Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFTIR góðan og endurnærandi svefn við ylinn frá Orkuveitunni vakna ég við vekjaraklukkuna mína sem er knúin rafmagni frá Orkuveit- unni. Fer í heita sturtu með vatni frá Orkuveitunni, vatni sem mér er séð fyrir í ómældu magni af Orkuveit- unni, það þarf jú rafmagn til að dæla öllu þessu vatni. Næst er það kaffið úr minni ágætu kaffikönnu sem reyndar er knúin rafmagni frá Orkuveitunni. Lesa Morgunblaðið við ljós frá Orkuveitunni. Taka gemsann úr hleðslutækinu sem er knúinn rafmagni frá Orku- veitunni. Er til starfa er komið þarf að kveikja á tölvunni sem einnig er knúin rafmagni frá Orkuveitunni. Setja í gang viftuna knúna af raf- magni frá Orkuveitunni. Senda þarf föx um allar trissur og viti menn, faxtækið er líka knúið af rafmagni frá Orkuveitunni. Í kaffinu þarf ég kaffi og það helst heitt en til þess þarf rafmagn frá Orkuveitunni. Á milli mála er nú oft indælt að fá sér kaldan drykk en til þess þarf kæliskáp og hann er knúinn raf- magni frá Orkuveitunni. Í hádeginu þarf ég frekari nær- ingar við og æskilegt væri ef sú nær- ing væri heit, þá er það örbylgjuofn- inn, hann er líka knúinn rafmagni frá Orkuveitunni. Að loknum góðum vinnudegi í vel upphituðu húsnæði kyntu með heitu vatni frá Orkuveitunni fer ég heim í mitt góða hlýa hús sem reyndar er einnig kynt með vatni frá Orkuveit- unni, og nú í skamdeginu þarf mikið af ljósum (ef maður ætlar ekki að leggjast í þunglyndi og fara jafnvel að mótmæla virkjunarframkvæmd- um), nú ljósin eru eins og allir vita í dag rafmagnsljós knúin af rafmagni frá Orkuveitunni. Eitthvað þarf nú að borða um kvöldmatarleytið og þá kemur nú eldavélin í góðar þarfir og hvað haldið þið, hún er ekki kolakynt heldur gengur hún fyrir rafmagni frá Orkuveitunni. Að afloknum kvöldverði er nú ekki amalegt að fá sér kaffisopa og við vitum nú þegar hvað þarf til þess, jú rétt til getið, rafmagn frá Orkuveitunni. Þá fer nú að líða að fréttum í sjón- varpinu og hva, sjónvarpið þarf raf- magn frá Orkuveitunni. Að loknum fréttum væri nú alveg tilvalið að líta aftur í blöðin sem reyndar eru prentuð í þar til gerðum vélum knúnum af rafmagni frá Orkuveitunni, en til þess þarf jú ljós með rafmagni frá Orkuveitunni. Svo fer ég í skúrinn og dútla mér þar eitthvað fram eftir kvöldi við undirleik klassískrar tónlistar í út- varpinu sem einnig er knúið af raf- magni frá Orkuveitunni. Loksins er komið að því að fara í bólið með frúnni en ekki þarf ég raf- magn til þess frá Orkuveitunni held- ur læt ég mér nægja kertaljós til þeirra athafna. Loksins er vekjaraklukkan stillt og farið að sofa með þá einlægu ósk í brjósti að Orkuveitan bregðist mér nú ekki í nótt frekar en endranær, og þakklæti til þeirra framsæknu karla og kvenna sem löngu fyrir mína tíð gerðu sér grein fyrir því að hér væri ekki búandi ef ekki væri virkjað. Lengi lifi Orkuveitan og sú hug- sjón að virkja orku landsins mér og öðrum þegnum þess til hagsbóta, ánægju og hagsældar. Hvar værum við án virkjana. Með björtum ylhýrum kveðjum. JÓHANN ÞÓR HOPKINS, Hesthömrum 19, 112 Reykjavík. Dagur í lífi náttúruunnandans Frá Jóhanni Þór Hopkins NÚ ÞEGAR jól og áramót nálgast langar mig, að gefnu tilefni, að biðja foreldra um að leiða hugann sérstak- lega að útivistartíma barna sinna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina þegar jólafrí grunnskólanna byrjar þá aukast skemmdarverk, hverskon- ar, nokkuð. Virðist sem foreldrar slaki nokkuð á útivistarreglunum yf- ir jólahátíðina og taki í staðinn upp nýjar og oft miður góðar „afþvíbara“ reglur. Skemmdarstarfsemin teng- ist oftast sölu og meðferð skotelda og blysa dagana í kringum áramót. Þá þykir sumum börnum og unglingum spennandi að útbúa varasamar sprengjur úr þeim skotföngum sem eru á boðstólum. Oft kviknar skemmdarfýsnin er skyggja og kvölda tekur og stendur jafnvel hæst þegar komið er framyfir útivistar- tíma hjá ungu fólki. Ég hvet foreldra líka sérstaklega til að sýna ástríki og ábyrgð í verki gagnvart börnum sínum um áramót- in, líkt og alla aðra daga, og stuðla að fjölskylduvænu gamlárskvöldi þar sem allir fái notið sín í öruggu og ánægjulegu andrúmslofti. Eyðum þeim ljóta ósið og ómenningu að börn og ungmenni séu úti á lífinu á nýársnótt, eftirlitslaus við óæskileg- ar aðstæður, jafnvel drukkin og hættuleg sjálfum sér og öðrum. Byggjum upp á heilbrigðum grunni í þessum málum, foreldrum og ekki hvað síst börnunum okkar til heilla. Það hefur sýnt sig að þegar börn og ungmenni lenda hvað oftast í vandræðum og óæskilegum aðstæð- um, sem þau kunna ekki að ráða fram úr, er það eftir að útivistartíma þeirra lýkur. Börn eru foreldrum sínum afar kær og því skulum við virða þau lög og reglur sem eru sett þeim til verndar, líkt og útivistar- reglunum er ætlað að gera. VALGARÐUR VALGARÐSSON, Skerseyrarvegi 3, 220 Hafnarfirði. Ástríku foreldrar Frá Valgarði Valgarðssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.