ráðstefnu, eftir að hafa keppt við nokkur lönd og höfum kannski unnið mest í kring um þennan hóp undanfarna mán- uði.“ Hann segir að miklar vonir séu bundnar við þessa ráðstefnu enda sæki hana um 400 erlendar lykilmanneskjur í skipulagningu þeirra ferða og ráðstefna sem hót- elið sækist hvað mest eftir að hýsa. Fyrrum Hótel Esja opnað í mars eftir gagngerar breytingar og stækkun Nafninu breytt í Nordica hotel vegna markaðarins Svokallað stjórnarherbergi á annarri hæð hótelsins. „Þetta verður lokuð fundaraðstaða sem miklu meira verður í lagt en önnur fundarherbergi í hús- inu,“ segir Kári. „Þarna verður rými fyrir 14 manns í sæti og m.a. verður sér- baðherbergi inn af fundarrýminu, sérforstofa og herbergi þar sem menn geta brugðið sér afsíðis, t.d. ef þeir þurfa að tala í síma. Þannig eiga menn ekki að þurfa að fara út úr fundarherberginu á meðan á fundinum stendur.“ Ráðstefnusalur hótelsins. Hann tekur 400 manns í þeirri uppstillingu sem hérna er sýnd en ef eingöngu stólum er raðað upp er rými fyrir 600 manns. Í veisluuppstillingu með hringlaga borðum tekur salurinn 450 manns. „Sal- urinn er alveg ferhyrndur eða 23 sinnum 23 metrar að flatarmáli, sem gerir hann miklu glæsilegri en ella,“ segir Kári. „Lofthæðin er mikil en lægsti punktur er fimm metrar. Megnið af salnum er þó 5,70 metrar að hæð. Þannig að þetta verður svona glæsilegasti ráðstefnu- og veislusalur landsins.“ Suðurlandsbraut MÁLNINGARÚÐI lá í loftinu við Strandgötuna í Hafnarfirði á dög- unum en þar stóðu unglingar við veggi og úðuðu á þá málningu af miklum móð. Um var að ræða keppni í veggjalist og var portið við Strandgötu 28–30 vettvangur listsköpunarinnar. Illa frágengnir veggirnir í port- inu hafa verið búðareigendum og gestum verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar til ama og því var brugð- ið á það ráð að fá unglinga úr fé- lagsmiðstöðvum bæjarins til að keppa sín á milli um listaverk á veggina. Hver félagsmiðstöð sendi 2–4 manna lið á staðinn sem kepptu sín á milli um besta lista- verkið. Þema verkanna var „jólin“ en keppendur fengu frjálsar hendur um stærð verka sinna. Hver fé- lagsmiðstöð fékk úthlutað ákveðnu svæði og fengu kepp- endur takmarkað magn af máln- ingu og þurftu að ljúka verkum sínum innan ákveðins tímaramma. Lið Vitans í Víðistaðaskóla með þá Frey Árnason og Inga Má Úlf- arsson inanborðs þótti að mati dómnefndar uppfylla flestar þær kröfur sem gerðar voru til verks- ins og stóðu uppi sem sigurveg- arar keppninnar. Morgunblaðið/Sverrir Verkin á veggjunum tóku smám saman á sig litríka mynd. Hugarflug í málningarúða Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.